Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 12
Á SÍNUM yngri ámm var André Maurois blaðamaður við vinsælt franskt vikublað og hafði meðal annars þann starfa með höndum ao sjá um bréfakassa, þar sem lesendur báðu um góð ráð í einkamál- um sínum. Honum dauðleidd- ist starfið og öðru hvoru kom það heldur betur í ljós, hversu hátíðlega hann tók þetta starf. Ung stúlka hafði beðið um svar við svohljóðandi spurn- ingu: — Getið þér sagt mér, hvers vegna kærast'nn minn lokar alltaf augunum, þegar hann kyssir mig? André Maurois svaraði: — Ef þér sendið okkur mynd af yður, þá getum við kannski svarað spurning- unni!!! MÓÐIR Eisenhovvers Banda- ríkjaforseta, var mjög leið yf- ir því, að tveir elztu synir hennar, sem hétu Arthur og Edgar, voru aldrei kallaðir annað en Art og Ed. Hún á- kv'að þess vegna að skíra næsta son sinn nafni, sem eng inn gæti stytt: Hún skírði hann Dwight. — Mamma gamla hafði rétt fyrir sér, sagði Eisenhower fyrir nokkrum árum. — Það var ekki hægt að stytta nafn- ið mitt. Þess vegna er ég kall- aður IKE! ■¥ HINN frægi og vinsæli skáld- sagnahöfundur, Balzac, var í peningakröggum alla ævi og því sí og æ hrjáður af ásókn rukkara. Einu sinni heppnað- ist honum að gera rukkara orðlausan. Það var sjálfur leigjandi hans, og hann var að rukka húsaleiguna. — Nú skal ég segja vður eitt, sagði Balzac og honum var mikið niðri fyrir. — Þér skuluð fá nóga peninga, strax og ég er búinn að fá fyrir- framgreiðslu hjá forleggjara mínum upp í skáldsögu, sem ég ætla að skrifa og sem mig vantar hugmynd að! ★ FIÐLU SNILLIN GURINN Paganini var eitt sinn á leið til hljómleikahalds. Eitt að- al glanznúmer hans á þessum hljómleikum var að leika „Bæn Maríu“ á einn streng. Þegar fiðlusnillingurinn sté út úr hestvagninum og ætl aði að borga fyrir ökuferðina, sagði ekillinn: — Fyrir yður kostar ferð- in tíu franka. — Tíu franka! Þér hljótið að vera að gera að gamni yð- ar. — Nei, þetta er rammasta alvara. Þetta er nákvæmlega sama verð og er á einum að- göngumiða á hljómleika hjá yður. Paganini þagði litla stund. Síðan brosti hann til ekilsins, rétti honum tíu franka og vel það og sagði: — Ágætt. Hérna eru pen- ingarnir í þetta skipti. En í næsta skipti borga ég yður ekki tíu franka, nema þér ak ið mér á einu hjóli! ★ í NÝÚTKOMNU dönsku safni skopsagna er að finna eftirfarandi sögu um Brynj- ólf biskup Sveinsson: íslenzki biskupinn Brynjólf ur Sveinsson, var eitt sinn er hann dvaldi við hirð Friðriks konungs III leiddur fyrir drottningu hans. Við hirðina var töluð þýzka og drottning in spurði biskupinn: — Wieviel Kinder haben Sie? (Hvað eigið þér mörg börn). Þar sem Kindur á íslenzku þýðir fé, misskildi biskupinn spurninguna og svaraði hreyk inn: — Ich habe jedenfalls tau- send. (Ég á að minnsta kosti þúsund). THORVALD Stauning, sem 1924—26 og aftur 1929—42, kom eitt sinn í heimsókn hingað til lands, eins og kunnugt er. Hann. ferðaðist var forsætisráðherra . Dana mikið um landið og að sjálf- sögðu á hestum, eins og þá tíðkaðist. Þegar heim kom, var hann spurður, hvernig honum hefði líkað í íslandsreisunni. — O, sagði Stauning. — Það hefði gengið allt saman prýði lega, ef maður hefði ekki haft allan tímann hest hlaupandi á milli lappanna! tWARPAJ} Asn A CrOem MISKlUW -* L ? r* J |i) F L La K H A * FAG- Oft ÍNJGL- AS7 i s L A & I s i L£YFl , FÉL ; 1 L A T ívaufto Oft N A F N * * DRYKKS PEIL A s k s T * GLfÐ TVH IJ s K s T ORAF- AR - ftÓSTlft 0 R V K K j 7ÖA N 'ATVA\lit ► í Or AFÖRoT HJÓU ATTA AfÆLOI * HL1Ó0A FAft&A 0JMN\ J -± • SV£l rH PEN - ING - AR £ N 0 V SKEU* Aft NAFN * HÓP' ANA jpann FOAS * zzffmrrL * * HEIMT- Afi AF Krossgáta númer 9 FJÖLMARGAR ráðningar bárust við krossgátu númer sex. Verðlaunin hlýtur að þessu sinni: Rannveig Ágústsdóttir, Kleppsvegi 48, Reykjavík. Hér birtist verðlaunakross- gáta númer níu. Eins og áður eru veitt ein verðlaun, hundr- að krónur. Frestur til að skila lausnum er tvær vikur. Lausn ir sendist í lokuðu umslagi og utanáskriftin er: Sunnudagsblaðið, Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. Lausn á krossgátu númor 6; 4* 4 4 -t K J Ö T P J '0 F U R •4- 4 4- ■4 R|a + t t t F ♦ ♦ N ♦ t t A F S ♦ t t S N /€ 4- -t 4- -t S N ý - -t -r ■f K E a *t ♦ -t 6> A N ♦ t O t R V 0 t M A t + * G R u N D Ald ♦ S 4 H f? V N J A N 0 A ♦ A 5 K A 4- E ♦ * A N N i t 'O * M J T V 1 S ö /y e L) R t N 1 A A ♦ t S 'A R10 A s - t* A M A ft -h 4 A S K 1 t T R U Ð 0 R SUNNUDAGSBLAÐH). Fylgirit Alþýðublaðsins. Ritstjóri: Gylfi Gröndal, Prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins. %2 Sunnudagsbla^ið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.