Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 3
Þættir úr sögu staðar og kirkju HANN er stundum kaldur, vornæðingurinn upp í dalina sem yztir liggja við firðina á Vestfjörðum og vita mót norðri, þegar blæs af hafi og heimskauti. Ekki eru þaí- Beldur blíðir dag- ar, þegar norðanhríðar- géisa og brimskaflinn gengur óslitinn í gras. Þé þykir sumum ekkert Iand i veröldinni jafnast á við þessa dali, þar sem lækirnir glitra silf- urtærir f bröttum hlíðum og logn- . aldan leikur sér mjúklega : við steina og- skeljar í fjörunni, en kvöldsólin slær birtu sinni, sem engri annarri birtu er lík, á .grund og fltiðir. Einn slíkra dala er Selárdalur við Arnarfjörð vestanverðan. Hann er yzti dalurinn, sem byggð hefur verið í við fjörðinn. Sveit- in heitir Ketiidalir inn með firð- inum, kenndir við landnámsmann inn Ketil ilbreið, er þangað kom rétt fyrir 900* að því er taltð er. Þessum dölum hefur verið lýst þannig, að þeir væru til að sjá cins og tröllabásar, Þeir eru í breiðara lagi eftir því sem gerist á Vestfjörðum, en ekki mjög lang- irr flatir í botninn, og núparnir á milli þeirra furðulega brattir og sléttir að ofan. En í þeim eru skjól sælir hvammar, berjalautir og blá- gresisbrekkur. Ekki varð saga landnámsmanns- ins í Ketildölum löhg þar í sveit. Hann giftist landnámsmannsdótt- ur frá Breiðafirði, fluttist þangað og nam land í Berufirði. Engar heimildir eru til um það, hvar í Ketildölum Ketill bjó, méð- an hahn var þar, sem sennilega hefur ekki verið í mörg ár. Hitt mundi ýrnsum, sem kunnugir eru á þessum slóðum, þykja ekki ólík- legt, að Selárdalur hafi orðið fyr- ir vali hans, ekki sízt þar sem faðir hanSj Þorbjörn tálkni, var landnámsmaður i Tálknafirði. í Selárdal er skammt á aflasæl fiski mið, og nafnið segir frá því, að þar hafi selir haldið sig í árósnum. Lending er þar svo góð, að í upp genginni norðanátt verður ekki lentfyrr en áBíIdudal, sé ólend- andi-í Selárdal í vel sjóuðu. Snjó- létt er á nesinu fyrir utan Selárdal og beitiland. gott. Kirkja hefur lengi verið í Selár dal, og prestssetur yar þar fram yfir .síðustu aldamót. — Hér er jétt að vekja athygli á því, að Selárdalur er bæði nafn á daln- um og bænum, sem þar hefur ver- ið reistur fyrstur og þá verið eini bærinn í dalnum, þótt fleiri kæmu síðar. Verða lesendur að ráða það af efninu, hvort átt er við dal- inn eða bæinn, þegar Selárdalur er nefndur í þessum frásöguþætti. Enginn veit^ hvenær kirkja var fyrst reist i Selárdal, en ætla má, að það hafi verið ekki löngu eftir að kfistni var lögtekin, en ekki er kirkjunnar getið í eldri heimildum en frá því um 1200 (kirknatali Páls biskups). Hitt mætti vera mönnum nokkurt furðuefni, hvers vegna sóknarkirkju var þannig valinn staður að hún stendur á sveitar- enda og allir. bæirnir, sem sókn eiga til hennar, liggja út frá henni á sama veg, þeir fjarlægustu hreint ekki svo skammt í burtu. Hér .getur tvennt komið til greina: í . Selárdal hjó höfðingi sveitarinnar, maðurinh, sem van- urvar að ráða þar lögum og lof- um, en var. jafnframt traust og for- FYRRI HLUTI sjá sveitarmanna. Og hann bjó í Seiárdál áf því að þar var gróða- vænlegast að búa, hvort sem litið var til sjösóknar eða sauðahalds. Það var Hvöft tveggja, að hann 'var færastur maiina í sveitinni til þess að koma upp kirkju og bera kostnað af henni og að hann taldi sér það jafnfi;amt skyld, að sjálf- sögðu méð hokkfu tillagi frá sveitafmönnum, enda hafa þeir að sjálfsögðU verið vanir að láta eitt- hvað af hendi rakna til almcnnr- ar guðsþjónustu, meðán heiðni ríkti í landinu. Hitt gæti líka verið, að bænd- ur hafi haft samtök um að koma upp kirkju i sveit sinni, án þess eftir Ólaf Þ. Kristjánsson ALÞÝDUBLAÐID ~ SUNNUDAGSBLAÐ J9

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.