Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 8
                                    Í kringum 3.800 fjöl-skyldur fengu fjár-hagsaðstoð frá Reykjavíkurborg árið 2003 en útgjöld vegna fjárhags- aðstoðar var yfir milljarður króna. Þegar atvinnuleysi eykst fjölgar fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Þetta kemur fram í greina- gerð um atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð í Reykja- vík. Í greinargerðinni eru bornar saman tölur um at- vinnuleysi í Reykjavík frá 1995–2003 og fjöldi fólks sem óskaði eftir fjárhags- aðstoð. Frá 1995–2000 fækkaði atvinnu- lausum í Reykjavík verulega en síðan þá hefur þeim fjölgað á ný þótt hlutfallið sé ekki orðið jafnhátt og það var fyrir níu árum. Að sama skapi fækkaði fjölskyldum sem fengu fjárhagsaðstoð fram til 2000 en hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Í lok ágúst voru meira en þús- und störf laus á landinu en þar af 394 í Reykjavík. Ekki kemur fram um hvers kyns störf er að ræða og hversu stór hluti þeirra krefst ein- hvers konar sérfræðiþekkingar. Borgarhagfræðingur í Reykja- vík hefur spáð því að atvinnuleysi fari minnkandi fram til ársins 2006 að það aukist að nýju. Hann spáir 2,8% atvinnuleysi árið 2005 sem er ívið minna en það var í ágúst í ár en þá mældist það 3,5%. Samkvæmt sömu spá lækkar hlutfallið enn frekar og ætti að vera í kringum 2,5% árið 2006 en hækkar svo að nýju og nær 3,5% 2008. Síðustu áratugi hefur atvinnu- þátttaka Íslendinga verið meiri en í nágrannalöndunum hvort sem horft er til karla, kvenna, ungs fólks eða aldraðra. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar er hún í kringum 83% á þessu ári en það er aðeins minna en í fyrra. Átak að fara aftur út á vinnumarkaðinn Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri segir að skýrslan sýni fram á að fleiri þurfi fjárhagsaðstoð þegar atvinnuleysi eykst en að það virðist sem þörfin fyrir aðstoð minnki ekki jafnhratt og atvinnuleysið. „Það þarf náttúrlega átak til að koma sér út á vinnumarkaðinn og þá sér- staklega ef menn eru nokkuð lengi atvinnulausir. Þetta er persónulegt áfall fyrir flesta og ákveðin höfnun frá samfélaginu. Vinnan er svo ná- tengd okkur sjálfum og hvernig við lítum á okkur sjálf.“ Að sögn Láru er það fólk sem ekki á rétt á fullum atvinnuleysis- bótum sem þarf að leita á náðir fé- lagsþjónustunnar. „Við getum ein- ungis aðstoðað þá sem eru undir okkar viðmiðum. Þetta er oft fólk sem á sér ekki nógu sterka at- vinnusögu; hefur verið í námi eða er sjúklingar eða annað.“ Lára seg- ir það vera áhyggjuefni ef lang- tímaatvinnuleysi er að aukast. „Það þýðir að það er erfiðara fyrir fólk að koma sér út á vinnumark- aðinn á ný. Atvinnulífið gerir sífellt meiri kröfur og þeir sem standa höllum fæti félagslega, menntunar- lega eða andlega eiga oft erfitt upp- dráttar og verða að lokum ekki hæfir til þess að fara aftur inn á vinnumarkaðinn án þess að hafa fengið einhvers konar endurhæf- ingu.“ Lára segir að fólki þyki oft skrýtið að til sé atvinnuleysi þegar laus störf eru í landinu. Sem dæmi má nefna að oft reynist erfitt að manna stöður á frístundaheimilum og í heimaþjónustu aldraðra. „Sumir atvinnulausir standast ekki hæfniskröfur sem eru settar fram og aðrir eru ekki tilbúnir í störfin,“ útskýrir hún og bætir við að Fé- lagsþjónustan bjóði nú upp á end- urhæfingarprógramm fyrir ólíka hópa. „Markmiðið er að hjálpa fólki út á vinnumarkaðinn og auka þannig lífsgæði. Það eru ekki mikil lífsgæði að vera heima og hafa ekk- ert hlutverk í samfélaginu. Hver og einn einstaklingur sem kemst aftur út í lífið er geysilega mikilvægur og er um leið sparnaður fyrir þjóðfé- lagið,“ segir Lára. Fréttaskýring | Greinargerð um atvinnu- leysi og fjárhagsaðstoð Í lok ágúst voru 394 laus störf í Reykjavík. Þriðjungur er án vinnu í meira en 6 mánuði  Um þriðjungur atvinnulausra í ár og í fyrra var án vinnu í lengri tíma eða í meira en 6 mánuði. Það hlutfall óx úr 33 í 34% frá ágúst 2003 og fram í ágúst á þessu ári. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 38% og því þónokk- uð hærra en á landsbyggðinni. Erlendar sem innlendar rann- sóknir hafa sýnt fram á að lang- varandi atvinnuleysi veldur heilsutjóni og kannski ekki til- viljun að á sama tíma og atvinnu- leysi eykst fjölgar í hópi öryrkja. hallag@mbl.is Atvinnuleysi minnkaði á árunum 1995 til 2000 en hefur aukist á ný 3.800 fjölskyld- ur fá aðstoð 8 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSALA HEFST 18. NÓVEMBER! Miðasala la er opin frá kl. 13.00–17.00 Miðasala í síma 4 600 200 • Miðasala á netinu: www.leikfelag.is Netfang miðasölu: midasala@leikfelag.is ÞEIR FYRSTU FÁ BÓKINA Í KAUPBÆTI Þeir fyrstu 150 sem kaupa miða fá nýútkomna bók um Óliver Twist eftir Charles Dickens í kaupbæti. ÓLIVER! ER SETT UPP AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMVINNU VIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS OG SÝNINGAR: fös. 7. jan. kl. 20.00 lau. 8. jan. kl. 20.00 sun. 9. jan. kl. 20.00 fim. 13. jan. kl. 20.00 fös. 14. jan. kl. 20.00 lau. 15. jan. kl 20.00 sun. 16. jan. kl. 20.00 Frumsýning þri. 28. des. kl. 20 mið. 29. des. kl. 20 fim. 30. des. kl. 16 fim. 30. des. kl. 21 sun. 2. jan. kl. 14 sun. 2. jan. kl. 20 fim. 6. jan. kl. 20 eftir Lionel Bart Jólafrumsýning 28. desember Mér er mikill heiður að fá að krossa þig, hr. Clinton, með okkar æðstu pylsu- orðu SS, „Bæjarins bestu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.