Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 8

Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 8
SOKKABANDSAR SJÓNVARPSINS Sjónvarp er eitt þcirra tækja, sem einna mest áhrif hafá á líf milljóna manna á vorum dögum. Hér á landi er riú ráðgert að koma upp innlendu sjónvarpi inna» tíðár, en þá vcrða liðin þrjátíu ár frá því að reglu- legar sjónvarpssendingar hófust fyrst í Bretlandi. Fjnrsti frumkvöðull sjónvarps var John Logie Baird, preStssönur frá Skotlandi, sem fæddist árið 1887 og andaðist 1945. Baird fann sjónvarpið að vísu ekki upp, en framþróun sjónvarpstækninnar fyrstu árin er þó engum einum manni eins mikið að þakka og honum. Áður en Baird hóf að vinna að sjónvarpi árið'1924 hafði hann fengizt við marga hluti, meðal annars réynt að búa til demanta, en eftir að sjón- varpið vann húg hans, snerti harin ekki á öðru. Árangurinn lét ekki standa á sér. Ári eftir að Baird sneri sér að sjónvarpinu tókst honum að senda fyrstu' sjónvarpsmyndina. Sú mynd var af böfði'búktalaTabrúðu, en ári síðar sendi hann fyrstu mannsmyndina í sjónvarpi. Hann sjónvarpaði þá andliti fimmtán ára gamals sendisveins, sem vann í skrlfstofu á hæðinni fyrir neðan tilraunastofu Bairds. f þá tið var sjónvarpið ekki farið að hafa sama að- dráfctaraflið og siðar varð, og drengurinn var mjög cfús að taka þátt í tilrauninni, en fyrir góð orð og bítalning lét hann þó undan. Þessa scndingu notaði Baird til að sanna nokkrum kunnum visindamönnum að hægt væri að sjónvarpa bæði lireyfingum og evipbrigðum á andliti. Árið 1928 tókst Baird að senda sjónvarpsmyndir frá London til New York, og síðar á sama ári gerði hann fyrstu tilraunirnar með sjónvarp í litum. Þess- ar tilraunir voru nú farnar að vekja athygli, og Baird gekkst fyrir. stofnun hlutafélags, sem hóf framleiðslu á fyrstu sjónvarpstækjunum, sem seld voru á opin- berum markaði. Meðal þeirra sem fengu sér tæki þá var. Hamsay-Mac Donald forsætisráðherra, sem lét setja .sjónvarpstæki upp í embæltisbústaönum við Downing Street. BBC — brezka útvarpið — sem hafði einkaleyfi til útvai’pssendinga í Bretlandi varð nú aö fara að láta málið til sín taka. BBC var að visu tregt til-að skipta sér af sjónvarpstilraununum, en 1929. tókst að fá fyrirtækið með i leikinn. Fyrsta opinbera sjónvarpsútsendingin var gerð frá Uiraunastofu Bairds árið 1929, og stóð BBC fyrir henni. Þetta var þýðingarmikill áfangi I þróun sjón- varpstækninnar, því að þar með hafði brezka út 504 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÖ varpið viðurkennt möguleika sjónvarpsins og tekið þessa nýju tækni upp á sína arma. Að vísu tókst fyrsta útsendingin ekki sem skyldi, því að tækin biluðu, þegar allt stóð sem hæst, en við þá bilun var fljötlega gert, og útsendingarnar héldu áfram. Árið 1930 var bætt við sendi, og þá fyrst var hægt að senda bæði myndir og hljóð samtímis. Fyrsta sjónvarpsleikritið var flutt þetta sama ár, 1930. Það var leikrit eftir Pirandello. Maður með blóm í munni. Flutningur leikritsins vakti mikla at- hygli, og sjónvarpssalar birtu fjölda áskorana, þar sem almenningur var hvattur til að fylgjast með leik- íitinu í sjónvarpsverzlunum. í blöðum var einnig mikið talað um þessa nýju „galdra”, og umtalið hélt áfram, þegar Baird sjónvarpaði frá Derby-veðreið- unum. Um þá sjónvarpssendingu skrifaði Daily Her- ald: „Árangurinn var undraverður. Við heyrðum hrópin í veðmöngurunum. Við sáum hestana og gát- um nærri því þekkt knapana”. i

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.