Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Síða 3

Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Síða 3
er um, eru hinir svokölluðu frum- byggjar, þótt þeir séu reyndar að- komnir til eyjarinnar. Þeir hafa að öllum líkindum komið frá Borneo fyrir lok 6. aldar eftir voru tíma- tali, að minnsta kosti rakst kin- verskur leiðangur til eyjarinnar á þá þar árið 605. Þessir frumbyggj- ar voru hörundsdökkir, hávaxnir en frumstæðir, og siðir þeirra voru svipaðir háttum Dyaka á Borneo. Þeir bjuggu í „mannmörgum þorp- um og viðurkenndu enga yfir sér”, og ærið ófriölegt var oft þeirra á milli. Hollendingur, sem kom til eyjarinnar á 17. öld, tekur svo djúpt í árinni um þetta, að hann segir: „Friður hefur aldrei þekkzt í því Iandi”. Þessir frumbyggjar lifðu á veiðum og kærðu sig ekki um að taka upp akuryrkju með fastri búsetu eða önnur gæði sið- menningarinnar, sem Hollending- ar, Japanir og Kinverjar reyndu allir að þröngva þeim til. Og kín- verskir landnemar, sem frá og með 17. öld fóru að skerða veiði- lönd þeirra, fundu, að þeir gátu verið harðskeyttir andstæðingar. Það orð, sem fór af íbúum lands- ins, fældi kínversk yfirvöld fyrri tíma frá því að koma á stöðugu sambandi við landið. Verzlun við Formósu var í fljótu bragði ekki arðvænleg að sjá, og þar að auki fyrirfannst í landinu engin stjórn, sem hægt var að láta játa Kína- keisara hollustu sína. í kínversk- um heimildum er því öldum sam- an látið sem Formósa væri ekki til. Það er ekki fyrr en 1430, að eyjan er aftur nefnd á nafn í kínversk- um heimildum, og þá er hún köll- uð Keelung, eftir höfn á norður- odda eyjarinnar. Þá kemur kín- verskur ráðgjafi, geldingurinn Wan San, þar við á heimleið frá Síam. En þessi þögn þarf ekki að þýða, að ekkert samband hafi verið milli Formósu og megin- landsins allan þennan langa tíma. Þvert á móti er líklegt, að kaup- menn og sjóræningjar hafi tíðum komið þar við. Skip þau, sem fluttu krydd frá Indónesíu sigldu vestan við Borneo, Luzon og For- mósu. Formósa var þá sem kjörin umskipunarhöfn á vörum til Kína eða Japans, sérstaklega á þeim tímum, þegar styrjöld hamlaði verzlun milli landanna eða hún var illa séð af valdhöfunum í Kína. En í víkum og vogum Formósu gátu japanskar silfurvörur, kín- verskt silki og krydd frá löndun- um í suðri skipt um eigendur svo lítið bæri á. Þegar evrópsk skip birtust á þessum ævagömlu siglinga- og verzlunarleiðum hafði það lítil á- hrif fyrst í stað. En 1557 settu Portúgalar upp verzlunarstöð á Macao og Spánverjar stofnuðu borgina Manila á Luzoneyju, og þá fóru kaupmenn að hætta að koma til Formósu, Fagureyjar, sem Portúgalar nefndu svo. Japönsku sjóræningjarnir, sem höfðu aðal- lega herjað við eyna, urðu nú að leita sér bráðar annars staðar, og þeir hjuggu strandhögg á megin- landi Kina og gerðu íbúunum þar þungar búsifjar. Þær árásir urðu til þess, að talsverður hópur kín- verskra bænda flosnaði upp og sá sig tilneyddan að flytja búferlum. Formósa varð þá fyrir valinu hjá þessu flóttafólki. En samkomulag- ið meðal þessara kínvérsku inn- flytjenda var ekki alltaf til fyrir- myndar. Sumir þeirra voru frá Kwangtung og kallaðir Hakkar, en aðrir komu frá Fukien, Hoklarnir. Hakkarnir voru iðnir menn og framtakssamir, en Hoklarnir voru íhaldssamir í háttum og litu niður á Hakkana, sem þeir töldu ónytj- unga. Aðeins sú sameiginlega hætta, sem bæði Hökkum og Hokl- um stafaði af frumbyggjunum, hélt þeim nokkuð í skeíjun og kom í veg fyrir, að stöðug átök ættu sér stað milli þeirra. Þegar þessir kínversku innflytj-

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.