Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 8
Farib upp á Skaga
Framhald af opnunni, .....
Næstu daga var hann fá-
máll og svifaseinn í búðinni.
Hann gat ekki lengur hent
reiður á rás viðburðanna og
fann einhvernveginn á sér að
eitthvað ískyggilegt var að
gerast. Ástandið var ennþá
verra en áður þegar hún beit
hann frá sér með þögn og
kulda. Þá fór hann þó nærri
um hvar hann hafði hana.
En skömmu síðar gerðust
þó tíðindi sem í hæsta lagi
máttu kallast ánægjuleg, en
settu hann þó enn frekar úr
jafnvægi. Hann labbaði úr
búðinni heim í hádegismat-
inn, sem hann vissi að var
soðin ýsa eða kjötbollur úr
dós.
En viti menn! Var það ekki
steikarilmur sem fyllti vitin
þegar dyrnar voru opnaðar!
Hann hélt í fyrstu að hann
hefði farið íbúðavillt en það
bar ekki á öðru en hún stæði
sjálf í ganginum með hvíta
svuntu framan á sér og hann
sá ekki beturen hún brosti.
Ég hélt þér þætti gaman að
fá hænsn til tilbreytingar
þótt það sé mið vika, sagði
hún. Flýttu þér nú að þvö þér
áðuren þau kólna.
Það sem eftir var dagsins
var hann varla með sjálfum
sér. Hann gaf vitlaust til baka
og tróð klósettrúllum uppí
fangið á frúnum þegar þær
báðu um baunadós; hló svo
upp í opið geðið á viðskifta-
vinunum í stað þess að biðja
afsökunar á mistökunum.
Á heimleiðinni var hann
dálítið reikull í spori. Hafði
hann þá fengið grun sinn
staðfestan að lokum? Voru
rauðu gagnsæju nærfötin,
andlitssnyrtingin og nýja káp
an þá bending til hans eftir
allt saman Leynileg bending
um að ísinn væri að þiðna?
Steikt hænsn í miðri viku.
Bros. Það var ekki við öðru að
búast en þessi breyting tæki
langan tíma. Átti hann enn
að bíða átekia eða var nú
komið að honum að stíga
lokaskrefið? Hann var karl-
maðurinn.
Um kvöldið var hún alltað-
því ræðin við hann, spurði
hann jafnvel um hvernig það
gengi fyrir s'g í búðinni. Til
þessa hafði hún látið sér
nægja að hirða mestanpart-
inn af ágóðanum.
Þú ert að verða alltof hor-
aður, sagði hún, þú gengur of
nærri þér. Þér veitti ekki af
að taka þér hvíld. Skreppa
eitthvag í burtu nokkra daga.
Þessi verzlun er þrevtandi.
Mér hefur aldrei liðið bet-
ur en einmitt núna, sagði hann
og það sagði hann alveg satt.
Ertu alveg hættur að fara
í túra? spurði hún, ég man þú
fórst oft sjálfur unpá Skaga
að velja bér skreið. Treystir
engum öðrum.
Það getur vel verið ég
skreppi, sagði hann, þú gætir
kprnið, með mér einsog einu
sinni. og við gætum verið
nokkra daga á Bifröst.
Hver veit, sagði hún, ef ég
verð laus við þetta kvef.
Hann lagði kaffitiollann frá
sér og horfði á hana hálf
skömmustulegur.
Ég vissi ekki þú værir með
kvef, sagði hann fullur hlut-
tekningar, er þetta slæmt
kvef?
Neinei, það er mest niðrí
mér en það getur orðið slæmt
ef ég fer ekki varlega með
mig.
Þú verður að fara varlega
með þig, elskan, sagði hann.
Þetta l'tla ávarpsorð í enda
setningarinnar sem hraut af
tungu hans alveg ósjálfrátt
varð einsog þögul sprenging,
og þeim féllust báðum hend-
ur, horfðu ráðvillt hvort
framhjá öðru. Þetta orð hafði
ekki heyrzt á heimilinu í
mörg ár en nú var engu lík-
ara en það tæki á sig áþreif-
anlega mynd, lá einsog sýni-
legur hlutur á borðinu milli
þeirra, þandist út með ógnar-
hraða og fyllti útí herbergið,
fyllti útí alía íbúðina og þrýsti
að þeim svo þau máttu ekki
mæla um stund.
Loks var það hún sem rauf
þögnina, hikandi, fálmandi.
Ég hef víst ekki verið bein-
línís góð eiginkona uppá síð-
kastið, sagði hún niðurlút.
Jú, víst! greip hann framí
og fálmaði eftir hönd henn-
ar. Það var aftur komið framá
varir hans, elskan, en hann
kingdi orðinu á síðustu
stundu, hann mundi ekki
valda þessu þunga orði aftur
í bráð.
Svo þögðu þau lengi.
Afar lengi.
Svo sagði hann:
Ég hef heldur ekki verið
einsog eiginmaður á að vera.
Jú, sagði hún og tók síðan
andköf áðuren hún stundi:
elskan.
Svo þögðu þau lengi og
hann sá ekki hvað henni leið
því augun á honum voru full
af tárum.
Um kvöldið var hann kom-
inn í rúmið á undan henni og
heyrði hana dunda lengi
framá baðherbergi. Honum
fannst hún vera eilífðartíma
og var sífellt að líta á arm-
bandsúrið sitt. Loks heyrði
hann fótatak hennar og flýtti
sér að smeygja gullúrinu
framaf handleggnum á sér.
Það hafði hann ekki gert fyr-
ir svefninn í mörg ár.
Hann hafði ekki séð hana
ganga svo búna til rekkju. Nú
voru ekki aðeins nærfötin
hennar úr þessu rauða gagn-
sæja næfurþunna blúndu-
lagða efni, heldur var hún
komin í náttkjól af sama tæi.
Hann hafði óljósan grun um
að slíkt væri kaliað beibídoll.
Hann starði á hana upp-
glenntum augum, þegar hún
gekk svifléttum skrefum inní
svefnherbergið. Þetta var
konan hans. Hún staðnæmdist
við snyrtiborðið, lagði annað
hnéð hálfvegis uppá stokkinn
og sagði lágróma:
Heyrðu, Gústi, óttaleg vit-
leysa er það af okkur að hafa
þetta bil milli rúmanna.
Hann fann hjartað hamast
í brjósti sér og þó hafði hann
ekkert fyrir-því átaki að færa
rúmin saman. Og nú lá hún
þarna við hliðina á honum og
hann fann aftur varmann af
líkama hennar og angan úr
hárinu. Hún sneri hálfvegis í
hann baki og var að hagræða
á sér hárinu. Honum svall
móður í brjósti, nú fann hann
að röðin var komin að hon-
um, karlmenninu, að láta til
skarar skríða og stíga loka-
skrefið.
Undurhægt og varlega
teygði hann höndina uð
brjóstum hennar og í þessari
augnabliks snertingu bjó sú
himneska alsæla sem kostað
hafði áralanga kvöl.
Hann var dálitla stund að
átta sig á því að hún bægði
frá sér hönd hans, ofurmjúk-
lega en þó ákveðið. Hún leit
um öxl til hans og brosti:^
Ekki í nótt — elskan. Ég
er svo þreytt.
S'vo kúrði hún sig niður og
dró sængina upp að höku.
Mundu nú að slökkva ljós-
ið ef þú ætlar að lesa — elsk-
an.
Daginn eftir var hann dá-
lítið sár og ekki laust við
hann væri viðskotaillur þeg-
ar einhver frúin gat ekki gert
það upp við sig strax hvort
hún vildi heldur Binso eða
Flik-Flak. En hann jafnaði
sig þegar á daginn leið, hon-
um datt í hug að eftilvill hefði
hann verið of fljótur á sér.
Hann minntist þess að hafa
einhversstaðar lesið málshátt
sem var á þá leið að Róm var
ekki byggð á einum degi. Hon-
um hugkvæmdist að þessum
málshætti mætti breyta þann-
ig að Róm var ekki endur-
byggð á einum degi. Honum
létti nokkuð í skapi og
skemmti sér við að hafa vfir
með siálfum sér þennan end-
urbætta málshátt.
Þegar hann kom heim að
loknum vinnudegi sá hann
enn skýra sönnun þess að allt
miðaði í rétta átt, þótt hægt
færi. Eiginkonan var búin að
setja upp menið góða. Menið
sem hann bafði gef ð henni á
brúðkaupsdaginn og innaní
var mynd af honum. Þetta
men hafði verið sérstaklega
smíðað fyrir hana og hann
hafði gert sér marga ferð til
gullsmiðsins að vita hvernig
verkið gengi. í víðri veröld
var ekki til neitt men þessu
líkt. Og hún hafði orðið ofsa-
glöð að fá það og borið það
um hálsinn í nokkur ár og
varla viljað af því sjá. Þang-
aðtil 'einn daginn að það lá
umhirðulaust ofaní skúffu
innanum ótínt skran.
8 Sunnudagsblaðið
Myndirnar eru af Carol Rúmeníukonungi, föður Michaels, og
Madame Lupescu, sem var ástmær hans í tuttugu ár og síð-
ast eiginkona. Þau flúðu saman frá Rúmeníu 1940 og höfðu
gull og gimsteina með sér.
Framhald af bls. 5.
— Rússamir nálgast, hóf
Michael máls.
— Við munum verjast til
síðasta mannSj svaraði Anton-
escu.
— Væri ekki betra fyrir
fólkið, ef við reyndum að
komá í veg fyrir svo hræði-
legt blóðbað?
—. Ég er ekki ragur og
mínir menn ern ekki föður-
landssvikarar.
—Eru það ekki svik við
landið, að leggja það í auðn?
— 'Við munum berjast á-
íram.
— Antoneseu, ef þér skiptið
ekkj- um skoðun, verðið þér
að draga yður í hlé.
— Hvað segið þér? Ungi
maður, hvernig vogið þér yð-
ur . -.. Ég mun aldrei draga
mig í hlé. Heldur læt ég setja
yður af.
Antonescu stóð frammi fyr
ir— kónginum, sótrauður af
reiði, en Michael lét það ekki
á sig fá. Tíminn var kominn
til þess að hrinda áforminu
í framkvæmd.
— Hafið mig afsakaðan
andartak, sagði hann. — Það
er svo heitt hérna. Ég ætla
að sækja eitthvað að drekka.
Vilduð þér bíða andartak?
Hann fór út úr herberginu.
Fyrir utan biðu vinir hans,
reiðubúnir að hefjast handa,
strax og Michael gæfi merki.
Antonescu trúði ekki sín-
um eigin augum, þegar liðs-
foringjarnir gengu inn, af-
vopnuðu hann og lokuðu hann
inni í herberginu þar sem
Carol konungur var vanur að
geyma sitt dýrmæta frí-
me:kjasafn.
— Á morgun verðið þið
hengdir allir saman, hrópaði
Antonescu úr ,,klefa“ sínum.
Á meðan höfðu nokkrir af
samsærismönnunum far'.ð út
og boðið bílstjóra Antonescu
að koma inn og fá sér kaffi.
Þremur mínútum síðar var
hann einnig lokaður inni í
f rímerk j aherberginu.
Michael setti á fót nýja rík
isstjórn. Það mátti engan tíma
missa, hvert andartak var
dýrmætt. Það bárust fljót-
lega fregnir af því, að stuðn-
ingsmenn Antonescu væru
ekki allir komnir undir lás
og slá og væru að undirbúa
áhlaup á konungshöllina.
Hinn fyrsti sem kom með
kröftug mótmæli var útsend-
ari Hitlers, Killinger. Hann
krafðist þess, að konungurinn
drægi sjg aftur í hlé og léti
Antonescu lausan. Hann fékk
aldrei áheyrn hiá konungin-
um, heldur gáfu fulltrúar rík-
isstjórna'.innar honum skipun
Og hún var jafn glaðleg í
viðmóti og hafði lagt sig fram
með matargerðina og spurði
um heilsufar hans og viðskift-
in og ferðina uppá Skaga. Og
hann leysti úr öllum spurn-
ingum greiðlega, hældi matn-
um, sagðist vera hress og við-
skiftin gengju bærilega og
hvört hún vildi koma með
honum á laugardaginn og þau
vrðu um hslg'na á Bifröst.
Hún sagðist hlakka til og
stakk uppá þau skryppu í bíó
í kv.öld. Og hann var ánægður
og hallaði sér afturábak í hús-
bóndastólnum saddur eftir
matinn og gluggaði í dagblöð-
in. Hann hafði yfir með sjálf-
um sér málsháttinn um Róma-
borg og ákvað að bíða róleg-
ur þartil hún var reiðubúin
að stíga úrslitaskrefið.
Og daginn næsta fór hanrí
í blómabúð og var hálfa
klukkustund að velja stærstu
og fallegustu blómin í vönd,
skrifaðl síðan á spjald: Til
elsku litla krúttsins. Frá Ijóta
krúttinu þínu. Svo lét hann
senda blómin heim og begar
hann kom sjálfur um kvöldið,
faðmaði hún hann að sér og
sagði:
Ósköp var þetta sætt af
þér, elskan.
Svo fór hún að láta ofaní
töskuna þeirra því á morgun
skyldi haldið uppá Skaga með
bátnum. Niðurl. í næsta blaðl.