Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 11
meter á hæð, eins og sagt var, heldur lítill vexti og grind- horaður. Oliver hafði meira að segja einhverntíma séð hann áður. Hvað hét hann nú aftur? Vesúvíus? Etna? Nei, Strombolí hét hann. Og hann var með risastóra gúmmífæt- Ur með eldrauðum þrimlum. Oliver starði á hann góða stund. Þá rann allt í einu upp fyrir honum, hvað hann sá. — Guð veri lofaður, sagði hann loks. — Það voruð þá þér eftir allt saman? — Já, einmitt eins og ég sagði yður, lítill maður með gúmmífætur á löppunum. Bara lítill náungi, sem vildi gera svolítið grín í fásinninu. — Grín, hrópaði Oliver. —• Kallið þér það grín að gera fólkið brjálað af hræðslu. — Nei, það er víst alls ekki neitt grín, sagði Strombolí og stundi þungt. — Ekki þegar þeir umkringja mig og elta mig, — menn með alls konar vopn og tól. En þér hafið bjargað lífi mínu og til end- úrgjalds ætia ég að gefa yður fæturna mína. Hann tók stóru gúmmífæt- urna af sér. — Þér get'ð notað þá sem sönnunargagn, ef þér varpið Ijósi á hið dularfulla Macken- ham mál { einhverri blaða- grein. Oliver tók annan fótinn og leit á hann. Þvínæst leit hann út um gluggann. Það var rok og bess vegna sennilegt að öll spor væru löngu rokin út í veður og vind. Sennilega vissi enginn hvert Strombolí hafði flú'ð. Þegar hann hafði gengið úr skugga um, að allar dyr og allir gluggar hússins væru vandlega lokaðir, fór hann niður í eldhús og sótti gam- alt dagblað og eldhússax. Hann byrjaði að klippa rauðu gúmmífæturna í sundur. — Nei, nei, hljóðaði Strom- bolí. — Þetta megið þér ekki gera! Gerið þér það fyrir mig! — Herra Strombolí, sagði Oliver. Þér kærið yður kann- ski um að vera píptur niður, næst begar þér troðið upp? Haldið bér kannski, að fólk, sem trúir á yfirnáttúrlega og asvintýralega hluti vilii láta sirkusfífl hafa sig að fíflum? Það trúir yður enginn, þótt þér segist vera hinn viðbjóðs- legi snjómaður. Þess vegna getið bér ekki hér eftir troðið upp á þessum gúmmífótum. Þá er mannorð yðar þar með farið út í veður og vind. Þér skuluð steinþegja, Strombolí. Hlustið á bað sem ég segi. Þér skuluð ekki ljóstra upp um þetta leyndarmál. Augu vesalings Strombolís voru full af tárum. — Þar að auki, hélt Oiiver áfram, — er vinur minn Tim Kendal ákveðinn í að skrifa bók í sextán köfltim um þetta dularfulla fyrirbrigði, og ég sjálfur á þessu dularfulla'fyr- irbrigði væntanlega hamingju mína og fröken Dodman að þakka. Látið mig fá hinn skó- inn líka. Báðir fæturnir voru klippt- ir í smátt, vandlega vafðir inn í dagblað og síðan kastað í öskutunnuna. Að því búnu drukku þeir Strombolí og Oli- ver hátíðlega skál fyrir við- bjóðslega snjómanninum frá Mackenham. Strombolí sat við arininn og yljaði sér á berum tánum, þegar litla fröken Dodman hringdi til þess að fullvissa sig um að Oliver hefði komizt heill á húfi heim. Meðan hann talaði elskulega við hana, heyrði hann ferlega skruðninga fyrir utan. Hópur vopnaðra manna var þar á ferð í leit að við- bjóðslega snjómanninum! góðu feður, líkama og beinagrindur, — í eiginkonur, áttina að gröf hennar, sann- færður um, að ég mundi Spor hans hafa ekki sést síðan í Mackenham og gátan er enn þann dag í dag óleyst. Dag nokkurn Frarnh. af bls. 4. letrað sannleikann. Og ég sá, að allir höfðu skapraunað sín- um nánustu, að þeir voru vondir, óheiðarlegir, hræsn- arar, ósannindamenn, skúrk- ar, baknagarar, sjúkir af öf- und, — að þeir höfðu stolið, svikið, að þeir höfðu gerzt sekir um alls konar óheiðar- leika, — þessir þessar tryggu þessir elskulegu synir, þessar hreinlífu dætur, þessir heið- arlegu kaupsýslumenn, allir þessir menn og konur, sem sagt var um að lægju óbætt hjá garði. Allir skrifuðu á leg steina sína sannleikann, sinn eilífa dóm, — hinn hræðilega, heilaga sannleika, sem hafði sofið vært í undirmeðvitund- inni, meðan þeir lifðu. Mér datt í hug, að einnig hún hlyti að hafa skrifað eitt- hvað á sinn legstein, og nú hraðaði ég mér, án þess að finna til minnstu hræðslu innan um opnar líkkistur, 'isSSHsí finna hana án nokkurra erf- iðleika. Ég þekkti hana strax aftur, án þess að sjá framan í hana. Andlit hennar var hul- ið flaksandi líkklæðum, og á maxrmarakrossinum, þar sem ég hafði áður lesið: „Hún elsk aði, var elskuð og dó...“ — las ég nú: „Dag nokkurn, þegar rigndi, gekk hún út til þess að svíkja elskhuga sinn, varð innkulsa og dó“. Sagt er, að næsta morgun hafi ég fundist meðvitundar- laus á gröf hennar. ^ Sunnudagsblaðið 11 ,

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.