24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 18

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval Fimm stúlkur úr 10.l í Lauga- lækjarskóla fá verðlaun í dag fyrir vefsíðu sem þær gerðu um Jónas Hallgrímsson. Stúlkurnar eru Anna Lind Þórðardóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Hildigunnur Anna Hall, Katrín Helena Jónsdóttir og Þórdís Erla Sveinsdóttir. Verkefnið unnu þær sem ís- lenskuverkefni í skólanum en Jónas er þema annarinnar í nokkrum fögum í tilefni 200 ára fæðingaraf- mælis. Á síðunni fjalla stúlkurnar um ástir Jónasar, baráttu hans fyrir varðveislu tungunnar, líf og störf auk skáldskaparins eða „eiginlega allt nema náttúrufræðina“ að sögnKatrínar sem einnig orti ljóð um Jónas. Ljóðið birtist á upphafs- síðu verkefnisins og hefst á orð- unum: „Margbrotinn maður Jónas var.“ Katrín segir samvinnuna hafa gengið vel enda eru þær bestu vin- konur. Verkefnið tók tvær vikur og skiptu þær verkum þannig á milli sín að ein sá um hönnun á útliti en hinar heimildaöflun og skrif. Uppáhaldsljóð hópsins af verkum Jónasar er „Ferðalok“ en þær fjalla töluvert um það á síðunni. „Jónas á náttúrlega mikið af flottum ljóðum en þetta er það sem okkur finnst fal- legast,“ segir Guðríður. „Það er líka svo margt í því,“ bætir Katrín við. „Við trúum því að það sé ort til Þóru Melsteð en við þekkjum söguna af henni. Ljóðið er líka fullt af myndlíkingum og það má líta á það sem ættjarðar- ljóð.“ Stúlkurnar keppa í Skrekk síðar í mánuðinum og er því uppteknar í æfingum þessa dagana en þær ætla að sýna frumsamdan pólitískan söngleik eftir bekkjarfélaga sinn. thorakristin@24stundir.is Stúlkur úr Laugalækjarskóla fá verðlaun Vefsíða um Jónas Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Á degi íslenskrar tungu, sem er í dag, fá hátt í hundrað grunnskóla- nemendur í Reykjavík íslensku- verðlaun menntaráðs, sem eru nú veitt í fyrsta skipti við hátíðlega at- höfn í Borgarleikhúsinu. Frú Vig- dís Finnbogadóttir er verndari verðlaunanna og hefst hátíðin á ávarpi hennar. Verðlaunagripurinn er verk úr gleri sem gert er af Dröfn Guð- mundsdóttur myndhöggvara. Sýn- ir verkið bókaropnu með áletruð- um seinustu fjórum línum fyrsta erindis „Ástu“ en þaðan eru ein- kunnarorð dagsins „móðurmálið mitt góða“ komin. Markmið verðlaunanna er að vekja áhuga grunnskólanema á ís- lensku máli, jafnt töluðu sem rit- uðu, og hvetja þá til framfara. Þeir sem þiggja verðlaun í dag hafa að mati skóla sinna skarað fram úr á ýmsa vegu svo sem með ljóðlist, ritlist og í frjórri notkun á tungumálinu. Grunnskólar gátu tilnefnt verð- launahafa úr hverjum árgangi og er ýmist um að ræða einstaklinga eða hópa sem unnið hafa sameiginlega að verkefnum. Einn verðlaunahafanna er Guð- rún Brjánsdóttir í sjöunda bekk í Melaskóla en hún fær verðlaun fyr- ir skemmtileg söguskrif. Guðrún hefur skrifað bæði sögur og ljóð og fengið verk sín meðal annars birt í Barnablaði Morgunblaðsins og á vef Reykjavíkurborgar 2004 en þar birtist fyrsta verk hennar sem kall- ast Nútíma jólaguðspjallið. Guðrún hefur áður unnið verð- laun fyrir skrif en hún vann sum- arsagnasamkeppni Barnablaðs Morgunblaðsins fyrir tveimur ár- um fyrir söguna Sumartetrið. „Ég er mjög hrifin af Roald Dahl og uppáhaldsbókin mín eftir hann er Matthildur,“ segir Guðrún um uppáhaldshöfunda sína. „Hún er svo flott hún Matthildur, bæði klár og skemmtileg. Annars er ég líka mjög hrifin af Astrid Lindgren en ég les almennt mest af ævintýra- og spennubókum.“ Aðspurð um hvernig henni líki verk Jónasar Hallgrímssonar segir hún: „Ég held að „Ísland“ sé mitt uppáhaldsljóð eftir hann. Ég hef bæði lesið það og sungið það í kór og það er mjög fallegt.“ Hún getur vel hugsað sér að verða rithöfundur en til greina kemur einnig að verða tónlistar- maður. Guðrún er ánægð með verð- launin. „Þetta er náttúrlega mjög skemmtilegt og spennandi. Þetta er líka mikill heiður.“ Móðurmálið mitt góða  Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt í fyrsta skipti  Hátt í 100 grunnskólanemar í Reykjavík fá verðlaun fyrir skapandi skrif Upprennandi rithöfundur Guðrún Brjáns- dóttir er ein þeirra sem fengu í dag íslensku- verðlaun menntaráðs. ➤ Í dag er haldinn dagur ís-lenskrar tungu í ellefta sinn. ➤ Dagurinn var valinn vegna af-mælis Jónasar Hallgríms- sonar, eins ástsælasta skálds þjóðarinnar, en 200 ár eru lið- in frá fæðingu hans. JÓNAS HALLGRÍMSSON FRÉTTAVIÐTAL frettir@24stundir.is a „Ég held að „Ísland“ sé mitt uppáhaldsljóð eftir hann. Ég hef bæði lesið það og sungið það í kór og það er mjög fallegt.“ Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.