Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Qupperneq 12

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Qupperneq 12
BURUNDI hefur gefið út 6 merki með yfirverði til minningar um Louis Rwagasore prins á tveggja ára dánardægri hans. Verðgildin eru 50 + 25 c., 1 Fr. + 50 c„ 1.50 Fr. + 75 c„ 3.50+1.50 Fr. 5 + 2 Fr. og 6.50 + 3 Fr. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• CAMERÚN Út er komin sería til heiðurs „Telstar", merkin bera mynd af linattlíkani og gervi tungli, verðgildin eru 1 Fr„ 2 Fr„ 3 Fr„ 25 Fr og 100 Fr. Það síðasttalda er flug- frímerki. FRANSKA SÓMALÍA hefur gefið út Telstar merki með sömu mynd og aðrar nýlendur Frakka, 50 Fr„ flugfrímerki. GABON hefur gefið út seríu portómerkja með fleir litum myndum af ávöxtum. Merkin eru þríhyrnd, tvö um hvert verðgildi og prent- uð saman sömu verðgildi. 1 Fr„ 2 Fr„ 50 Fr., 10 Fr. og 25 Fr. JAPAN. DAGUR FRÍMERKISINS í tilefni af vorhátíðinni „Sebubun“ kem- tir út eitt 10 yena merki. I tilefni af því að foæjirnir Moji, Kokura, Wakamaku, Ya- wata og Tobala hafa vaxið saman og mynd- að bæinn Kita-Kuyshu, er gefið út 10 yena merki. Með myndum úr þjóðgarðinum Unzen-Amakusan hafa verið gefin út tvö anerki, 5 yen og lft yen. TCHAD gefur út nýtt flugfrímerki, 250 Fr. EFRA VOLTA Ut eru komin 10 þjónustumerki með mynd af Fílshöfði, verðgildin 1, 5, 10, 15, 25, 50, «0, 85, 100 og 200 Fr. VÆNTANLEGAR UTGAFUR: BELGÍA Herferðin gegn hungursneyð, 3 verðgildi, Heimsmeistarakeppnin í skylmingum 3 íerðgildi, Dagur frímerkisins, Póstráð- Stefnan 1863 (8. maí), Baráttan fyrir friði, Olympíuleikarnir í Tókyo 4 verðgildi með yfirverði, 40 ára afmæli flugfélagsins Sa- bena, Evrópumerki, Belgiski Rauði-Kross- inn og Berklavarnamerki. 2. MAÍ næstkomandi er Dagur frímerk- isins haldinn fjórða árið í röð. Aðdragandi þessa dags var frímerkjasýn- ing sem frímerkjaklúbbar innan Æskulýðsráðs gengust fyrir árið 1960, nánar tiltekið 7. apríl og stóð sýningin yfir í 12 daga eða til 18. apríl. í tiiefni þessarar sýningar fór Félag frí- merkjasafnara og Æskulýðsráð þess á leit við Póststjórnina að hún leggði sitt að mörk um til að gera sýninguna eftirminnilega á einhvern hátt. Póststjórnin tók vel og skynsamlega í þetta mál, og gaf út þrjú frímerki sama dag og sýningin var opnuð. Þessi merki voru 1. króna hestamerkið, og flóttamannamerkin. Merkin var síðan hægt að fá stimpluð alla sýningar dagana með stimpii sýningarinnar, sem var lítill gúmmístimpill. Trúlegt er að safnarar komi til með að hafa áhuga á því að eignast þessi umslög, sérstaklega ef þeir hafa mögu leika á að ná í umslög stimpluð fyrir hvern dag sem sýningin var opin. Næsta ár á eftir var Dagur frímerkisins haldin 11. apríl. Þann dag gaf Póststjórnin út tvö viðbótar frímerki við Stjórnarráðsmerk in, þessi merki voru að verðgildi 1.50 og 3 krónur. Ennfremur hafði hún látið búa til sérstimpil í tilefni dagsins, sem er sá fyrsti sem hún notaði á degi frímerkisins. í fyrra var svo dagurinn haldinn 3. apríl, og tekinn var í notkun annar sérstimpill. Voru öll bréf sem komu inn á Pósthúsið í Reykjavík þann dag stimpluð með þessum stimpli auk þess sem safnarar létu stimpla frí merki á sérstök umslög sem Félag frímerkja safnara hafði gefið út í tilefni dagsins, og mun gera í framtíðinni. Að þessu sinni mun vera í ráði að sýna kvikmynd um frímerkjasöfnun í eihhverju af kvikmvndahúsum bæiarins, auk þess að frí- merki verða til svnis fvrir almenning í verzl unarglunM í miðbænum. Ber að þakka þessa viðleitni þeirra manna sem hér eiga hlut að máli til að efla og þroska áhuga almennings hér á landi, á þessari mestu og vinsælustu tómstundaiðju með- al allra menntaðra þióða heims. En eins og flestir vita er frímerkjasöfnun ekki aðeins þroskandi og fræðandi, fyrir alla eldri sem yneri, heldur einnig einhver bezta fiárfesting sem völ er á, ef safnað er vissum löndum eða motivum. HÓPFLUG ÍTALA NÝLEGA birtist í einu af dagblöðunt Reykjavíkur frétt og myndir af Hópflugi ítala, með þeirri fyrirsögn að merki þessi væru að verðmæti kr. 10.000. Eins og menn sjá er þessi upphæð svim- andi há, og ótrúleg, þannig að við fórum a5 grennslast eftir verði því sem merkin væru j föl fyrir. í enska tímaritinu Stamp Magazine febrú arblaði komum við auga á auglýsingu þar sem Hópflugið er auglýst til sölu á 55 Steri ingspund, eða ca. kr. 6.600.00. Þar sem þessi auglýsing vakti athygli okk- ar, fórum við því næst að athuga verð það sem frímerkjakaupmenn hér heima sefdu þessi merki á. Niðurstaðan varð sú að hægt væri að fá þau kevpt frá kr. 6.000 til 7.000 eftir útliti merkiana. Eftir þessa niðurstöðu finnst okkur rétt að minna safnara á að fara varlega í því að trua æcifréttum eins og þess um, og kvnna sér ætíð naum<ræfilega hvaða markaðsverð sé á hveriu merki fyrir sig, áður en þeir festa kaup á einhverju ákveðnu merki. FÖLSUÐ FRÍMERKI frá Saudi Arabíu Malaríu merkin frá S. Arabíu með flug- og dagsetningar yfirprentunum — 3 verð- -gildi — eru ekki gefin út af póststjórn- inni og skoðast því sem falsanir. Franska yfirráðasvæðið á Suðurheim- skautinu hefur gefið út Telstar merki með sömu mynd og frönsku nýlendurnar nota, 50 Fr. i AÐ UTAN ' J2 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUbLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.