Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Page 4

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Page 4
HANN reyndi að láta það vera að hlusta eftir rödd sonar sins. A liðnum árum, þegar hann settist niður til að leggja siðustu hönd á páskaprédikunina, . hafði hann alltaf heyrt til konu sinnar, . er hún reyndi að þagga niður í Jóni litla og fá hann til að sofna, svo að hún sjálf . gæti haí'ið að fela súkkulaðikanínurnar og skreyttu eggin í strákörfunni. Hún var vön að lækka röddina og hann heyrði hana segja: Pabbi þinn er að skrifa það, sem hann ætlar að segja í kirkjunni á morgun. Þagnaðu nú og reyndu að sofna — á morgun eru páskar. Svo heyrði hann hana læðast á tánum inn eftir ganginum að skrifstofu hans. „Kaffi. Davíð,” sagði hún í dyrunum. Nú snéri hann sér við og sá hana standa þar, en það hvíldi ekkl sami ljóm- inn yfir andliti hennar og á þeim pásk- um, sem liðíð höfðu, og þegar hún brosti, nóði brosið ekki til augnanna. „Kaffi,” sagði hún, eins og hún hafði alltaf sagt, en hann sá, að ósjálfrátt leit hún á óskrifaðar arkimar á skrifborðlnu — misheppnaðar tilraunirnar til að semja prédikun. Hún hleypti lítið eitt brúnum og hann hugleiddi, hvort hana gæti grunað, hvað gerzt hafði með honum frá því að sonur þeirra dó: að hann hafði um leið misst annað, — trúna og vonina, sem hann átti að reyna að flytja öðrum. „Margrét,” hóf hann máls, og reyndi að brosa. „Eg skal ná fyrir þig í kaffi,“ sagði hún fljótmælt. En hún fór ekki. Hún stóð bara og starði á hann lengi, og eftir nokkra stund lagði hún hönd sína á vanga hans og sagöi: „Davíð, þú hefur ekki rak- að þig.” Þá mundi hann loks — og það fór ó- notatilfinning um hann — hann hafði gleymt að raka sig, er hann kom inn af kóræfingu klukkan sex — það var eins og hann væri farinn að gleyma öllu, þessa dagana. < Hann leit upp til hennar og sá myndir þeirra í speglinum á veggnum á móti. „Fallegt par“ höfðu sóknárbörnin sagt, þegar þau Margrét komu fyrst til Kerrville. Fólk hafði tekið áhuga hans með gleði og Margrét hafði unnið marga vini. með hlýrri framkomu sinni — og allir höfðu dáðst að Jóni litla. „Það. er eins og það birti í kirkjunni, þegar hann er þar,” hafði ein konan sagt. Nú teygði hann sig yfir borðið, — ■ ó- sjálfrátt — og snerti hlut, sem stóð þar. Það virtist ekki lengra en í gær frá þeim degi, er Jón kom hlagpandi inn frá af- mælisveizlunni með litlu bréfapressuna, glæra kúlu með mynd af börnum á sleða innan í. „Eg fékk hana fyrir lítið í af- mælisveizlunni hjá honum Charlie Gam- er, og ég ætla að gefa þér hana. Þú gét- ur haft hana á skrifborðinu þínu,” sagði hann með ákafa. „Sjáðu!” Drengurinn hafði hrist kúluna og star- að hugfanginn á snjóinn, sem hófst á loft og féll aftur hljóðlega innan í kúl- unni. — Síðan hafði hann lagt hana hik- andi, eins og hann gæti varla slitið sig frá henni, á skrifborðið við hlið biblí- unnar og uppsláttarbókanna. Hann hafði staðið við andartak enn og horft á hana og nef hans og munnur — í hæð við skrifborðið — höfðu myndað rakan blett á yfirborði bréfapressúnnar. „Þakka þér fyrir gjöfina. Nú skaltu hlaupa, ungi maður. Pabbi þinn hefur mikið að gera.” Annað hafði hann ekki sagt við son sinn þann daginn, því að það vlrtist svo, að fram undan væru svo margir aðrir dagar. Hann hafði þrýst hon- um að sér andartak, en brosið hafði ver- ið. á vörum. hans lengi eftir að drengur- inn var farinn, svo hafði hann snúið sér að því að semja næstu sunnudagspré- dikun. Hvernig átti hann að geta vitað — hvernig gat Margrét vitað — að innan fárra vikna .... „Mér þætti vænt um að fá þetta kaffi, Margrét,” sagði hann nú. „Ef til vill hjálpar það mér til að hugsa.” Samt fór hún ekki. Hún dvaldi enn og strauk eftir skrifborðinu. — — Eg var að hreinsa til í herberginu hans .Jons,“ sagði hún að lokum. „Mér datt í hug — að Billy gæti sofið þar á morgun." Hann leit á hana og áttaði sig ekki á hvað hún var að tala um. Hann hafði gieymt því, að systir hennar var væntan- leg með lítinn son sinn. Allt í einu var eins og tilfinningarnar, sem hann hafði reynt að byrgja inni, fengju útrás, tækju af honum ráðin. Hann heyrði fyrir sér rödd annars drengs í herbergi sonar síns, fótatak hlaupandi drengs, barnslegan hlátur. En það yrði aldrei hlátur Jóns — aldrei framar. „Fyrirgefðu”, sagði hann lágróma. „Þú ættir að segja þeim að láta það vera að koma að þessu sinni. Eg — við eigum of ánnríkt. Það er svo mikið að gera • • " r-',- við að 'undtthúa^nyáur.kirkjuna.-Alice'og ttlly geta- farið til pabba ,og mömmu, þeim þykir -áreiðanlega vænt um að fá þau í heimsókn.“ Hann sá vonbrigðin á andliti hennar og hann langaði til að segja:: „Segðu þeim að koma, Billý getur fengið her- bergið hans Jons. Það er alveg sjálfsagt, Margrét", en hann ’ gat það ekki. Billy var á sama aldri og Jón hefði verið, svipað stór. Meira að segja var hár hans gullið eins og hár Jóns hafði verið. Margrét sneri sér til dyra og hélt af stað niður stigann. Innan fárra mínútna gat hann heyrt til hennar, er hún setti kaffikönnuna yfir eldinn og tók fram boila og undirskálar. Hann stóð á fætur og gekk inn í baðher- bergið til þess að raka sig, á leiðinni gekk hann fram hjá herbergi sonar síns. Dyrnar voru opnar og hann stanzaði and- artak og virti fyrir sér herbergið bjart í geislum sólarinnar. Það var gott herbergi, gott fyrir dreng að alast upp í því. Þar var nóg rúm fyrir Jón og vini hans, svo þeir gátu lejkið sér að vild — og enn var margt í her- bérginu, sem vitnaði um glaðan léik drengjanna: sprungin rúða, þar sem baseball hafði nærri farið í gegn kvöld eitt. Bætt rúmábreiðan, sem hafði verið notuð fyrir indíánatjald, er Jón og vinir hans hófu styrjöld einn daginn. Gataður veggurinn þar sem Jón og Billy höfðu notað liann fyrir skotmark fyrir skutlur ; sínar. Margar myndir úr blöðum voru enn hengdar á veggina og uppáhalds bækur Jóns stóðu enn á náttborðinu, þar sem þær höfðu verið lagðar, er farið var með hann á sjúkrahúsið daginn þann. .. Lungnakvef — það var allt og sumt, sem læknarnir gátu sagt þeim. Jón hafði notið allrar þeirrar hjúkrunar og tækni, sem gott sjúkrahús hefur upp á að bjóða og allra þeirra bæna, vona og trúar- trausts, sem foreldrar hans gátu gefið honum. Samt hafði það ekki.reynzt nóg. Hann lokaði dyrunum að herbergi Jóns og gekk áfram fram ganginn um leið og hann reyndi að einbeita huganum að þvi, sem hann myndi segja í kirkjunni á morgun: Páskar! Dagar gleði, upprisu, trúar. A síðustu páskum hafði hann horft nið- ur til konu sinnar. og sonar, þar sem þau krupu hlið við hlið í fremsta bekkn- um. Jón hafði verið klæddur græna og svarta frakkanum, sem Margrét hafði saumað honum og ljóst höfuð. hans hafði verið eins gullið og sólskinið, sem flæddi inn um gluggann. Það var á þeim degi, sem þau höfðu safnað fyrir’munaðarleysingjana í Kóreu í kirkjunni. Hann hafði séð Jón fara með höndina í vasa sinn hikandi, eins og með eftirsjá. Hann hafði tekið frárn silfurdollarinn, sem afi hans og amma höfðu gefið honum í afmælisgjöf og svo lagði hann peninginn á diskinn. Pabbi hans hafði séð þetta, hugsað með sér og undrast: Já, en þetta voru pen- ingarnir, sem hann ætlaði að leggja i sjóð fyrir reiðhjóli. Þá hafði hann munað samtalið við drenginn kvöldið áður. Jón hafði legið á stofugólfinu við að líma vængi á .model- flugvél. „Er kalt þar, pabbi,” sagði haftn, „'ég meina í Kóreu?" ■ „Já, á vetrum er þar mjög kalt þá er oft frost.” „Aumingja krakkarnir hafa sjálfsagt ekki eyrnaskjól, hvað þá heldur vettl- inga?“ Það er víst ósköp fátt, sem þau eiga,“ sagði faðir hans. „Þau hafa orðið mún- aðarlaus í stríðinu. Þess vegna ætlum við að reyna að hjálpa þeim.“ Svo hafði orðið löng þögn, meðan Jón hugsaði um þetta. Loks hafði hann farið upp á loft. Það hlýtur að hafa verið þá, .4 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ' i V

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.