Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 07.02.1960, Blaðsíða 3
A*. A HLJOÐFÆRI Æ þeirra félaga eru f tvö risavaxin \ málmgjöll, sem eru eins og fíls- ' eyru í laginu Hljómurinn er sagður einna líkastur cembalói með klukknaliljóm. Á myndinni sést píanóleikarinn Jacques Lasry, sem er einn af félög- unum þremur, sem hafa unn- ið bað þrekvirki að smíða hljóðfæri aldarinnar, — hljóðfæri úr nýjum efnum og með nýjum hljómum. Lasry er þegar oi'ðinn snjall í að leika á hljóðfærið, eða hljóð- færin öllu heldur, því að hau eru mörg. en geta myndað eina heild. Illjóðfærið hefur víða verið kynnt í blöðum í Evrópu og livarvctna vakið athygli. Innan skamms verð- Ur það í fyrsta skipti kynnt í sjónvarpi. UNGUR PARÍSARBÚI, Fran- cois Baschet, ráfaði um stór- borgina, haldinn ríkri starfs- löngun en félaus og gat þar af leiðandi ekkert aðhafzt. Hann vann sér inn fyrir brýnustu lífsnauðsynjum með því að leika á gítar í hljómsveitum, — þegar tækifæri bauðst. Dag nokkurn ákvað hann að leggja af stað á tveimur jafnfljótum og ætlunin var að komast alla leið til Perú. Hann varð að sjálfsögðu að hafa gítarinn sinn með sér, en þegar hann hafði stungið honum ofan í ferðapokann, þá kom hann ekki fleiru þar of- an í. Hann hrukkaði ennið. Hann varð þó að minnsta kosti að hafa með sér teppi og tannbursta og annað, sem bráðnauðsynlegt hlýtur að teljast. Hann fór að hugsa um hversu fyrirferðamiklir belg- irnir væru á gíturunum. Og þá datt honum snjallræði í hug: Hvers vegna ekki að hafa gít- arbelgina úr þunnu plasti, sem hægt væri að blása út? Hann framkvæmdi hug- myndina þegar í stað og árang urinn: Hinn útblásni gítar hafði fyllri og fegurri hljóma en gömlu gítararnir með tré- belgjunum. Francois Baschet kom nú öllum sínum farangri í pok- ann ásamt þessum nýja gítai'. Þegar hann kom aftur frá Perú var hann staðráðinn í því að búa til „Hljóðfæri.tutt- ugustu aldarinnar“ og byggja þar á reynslu sinni með notk- un plasts í hljóðfæri. Hann hugsaði sem svo, að það væri orðið nokkuð langt síðan nýtt, hljóðfæri hefði komið fram. Hljóðfærin, sem túlkuðu tón- listina, jafnt gamla sem nýja, væru alltaf þau sömu, sömu hljómarnir og heyrðust fyrir hundrað árum eða meira. Nýtt hljóðfæri með nýjum hljóm- um, hlaut að eiga framtíð fyr- ir sér, ef tilraunin heppnað- ist vel. Hann fékk Bernhard bróð- ur sinn og píanóleikarann Ja- cques Lasry í lið með sér og síðan hófu þeir leitina að nýjum hljómum. Þeir notuðu . málmplötur alls kyns og sömuleiðis hlustunarpípu, eins og læknar nota. Þeir upp- götvuðu, að fjölmargir tónar, sem ekki heyrast hljómuðu úr málmplötunum. Hinir þrír ungu Frakkar ákváðu nú, að freista þess að fá fram þessa „innri tóna“ með hjálp berg- máls og plastbelgja. Þetta tókst og þeir smíðuðu hið nýja hljóðfæri sitt. Tónlistargagn- rýnandi í París, J. F. Held, sagði, er hann hafði heyrt .í hljóðfærinu: — Það er eins og tónarnir komi ekki neins staðar frá HljóÖfæri, smíðað úr nýjum efnum með nýjum hljómum vekur athygli FRANCOIS Bas- chet fékk fyrst hugmyndina um að smíða nýtt hljóðfæri úr nýj- um efnum, sem ekki hafa áður verið notuð í þágu tónlistar- innar, þegar hann setti plast- belg á gítarinn sinn til þess að koma honum ofan í ferða- pokann sinn. Síðan fékk hann til liðs við sig þróður sinn, Bernhard, sem er verkfræð- ingur og píanóleikarann Jac- ques Lasry. eða alls staðar frá. Það er ekki hægt að lýsa þeim með orð- Hljóðfæri þeirra félaga er í fimmtán sjálfstæðum hlut- um. Það má nota hvern hluta fyrir sig sem einleikshljóð- færi og einnig geta þeir tengt þau saman svo að þau myndi eina allsherjar hljómsveit Eitt Parísarblaðanna kallaði hljóðfærið „Kristalsorgelið“ þar sem hljómarnir minntu á kristal. Jacques Lasry hefur þegar náð furðulegri tækni á hljóðfærið og leikur nú orðið hvaða verk sem er á það. Músíkfróðir menn telja, að hér sé um mjög merkilega til- raun að ræða til þess að víkka út möguleika til tónlistarflutn ings. Hér eru efni nútímans tekin í notkun í þágu tónlist- arinnar, efni eins og plast og eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið. HÉR sézt Jacques Lasry enn við hluta af hljóðfær- inu. Eitt af Parísar blöðunum nefndi þennan hluta hljóð færisins „Kfístal- orgelið“, af því að hljómarnir í því minntu mjög á kristal. Hann stendur við nótnaborð og leikur á glerpípur, eins og strengi í hörpu. Annars er gerS hljóðfæra þeirra félaga flóknari en svo, að auðvelt sé að lýsa þeim, svo að gagni megi koma. Sunnudagsblaðið 3

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.