24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 48

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Poppþrenna á Nasa Tónlist Þrjár af vinsælustu popp- sveitum landsins leiða saman hesta sína á sannkölluðum stórtónleik- um á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í kvöld. Hljómsveitirnar eru í stafrófsröð: Jeff Who?, Mo- tion Boys og Sprengjuhöllin. Milli atriða þeytir Terrordisco skífum. Sveifla í Ráðhúsinu Tónlist Djassdívurnar Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir koma fram með Stór- sveit Suðurlands á tónleikum í Ráðhúsinu í Reykjavík á sunnudag kl. 16. Á efnisskránni er stórsveita- tónlist af ýmsum toga, allt frá Glenn Miller til Bítlanna. Afmæli Jónasar Tónlist Fífilbrekkuhópurinn býð- ur upp á dagskrá með lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar í Salnum á laugardag kl. 17. Sögumaður er Arnar Jónsson leikari. Listasmiðja fyrir alla Myndlist Efnt verður til lista- smiðju fyrir alla fjölskylduna í Listasafni Reykjavíkur (Hafnar- húsi) á sunnudag kl. 14. Þar gefst gestum tækifæri til að glíma við til- raunir, textasmíði, leik og leiðsögn svo nokkuð sé nefnt. Listasmiðjan tengist sýningu Hreins Friðfinns- sonar. Stæltir kroppar Íþróttir Vöðvastæltustu kroppar landsins sýna listir sínar á Íslands- mótinu í icefitness í Laugardalshöll annað kvöld kl. 20. Stuðhljóm- sveitin Buff spilar meðan á keppni stendur. Það besta í bænum Þreföld gleði Þrjár helstu poppsveitir lands- ins koma fram á einum og sömu tónleikunum um helgina. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Í sýningunni The Silk Road sem sett verður á svið í Austurbæ á laugardags- og sunnudagskvöld eru ólík listform tvinnuð saman, svo sem dans, tónlist og söngur. Sýningin hefur á sér fjölþjóðlegt yf- irbragð enda taka jafnt innlendir sem erlendir listamenn þátt í upp- setningunni að sögn Minervu Ig- lesias sem sér um listræna stjórn hennar. Fjölþjóðlegur bræðingur „Sýningin byggist upp á sígauna- tónlist og þjóðlagatónlist frá ýms- um Evrópulöndum,“ segir Mi- nerva sem er ekki frá því að þessi tónlist höfði sterkt til Íslendinga. „Þessi tónlist nýtur kannski ekki al- mennra vinsælda en hún er samt mjög í tísku um þessar mundir,“ segir Minerva og bætir við að tón- listin njóti sín sérstaklega vel í lif- andi flutningi. Tilfinningarík sýning Dans er einnig veigamikill þáttur í sýningunni og blandar Minerva þar saman ólíkum stílum á nú- tímalegan hátt. „Það er mikill dans í sýningunni og skemmtun en það eru líka róm- antískir og dramatískir kaflar í henni. Þessi tónlist er svo tilfinn- ingarík að hún spannar allan skal- ann.“ Dans- og tónlistarsýningin The Silk Road í Austurbæ Bræðingur listgreina Boðið verður upp á sér- stakan bræðing dans og tónlistar úr ýmsum áttum í Austurbæ um helgina. Sýningin spannar enn fremur allan tilfinn- ingaskalann, allt frá dramatík og rómantík til skemmtunar. Dans í bland við tónlist Tónlist og dans úr ýmsum áttum bland- ast saman í sérstakan bræðing í sýningunni The Silk Road. „Við ætlum að fara með áhorfendur í heilmikið ferðalag um óperubókmenntirnar og komum víða við,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir um sýninguna Óp- eruperlur sem sett verður á svið í Íslensku óperunni á laugardagskvöld. Auk Sigrúnar taka söngvararnir Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Sigríður Aðalsteinsdóttir þátt í sýningunni. Á tveimur tímum hyggjast þau flytja atriði úr rúmlega 20 óperum. „Við förum náttúrlega mjög hratt yfir,“ segir Sigrún og hlær. Hún segir að dagskráin sé fjölbreytt og gefi góð- an þverskurð af óperubókmenntunum. „Við tökum þetta frá aðeins öðru sjónarhorni og brjótum þetta upp á köflum. Við leikum þessi atriði á okkar hátt og þetta er sett upp í mjög skemmtilega umgjörð,“ segir Sigrún og bætir við að með þessu séu óperubók- menntirnar gerðar mjög aðgengilegar. „Þetta er ekki eins stíft og uppstillt og oft vill vera. Það eru til fleiri en ein leið til að gera þetta.“ Óperan á aðgengilegan hátt Ópera fyrir alla Diddú og fé- lagar kynna óperubókmennt- irnar á laugardag. UM HELGINA ● Hálfvitafagnaður Hljóm- sveitin Ljótu hálfvitarnir fagna eins árs afmæli sínu með tón- leikum á Grand Rokk á laug- ardagskvöld kl. 22. Gamalt efni verður leikið í bland við nýtt. Aðgangseyrir er 1500 krónur. ● Útgáfutónleikar Blood- group Hljómsveitin Blood- group verð- ur með út- gáfutónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og á Herðurbreið á Seyðisfirði annað kvöld. Jökull Snær sér um upphitun í bæði skiptin. 18 ára aldurstakmark. ● Allar stúlkurnar South River Band heldur útgáfutónleika í Iðnó á laugardag kl. 16. Leikin verða lög af nýja disknum Allar stúlkurnar ásamt efni af öðrum diskum sveitarinnar. ● Skagfirsk sveifla Geir- mundur Val- týsson leikur fyrir dansi á skemmtistaðn- um Vélsmiðj- unni á Ak- ureyri föstu- dags- og laugardagskvöld. Hús- ið verður opnað kl. 22 og er frítt inn til miðnættis. ● Danstónlist á Organ Thijs de Vlieger úr hollenska dans- tónlistarbandinu Noisia kemur fram á Breakbeat.is kvöldi á skemmtistaðnum Organ í kvöld. ● Kronik-klassík Plötusnúð- urinn, taktsmið- urinn og annar helmingur Da Beatmi- nerz, Dj Evil Dee kemur fram á Kronik „Old School“ klassik-kvöldi á Organ 17. nóv- ember. Kvöldið verður til- einkað gullaldartímabili út- varpsþáttarins Kronik og verður því hipphopptónlist tí- unda áratugarins alls ráðandi. ● Fuzz Fest Ashton Cut, Dust Cap, Zodogan, Plastic Gods og Cliff Clavin koma fram á Fuzz Fest á Grand Rokk í kvöld kl. 22:30. Enginn aðgangseyrir. ● Til styrktar einhverfum Caritas heldur tónleika til styrktar Umsjónarfélagi ein- hverfra í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 18. nóvember kl. 16. ● Tangótónleikar Tangókvar- tettinn Silencio leikur á tón- leikum og milongu 17. nóv- ember. Húsið verður opnað kl. 21 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Það er mikill dans í sýningunni og skemmtun en það eru líka rómantískir og dramatískir kaflar í henni. Þessi tónlist er svo tilfinningarík að hún spannar allan skalann. UM HELGINA ● Þvert á stíl Söngdeildin Þvert á stíl syngur lög eftir Tómas R. Einarsson í Söngskóla Sigurðar Demetz, Granda- garði 11, í kvöld kl. 20. ● Konnarar syngja Fjölskylda Jóhanns Konráðssonar söngv- ara og Fanneyjar Oddgeirs- dóttur koma fram á tónleikum í Glerárkirkju í kvöld kl. 20:30. ● Útgáfutónleikar í Salnum Leone Tinganelli heldur tón- leika í tilefni útgáfu plötunnar Montagne azzurre/Bláu fjöllin í Salnum sunnudagskvöldið 18. nóvember kl. 20. ● Þjóðminjar í öld Haldið verður upp á 100 ára afmæli þjóðminjavörslunnar á Íslandi í Þjóðminjasafninu í dag. Guð- mundur Ólafsson, fagstjóri fornleifa, flytur erindi um þjóð- minjavörslu kl. 12 og sérfræð- ingar safnsins fræða gesti um safngripi og sýningar kl. 12-14. ● Þór Magnússon sjötugur Hátíðardag- skrá í tilefni af sjötugs- afmæli Þórs Magn- ússonar fer fram í Þjóð- minjasafn- inu sunnu- daginn 18. nóvember kl. 15-17. ● Hestar í Smáralind Margir af fremstu knöpum landsins taka þátt í töltkeppni í Vetr- argarðinum í Smáralind í dag og er þetta í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram í versl- unarmiðstöð hér á landi. Keppnin er liður í 30 ára af- mælishátíð tímaritsins Eiðfaxa sem stendur frá kl. 16-19. ● Skylmingamót Íslandsmeist- aramót í skylmingum með höggsverði fyrir unglinga og fullorðna fer fram í Skylminga- miðstöðinni í Laugardal helgina 17.-18. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.