Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 12
12 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
á morgun
Fréttaskýring eftir
Agnesi Bragadóttur
Níu
líf...
Það var ekki auð-
hlaupið að því að
vera atvinnuhöf-
undur á Íslandi.
Úr bók Halldórs
Guðmundssonar um
Halldór Laxness
.....
RANNSÓKNIR á
kældum sjávaraf-
urðum, líftækni, fisk-
eldi og matvæla-
öryggi eru megin-
verkefni Rannsókna-
stofnunar fiskiðn-
aðarins til framtíðar.
Þetta kom fram í
máli Sjafnar Sig-
urgísladóttur, for-
stjóra Rf, á haust-
fundi stofnunarinnar
í gær.
Sjöfn sagði að
hlutverk Rf væri að vera öflug
rannsóknastofnun og hafa frum-
kvæði að rannsóknum og þróun
sem stuðli að auknum verðmæt-
um, gæðum og öryggi íslenskra
sjávarafurða. Sjöfn sagði að í
framtíðinni yrðu meðal annars
kældar sjávarafurðir eitt af
áherslusviðum Rf enda ljóst að
kæld matvæli væru að auka hlut
sinn á matvælamörkuðum, eink-
um í Bretlandi í svokölluðum til-
búnum réttum. Til að efla hlut
íslensks sjávarfangs á þessum
markaði er Rf að vinna að mörg-
um verkefnum, meðal annars til
að bæta gæði kaldra afurða og
lengja geymsluþol. Eins nefndi
Sjöfn að unnið væri að því að
auka öryggi þessara afurða og
þróa nýja vinnsluferla fyrir þær.
Sjöfn sagði að jafnframt legði
Rf áherslu á að auka nýtingu
sjávarfangs í líftækni, sem og
aðrar nýjar vinnsluaðferðir.
Hún benti á að nú um stundir
færu 2/3 fiskaflans til fóð-
urgerðar en um 1/3 til mat-
vælaframleiðslu. Sagði Sjöfn nú
unnið að því gera meiri verð-
mæti úr aflanum, meðal annars
með því að vinna hann til fram-
leiðslu heilsufæðis og upp virð-
iskeðjuna til lyfja. Benti Sjöfn í
því sambandi á að mjöl og lýsi
virtist kjörið hráefni til fram-
leiðslu verðmætra líftækni-
afurða en mjöl og lýsi var á síð-
asta ári 43% útfluttra
sjávarafurða í magni talið en
15% verðmæta.
Sjöfn sagði einnig nauðsyn-
legt að efla í framtíðinni rann-
sóknir í fiskeldi, enda ljóst eldið
kæmi til með að standa undir
auknu framboði sjávarafurða.
Nefndi Sjöfn sérstaklega rann-
sóknir á fóðri, sjúkdómum, kyn-
bótum og tækni í því sambandi.
Að síðustu lagði Sjöfn áherslu
á að Rf myndi í framtíðinni
fylgjast grannt með öryggi og
heilnæmi afurða. Sagði hún að
umfjöllun um sjávarafurðir væri
á stundum neikvæð. Þess vegna
væri nauðsynlegt að sýna já-
kvæð áhrif fiskneyslu og þróa
nýjar afurðir, svo sem heilsu-
fæði, fæðubótarefni og mark-
fæði úr sjávarfangi.
Aukin verðmæti,
gæði og öryggi
Sjöfn Sigurgísladóttir
Morgunblaðið/Golli
STEFNT er að sameiningu allra
opinberra matvælarannsókna í eina
stofnun sem heyra mun undir sjáv-
arútvegsráðuneytið. Þetta kom
fram í ræðu sem Ármann Kr. Ólafs-
son, aðstoðarmaður Árna M.
Mathiesens sjávarútvegsráðherra,
flutti í fjarveru ráðherrans á haust-
fundi Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins í gær.
Í ræðu ráðherra var vikið að ný-
legri skýrslu starfshóps um mögu-
lega sameiningu opinberra mat-
vælarannsókna í einni stofnun eða
fyrirtæki. Eins og skipulagið er nú
fara matvælarannsóknir, sem kost-
aðar eru af ríkinu, að mestu fram
hjá fjórum stofnunum: Iðntækni-
stofnun, Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Rannsóknastofu Um-
hverfisstofnunar og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins. Sagði
Ármann að eðli málsins samkvæmt
væri sú síðastnefnda stærst, þar
sem framleiðslan í atvinnugreininni
sem hún þjónar er langumfangs-
mest en sjávarútvegurinn færir í bú
um 40% af útflutningstekjum þjóð-
arinnar.
Tillaga starfshópsins er að komið
verði á fót Matvælarannsóknastofn-
un Íslands og að verksvið hennar
nái yfir rannsóknir, þróun, fram-
leiðslu og meðferð matvæla frá hrá-
efni til neytendavöru, óháð upp-
runa. Starfshópurinn leggur til að
málefni stofnunarinnar heyrir undir
sjávarútvegsráðuneytið. Ármann
lýsti yfir ánægju sjávarútvegsráð-
herra með að starfshópurinn skuli
hafa komist að sameiginlegri nið-
urstöðu. „Samræming og sameining
rannsókna í einni stofnun muni
skila hagræðingu í rekstri, betri
rannsóknum og betri þjónustu við
matvælaiðnað í landinu,“ sagði Ár-
mann og sagði ráðherrann tilbúinn
til þess að stuðla að breytingum á
umhverfi matvælarannsókna á þeim
forsendum sem koma fram í skýrsl-
unni.
Þarf að verjast ásóknum
Ármann sagði eitt af stóru verk-
efnum Rf í framtíðinni snúast um
öryggi matvæla. Kröfur þeirra sem
áhrif hafi á útflutning fisks verði sí-
fellt að flóknari, ekki aðeins kröfur
markaðarins heldur bætist þar við
kröfur opinberra stofnana bæði hér
á landi og erlendis. Nefndi Ármann
einnig aðgerðir og upphlaup ýmissa
öfgasamtaka sem kæri sig kollótt
um staðreyndir og geri út á einfald-
an boðskap og vilja fólks til að láta
gott af sér leiða í náttúru og um-
hverfisvernd. „Gengur þeim best að
fá fólk til að styðja það sem er svo
fjarlægt því að afleiðingarnar
snerta það ekki sjálft. Sjávarút-
vegur er, hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr, í þeirri stöðu í borgar
og tæknisamfélagi nútímans. En
barátta slíkra samtaka sem ekki
byggir á traustum grunni skilar
litlu. Hún skapar hins vegar mikla
vinnu fyrir þá sem þurfa að verjast
ásókninni, og er því sinnt í sam-
vinnu ráðuneytisins og stofnana
þess. Til dæmis er mikilvægt að búa
yfir vönduðum upplýsingum frá við-
urkenndum aðilum og vera ætíð
viðbúinn því að þurfa að koma þeim
hratt og örugglega á framfæri. Til
að koma í veg fyrir að útflutnings-
tekjur þjóðarinnar skaðist vegna
nýrra viðmiða eða krafna, verðum
við með óyggjandi hætti að geta
sýnt fram á að fiskafurðir okkar séu
öruggar með hliðsjón af þeim við-
miðum sem í gildi eru hverju sinni,“
sagði Ármann.
Matvælarannsóknir
færðar í eina stofnun
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Lagt er til að fjórar matvælarannsóknastofnanir verði sameinaðar í Mat-
vælarannsóknastofnun Íslands, sem heyra á undir sjávarútvegsráðuneytið.
KARFAVERÐ hefur verið fremur
lágt á fiskmarkaðinum í Brem-
erhaven í Þýskalandi það sem af er
mánuðinum, rétt eins og á sama tíma
í fyrra. Framkvæmdastjóri markað-
arins segir að dræm karfaveiði við Ís-
land hafi lítil sem engin áhrif haft á
framboðið á markaðnum.
Samúel Hreinsson, framkvæmda-
stjóri Íseyjar, sem rekur fiskmark-
aðinn í Bremerhaven, segir að með-
alverðið það sem af er nóvember sé í
kringum 1,29 evrur. Það sé fremur
lágt verð. „En við nánari athugun
kemur í ljós að verðið var mjög svipað
á nákvæmlega sama tíma í fyrra.
Verðið hækkaði síðan þegar líða fór á
nóvembermánuð í fyrra og ég hef
enga ástæðu til að ætla annað en að
svo verði nú. Nú er að fara í hönd
besti sölutíminn, það er þegar jólasal-
an fer í gang og alveg fram að pásk-
um.“
Samúel segist ekki hafa fengið
minna magn af karfa frá Íslandi inn á
markaðinn á þessu ári, þrátt fyrir lak-
ari aflabrögð á Íslandsmiðum. Alls
fóru um 11 þúsund tonn um fiskmark-
aðinn í Bremerhaven á síðasta ári og
átti Samúel von á að magnið yrði svip-
að á þessu ári, jafnvel ívið meira. „Það
virðist skila sér jafn mikið magn til
okkar, auk þess sem þýskir togarar
fengu ágætan afla í Rósagarðinum í
sumar og við nutum góðs af því. En
auðvitað heyrir maður á útgerðar-
mönnum að það gengur erfiðar að ná í
karfann nú en oft áður, meira fyrir
hlutunum haft. Samt sem áður geri
ég ekki ráð fyrir öðru en við verðum
með svipað magn og í fyrra. Megin-
breytingin frá síðasta ári er kannski
sú að verðið hélst nokkru hærra síð-
astliðið sumar en það gerði í fyrra-
sumar, sem skýrist vitanlega af því að
sumarið var ekki jafn heitt og það var
í fyrra,“ segir Samúel.
Svipað verð
á karfanum