24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 35

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 35
24stundir FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 35 Íslendingar eyða miklum pen- ingum í snyrtivörur fyrir jólin, bæði til gjafa og eigin nota enda um að gera að lyfta sér aðeins upp með góðum kremum og skemmtilegum förðunarvörum. Þeir sem eiga í vandræðum með að finna litla gjöf til þess að gleðja frúnna með á að- fangadagsmorgun ættu að lauma nokkrum snyrtivörum í jólasokk- inn hennar. Face og Night Sculptor Kremin frá Helenu Rubinstein styrkja húðina, gefa henni raka og næringu og draga úr hrukk- um. Húðin verður þéttari og unglegri en kremið dregur einnig úr þreytumerkjum og þrota. Brúnkukremin frá Lancôme Kremin gefa húðinni fallegan og hraustlegan blæ sem veitir oftar en ekki af yfir vetrartímann. Flash Bronzer fæst bæði á andlit og líkama. Auðvelt er að bera kremið á, en það gengur hratt inn í húðina og smitast ekki. Gylltur maskari frá Guerlain Þegar nær dregur jólum verður meira um glamúr og hvað er jólalegra en gylltur maskari? Þessi maskari frá Guerlain er notaður með svörtum maskara en hann gefur augnhárunum fallega gyllta áferð. Þær sem vilja ganga aðeins lengra geta líka notað maskarann einan og sér og gefið augunum gyllta umgjörð. Fuel for Life frá Diesel Nýi ilmurinn frá Diesel angar af blómum og kynþokka. Sætur keimur ásamt berjatónum gefur ilminum mýkt. Ilmurinn hentar konum á öllum aldri og kemur í rómantískum, gamaldags um- búðum sem fara vel í jólapakk- ann eða jólasaokkinn. Naglalakk frá Lancôme Naglalakkið í haust- og vetr- arlínu Lancôme kemur í fallegum fjólulit með brúnum tónum. Lit- urinn er ekki aðeins fallegur heldur er einnig hægt að nota segul á glasinu til þess að mynda stjörnumynstur í blautt nagla- lakkið. 24 stundir/Ómar Smáræði í jólasokkinn Snyrtivörur Góðar í jóla- pakkann eða til eigin nota. Það hafa verið töluverðar breytingar í Epal undanfarið enda hefur verslunin stækkað um 870 fermetra. Eyjólfur Pálsson fram- kvæmdastjóri segir að það sé töluverður munur að vera í stærri verslun. „Við vorum í 500 fer- metra húsnæði og við stækkuðum því töluvert við okkur. Við byggð- um hæð ofan á húsið og erum því með mjög skemmtilegt pláss, tíu metra lofthæð og 80 fermetra of- anljós. Eins og fyrr leggjum við áherslu á okkar vörur nema núna fær allt meira pláss og nýtur sín betur. Til að mynda þrefaldaðist gjafavörudeildin við breyting- arnar og viðskiptavinirnir eru því mjög sáttir.“ Jólavörur frá Georg Jensen Það er mikið úrval í Epal og til að mynda fást þar allar jólavörur frá Georg Jensen. „Við erum til dæmis með þennan fræga jóla- óróa sem Íslendingar kaupa svo mikið af og það er þegar góð sala í honum. Það skemmtilega við jólaóróann er að það er góðvinur minn, Ole Kortzau, sem hannaði hann í ár en Ole hannaði einmitt sófa fyrir Epal fyrir tuttugu árum. Það skemmtilega er að Neytenda- samtökin gerðu verðkönnun á óróanum og Epal var með lægsta verðið. Ég varð nú ekki hissa á því en sumir urðu það. Auk Georg Jensen erum við með jóla- vörur frá Rosendahl, Marimekko og fleirum.“ Stærri og betri Epal Epal Nú má fá allar jólavörur frá Georg Jensen í Epal. »KYNNING Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum HAUSTTILBOÐ 10-40% AFSLÁTTUR BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.