24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 64

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 64
hallur í hárið á mér og rykkti í svo ég féll fram fyrir mig. Hann spurði: –Hvað á það að þýða að ráðast á hana Mummu með hótunum og barsmíðum? Nú tók hann mig hálstaki og ég varð frávita af hræðslu. Ég reyndi stamandi að koma því út úr mér að ég hefði ekki sagt orð við Mummu. Ég var farinn að kjökra og bað Þór- hall að sleppa hálstakinu. – Slepptu, vældi ég. Ég skal vera góður. Ég þagði yfirleitt þegar Þórhallur refsaði mér en nú var eins og ég fyndi á mér að eitthvað hræðilegt væri í uppsiglingu. Ég var þarna einn í fjárhúsunum með honum og komst ekki neitt. Þórhallur sagði eitthvað en ég var svo lamaður að ég greindi ekki orðaskil. Þá hvæsti hann: – Svaraðu þegar ég spyr þig, hel- vískur. Hann lyfti mér upp á hálsinum og sagði: Þú lærir aldrei neitt, drengdjöf- ull. Hann losaði takið á hálsinum en tók í öxlina á mér og þeytti mér frá sér svo ég datt í garðann fyrir fram- an hann. Þar sem ég lá flatur fyrir honum tók hann í skyrtuhálsmálið og buxnarassinn, lyfti mér upp og þeytti mér frá sér svo ég flaug beint á kantinn á þrónni með höfuðið og féll svo þaðan niður á botninn. Mér leið undarlega í höfðinu og fann fyrir verk í tönnunum, sér- staklega í jöxlunum; svo dofnaði ég allur. Ég reyndi að standa á fætur. Það gekk en ég var dálítið vankaður þar sem ég horfði upp til Þórhalls á garðanum starandi á mig. – Upp með þig, Páll, sagði hann. Það var kominn annar tónn í röddina. Kannski var komið nóg af barsmíðunum í þetta sinn. Ég brölti upp og fann að ég var ekki eins og ég átti að mér. Þórhallur stóð yfir mér og skoð- aði andlitið vandlega. Hann spurði Við búreksturinn skipti öllu máli að eiga góðan bíl. Bílana smíðuðum við strákarnir sjálfir, renndum á þá hjólin, skárum til undir þá fjaðr- irnar úr gömlum bílslöngum og kepptumst um að eiga bestu og flottustu bílana. Þeir voru af ýmsum stærðum og gerðum en hjólafjöld- inn undir þeim var eins konar tákn um hve voldugt farartækið væri. Tíu hjóla trukkur var það hæsta sem maður komst. Ég átti einn tíu hjóla trukk, vel útbúinn. Nú vantaði mig minni bíl til léttari viðvika, helst sex hjóla. Ég ræddi við strák- ana sem voru með búrekstur í grenndinni en enginn þeirra var til í bílakaup. Ég hélt því af stað heim- leiðis með bílinn í eftirdragi. Við höfðum nýlokið við að bera ofan í veginn svo færðin var góð og gúmmífjaðrirnar virkuðu vel. Þegar heim var komið lagði ég bílnum þar sem Gubbi sýslumaður hafði mælt fyrir um að bílunum skyldi lagt en það var við útvegginn á nýju bygg- ingunni, rétt við innganginn á smíðaverkstæðinu. Í anddyrinu sá ég útundan mér að Gubbi var að ræða við tvo stráka, þá Hauk og Finn. Ég kastaði á þá kveðju og lagði af stað upp stigann upp á herberg- isganginn í nýju byggingunni. Sparkað í liggjandi mann Ég hljóp eftir ganginum og renndi mér fótskriðu á sokkunum að klósettinu. Að þeim erind- isrekstri loknum var ég á leið inn á herbergi þegar ég heyrði hávaða af ganginum niðri og rödd Gubba bróður, hann var æstur og hafði hátt. Þegar ég kom niður sá ég bróður minn liggja í gólfinu og Finn sparkandi í hann. Gubbi hljóðaði upp yfir sig af sársauka og ég fraus. Ég hafði aldrei fyrr séð bróður minn í þessum aðstæðum. Finnur hætti spörkunum sem snöggvast og leit á mig. Ég þreif þá kúst sem var þarna við höndina og réðst að honum í æðiskasti. Hann var fjórum árum eldri en ég, stærri og sterkari, en um það var mér al- veg sama; svona gerði enginn við bróður minn. Finnur hörfaði undan og var kominn að innganginum í matsal- inn – þar fyrir innan var íbúð Þór- halls og Mummu. Hann komst inn í eldhúsið og lokaði dyrunum svo ég náði ekki til hans. Ég fór því aftur fram til að gá að Gubba. Hann virt- ist hafa jafnað sig en ég var enn mjög æstur og Gubbi reyndi að róa mig niður. Þá kom Mumma fram ásamt Finni og spurði hvað gengi á. Ég svaraði strax að Finnur, þetta helvít- is fífl, hefði ráðist á bróður minn. Gubbi greip fram í fyrir mér og sagði mér að þegja, sagðist geta svarað fyrir sig sjálfur. Gubbi og Finnur tóku nú að þrátta uns Mumma skarst í leikinn og bað þá að stilla sig. Ég var alls ekki sáttur við önnur málalok en að Finnur fengi að finna til þess að hafa ráðist á bróður minn. Hann stóð í skjóli Mummu og glotti framan í okkur. Ég sló þá með kústskaftinu sem ég var enn með í höndunum í hurðina og hrópaði upp að hann skyldi sko fá að kenna á því. Mumma sagði ekki orð en skellti hurðinni á okkur og Finnur varð eftir fyrir innan. Óglatt af kvíða –Nú fáum við að kenna á því, sagði Gubbi. Hvað heldurðu að Þórhallur geri þegar hann kemur frá Patró í kvöld? Ég sá eftir að hafa hlaupið svona á mig, ég hafði bara ætlað að hjálpa Gubba. Hann leit á víxl á mig og dyrnar og sagði svo: – Við skulum bara vona að hún segi ekkert við Þórhall. Ég var nokkuð ánægður með sjálfan mig fyrir að hafa komið bróður mínum til varnar gegn Finni sem var bæði eldri en við og sterk- ari. Ég gekk frá kústinum á sinn stað og fór í fjárhúsin. Við vorum rétt að ljúka við gjöfina þegar Þór- hallur birtist og spurði höstugur hvort við værum ekki að verða bún- ir. Það væri kominn matartími. Hann skipaði okkur að flýta okk- ur og sagði hinum að fara heim í mat en ég skyldi vera eftir, hann þyrfti aðeins að ræða við mig. Þórhallur hafði skipt um föt, var kominn í vinnufötin og ég þóttist vita að nú yrði mér refsað fyrir að hafa rifið kjaft við Mummu. Ég kveið því sem í vændum var. Strákarnir tíndust burt en horfðu á mig alvarlegir á svip enda vissu allir hversu harðhentur Þórhallur gat verið. Ég stóð nú einn í garð- anum andspænis Þórhalli og var orðið óglatt af kvíða. Frávita af hræðslu Ærnar í kring héldu áfram að éta heyið og ég rótaði því til þeirra með fótunum til að gera eitthvað. Þór- hallur gekk að mér og ég hörfaði. Þegar ég var kominn að djúpri steyptri þró sem notuð var til fjár- baða við enda garðans greip Þór- hvernig mér liði og mér fannst áhyggjufullur tónn í röddinni. Ég sagði að það væri allt í lagi með mig. – Svimar þig? spurði hann. Ég neitaði því og hann hélt áfram að skoða andlitið á mér með þess- um hvössu, köldu og refslegu aug- um. – Nei, það er allt í lagi með mig. Ég er bara aðeins dofinn. Innra með mér gladdist ég yfir athyglinni sem Þórhallur sýndi mér. Ég þóttist vita að barsmíðunum væri lokið í þetta skiptið. Hann skipaði mér að fara upp á herbergi og bíða þar þangað til Mumma kæmi að líta á mig. Og láttu þér þetta að kenningu verða. Bólginn og illa farinn í andliti Þórhallur lyfti mér nú yfir rekk- verkið við garðann og ég hökti heim á leið. Þegar ég kom út undir bert loftið fann ég undarlegan kulda í andlitinu og sársaukinn var aðeins meiri. Ég hélt þó að þetta yrði sjálf- sagt allt í lagi. Ég fór upp á herbergi, settist á rúmið og strauk mér um kjálkann og yfir andlitið. Það var sárt. Ég þreifaði á tönnunum með tungunni og fann að jaxlarnir voru ekki eins og þeir áttu að vera. Ég fór fram á klósettið á ganginum og leit í speg- ilinn þar – ég þekkti ekki sjálfan mig, önnur kinnin var stokkbólgin og augað sokkið, blátt og marið. Ég var með skurð á enninu og kjálkinn var allur skakkur. Ég fór aftur inn á herbergi og lagðist í rúmið. Ég var þreyttur. Hiti var kominn í andlitið, ég fann sárt til í tönnunum og var með verk sem leiddi upp í gagnaugað. Mig verkj- aði líka í fingurna sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr. Nú sá ég að langa- töng vinstri handar var öll skökk. Ég vildi bara fara að sofa og gleyma þessu. Kannski yrði allt komið í lag þegar ég vaknaði. Nokk- ur stund leið – kannski mókti ég – en þá var bankað á dyrnar, Mumma stóð í gættinni og horfði á mig. Ég sá skelfingu í augum hennar. – Guð minn almáttugur, hrópaði hún upp yfir sig og spurði svo hvort ég hefði dottið. Hún settist á rúmið og spurði mig hvar ég kenndi mest til. Meðan hún talaði þreifaði hún á sárinu á enninu áhyggjufull á svipinn eins og hún fyndi til með mér. Kannski þykir henni vænt um mig núna? Ég vissi ekki hvað ég átti að segja svo það hraut út úr mér að Þórhall- ur hefði hent mér í þróna í fjárhús- unum. Hún hváði eins og hún tryði því ekki og varð mjög reið á svipinn. En hún sagði ekki neitt. Hún stóð á fætur og í dyrunum sneri hún sér við og sagði: –Vertu kyrr hér. Ég næ í umbúðir og bý um þetta. Sárkvalinn með lausar tennur Meðan ég beið lét ég tunguna leika um tennurnar og fann að sumar þeirra voru laflausar og ég sárfann til í andlitinu. Eftir skamma stund kom Mumma til baka með sáraumbúðir og skál með vatni í. –Jæja, Palli litli, við skulum reyna að búa um þetta. Mikið er að sjá hvað þú hefur dottið illa. Finnurðu ekki til? Mér fannst að hún vildi vera mér góð og ég gleymdi næstum bar- smíðinni. Ég vildi bara finna fyrir þessari umhyggju. Ég var sárkvalinn og þurfti á henni að halda. Meðan hún þvoði sárin og setti plástur á ennið tautaði hún við sjálfa sig frekar en að hún væri að ávarpa mig. Ég reyndi að segja henni að tennurnar hefðu losnað öðrum megin og hún tók næstum andköf en sagði ekkert. Þegar hún hafði lokið við að búa um sárin stundi hún og sagði: – Ég er hérna með töflur handa þér við verkjunum. Við sjáum svo til þess að þú komist sem fyrst til tannlæknis. Hún lét mig fá tvær töflur og sótti vatn handa mér fram til að ég gæti kyngt töflunum. Svo strauk hún um höfuðið og bauð mér góða nótt. Ég lagðist sæll og glaður útaf. Nú yrði kannski allt gott héðan í frá. Þau yrðu góð við mig það sem eftir væri vistarinnar í Breiðavík. Enginn strákanna leit inn til mín þetta kvöld. Ástæðan fyrir því var víst sú að Þórhallur hafði endursýnt Chaplinmynd í matsalnum. Ekki leið á löngu áður en töfl- urnar fóru að virka. Sársaukinn hvarf og ég sofnaði örþreyttur. Aldrei var farið með mig til tann- læknis. Ég missti þrjár tennur hægra megin í neðri kjálkanum og að því kom að það þurfti að skera í kjálk- ann til að ná úr honum brotunum. Kjálkinn er enn skakkur og á það til að fara úr liði þótt fjörutíu ár séu liðin. Ég er með stórt ör á enninu því sjálfsagt hefði þurft að sauma skurðinn en það var ekki gert. Fing- urinn sem fór í sundur við mis- þyrmingarnar er enn skakkur og stór kúla er við liðbandið. Ég hef stundum leitt hugann að því hvaða lyf ég hafi fengið frá Mummu – varla hefur það verið magnyl – en ég sofnaði laus við verkina og fyrir það er ég enn þakk- látur. (Kaflinn er lítillega styttur og millifyrirsagnir eru blaðsins) Breiðavíkurdrengur - Brotasaga Páls Elísonar Barsmíðar og flótti Bókin Breiðavíkurdreng- ur, Brotasaga Páls Elíson- ar, er nýkomin út en hún geymir örlagaríka sögu sem gerðist á drengja- heimilinu Breiðavík um miðja síðustu öld. 24 stundir fékk leyfi útgef- enda til að birta kafla úr bókinni. Fjósið og hlaðan - aðalvinnustaðir okkar því við hirtum um skepnur heim- ilisins. Breiðavíkurstrákar í jólaskapi inni á herbergi hjá Gubba. Þarna er Páll með Páli afa sínum á annarri myndinni sem hann segir að hafi haft mikil áhrif á sig. Á hinni myndinni er hann sjálfur á Breiðavík. 64 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Þar sem ég lá flatur fyrir honum tók hann í skyrtuhálsmálið og buxnarassinn, lyfti mér upp og þeytti mér frá sér svo ég flaug beint á kantinn á þrónni með höfuðið og féll svo þaðan niður á botninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.