24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Poppþrenna á Nasa
Tónlist Þrjár af vinsælustu popp-
sveitum landsins leiða saman hesta
sína á sannkölluðum stórtónleik-
um á skemmtistaðnum Nasa við
Austurvöll í kvöld. Hljómsveitirnar
eru í stafrófsröð: Jeff Who?, Mo-
tion Boys og Sprengjuhöllin. Milli
atriða þeytir Terrordisco skífum.
Sveifla í Ráðhúsinu
Tónlist Djassdívurnar Kristjana
Stefánsdóttir og Guðlaug Dröfn
Ólafsdóttir koma fram með Stór-
sveit Suðurlands á tónleikum í
Ráðhúsinu í Reykjavík á sunnudag
kl. 16. Á efnisskránni er stórsveita-
tónlist af ýmsum toga, allt frá
Glenn Miller til Bítlanna.
Afmæli Jónasar
Tónlist Fífilbrekkuhópurinn býð-
ur upp á dagskrá með lögum Atla
Heimis Sveinssonar við ljóð Jón-
asar Hallgrímssonar í Salnum á
laugardag kl. 17. Sögumaður er
Arnar Jónsson leikari.
Listasmiðja fyrir alla
Myndlist Efnt verður til lista-
smiðju fyrir alla fjölskylduna í
Listasafni Reykjavíkur (Hafnar-
húsi) á sunnudag kl. 14. Þar gefst
gestum tækifæri til að glíma við til-
raunir, textasmíði, leik og leiðsögn
svo nokkuð sé nefnt. Listasmiðjan
tengist sýningu Hreins Friðfinns-
sonar.
Stæltir kroppar
Íþróttir Vöðvastæltustu kroppar
landsins sýna listir sínar á Íslands-
mótinu í icefitness í Laugardalshöll
annað kvöld kl. 20. Stuðhljóm-
sveitin Buff spilar meðan á keppni
stendur.
Það besta í bænum
Þreföld gleði Þrjár
helstu poppsveitir lands-
ins koma fram á einum
og sömu tónleikunum
um helgina.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Í sýningunni The Silk Road sem
sett verður á svið í Austurbæ á
laugardags- og sunnudagskvöld
eru ólík listform tvinnuð saman,
svo sem dans, tónlist og söngur.
Sýningin hefur á sér fjölþjóðlegt yf-
irbragð enda taka jafnt innlendir
sem erlendir listamenn þátt í upp-
setningunni að sögn Minervu Ig-
lesias sem sér um listræna stjórn
hennar.
Fjölþjóðlegur bræðingur
„Sýningin byggist upp á sígauna-
tónlist og þjóðlagatónlist frá ýms-
um Evrópulöndum,“ segir Mi-
nerva sem er ekki frá því að þessi
tónlist höfði sterkt til Íslendinga.
„Þessi tónlist nýtur kannski ekki al-
mennra vinsælda en hún er samt
mjög í tísku um þessar mundir,“
segir Minerva og bætir við að tón-
listin njóti sín sérstaklega vel í lif-
andi flutningi.
Tilfinningarík sýning
Dans er einnig veigamikill þáttur
í sýningunni og blandar Minerva
þar saman ólíkum stílum á nú-
tímalegan hátt.
„Það er mikill dans í sýningunni
og skemmtun en það eru líka róm-
antískir og dramatískir kaflar í
henni. Þessi tónlist er svo tilfinn-
ingarík að hún spannar allan skal-
ann.“
Dans- og tónlistarsýningin The Silk Road í Austurbæ
Bræðingur listgreina
Boðið verður upp á sér-
stakan bræðing dans og
tónlistar úr ýmsum áttum
í Austurbæ um helgina.
Sýningin spannar enn
fremur allan tilfinn-
ingaskalann, allt frá
dramatík og rómantík til
skemmtunar.
Dans í bland við tónlist Tónlist
og dans úr ýmsum áttum bland-
ast saman í sérstakan bræðing í
sýningunni The Silk Road.
„Við ætlum að fara með áhorfendur í heilmikið
ferðalag um óperubókmenntirnar og komum víða
við,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir um sýninguna Óp-
eruperlur sem sett verður á svið í Íslensku óperunni á
laugardagskvöld. Auk Sigrúnar taka söngvararnir
Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Sigríður
Aðalsteinsdóttir þátt í sýningunni. Á tveimur tímum
hyggjast þau flytja atriði úr rúmlega 20 óperum. „Við
förum náttúrlega mjög hratt yfir,“ segir Sigrún og
hlær. Hún segir að dagskráin sé fjölbreytt og gefi góð-
an þverskurð af óperubókmenntunum. „Við tökum
þetta frá aðeins öðru sjónarhorni og brjótum þetta
upp á köflum. Við leikum þessi atriði á okkar hátt og
þetta er sett upp í mjög skemmtilega umgjörð,“ segir
Sigrún og bætir við að með þessu séu óperubók-
menntirnar gerðar mjög aðgengilegar. „Þetta er ekki
eins stíft og uppstillt og oft vill vera. Það eru til fleiri
en ein leið til að gera þetta.“
Óperan á aðgengilegan hátt
Ópera fyrir alla Diddú og fé-
lagar kynna óperubókmennt-
irnar á laugardag.
UM HELGINA
● Hálfvitafagnaður Hljóm-
sveitin Ljótu hálfvitarnir fagna
eins árs afmæli sínu með tón-
leikum á Grand Rokk á laug-
ardagskvöld kl. 22. Gamalt efni
verður leikið í bland við nýtt.
Aðgangseyrir er 1500 krónur.
● Útgáfutónleikar Blood-
group Hljómsveitin Blood-
group verð-
ur með út-
gáfutónleika
á Græna
hattinum á
Akureyri í
kvöld og á
Herðurbreið
á Seyðisfirði
annað kvöld. Jökull Snær sér
um upphitun í bæði skiptin. 18
ára aldurstakmark.
● Allar stúlkurnar South River
Band heldur útgáfutónleika í
Iðnó á laugardag kl. 16. Leikin
verða lög af nýja disknum Allar
stúlkurnar ásamt efni af öðrum
diskum sveitarinnar.
● Skagfirsk sveifla Geir-
mundur Val-
týsson leikur
fyrir dansi á
skemmtistaðn-
um Vélsmiðj-
unni á Ak-
ureyri föstu-
dags- og laugardagskvöld. Hús-
ið verður opnað kl. 22 og er
frítt inn til miðnættis.
● Danstónlist á Organ Thijs
de Vlieger úr hollenska dans-
tónlistarbandinu Noisia kemur
fram á Breakbeat.is kvöldi á
skemmtistaðnum Organ í
kvöld.
● Kronik-klassík Plötusnúð-
urinn,
taktsmið-
urinn og
annar
helmingur
Da
Beatmi-
nerz, Dj
Evil Dee
kemur
fram á Kronik „Old School“
klassik-kvöldi á Organ 17. nóv-
ember. Kvöldið verður til-
einkað gullaldartímabili út-
varpsþáttarins Kronik og
verður því hipphopptónlist tí-
unda áratugarins alls ráðandi.
● Fuzz Fest Ashton Cut, Dust
Cap, Zodogan, Plastic Gods og
Cliff Clavin koma fram á Fuzz
Fest á Grand Rokk í kvöld kl.
22:30. Enginn aðgangseyrir.
● Til styrktar einhverfum
Caritas heldur tónleika til
styrktar Umsjónarfélagi ein-
hverfra í Kristskirkju við
Landakot sunnudaginn 18.
nóvember kl. 16.
● Tangótónleikar Tangókvar-
tettinn Silencio leikur á tón-
leikum og milongu 17. nóv-
ember. Húsið verður opnað kl.
21 og er aðgangseyrir 1.500
krónur.
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@24stundir.is a
Það er mikill dans í sýningunni og
skemmtun en það eru líka rómantískir og
dramatískir kaflar í henni. Þessi tónlist er svo
tilfinningarík að hún spannar allan skalann.
UM HELGINA
● Þvert á stíl Söngdeildin Þvert
á stíl syngur lög eftir Tómas R.
Einarsson í
Söngskóla
Sigurðar
Demetz,
Granda-
garði 11, í
kvöld kl.
20.
● Konnarar syngja Fjölskylda
Jóhanns Konráðssonar söngv-
ara og Fanneyjar Oddgeirs-
dóttur koma fram á tónleikum
í Glerárkirkju í kvöld kl. 20:30.
● Útgáfutónleikar í Salnum
Leone Tinganelli heldur tón-
leika í tilefni útgáfu plötunnar
Montagne azzurre/Bláu fjöllin í
Salnum sunnudagskvöldið 18.
nóvember kl. 20.
● Þjóðminjar í öld Haldið
verður upp á 100 ára afmæli
þjóðminjavörslunnar á Íslandi í
Þjóðminjasafninu í dag. Guð-
mundur Ólafsson, fagstjóri
fornleifa, flytur erindi um þjóð-
minjavörslu kl. 12 og sérfræð-
ingar safnsins fræða gesti um
safngripi og sýningar kl. 12-14.
● Þór Magnússon sjötugur
Hátíðardag-
skrá í tilefni
af sjötugs-
afmæli Þórs
Magn-
ússonar fer
fram í Þjóð-
minjasafn-
inu sunnu-
daginn 18.
nóvember kl. 15-17.
● Hestar í Smáralind Margir
af fremstu knöpum landsins
taka þátt í töltkeppni í Vetr-
argarðinum í Smáralind í dag
og er þetta í fyrsta sinn sem slík
keppni fer fram í versl-
unarmiðstöð hér á landi.
Keppnin er liður í 30 ára af-
mælishátíð tímaritsins Eiðfaxa
sem stendur frá kl. 16-19.
● Skylmingamót Íslandsmeist-
aramót í skylmingum með
höggsverði fyrir unglinga og
fullorðna fer fram í Skylminga-
miðstöðinni í Laugardal
helgina 17.-18. nóvember.