Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 12

Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 12
Sir Robert Hodgson: TSJITSJERlN UTANRÍKIS- RÁÐHERRA ÉG á hinar ánægjulegustu endur- minningar frá kynnum mínum af Georgi Vassilevitsj og viðbrög'ðum hans við ýmis tækifæri. í byrjun stöfuðu nokkrir örðugleikar af þeirri afstöðu Curzons lávarðar og Sir Eyre Crowes, aðstoðarutanrik- isráðherra, að neita að hafa nokkur samskipti við Leonid Krassin. Tsji- tsjerín svaraði með því að þá gæti hann heldur ekki talað við mig. En Kagan nokkur, sem var deildar- stjóri yfir Englandsdeildinni, var ætíð hjálpsamur og fyrir kom, að Florinski, prótókolséf, kom þvi um kring, að við Tsjitsjerin hittumst, eins og af tilviljun, í kvöldverðar- boði hjá einhverju sendiráðanna til að ræöa þau mái, sem upp komu. Þegar verkamannaflokks- Stjórn Kamsays Mac Donalds kom til valda og sovétstjórnin hlaut fulla viðurkenningu 21. febrúar 1924, hurfu þessir smáörðugleikar auðvitað úr sögunni. Annars var ég eini sendiherrann ,sem Georgí Vassilevitsj fékkst til að taka á mótí á kristilegum tíma, kl. 5 sið- degis. Starfsbræður mína var hann vanur að tala við á næturþelí eða snemma morguns, þvi að hann trúði því fastlega, að mannsheilinn væri skarpastur áð nóttu tá! og þann skarpléika yrði að nota. Brockdorf-Rantzau greifi - „dálitið úrkynjaður og lævís diplómat af gamla skólanum” að sögn d’Aber- nons lávarðar, - var nánasti Vínur hans, að þvi er ég held, og átti marga nóttina með honum. Og Tsjitsjerín, sem hafði verið nem- ándi Arthurs Rubensteins og var ógætur píanóleikari, átti það til að leika klukkutímum saman í öðru þeirra tveggja herbergja, sem hann hafði í utanríkisráðuneytinu, Hann var frábær málamaður, jafn vel þótt miðað sé við Rússa, sem eiga enga sína jafningja á því sviöi. Móðir Iians var pólsk, og liann talaði ágæta pólsku og auk þess lýtalaust þýzku, frönsku, ensku og ítölsku. Ásökunum Curzons lávarðar var hann vanur að svara á ensku, sem var sízt lakari en hjá ulanríkisráðberranum. Hins vegar var hann ekki mikill ræðumaður, því að þótt ræður hans væru vel samdar, æstist bann fljótt upp og átti vanda til að æpa, en rödd Iians var ekki aðlaðandi. Hann kvæntist aldrei og var sagður frá- bitinn öllum afskiptum af konum. Ég minnist margra atvika, sem hann átti þátt í. Karl Radek bar ábyrgð á einu þeirra. Eftir að við- skiptasamningurinn við Stóra- Bretland hafði verið undirritaður flýttu önnur ríki sér að koma á samskiptum við sovétstjórnina, og fulltrúar þeirra urðu að skiptast á heimsóknum og koma í utanríkis- ráðuneytið klæddir þeim skrúða, sem átti við tilefnið. Georgi Vassi- levitsj þrjóskaðist þá við að vera eins druslulega klæddur og hægt var að hugsa sér, eins og utanríkis- ráðherra í öreigaríki hæfðí. Radek fannst þetta vera óþolandi. Morg- un einn, þegar Tsjitsjerín var steinsofandi, læddist hann inn í svefnherbergi hans, tók öreigaföt- in og skildi í staðinn eftir snotur jakkaföt. Um það bil klukkutíma 508 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.