Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Page 6

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Page 6
FAÐIIt MINN DRUKKNAR. HAUSTIÐ eftir að ég var fermdur um vorið drukknaði faðir minn í Borgarfirði. Hann hafði verið með öðrum manni á pramma, sem gufubáturinn Hvítá dró, en skipstjóri á Hvítánni var hinn kunni skútuskipstjóri Hannes Hafliðason. Voru ! þeir í heyflutningum fyrlr baróninn á Hvítárvöllum. Þeir hrepptu slæmt veður, suðaustan rok og dimmviðri. Pramminn festist á grynningum, sem gufubáturinn hafði flotið yfir og slitnaði aftan úr. Gufu- bátm-inn hélt úfram og skipti sér ekki meir af prammanum, hann gerði ekki einu sinni minnstu tilraun til þess að bjarga mönnunum, og var mikið um þetta slys rætt, og skipstjóranum, Hannesi Hafliðasyni, legið á hálsi fyrir afskipta- leysið af mönnunum tveimur og örlögum þeirrá. Ekki var ekkju föður míns neitt tilkynnt um slysíð, og frétti hún af þvi á skotspónum eins og aðrir. Þannig var um slík mál í þá daga. Utgerðin hafði ekki einu sinni hugsun á því að biðja prest að tilkynna nánustu ættingjum, og þá heldur ekki skipstjórinn. Eg fékk bréf frá stjúpu minni með þess- , ,um hörmulegu tíðindum, og þyrmdi yfir s. mig við þau, því að þó að ég hefði lítil kynni haft af föður mínum á fyrstu árum mínum — og ég hafi í upphafi jafnvel ótt- ast afskipti hans af mér, hafði ég kynnst hlýju hans í minn garð og mér farið að þykja vænt um hann. Og þó að ég nyti alls hins bezta á Hjálmsstöðum fannst mér nú, einmanaleiki minn enn meiri en áður. Ég var í raun og veru bæði móður- laus og föðurlaus. I b’-éfinu lét stjúpa mín þá ósk í ljós, að ég kæmi suður til hennar, og eftir að ég hafði ráðfært mig við fóstra minn, lét ég verða af því að fara til Reykjavíkur. Þá datt mér ekki í hug, að ég gæti orðið henni til liðssinnis, svo ungur fannst mér ég vera — en vildi koma til hennar í raunum hennar. Stjúpa mín tók mér vel og ég var hjá henni. Ég fór bráðlega að leita mér vinnu og lenti í ýmsu. Einu sinni ætlaði ég jafnvel að gerast kokkur á fiskijakt þó að ég kynni lítið sem ekkert í matreiðslu. Hjalti Jónsson átti jaktina. Hún lá á höfninni og var veizla um borð. Ég var þarna einn dag. Ekki þurfti meira til að ég yrði sjóveikur — og er sjómenn- irnir urðu þess varir, að hjálparkokkur- inn var ekki sjóaðri en það, að hann seldi upp inn á lognsævi og skipið kyrrt, sögðu þeir mér að þetta væri þýðingar- laust — og skipuðu mér að fara í land, sem ég og gerði. Þar með var og lokið sjómennsku minni. HJÁ W. O. BREIÐFJÖRÐ RETT FYRIR jólin varð ég fyrir miklu happi. Eg komst að í búðinni hjá W. O. Breiðfjörð, en hann verzlaði þá í Aðal- stræti 8. Ég vann við afgreiðslu í nýlendu- vörubúðinni, en hún var þar sem verið hefur Skóbúð Reykjavíkur. Dömubúð var þar sem nú er veitingastofa, og rak Guð- rún Jónasson, síðar bæjarfulltrúi, þá búð um skeið. Bak við verzlunina var pakk- hús og þar var sekkjavaran geymd og af- greidd. Undir pakkhúsinu var kjallari og þar voru vínföng. Þar var vínið tappað af ánum og þar var Rabbecks-Allé-ölið geymt. Eins og kunnugt er, er húsið geysi- stórt. Það var kallað „Fjalakötturinn", en ekki man ég nú af hverju sú nafngift kom. Þetta er mjög frægt hús í sögu Reykjavíkur. Þar fóru fram leiksýningar og þar hóf Leikfélag Reykjavikur starf- semi sína, og þarna var og veitingasalur á þriðju hæð. Allt var húsið notað fyrir verzlunina, leikstarfsemina og veitinga- söluna, nema hvað fjölskylda Breiðfjörðs hafði og bústað í því á annarri hæð. Einn- ig bjó s'arfstólk og vinnufólk Breiðfjörðs í húsinu. Seinna eignaðist Jóhann próki, bróðir Sig. Júl. Jóhannessonar skálds og læknis, húsið. Það voru ólíkir bræður og áttu ekkert sameiginlegt. Jóhannes próki var ríkur maður og gerðist „víxlari". Hann gaf húsið síðan, eða stofnaði sjóð af eignum sínum og skyldi á tilsettum tíma stofna elliheimili með honum. En ekkert veit ég meir um það mál — og fer eitthvað dult. SKOTINN í FYRSTA SINN ÉG VANN þarna hjá Breiðfjörð í tvö og hálft ár. Ég undi vel verzlunarstörfunum og þótti töluvert til þess koma að vera orðinn verzlunarmaður svo ungur, sem ég var, enda þótti í þann tíma töluverður vogsauki að því að vera verzlunarmaður. Búðarlokunafnið kom ekki upp fyrr en nokkru síðar. Við vorum þrír karlmenn í nýlenduvörubúðinni. Piltarnir, sem. með mér voru, hétu Gísli Jóhannsson og Olaf- ur Guðmundsson. Þeir eru nú báðir dánir. Stúlkan hét Halldóra Magnúsdóttir. Hún er enn á lífi. Þessi stúlka kom fyrsta vor- ið, sem ég var í búðinni. Hún var á líku reki og ég, en víst svolítið eldri. Mér þótti Halldóra lagleg stúlka og skemmtileg, — og þá kviknaði í mér í fyrsta sinn á ævinni. Er því alls ekki að leyna, að mér fór að lítast á hana — og gerði ég mér far um að útlit mitt væri sem bezt og framkoma mín sem þægilegust í hennar garð. Eg minnist þess hversu vel mér leið allt af í návist hennar. En ekkert varð úr neinu milli okkar, hvernig sem á því stóð, enda var aldur okkar ekki hár á þeirra tíma mælikvarða. Nú er mér sagt, að ungling- arnir séu farnir að hugsa til hjónabands fimmtán og sextán ára gamlir. Halldóra fór til Vesturheims, giftist þar og eign- aðist þrjá syni. Hún kom svo aftur heim, og eftir því sem ég bezt veit, eru þau öll búsett hér í Reykjavík. j HúsiS ASalstræti 8, en þar var IndriSi um tíma afgreiSslumaSur hjá W. 0. BreiSfjörS, eins og fram kemur í frásögn hans hér í opnunni. Allt starfsfólk verzlunarinnar var til heimilis hjá Breiðfjörð, nema OlafuT. Hann svaf annarsstaðar. Það var því fjöl' mennt af ungu fólki hjá Breiðfjörð, oí vitaniega setti það svip að nokkru 4 heimilisbraginn. Lífið var því fjörugt oi skemmtilegt, enda var allur viðurgerB' ingur mjög góður. Kaupið var að vísV rýrt, en ýmislegt bætti það upp, til dæmiS höfðinglegar jólagjafir og ýmsat skemmtanir. Okkur fannst það til dæmíí mikils virði að fá að horfa á leiksýning' arnar — og það gerðum við svikalairf Þarna voru og haldnir dansleikir og not- uðu sér margir af því. Ég var þá eitt' hvað feiminn við dansinn. Ég kunni ekkí að dansa og fannst það bíræfni hin mestó að bjóða stúlku í dans, sem ég kunni ekki. Eg reyndi þetta þó, en fékk svima og varð hræddur. Mér leiddist þetta — og vissi ekki hvað til bragðs ég ætti að Þau mistök urðu í þr^j mundssonar hér í blaðinu,^ urnafn eins af félögum ldh Réttu nafni hét sá Guðla1|g Hann fórst með Emilíu, en -I taka. Ýmsar félagssystur mínar reyrid11 að koma mér af stað og vildu kenna mé* " íþróttina. En ég fór alltaf hjá mér v$ tilboð stúlknanna. Síðar varð breyting a þessu. FJÖR í LEIKSTARFSEMINNI ÉG MAN það allt af hvað það var mikí^ fjör í leikstarfseminni þessa vetur, seri ég var hjá Breiðfjörð. Þá lék leikféla^ prentara á hverjum vetri, Leikfélag Hafö' arfjarðar sýndi Skuggasvein og skólapih' ar sýndu „stykki". Þarna í BreiðafjörðS' húsi komu fyrst fram opinberlega margif menn, sem síðar urðu þjóðkunnir og skal ég aðeins nefna: Bjöm Þórðarson, log' fræðingur og ráðherra, Magnús PéturS' son síðar héraðslæknir á Ströndum, al' þingismaður og bæjarlæknir, Jakob MöU' er, síðar ritstjóri, alþingirmaður og ráð' herra, Bogi Benediktsson, siðar sýslú' maður, Jón Jónsson, gigtarlæknir, Olafrf' Björnsson síðar ritstjóri, að ógleymduP1 Pétri Jónssyni óperusöngvara. Eg mab það vel hve mjög glumdi í „Fjalakettiú' ’ um” þegar þeir sungu saman í stúdenta' leikunum Pétur og Ölafur. Eg held að mét sé óhætt að fullyrða, að Pétur hafi fyrs^ sungið opinberlega þarna. FRAMKVÆMDAÁRÆÐI BREIÐFJÖRÐS ÞEGAR , ég kom til Breiðfjöfðs var þar mjög mikil vínverzlun, en þegar ég var búinn að vera hjá honum í tvö ár, bar það eitt sinn við, er Breiðfjörð kom úr siglingú að breyting var orðin á honum. Hanú ^ g, SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ /

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.