Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! ● LÆKKUN varð á verði hlutabréfa í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands í gær. Þar af lækkuðu hlutabréf í Actavis mest, eða um 2,44%, í 3 millj- arða króna viðskiptum en alls námu hlutabréfaviðskipti gærdagsins 5,6 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,77% og var 3.386 stig í lok dags. Af öðrum hlutabréfum varð mest lækkun á verði bréfa í Síman- um, eða 11%. Mest hækkun varð á bréfum Nýherja, eða 6,08%. Actavis lækkar í miklum viðskiptum ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HAGNAÐUR Sláturfélags Suður- lands það sem af er árinu nam 5,2 milljónum samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Á sama tímabili í fyrra var fyrirtækið rekið með 30 milljóna króna halla. Meðal ástæðna þessa afkomu- bata má nefna að tekjur félagsins hafa aukist um rúmlega 700 milljónir síðan í fyrra en gjöld hafa aukist um 647 milljónir. Söluhagnaður af hluta- bréfum nam 52,7 milljónum króna en var enginn í fyrra og auk þess minnkaði hlutdeild félagsins í tapi hlutdeildarfélaga um 31 milljón. Eignir Sláturfélagsins hinn 30. september voru 3.651 milljón króna og eiginfjárhlutfall 32%. Tekjur SS aukast um 700 milljónir              ! "!  #$         !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1  % & $    / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *(&) *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!# '& (   )!*!  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!          > >  >   >  > >   >  >  > > > > >  > > !4 "#  4   $! > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ >AB @ > AB @ > AB @ AB @ > AB @ >AB @ >  AB @  AB @ > AB > > @ AB > @ > AB @ AB > @ > AB > @ >AB > > > > > @ AB @  AB @ AB > > > @ AB > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $ $ $ $  $ $  $  $  $  $  > > $ >  $ $ >  >   > $ >  $ > $  $ $ > > $ > > >  > >                >                                      >       =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&       > >  > >  >  > >  >   >  >  > > >  > > BAUGUR Group, Straumur Fjárfestingarbanki og félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt, B2B Hold- ing, hafa tryggt sér 83% hlutafjár í félagi sem á og rekur dönsku stórverslunina Magasin du Nord við Kóngsins Nýja torg í Kaupmannahöfn auk sjö annarra stórverslana. Kaupverð hlutarins í heild sinni er um 4,8 milljarðar íslenskra króna en stefnt er að yfirtöku á félaginu. Hópurinn hefur þegar keypt 69% hlutafjár í eignarhaldsfélagi verslunarinnar, TH. Wessel & Vett, Magasin du Nord, sem skráð er í dönsku kauphöllinni. Þá hefur hann tryggt sér 14% heild- arhlutafjár til viðbótar. Nýtt félag verður stofnað um eignarhlutinn og mun Baugur eiga þar 42% hlutafjár, Straumur mun eiga 33% og B2B Hold- ing mun eiga 25%. Hið nýja félag mun á næstu vik- um gera öðrum hluthöfum í TH. Wessel & Vett, Magasin du Nord yfirtökutilboð, með það í huga að eignast alla hluti í félaginu. Í kjölfarið verður það afskráð úr kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá Straumi segir að ekki séu fyrir- hugaðar breytingar á yfirstjórn Magasin en nýr forstjóri tók til starfa 1. nóvember sl. Hins vegar verði boðað til hluthafafundar á næstu dögum þar sem kosið verði til nýrrar stjórnar. Bæta reksturinn enn frekar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í tilkynningu um kaupin að rekstur og efnahagur Magasin hafi tekið miklum breytingum undanfarin ár. Markmiðið sé að vinna með nýráðnum forstjóra félagsins við að bæta rekstur þess enn frekar. Ráð- gert er að endurskipuleggja efnahag félagsins m.a. með endurskoðun á fasteignamálum þess, en bók- fært verð fasteigna er talsvert yfir markaðsvirði fé- lagsins, að því er segir í tilkynningunni. Nýttur verði kaupréttur á fasteigninni við Kóngsins Nýja torg og fasteignafélag stofnað um hana sem verður í eigu íslensku fjárfestanna og sjálfseignarstofn- unar í eigu Wessel og Vett fjölskyldunnar, afkom- enda stofnenda Magasin. Ekki sé útilokað að sam- vinna verði höfð við aðrar stórverslunarkeðjur um ýmsa þætti í verslunarrekstrinum, sem verði einnig undir sérstöku rekstrarfélagi. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir Straum koma að kaupunum á tvennan máta. Annars vegar sem lánveitandi og hins vegar sem þátttakandi í hlutafjárkaupunum. „Það er stefna okkar að taka þátt í verkefnum erlendis með ís- lenskum aðilum sem eru í útrás. Baugur er leið- andi aðili í þessu verkefni og þar fer fagaðili í fjár- festingum í smásöluverslun. Við sjáum góð tækifæri í þessu samstarfi,“ segir Þórður Már. Henrik Wedell-Wedellsborg, stjórnarformaður Magasin, lýsir ánægju með samkomulagið við ís- lensku fjárfestana. Þeir hafi mikla þekkingu á smásölugeiranum, trú á félaginu og væru tilbúnir til að fjárfesta í framtíð Magasin. Starfsfólk Mag- asin þyrfti því ekki lengur að kvíða framtíðinni. Magasin var stofnað árið 1868 og rekur nú 8 deildaskiptar stórverslanir. Velta þeirra samtals um 30 milljarðar íslenskra króna. Þeir sem þegar hafa selt Íslendingunum hluta- bréf sín eru Jyske Bank (25,5%), Th. Wessel & Vett Holding (13,3%), SEB Trygg Liv Holding (7,9%), Nordea Bank (7,3%), PKA (6,9%), ATP (5,5%) og Codan Forsikring (3%). Baugur, Straumur og B2B kaupa Magasin du Nord Í eigu Íslendinga Hin fornfræga stórverslun Magasin du Nord við Kongens Nytorv. Morgunblaðið/Ómar MIKILVÆGT er að eignatengsl milli fyrirtækja liggi fyrir og séu skýr, en mikið skortir þar á hér á landi. Stafar það m.a. af því hve al- gengt það er að hluti hlutafjár í skráðu félagi er falinn á safnreikn- ingi eða í nafni erlendra fjármálafyr- irtækja. Eignarhaldsfélög og fram- virkir samningar um hlutabréfakaup flækja einnig stöðuna. Eignatengsl á verðbréfamarkaði eru algengari hér á landi en víða annars staðar. Útrás fyrirtækja á er- lenda markaði ætti hins vegar að leiða til þess að sérstaðan hér á landi minnki. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Verslunarráðs Ís- lands um eignatengsl í íslensku við- skiptalífi í gær. Þrýst á aukið gegnsæi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að þó að óþarfi væri að alhæfa nokkuð mætti telja líklegt að smæð markaðarins hér á landi gerði það að verkum að eignatengsl væru algengari hér en víða annars staðar. „Umfjöllun um verðbréfamarkað- inn gefur til kynna að menn séu vak- andi fyrir hugsanlegum eigna- tengslum í mörgum tilvikum og það er jákvætt,“ sagði Páll Gunnar. „Umræðan sýnir hins vegar að oft og tíðum ríkir ekki mikið traust á því að eignarhald fyrirtækja sé sýnilegt. Ýmislegt getur flækt mat á þessu og dregið úr sýnileika og skýrleika. Ekki er óalgengt að einhver hluti hlutafjár í skráðu fyrirtæki sé falinn í gegnum safnreikninga eða í nafni erlendra fjármálafyrirtækja. Eign- arhaldsfélög og framvirkir samning- ar um hlutabréfakaup geta einnig flækt stöðuna.“ Sagði Páll Gunnar að kjarnaatriði í gegnsæi á verðbréfamarkaði væri að í viðskiptum og í sýnileika við- skipta ætti efni að ráða yfir formi. Þeir sem sættu athugunum FME hneigðust hins vegar oft til þess að setja form framar efni. Bankastjórar ofan á múrum Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, sagði í erindi sem hann flutti á fundinum, að þegar áhrifamiklar stofnanir væru að of miklu leyti í eigu fárra að- ila, væri hætt við því að eigendur fórnuðu hagsmunum heildarinnar til þess að skara eld að eigin köku. „Það er þó mun hættulegra fyrir sam- félagið hve stór hluti atvinnulífsins er kominn í beina eigu fjármála- stofnana, bæði beint og með eins konar leppum. Þegar bankar eiga beinan hlut í atvinnulífinu skapast hætta á árekstrum við viðskiptavini. Það er einnig þungt á metunum að með mikilli hlutabréfaeign bankanna hafa þeir beinan hag af því að hafa bein áhrif á verð hlutabréfanna með því að halda uppi eftirspurn. Með þessu móti eignast þeir sífellt stærri hlut atvinnulífsins. Þjóðverjar hafa reynslu af slíku eignarhaldi og hún er ekki góð. Stórt skref fram á við yrði að banna með lögum fjárfest- ingar viðskiptabanka í fyrirtækjum. Allir sem vilja, vita að ofan á öllum kínamúrum sitja bankastjórar og formenn bankaráðs, sem hafa alla vitneskju og völd.“ Sagði Benedikt að íslenska þjóðfé- lagið væri lítið, fyrirtækin lítil og tengsl milli manna mikil. Kunnings- skapur og vinátta gerði að verkum að menn væru líklegri til að eiga við- skipti sín á milli. Hættan magnaðist þá fyrst þegar farið væri að kaupa vináttuna. „Auðhringar eru hemill á hagkvæmni og samkeppni. Þeir fela í sér upphaf að eigin hrörnun. En það sem verra er, er að þeir fela líka í sér upphaf að hrörnun samfélagsins alls,“ sagði Benedikt. Páll Gunnar sagði í umræðum að loknum framsöguerindum að það væri tómt mál að tala um að banna bönkum að taka þátt í umbreyting- um fyrirtækja. Slíkt væri ekki hægt samkvæmt samningnum um evr- ópska efnahagssvæðið. Hins vegar væri hægt að bæta starfshættina. „Til lengdar litið borgar það sig ekki að hafa ekki trúnað viðskipta- lífsins. Þess vegna held ég nú að þrátt fyrir öll tilmæli og þrátt fyrir opinbert eftirlit þá muni markaður- inn á endanum regúlera þetta sjálf- ur. Þegar bankarnir fara í auknum mæli að starfa á erlendum markaði munu þeir átta sig betur á því hvert viðfangsefnið er og hve áhættan er mikil af því að missa viðskiptavini.“ Kínamúrar of þunnir Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, tók þátt í pall- borðsumræðum. Hann sagði mjög mikilvægt fyrir alla að eignatengsl í viðskiptalífinu væru þekkt. Safn- reikningar og eignarhaldsfélög flæktu þessa mynd þar sem ekki lægi fyrir hver stæði þar á bakvið. Þetta ætti til að mynda við um safn- reikninginn Arion sem KB banki notaði fyrir nánast alla viðskipta- menn sína. Sagði Jafet að það væri hans mat að svonefndir kínamúrar í viðskiptabönkunum þyrftu að vera þykkari en þeir eru nú. Bankarnir þyrftu á því að halda til að það traust sem til þeirra væri borið efldist. Mikið skortir á að eignatengsl séu skýr Eignatengsl algengari hér en víða annars staðar 9 &F .GH    A A <.? I J   A A K K -,J   A A *J 9 !   A A LK?J IM 6"!   A A ! "! "! "! "! "! ! "! "! "!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.