24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 4

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Norski hagfræðiprófessorinn Karen Helene Ullt- veit-Moe vill skipta á hluta fæðingarorlofsins og greiðslum fyrir barnagæslu eða heimilishjálp. „Fyr- irkomulagið með fæðingarorlof og greiðslur til for- eldra kemur í veg fyrir að konur hafi sömu möguleika á vinnumarkaðnum og karlar,“ segir hagfræðiprófess- orinn, sem er tveggja barna móðir, í viðtali við Dagbla- det í Noregi en þar eru sex vikur orlofsins ætlaðar körlum. Prófessorinn vill skipta á síðustu fjórum mánuðum fæðingarorlofsins og greiðslu fyrir dagheimilisvist. ,,Það myndi auðvelda þeim lífið sem ekki geta verið burtu frá vinnumarkaðnum í heilt ár,“ segir hagfræ- ðiprófessorinn í viðtalinu. Karen segir það vera mjög erfitt fyrir konu á frama- braut að vera heima með barn í heilt ár. Hún segir jafnframt væntingar margra kvenna óraunhæfar. ,,Verði þær að hætta í vinnunni klukkan fjögur til að sækja börnin á dagheimilið verða þær að vinna á kvöldin. Karlar á framabraut verða að forgangsraða. Það verða konur líka að gera.“ ingibjorg@24stundir.is Vill skipta á fæðingarorlofi og greiðslu fyrir barnagæslu í Noregi Konur verða að forgangsraða 24stundir/Kristinn Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Tillögur um nýskipan í þróunar- málum ná bæði yfir marghliða að- stoð og tvíhliða þróunarhjálp sem Þróunarsamvinnustofnun annast. Áhersla verður lögð á alþjóðlega þróunarsamvinnu. Aðkoma stjórnmálaflokkanna að þróunar- starfi verður styrkt. Ráðgjafanefnd verður utanríkisráðherra til að- stoðar og fjallar um allan mála- flokkinn, bæði þá þætti sem unnir eru í ráðuneytinu og verkefni Þró- unarsamvinnustofnunar. Meira gert úr framlagi Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur hefur unnið tillögur sem koma fram í nýju frum- varpi til heildarlaga um málaflokk- inn. Hún segir að komið verði á skipulagi sem opni möguleika á nýrri nálgun í þróunarhjálp. Með aðild að DAC-þróunarnefndinni verður hægt að mæla árangur okkar og taka þátt í samanburði sem skipt- ir máli. Þannig verði hægt að gera meira úr framlagi Íslendinga. Hilm- ar Þór Hilmarsson, lektor á Akur- eyri, gagnrýnir að stjórn þróunar- mála á Íslandi sé dreifð um víðan völl og verkefnanálgun einhliða. Gagnrýnin úrelt „Gagnrýnin átti við, en ekki lengur,“ segir Sigurbjörg. „Fram- undan eru breyttir tímar, miklir möguleikar með eðlilegri nútíma- stjórnsýslu. Þróunarsamvinnu- stofnun verður áfram sjálfstæð en ábyrg gagnvart nýju þróunarsam- vinnusviði í utanríkisráðuneytinu. Fagstofnun er nauðsynleg, engum dytti í hug að taka Landspítalann inn í heilbrigðisráðuneytið. Þá tel ég að þróunarmálaráðuneyti sé óþarft. “ Unglingurinn Ísland Efast hefur verið um árangur af verkefnum Íslands. Sigurbjörg seg- ir að Þróunarsamvinnustofnun hafi fengið góða dóma fyrir sum verkefni og lakari fyrir önnur. Erfitt sé fyrir Íslendinga að bera sig sam- an við reynsluboltana Norðurlönd. Þau hafi lagt línurnar á heimsvísu. Íslendingar séu unglingurinn en framundan sé spennandi tímar og mikið verk. Horft fram í þróunarstarfi  Nýtt heildarskipulag og ný nálgun í þróunarstarfi Þróunarhjálp Verkefni Íslands í Þróunarsam- vinnu eru í sex löndum. ➤ Skipting milli tvíhliða ogmarghliða verkefna hefur verið nokkuð jöfn. Þróun- arsamvinnustofnun sér um tvíhliða verkefnin. ➤ Með nýju skipulagi gerist Ís-land aðili að þróunarnefnd innan OECD og fær reglulega óháða úttekt á árangri. ALLT UNDIR EINN HATT 24stundir/Þorkell Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Karlmaður var í gær dæmdur af Hæstarétti í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og til- raun til nauðgunar með því að reyna með ofbeldi að þröngva fyrrverandi sambýliskonu sinni til samræðis. Maðurinn brá belti um háls konunnar og herti að. Mað- urinn var í héraðsdómi dæmd- ur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið. Hann á að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur. mbl.is Nauðgaði konu sinni 15 mánaða dómur Verið er að reisa nýja sundmið- stöð á Ásvöllum í Hafnarfirði sem áætlað er að verði opnuð hinn fyrsta apríl á næsta ári. Í bygging- unni verður fimmtíu metra löng keppnislaug með tíu brautum auk barnalaugar og líkamsræktarsalar. Er byggingin sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Útboð fór fram vorið 2006 og lægsta útboðið áttu hafnfirsku fyr- irtækin Feðgar, verkfræðistofan Strendingur og hönnunarstofan Batteríið sem vinna nú að bygging- unni. „Ef áætlanir standast ekki von- umst við til þess að geta opnað sundmiðstöðina 1. júní 2008 vegna 100 ára afmælis bæjarins,“ segir Gunnar Svavarsson, forseti bæjar- stjórnar. thorakristin@24stundir.is Opnun nýrrar sundmiðstöðvar Synt í Hafnarfirði Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin höfðu samband við nokkrar hár- greiðslustofur og spurðust fyrir um verð á dömu- klippingu, nýrri línu fyrir millisítt hár. Algengt verð á slíkri klippingu virðist vera á bilinu tæplega 4000 - 5000 krónur en þó var ein hárgreiðslustofa sem skar sig verulega úr og býður tæplega 40% lægra verð á klippingu en næstódýarasta stofan sem könnuð var. Dömuklippingin misdýr Hildigunnur Hafsteinsdóttir NEYTENDAVAKTIN Dömuklipping, ný lína fyrir millisítt hár Stofa Verð Verðmunur Hárgreiðslustofan Hárstíll 2.800 Hárgreiðslustofan Aþena 3.900 39,30 % Hárgreiðslustofan Hárið 4.200 50,00 % Hárgreiðslustofan Soho 4.900 75,00 % Höfuðlausnir 4.900 75,00 % Hárstofan Touch 5.000 78,60 % HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.