Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 10
við umtalið. „'Við erum lög- legir borgarar“, segja þeir. „Það er okkar e.nkamál, hvort við reykjum ópíum eða ekki, en strax og við leggj- umst á sjúkrahús, flýgui’ fiskisagan og við erum álitn- ir fangar“. Það er rétt, að margir af hinum nýju vist- mönnum á sjúkrahúsunum koma tærðir og sjúkir, rétt eins og Belsen-fangar. Sumir eru þegar vonlausir, en mörg- um er hægt að bjarga á þrem- ur mánuðum, þó tala þeirra sé lægri en von'.r stóðu til. Eigendur ópíumkránna verða sömuleiðis að „láta af vana sínum“. Þeir reykja venjulega ekki' sjálfir, en hafa haft góðar tekjur af þessum fyrirtækjum sínum. Sumir hafa þénað 100—300 þúsund krónur á mánuði á sölu lög- legs ópíums, en flestir hafa grætt mest á að blanda smygl uðu saman við hið löglega. Kránum á nú að breyta í hó- tel, verzlanir eða verkstæði. Bann stjórnarinnar í Thai- landi við sölu og neyzlu ópí- ums hefur verið fagnað alls staðar með siðuðum þjóðum. Hér er um stórt spor að ræða í þeirri viðleitni að gera líf íbúanna sem hamingjusamast og gera allt sem hægt er til að útrýma slíkum vágesti, sem ópíum og eiturlyf hvers konar eru. Spor Framhald af bls. 2. Lucus sagði frá undarlegum neðanjarðarhljóðum, sem höfðu haldið fyrir honum vöku nótt eftir nótt. Dick Twist kvaðst hafa verið eltur af kafloðinni ófreskju, sem var stærri og hrikalegri en sjálfur Tarzan. Eftir heimsóknina í sirkus- inn var Oliver búinn að missa áhugann á hinu leyndardóms- fulla máli í bili og gat þess vegna með aðstoð litlu fröken Dodman lokið við einn kafla í skáldsögunni sinni. Hann vissi, að litla fröken Dodman þurfti nauðsynlega að komast heim áður en færi að dimma, en andinn var nú einu sinni kominn yfir hann og hann var svo upptekinn af vinnu sinni að það var orðið koldimmt,- þegar kaflanum var lokið. Það var aðeins um eitt að ræða: Oliver varð að fara í frakkann sinn og fylgja henni heim. Qliver var vel á verði og við öllu búinn, þar sem þau þrömmuðu í snjónum. Þegar þau gengu framhjá einum bóndabæ, sáu þau skyndilega stóran svartan skugga, sem stóð fyrir fram- an þau. Án þess að hika eitt andartak sló Oliver þessa skuggalegu veru niður. Hann hafði aldrei á ævi sinni gert neitt þessu líkt fyrr. — Ó, ó, sagði Luke Thom- son fjósamaður og stóð á fæt- ur. En hann var ekki fyrr staðinn upp, en hann fékk bylmingshögg á kjammann og riðaði allur. Aumingja Thomp son hafði séð hvar þau komu rithöfundurinn og einkaritari hans og hélt að hann mætti slást í för með þeim, því að hann þurfti að skreppa dá- lítið. Oliver hélt áfram að fylgja litlu fröken Dodman og litla fröken Dodman fór mörgum afsökunarorðum um það, hversu voðalegt það væri að teyma sjálfan rithöfundinn út í þessa tvísýnu, þar sem ægilegir hlutir gætu gerzt og líf hans væri í bráðri hættu. — Það er ekkert að óttast, sagði hann. — Nei. Fyrir yður er ekkert að óttast. Þér eruð svo sterk- ur og hugrakkur. Þetta hól var næstum meira en Oliver gat tekið við, því að hann hafði alla ævi lifað i þeirri vissu, að sér væri j/m- islegt betur gefið en kraftar og hraustleiki. í annað sinn á fáum mínútum kom hann sjálfum sér á óvart með frá- bærri hreysti: Hann tók litlu fröken Dodman í fangið og kyssti hana. — Ó, herra Oliver, hljóðaði litla fröken Dodman og hjúfr- aði sig upp að honum. En þar kom, að þau urðu að slíta sig hvort frá öðru. Þau voru komin langleiðina heim til fröken Dodman og nú varð Oliver að fara einn til baka. Hann var ekki kominn langt á leið heim, þegar hann fór að finna t'.l ægilegrar hræðslu, og hann óskaði þess, að litla fröken Dodman væri enn við hlið honum, því að hún mundi trúa því, að hann væri sterkur eins og ljón, enda þótt hann skylfi á bein- unum. Hann hét því að ganga í heilagt hjónaband með litlu fröken Dodman, þ. e. a. s. ef hann slyppi lifandi heim! Oliver var ekki hinn eini, sem var á ferð þetta kvöld. Það voru hvorki meira né minna en 35 manns á vappi. íb;ar héraðsins höfðu ákveðið að sitja nú ekki léngur bak við læstar dyr og hafast ekk- ert að. Þeir höfðu tekið sér vopn í hönd og farið fvlktu liði til þess að reyna að finna ófreskjuna með stóru fæt- urna. Ekki voru þó alhr vopn- aðir byssum. heldur sumir ljósmyndavélum og sjónvarps upptökutækjum. Þar var um að ræða blaða- og sjónvarps- menn undir forustu Tim Ken- dal. Það varð að samkomulagi að flokkarnir skyldu vera tveir — og síðan var haldið af stað út í myrkrið. Klukku- tíma síðar kom til ógurlegra átaka. Margir voru slegnir og lágu meðvitundarlausir í snjónum . . . Oliver hljóp við fót öðru hvoru og hjartað barðist í brjósýti hans. Skyndilega varð hann var við að hann var ekki lengur einn á ferð. Það var einhver sem elti hann, — hinn viðbjóðslegi snjómaður. Snjómaður? Nei, snjómenn hlutu það að vera. Hann varð að víkja burt í snatri öllum fallegum hugrenningum um litlu fröken Dodman og brúð- kaupið, og taka heldur betur til fótanna. Frávita af angist og hræðslu þaut hann í gegn- um snjóskaflana og komst loks springandi af mæð': að dyrunum sínum, opnaði þær í snatri og skellti á eftir sér. Það liðu nokkrar mínútur þar til hann þorði að fá sér glas af viskí. Hann stóð með glasið í hendinni og ætlaði að fara að súpa á, en í þann mund missti hann innihaldið á gólfið. Það stóð maður fyr- ir framan hann! Hann var ekki hálfur þriðji SUNNUDAGUK 'JUNN. 23 BLESSUÐ BÖRNIN eiga það stundum til að koma ask- vaðandi á aurugum stígvélun um sínum beint inn á fína teppið í fínu stofunni. Og ef að líkur lætur, syngur eitt- hvað í elnhverjum, þegar upp götvast, að allt er útsporað í stofunni. Strax og barnið hefur vit og þroska til á að kenna því að fara úr yfirhöfnum frammi á gangi og sömuleiðis stígvélun um. En er nokkur aðstaða til þess? Það er síður en svo auð velt fyrir litlu skinnin að tosa stígvélunum sjálf af sér. Stundum eru þau líka í BÖRNIN OG STÍGVÉLIN þrengsta lagi. Þau nota gjarn an þröskuldina til þess að fara úr, en sums staðar má kannski ekki skíta þá út! Hvað eiga þau þá að gera? Venjulega opna þau dyrnar og kalla á hjálp og ef hún berst ekki strax, láta þau sig hafa Það að vaða inn. í sænska blaðinu 'VI var fyr ir nokkru skýrt frá gömlu, en bráðnauðsynlegu áhaldi, sem er sérstaklega búið til fyrir börn til þess að fara úr stíg- vélum. Áhaldið er ákaflega einfallt og gert úr tré. Það var algengt í Svíþjóð á myndar- heimilum í gamla daga, en sést varla nú orðið. Það er mjög auðvelt að smíða svona áhald, — laghentir heimilis- feður væru ekki lengi að því. Og þetta litla áhald leysir til fulls vandamálið með börnin og stígvélin þeirra. í sama blaði var skýrt frá öðru gömlu áhaldi, sem einn ig kemur að notum í sam- bandi við stígvéhn. Þetta er járngrind, sem ætlazt er til að sett sé á ofn. Stígvélin eru sett í áhaldið og þar þorna þau yfir hitanum. (Sjá skýr- ingarmyndirnar hér að neð- an). Þetta litl^ og einfalda á hald er ekki síður nauðsyn- legt en áhaldið, sem við minnt umst á áðan. Það er sama sag an með það:: Það var algengt hér áður fyrr, en sést ekki víða nú á dögum. tev.- ~ -.1—CT. ^ Við vlldum ráðleggja fyrir tækjum, sem framleiða hluti úr tré eða járni, að hugleiða, hvort ekki væri vegur að fram leiða þessi einföldu áhöld hér á landi. Það stæði áreiðanlega ekki á húsmæðrunum að kaupa þau. 10 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.