24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 32

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Bresku hagsmunasamtökin We Are What We Do fóru þegar í sumar af stað með herferð til að draga úr plastpokanotkun neytenda yf- ir næstu jól. Á heimasíðu samtakanna segir að plastpokar geti að meðaltali enst okkur í sex daga, ef við notum þá yfirleitt aftur, en það getur tekið þá 500 ár að eyðast á ruslahaugum. Mælast samtökin til þess að fólk noti frekar taupoka til innkaupanna, enda séu þeir bæði fallegri og þægilegri til að halda á heldur en plastpokarnir. Meðlimir We at We Are What We Do starfa samkvæmt því að oft lyfti lítil þúfa þungu hlassi og sameinaðir geti kaupendur frelsað heiminn undan plastpokunum. Gjald dró úr notkun Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir plastpokanotkun hér á landi hafa dregist gríðarlega mikið saman þegar gjald var sett á pokana á sínum tíma í samráði við samkeppnisyf- irvöld. Þá var settur upp pokasjóður samtakanna sem hefur styrkt ýmiss konar málefni, þá sérstaklega um- hverfismálefni. „Samstillt átak hefur ekki farið af stað hér á landi þó að verslanir eins og Hagkaup og IKEA selji stóra innkaupapoka og á einstaka stöðum hafa taupokar verið til sölu. Við erum ekki með neitt í pípunum fyrir jólin en það er spurning hvort slíkt átak gæti ekki verið sniðugt framtak,“ segir Sigurður. maria@24stundir.is Umhverfisvænt Taupokarnir fallegri og umhverfisvænni Plastpoka? Nei takk, ekki minn tebolli. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Vilhelm Finnsson, verslunarstjóri í Vínbúðinni Heiðrúnu, segir að salan í versluninni sé jöfn yfir sumarið á meðan jólin séu mun meiri álagspunktur á styttri tíma. Vissulega sé mikið álag yfir versl- unarmannahelgina og fyrstu helgina í júlí en sú sala dreifist betur heldur en jólasalan. Lang- mest seljist af rauðvíni svo og koníaki og viskíi sem sé vinsælt í gjafir. Vilhelm segir að fólk geri vel við sig fyrir jólin og kaupi dýrari vín heldur en ella og kaupi þá vínflöskur á um 1.500 til 2.000 kr. í stað um 1.000 kr venjulega. Þá segir hann fyrirtæki kaupa áfengi í miklu magni í gjafir fyrir jólin sem bæti aug- ljóslega talsverðu ofan á sölutöl- ur. Gæði fram yfir magn „Víngjafir hafa lengi tíðkast innan fyrirtækja en það sem hef- ur breyst er að þau eru nú farin að sjá sér í hag að láta sjá um slíkar gjafir fyrir sig. Í framhaldi af því ákváðum við að gefa út gjafabækling í samstarfi við Da- nól og Bros þar sem settar eru fram hugmyndir að gjöfum fyrir starfsmenn og viðskiptavini sem innihalda vínflöskur. Ég held að fyrirtæki séu alls ekki feimin við slíkar gjafir, enda hefur vínkúltúr hér breyst gífurlega á síðustu 15 árum. Fólk nýtur þess nú meira að drekka gott vín og tekur gæði fram yfir magn,“ segir Bjarni Brandsson hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þarfar áhyggjur Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segir aðspurður að hafa beri áhyggjur af niðurstöðum könnunarinnar hvað varðar áfengiskaup yfir hátíðarnar. „Við búum náttúrlega í lýðræðislegu þjóðfélagi þar sem fólk ræður því hvort það drekkur eða ekki, en ég tel að við eigum að hafa áhyggjur þar sem fíknisjúkdómar, áfeng- isneysla, ólögleg vímuefnaneysla og tóbaksneysla eru samanlagt þeir þrír þættir sem helst stuðla að ótímabærum dauða. Goðsögn- in er sú að við drekkum ekki um jólin en samt er Þorláksmessa lík- legast mesti drykkjudagur ársins og menn margir ekki búnir að jafna sig á aðfangadag. Átakatími Þar sem jólin séu fjöl- skylduhátíð segir Þórarinn að fólk komi ekki mikið í meðferð á þessum tíma heldur reyni að vera heima og eigi þetta sérstaklega við um konur. Samt sem áður sé þessi tími átakatími fyrir fólk og margir átti sig á að þeir þurfi að taka sig á og komi í meðferð eftir áramótin. Rauðvín Vinsælast fyrir jólin. Mikil aukning í áfengissölu Gott vín í jólapakkann og með jólamatnum ➤ Íslendingar eyddu um 3,5milljörðum í áfengi fyrir jólin í fyrra. ➤ Mest selt af rauðvíni fyrir jól-in og fólk gerir vel við sig með dýrara víni en ella. ➤ Koníak og viskí er vinsælt tiljólagjafa hjá einstaklingum en fyrirtæki kaupa einnig áfengi til gjafa í brettavís. ÁFENGISSALAÍslendingar eyddu alls um 3,5 milljörðum í áfengi fyrir jólin í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Rannsóknarset- urs verslunarinnar í Við- skiptaháskólanum á Bif- röst. 24 stundir/Golli JÓLAGJÖFIN Í ÁR Árbækur FÍ www.fi.is www.rainbow.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.