Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 15
itm aðstoðarmanna minna þó að fá
hana til að skýra frá hvað komið
hefði fyrir. í utanríkisráðuneytinu
höfðu tveir leynilögreglumenn tek-
ið hana tali og sagt henni, að upp
frá því yrði hún að njósna um mig
í sendiráðinu. Hún átti að stela
öllum leynilegum skjölum, sem ég
hefði, og á hverjum þriðjudegi
átti hún að gefa skýrslu og taka
skjölin með sér á leynilegan stað.
Ef hún gengist ekki undir þetta,
yrði hún sett í fangelsi, og ef hún
skýrði mér frá því, sem hún hefði
tekið að sér, yrði hún skotin. Mér
féll þessi dólgsháttur miður og
gekk á fund M. Karakhans, sem
almennt var kunnur sem „fallegi
asninn” og síðar varð sendiherra
í Peking, en hann gegndi störfum
Tsjitsjerins þá í forföllum hans,
og sagði honum, að það væri ótrú-
legt, að land, sem þættist vera sið-
menntað, þyldi starfsmönnum sín-
um slíkar aðferðir. M. Karakhan
féllst á umkvartanir mínar, baðst
afsökunar og fullvissaði mig um,
að Teresa gæti verið áfram í
Moskvu án þess að eiga neitt á
hættu. En ég taldi tryggara að
senda hana aftur til Varsjár og lét
fylgja henni þangað.
| Áður cn eldspýtur urðu al-f
| mennar hér á landi. mátti eldur =
I Iielzt aldrei deyja á hlóðum, f
| en ef svo kom fyrir, varð að =
: senda á næsta bæ eftir eldi. |
| Eitt sinn koin það fyrir, að =
I eldur dó að næturlagi hjá konu, |
| \er fremiir ftlla var þokkuð. §
= Hún brá sér til næsta bæjar, f
1 hitti húsfreyju þar og fékk cld. |
I I'etla var snemma morguns og ;
| bóndi ekki kominn á fætur, en i
I einhvern pata liafði hann samt \
i af gestkomunni og spuröi því j
: konu sína um Iiana. Hún sagði i
| allt sem var.
= „Og þú hefur látið hana hafa =
| eldinn?“ spurði bóndi þá.
= „Það gerði ég,” svaraði hús \
i freyja, „eöa heldurðu að ég sé i
1 verri en andskotinn? Engum i
| meinar lianu eldinn.“
U ,|IUl|||||l,„||l jiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillilllllllli'l^
FORMÓSA
Framhald af bls. 502.
Hokla. Og það dró ekki úr árekstr-
unum, að leynifélög fóru að láta
kveða þar að sér seint á 18. öld.
Þrátt fyrir þetta héldu innflytj-
endur áfram að streyma til lands-
ins og útflutningur eyjarbúa á
hrísgrjónum og sykri jókst. Og um
miðja 19. öld var farinn að ríkja
sæmilegur friður á eynni. Á því
var þó ein undantekning. Yfirvöld-
in kínversku neituðu að gera nokk
uð til að friða frumbyggjana og
halda þeim í skefjum. Þegar er-
lendum þjóðum var loks veitt
leyfi til verzlunar á Formósu 1860
kom þetta þeim í talsverðan vanda.
Ensk og bandarísk verzlunarfyrir-
tæki í Taiwan og Tamsui höfðu
hér einna mestra hagsmuna að
gæta, því að frumbyggjarnir strá-
drápu að staðaldri allar áhafnir
skipa, sem fórust við strendur
landsins. Að lokum voru það þó
Japanir, sem tpku af skarið. Þeir
sendu hersveit til landsins í hefnda
skyni fyrir morð á áhöfn skips
frá Ryukyu-eyjum. Þessi aðgerð
Japana varð Kínverjum mikill á-
litshnekkir. Þeh’ urðu að gera eitt-
hvað í málinu, ef þeir ætluðu að
gera sér vonir um að ráða eynni til
lengdar. En þetta varð til þess, að
kínversk yfirvöld fóru að sýna
Formósu meiri áhuga en áður.
Stjórnskipun landsins var öll end-
urskoðuð og stjórnaraðsetrið flutt
til borgarinnar Taieph norðan til
á eynni frá Taiwan, sem nú var
farið að nefna Tainan, en Taiwan-
nafnið notað um eyna alla. Þá var
Formósa einnig slitin úr tengslum
við Fukienhérað og gerð að sér-
stöku fylki. Vegir voru lagðir og
járnbraut, og símasamband var
komið á þvert yfir eyna. 1894 var
svo komið, að Formósa var það hér-
að í Kína, sem einna bczt var
stjórnað.
1894—’95 áttu Kínverjar í ó-
friði við Japan og biðu lægri hlut.
Japanir kröfðust þess í lök ófriðar-
ins, að Kínverjar létu Fonnósu af
hcndi við þá, og uröu Kínverjar
að ganga að þeiin kostum. Á cynni
sjálfri kom ^il mótspyrnu, þegar
Japanir komu til að taka við stjórn
inni, en hún var bæld niður á
skömmum tíma. Japanir réðu síð-
an eynni um fimmtíu ára skeið.
Stjórn þeirra var harðneskjuleg,
en laus við þá spillingu, sem oft
hafði fylgt kínversku keisara-
stjórninni. Frumbyggjarnir voru
miskunnarlaust eltir uppi og brytj-
aðir niður, ef þeir féllust ekki á a'ð
taka upp háttu akuryrkjumanna.
Á hinn bóginn var vegakerfi stór-
lega bætt og hafin ötulleg barátta
gegn malaríu, kóleru og öðrum
sjúkdómum undir stjórn Japana
og þeir gerðu sér far um, að koma
á í eynni blómlegu efnahagslífi.
Þegar japanska lieimsveldið
hrundi árið 1945 tók Kína aftur
við stjórn Formósu. Og þegar
kommúnistar náðu yfirráðum yfir
Kína árið 1949, flúði Sjang Kai
Sék þangað og situr þar enn að
völdum. Hvað framtíðin ber síðan
í skauti sér, veit enginn.
Ég sá það
Frh. af bls. 503.
að hún væri á sama máli og’ þeir
kennarinn og halti maður og
þegar strætóinn beygði inn á
Lönguhlíðina var málið komið á
hættulegt stig því halti maðurinn
var farinn að tala um, hvað kenn-
ararnir hefðu það igott í öllum þess
um fríum og raunar ætti bara
að borga þeim fyrir þá mánuði,
scm þeir ynnu og hafa þá svo
ikauplausa hinn hluta ársins. Kenn
arinn tók að tala um góða veðJ’-
ið — Béjoð.
Ritstjóri:
Kristján Bersi Ólafsson
Útgefandi:
AlþýSublaðið
Prentun:
Prentsmiðja Alþýðublaðsins.
ALÞÝeUBLAÐIÐ - SUNNUf>£<*SBfc4j? §11