Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Lexus | Nýbýlavegi 6 | sími 570 5400 | www.lexus.is Þinn tími er kominn. Glæsilegt tilboð á rekstrarleigu gerir þér kleift að njóta þess að aka Lexus IS200, bíl sem sameinar fegurð og gæði í fullkominni hönnun, kosti sportbíls og aðalsmerki lúxusbíla. IS200 sjálfskiptur á 16" felgum Rekstrarleiga aðeins 49.200 kr. á mánuði IS200 Limited, sjálfskiptur á 17" felgum Rekstrarleiga aðeins 53.100 kr. á mánuði Lexus IS200 er engum öðrum líkur. Þú átt skilið að upplifa hið besta sem völ er á. Komdu og reynsluaktu Lexus IS200 Sýning um helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16 BÚÐU ÞIG UNDIR ATHYGLINA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 40 1 1 1/ 20 04 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | „Fundurinn í gær [fimmtudag] var mjög góður. Verk- efnið var útfært frekar og allur grundvöllur er fyrir því að taka þetta núna formlega fyrir á vettvangi skipulagsnefndar og bæjarstjórnar,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðabæjar, varðandi kynn- ingarfund þar sem ný tillaga að að- alskipulagi fyrir Urriðaholt í Garðabæ var kynnt fyrir íbúum bæj- arfélagsins sl. fimmtudagskvöld. Þar voru niðurstöður samráðsfundar frá 6. nóvember sl. kynntar en hugmynd- in er að byggja upp nokkurs konar háskólabæ á landi Urriðaholts. Laufey Jóhannsdóttir, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir tillöguna hafa fengið jákvæð við- brögð hjá bæjarbúum og samþykkti skipulagsnefnd tillöguna í gær, og kemur hún til með að verða auglýst á næstunni. Hugmyndin byggist á fimm meg- instoðum sem eru eftirfarandi:  Háskólahverfi með stúdentagörð- um, verslunum og þjónustu sambæri- legri við það sem best gerist í slíkum stofnunum. Gert er ráð fyrir að há- skóli á þessum stað geti rúmað allt að 8.000 nemendur. Háskólinn rísi efst á holtinu og myndi þar sterkt kennileiti fyrir svæðið.  Hátæknigarði með aðstöðu fyrir upp undir 3.000 starfsmenn.  Íbúðabyggð þar sem lögð verður áhersla á samfélagsmótun og þétt- leika umfram það sem þekkist bæði annars staðar í Garðabæ og víðar.  Verndun Urriðavatns og umhverf- isins alls með það að leiðarljósi að öll uppbygging á svæðinu taki tillit til náttúrulegra aðstæðna, hrauns, vatns, dýralífs o.s.frv.  Kauptúni með stórverslunum. Bæjarstjórnin segir að sú áhersla sem hafi verið lögð á samráð við íbúa Garðabæjar, og aðra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á og í ná- grenni við Urriðaholt, hafa reynst farsæl. Í tvígang hafa verið kallaðir til stórir samráðshópar, í fyrra skipt- ið á sjötta tug einstaklinga og í seinna skiptið á Urriðaholtsdeginum sem var opinn öllum sem áhuga höfðu mættu u.þ.b. 150 manns. Laufey seg- ir það hafa verið ánægjulegt hversu mikið samráð hafi verið meðal íbúa og annarra áhugasamra einstaklinga vegna verkefnisins. „Þetta er svo skemmtileg nálgun að hafa samráð við fólk um skipulagsmál,“ segir Laufey. Meðal þess sem kristallast hefur í þessari samvinnu við íbúana er áhersla á að:  Hlífa hraunköntum umfram það sem upphaflega var gert ráð fyrir.  Nýta holtið allt undir byggingar, en í upphafi var gert ráð fyrir að byggja ekki á efsta hluta holtsins.  Leggja áherslu á að umhverfi Urriðavatns verði ekki bara verndað heldur njóti það umhirðu þannig að íbúar laðist að notkun þess.  Tryggt verði að íbúar Urriðaholts- ins verði í huganum líka íbúar Garða- bæjar.  Unnið verði að því að styrkja miðbæ Garðabæjar til mótvægis við uppbyggingu í Urriðaholtinu. Eftir fundinn á fimmtudagskvöld gafst viðstöddum tækifæri á að skrá sig í rýnihópa sem munu halda áfram að vinna að einstökum þáttum í skipulagi svæðisins. Íbúarnir taka virk- an þátt Uppbygging Fyrirhugað byggingasvæði á Urriðaholti, séð frá Hafnarfirði. Lengst til vinstri er Reykjanesbrautin. Hugmyndavinnu vegna nýs aðalskipulags fyrir Urriðaholt haldið áfram Reykjavík | Hafnar verða við- ræður fljótlega milli Reykjavík- urborgar og fulltrúa einkarek- inna skóla um stöðu þeirra og framtíðarhorfur, en borgarráð samþykkti tillögu þar að lút- andi á fundi á fimmtudag. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að bréf frá skóla- nefnd Ísaksskóla var lagt fyrir ráðið, þar sem óskað er eftir því að borgin endurskoði stefnu sína gagnvart einkareknum skólum og hækki fjárframlag sitt, segir Edda Huld Sigurð- ardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. Reiknað er með að niðurstöður úr viðræðunum verði komnar í byrjun næsta árs. Fulltrúar minnihluta Sjálf- stæðisflokks í borgarráði studdu tillöguna, en gátu ekki samþykkt allt sem fram kom í greinargerð sem fylgdi með henni. Í bókun þeirra vegna málsins kemur fram að þegar ákveðið var að einsetja grunn- skólann hafi nemendum aug- ljóslega fækkað, auk þess sem gríðarleg hækkun á skólagjöld- um hafi fækkað nemendum. Of lítið gefið „Augljóst er að of lítið var gefið í upphafi eftir yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunn- skóla. Ekki er til skýr stefna borgaryfirvalda til einkarek- inna grunnskóla enda eru allar ákvarðanir um fjárstuðning handahófskenndar,“ segir í bókun sjálfstæðismanna í borg- arstjórn. Borgin ræðir stöðu einkarek- inna skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.