Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 5
Sfutt ágrip af sögu Michaels fyrrverandi konungs Rúmeníu í LITLA bænum Ayot Saint Lawrence var til skamms tíma lítið um blóm, grænmeti og ávexti á markaðnum. Fólk var ekki vant slíku og sakn- aði bess þar af leiðandi ekki. En dag nokkurn voru komn- ar agúrkur, kartöflur' og tó- matar á markaðinn. Fólkið keypti þetta af forvitni og lík- aði vel. Síðan fylgdu blóm og ávextir í k.iölfarið og salan óx með hverjum degi. Enginn spurði hvaðan þessar ágætu vörur kæmu. Fólkið hugsaði bara um gæðin og keypti og var ánægt. Það var ekki fyrr en all- löngu síðar, að sú saga komst á kreik, að ekki væri að undra, þótt ávextirnir og blómin væru fyrsta flokks að gæðum, því að hér væri um konunglegan varning að ræða. Varningurinn kom frá höll Michaels, fyrrverandi kon- ungs í Rúmeníu. í greifadæminu Hertfords- hire í Englandi er gamalt hús og umhverfis það er risastór garður. Húsið gengur undir nafninu Ayot-húsið og er 400 ára gamalt. Lávarður að nafni Brocket er eigandi þess og fyrir nokkrum árum lét hann gera það upp og leigði það dugmiklum garðyrkju- manni, sem hefur fært sér vel í nyt hinn stóra garð umhverf is húsið. Þessi maður er eng- inn annar en Michael fyrrv. konungur Rúmeníu. Hann lif- ir landflótta ásamt konu sinni, Önnu, fyrrverandi prinsessu af Bourbon-Parma. Þau eiga þrjár dætur. Nú orðið veit hvert bam í héraðinu, hvaðan ávextirnir og grænmetið kemur. Allir kunna söguna um Michael, fyrrverandi Rúmeníukonung, og það er sannarlega ævin- týraleg og spennandi saga. Við skulum bregða okkur á veitingahús í þessu litla þorpi og hlusta, því að það er ein- mitt verið að segja söguna um vingjarniega konunginn, sem er garðyrkjumaður þorps búa: Hjónaband foreldra hans varð til með eilítið undarleg- um hætti. Ferdinand konung- ur af Rúmeníu og kona hans, María, þvinguðu son sinn, Ca- rol, til þess að ganga að eiga Helenu prinsessu af Grikk- landi árið 1921. Fyrst urðu þau að koma fyrir kattarnef hinu ævintýralega hiónabandi hans og herforingjadóttur að nafni Zizi Lambrino. í þessu nýja hjónabandi fædd'st Mic- hael. En fáum árum seinna komst Carol í kynni við konu, sem átti eftir að verða hon- um dýr — Madame Lupescu. Þau ferðuðust saman til Vest- ur-Evrópu og dvöldust þar. Hneykslið var opinbert. Þing- ið og faðir hans sviptu hann erfðaréttinum. Eftir dauða Ferdinands var Michael, þá aðeins sextán ára gamall, gerður að konungi, en það var þó í rauninni amma hans, ekkjudrottningin María, sem réði lögum og lofum. Árið 1930 skaut faðir hans skyndi- lega upp kollinum í Bukarest, tók völdin í sínar hendur og gerði Michael að krónprins. Hann setti soninn í strangan skóla og persónulegt samband milii föður og sonar var aldr- ei neitt. Madame Lupescu skipti sér heldur ekkert af Michael. Síðan rann upp hinn sögu- legi dagur, 6. nóvember 1940, þegar fuiltrúi hersins, sem hafði tekið öll ráð í sínar hendur með valdaráni, kom inn í herbergi Michaels og til- kynnti hinum átján ára gamla krónpi'ins, að hann ætti síð- ar um dag'nn að rifta eiðnum sem eftirmaður föður síns. Michael vissi vel, að þeir flokkar, sem studdu föður hans, frjálslyndi flokkurinri og bændaflokkurinn, höfðu lítið að segja og sömuleiðis vissi hann að herinn hafði jafnt og þétt gerzt Carol erf- iðari og erfiðari. Hann vissi ennfremur, að það hafði ekki fallið í góðan jarðveg hjá fólk inu, að faðir hans hafði verið neyddur til að láta af hönd- um helminginn af Transsil- vaníu yfir til Ungverjalands. Annars var Madame Lupescu þrætueplið fyrst og fremst. Allt þetta vissi Michael en hitt hafði hann ekki hinn minnsta grun um, að faðir hans var þegar flúinn úr Tandi ásamt ástmey sinni og hafði haft á brott með sér fjöldann ahan af dýrmætum munum úr konungshöllinni, m. a. hið heimsfræga frímerkjasafn. Það var um tvennt að gera fyrir Michael: Annað hvort að lúta v'lja þeirra manna, sem nú höfðu öll ráð í sínum höndum, eða segja af sér. Landið mundi þá verða gert að lýðveldi. Michael var ung- ur og óreyndur og lét kúga sig, enda þótt honum væri ljóst, að hér eftir yrði hann og móðir hans lítið annað en leikbrúður, sem þessir vísu menn stjórnuðu. Antonescu varð forsætis- ráðherra, Hann var í rauninni einræðisherra og hafði öll ráð stór sem smá í sínum hönd- um. H'nn ungi konungur varð að horfa þegjandi á, meðan Antonescu gerði sjálfan sig að marskálk yfir hernum og tók á móti útsendurum HitTers, sem undirbjuggu komu hinna nazistísku herdeilda. Þegar hann af og til reyndi að malda ■í móinn, sagði Antonescu: — Þér eruð bara barn, yðar hátign! Verið ánægður, svo lengi, sem þér fáið að halda líftórunni! Árin liðu. Michael lifði meira og minna sem fangi á- samt móður sinni í höllinni í námunda við Bukarest. An- tonescu valdi sjálfur þá, sem áttu að gæta konungsins. Hann var umkringdur af lög- regluspæjurum. Hann fékk ekki einu sinni að hafa lög- regluhunda sjálfum sér til verndar. í ágúst hófu Bandaríkja- menn flugárásir sínar og kon ungshöllin var sprengd í loft upp. Hálfu ári seinna komu rússneskar herdeildir upp að landamærunum, og greip þá um sig ofsahræðsla meðal í- búanna þar. Fólk var neytt til að flýja heimili sín og algert neyðarástand ríkti í landinu. Áttu íbúar þessa lands að far- ast í innbyrðis baráttu stór- veldanna, eða var leið ti'l bjargar? Hinum 22 ára gamla Micha el fannst tími til kominn að grípa í taumana og láta til sín taka. Hann sá, að það var vonlaust að berjast við ofur- efli Bandamanna, Hann leit á það sem skyldu sína sem konung þessarar þjóðar að binda endi á styrjöldina og fjöldamorð á íbúum landsms, — því fyrr því betra. Hann ræddi við móður sína og nokkra velviljaða liðsfor- ingja um alla möguleika með og móti valdaráni, sem mætti heppnast. Þau urðu sammála um, að Michael yrði að fá stjórnina til að semja frið við Bandamenn. — En ef Antonescu neitar? sagði einhver. — Þá setjum við hann áf, sagði Michael stutt' og lag- gott. — Ég bið hann að kcma til viðtals við mig hér í höll- inni. Ef hann felst ekki á á- form okkar fangelsum ýið hann og menn hans. , — Og svo, yðar hátigni... — Svo fáum við frið jog getum stofnað nýtt lýðræði, svaraði Michael. jj£ Án þess að segja orð tókust allir vlðstaddir í hendur oá þetta varð að samkomulagi. Michael bauð Antonescu til viðræðna við sig í höllinnij Hann kom akandi í jepþa og eins og venjulega fleiri klukkutímum of seint. Framh. á bls. &« KÓNGURINN, SBM SELUR BLÓM Sunnudagsblaðið 5

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.