Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 30

Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 30
30 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRAM kemur í texta nýrrar bók- ar Matthíasar Johannessens, Málsvörn og minningar, að vinnu- heiti hennar hafi verið Þvert á tímann – sem hefði að ýmsu leyti átt betur við. Hér eru frásagnir úr ýmsum áttum og ekki í tímaröð, dagbókarbrot og hugleiðingar manns sem hefur lifað lengi og margt og liggur mikið á hjarta. Þetta er eins og langt samtal sem fer víða, auk þess sem textinn er fleygaður ljóðum eftir Matthías sjálfan og aðra. Að formi til er þetta bréf til ónefnds viðtakanda sem að lík- indum er yngri en Matthías og skyldur honum. Hann er ekki áberandi í bókinni, löngum stund- um gleymist hann, enda er Matth- ías að tala við hvaða áhugasaman lesanda sem er. Þó notar Matthías tækifærið til að segja frændanum að beiðni hans sögu fólksins þeirra, einkum norska afans Mathiasar sem var sendur í ákveðnum erindum til Íslands og fór að því búnu, en kom svo aftur vegna ungrar íslenskrar stúlku sem togaði hann til sín yfir hafið. Það er virkilega gaman að fá yfirlit yfir þá kynlegu þjóðablöndu sem stendur að Matthíasi, einum íslenskasta Íslendingnum sem nú er uppi. Næst hjarta mínu gekk saga föðurbróður Matthíasar, Jó- hannesar, og Ljúbu dóttur hans. Jóhannes var læknir og fór til Júgóslavíu á árum heimsstyrjald- arinnar fyrri á vegum Rauða krossins og kom aldrei aftur heim. Þó lifði hann til 1958 og kvæntist þrisvar sinnum. Ljúba (borið fram Ljúfa? og væri þá dæmi um heimþrá föðurins) var dóttir þriðju eiginkonu hans, og þegar hún er í sárum vanda skrifar hún frænda sínum á Íslandi sem hún hefur aldrei séð. Líka verður Bertha föðursystir minn- isstæð. Hún var ungu skáldi athvarf þegar hann þorði ekki að flytja neinum öðrum ljóð sín. Í bókinni birtist smám saman skýr sjálfsmynd manns sem aldrei fékk frið fyrir heilanum, einsog hann segir, „ekki einu sinni á nótt- unni“ (186). Þetta er lítillátur mað- ur þó að hann viti vel hver hann er og finni hæfilega til sín. Umburð- arlyndur maður sem vill hafa kær- leika og sannleika að leiðarljósi, enda hændur að Jesú Kristi. Ástríðufullur unnandi íslensks menningararfs sem óttast mest að við glötum honum; glötum tung- unni með því að týna sögu og þar með merkingu orðanna. Glötum skáldskapnum í baráttunni við „skítaraunsæið í bókmenntum og fjölmiðlum samtímans“. Þegar þessi gáll er á sögumanni sveiflar hann brandi sínum af þunga, stingur til dæmis upp á að bæta „mannskemmdaverðlaunum“ við verðlaunaflóruna í landinu (107– 117). Ekki verður betur séð en að hann eigi von á ragnarökum og það í náinni framtíð. Þessi heimsósómi læðist einstaka sinn- um inn í kvæði bók- arinnar en yfirleitt birtist okkur þar ann- ar maður en í lausa- málinu. Rómantískur tilfinningamaður sem býr í heimi vors og vonar og hefur litlar áhyggjur af ragna- rökum. Ástir (stund- um í meinum) og dauði eru yrkisefni flestra ljóðanna og mörg þeirra hnit- miðuð, til dæmis þessi staka (411): „Þrösturinn flýgur / milli leiða / með nafnspjald mitt / í nefi.“ Víða eru sláandi ljóðmyndir, eins og í „Símtali“ þar sem hann og hún eru hvort í sínu landi, en „augu þeirra höfðu mælt sér / mót á tunglinu / þau horfðust í augu / og snertust.“ (467) Áhugavert væri að skoða ný tákn í þessum ljóðum, til dæmis „tígurinn“ sem kemur nokkrum sinnum fyrir. Fjöldi skálda stígur fram í bók- inni enda er einn tilgangur hennar að halda til haga persónulegum minningum um listamenn sem höf- undur dáist að; til dæmis er eft- irminnileg sagan af því þegar Matthías skreppur inn í bókabúð Lárusar Blöndals og kaupir Heimskringlu handa Borges. Skáldið frá Argentínu strýkur bókina eins og ungbarn: „Að hugsa sér, það er hægt að kaupa Heimskringlu hér í bókaverzlun!“ (307) Þarna er líka sögð sagan af fundi þeirra Matthíasar og Günt- ers Grass á bókmenntahátíð í Nor- ræna húsinu (498). Stundum er eins og Matthías þrái að safna saman öllu sem hann man og veit og hemja það innan bókarspjalda. En þá verður text- inn stundum óreiðukenndur og stakar sögur vilja fljóta burt. Eftir sitja niðurstöður skáldsins, til dæmis sú að það sé togstreitan innra með okkur sem geri okkur að mönnum (254). Óvæntasta full- yrðing þessarar sérstæðu minn- ingabókar manns sem var í hálfa öld blaðamaður og ritstjóri er þó líklega í lok dagbókarfærslu hans um ofviðri á Mýrdalssandi árið 2000: „Eftirminnilegasta veður sem ég hef upplifað og raunar mestu náttúruhamfarir,“ segir hann: „Gosið í Skjólkvíum við Heklu kæmist líklega næst því, en þá lentum við Vignir Guðmunds- son í vikurregni við upphaf goss- ins, eins og lesa má um í Morg- unblaðinu. En fréttaskrif deyja eins og dögg fyrir sólu.“ (521–2) Málsvörn og minningar er fróð- leg lesning, oft skemmtileg og stundum nærgöngul. En hún kem- ur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar æviminningar. Næst viljum við fá fyllri frásögn og skipulegri. Í kompaníi við Matthías BÆKUR Æviminningar Matthías Johannessen. 533 bls. Vaka-Helgafell 2004. Málsvörn og minningar Silja Aðalsteinsdóttir Matthías Johannessen DRAUMALANDIÐ heitir nýr geisladiskur Gunnars Gunnarssonar organista og Sigurðar Flosasonar saxó- fónleikara. Þar leika þeir þrettán íslensk ættjarðarlög í eigin útsetningum, þar sem spuni er í stóru hlutverki. Diskurinn hefur að geyma hefðbundin ættjarðarlög á borð við Land míns föður, Hver á sér fegra föðurland og þjóðsönginn, en þar eru líka einsöngslög með þjóðlegu ívafi svo sem Draumalandið og Nótt, auk dægurlaga sem hafa fest í sessi sem ættjarðarlög eins og Ísland er land þitt og Fylgd. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson hafa áður vakið athygli fyrir diska sína Sálma lífsins og Sálma jólanna, en báðir nutu mikilla vinsælda. Samstarf þeirra hófst þó ekki með sálmasamspilinu, heldur í ættjarð- arlögunum. „Hugmyndin að þessum diski hefur verið lengi að búa um sig, og það fyrsta sem við spiluðum sam- an var þegar við spiluðum stakt ættjarðarlag, Hver á sér fegra föðurland, fyrir Landgræðsluna, fyrir löngu, löngu,“ segir Sigurður og Gunnar staðfestir það. „Ætt- jarðarlögin hafa blundað í okkur allan þennan tíma, og fyrir nokkrum árum vorum við með hálfa tónleika- dagskrá með ættjarðarlögum.“ Sigurður segir að ættjarðarlögin hafi verið eðlilegur farvegur fyrir áframhaldandi samstarf þeirra Gunnars, en auk þess sé þetta skemmtileg og spennandi tónlist, sem lítið hafi verið átt við. „Okkur fannst kominn tími til að horfa á þessi lög á annan hátt. Þau standa hjarta þjóð- arinnar nærri. Það fara einhverjar mjög sérstakar til- finningar af stað, bæði í brjósti áheyrenda og okkar sjálfra, og það er mjög gaman að snerta við þeim fleti í tónlistinni og þjóðarsálinni. Þetta er strengur sem gam- an er að plokka í.“ Heilagari en sálmar Sálmar og þjóðlög hafa notið vinsælda í nýjum útsetn- ingum á síðustu árum, og tónlistarmenn virðast hafa æ meiri áhuga á að sækja í arfinn. Einsöngslög og ættjarð- arlög hafa þó að mestu verið útundan í þeim leik. „Ætli lögin séu ekki bara svo sterk í huga fólks, sem einsöngs- lög, að hugmyndin um að nota einleikshljóðfæri og org- el, eins og í þessu tilfelli, hafi hreinlega ekki komið upp,“ segir Gunnar. Sigurður veltir því fyrir sér að ef til vill séu þessi lög jafnvel heilagri í hugum fólks en sálmarnir. „Fólk hefur ólíkar trúarskoðanir, – en hvað eigum við öll sameiginlegt? Það eru þessi lög. Sum þessara laga eru reyndar líka óaðgengilegri fyrir spuna hljómrænt séð, og snúnara að sjá nýja fleti á þeim. Á þessum diski end- urhljómsetjum við ekki eins mikið og á sálmadiskunum, – heldur erum við meira að kljást við að spinna yfir sum- ar hljómaraðanna, eins og þær koma af kúnni, eða nán- ast eins. Það er í rauninni meiri ögrun en hitt, fyrir okk- ur spunamennina,“ segir Sigurður. Gunnar segir að saxófónninn sé í stærra hlutverki en einsöngsröddin í hefðbundnum útgáfum laganna, vegna þess að hann sé bæði oft með laglínuna, en spinni líka yf- ir hana. Og orgelið fær líka að njóta sín í laglínuleik – laglínum og spuna er bróðurlega skipt milli hljóðfær- anna. „Við erum alltaf að leita að nýjum flötum í sam- starfinu – hvernig við getum kynnt laglínuna eða ork- estrerað – eða komið spunanum fyrir með laglínunum. Það er spuni í öllum lögunum, nema þjóðsöngnum. Hann er fínn eins og hann er,“ segir Sigurður. Draumalandið var hljóðritað í Laugarneskirkju, en nýtt íslenskt 28 radda pípuorgel, smíðað af Björgvini Tómassyni, var vígt þar í desember 2002, hið stærsta til þessa eftir íslenskan orgelsmið, að sögn Gunnars. Sálma- diskana hljóðrituðu þeir hins vegar við Klaisorgelið í Hallgrímskirkju. „Laugarneskirkja er gott tónlistarhús og orgelið nýtur sín vel. Það er samt talsverð ögrun að færa sig af stærra orgeli yfir á minna orgel. Mér finnst það þó hafa tekist vel. Þetta er ópus 26 eftir Björgvin og hljómar mjög fallega. Hljómurinn í orgelinu og kirkjunni fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Gunnar. Dimma gefur Draumalandið út, og í tilefni af útgáf- unni er efnt til útgáfutónleika víða um land. Þeir fyrstu verða í Laugarneskirkju í dag kl. 16 og aðrir í Akureyr- arkirkju á morgun kl. 16. Í framhaldinu verða einnig tónleikar í Borgarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðabyggð, Eg- ilsstöðum og Stokkseyri. Tónlist | Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika ættjarðarlög Strengur sem gaman er að plokka í Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason. HALDIÐ verður málþing um nýja tónlist og stöðu hennar á nýja sviði Borgarleikhússins í dag kl. 15.15. Frummælendur á þinginu verða þau Atli Heim- ir Sveinsson tónskáld, Þor- steinn Gylfason heimspek- ingur, Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður og gagnrýnandi og Bjarki Sveinbjörnsson tónlist- arfræðingur. Umræðuefni málþingsins verður m.a. gömul gildi og vægi þeirra í nýrri tónlist, íhaldssemi, framúrstefna, úreldingar og ofnotkun. Meðal annars verður rætt hvort nú- tímatónlist hafi lent í blind- götu, hvort akademísk tónlist sé um margt aðeins fyrir sjálf- hverf tónskáld sem skrifa að- eins fyrir eigin skrifborðs- skúffu. Eða megum við búast við fagurhljómandi nútíma- bylgju tónlistar skyldrar minimalisma (naumhyggju) og rokktónlistar á næstu áratug- um, einhvers konar ný- endurreisnartónlistar? Verður þá til stíll sem sameinar aka- demískar aðferðir, dæg- urtónlist og alþýðutónlist á nýjan hátt? Þessum spurn- ingum og mörgum öðrum verð- ur reynt að svara með um- ræðum á þinginu. „Búast má við eldfimum um- ræðum á þinginu þar sem málshefjendur hafa um margt ólík sjónarmið,“ segir í frétt frá aðstandendum málþingsins. Almennum fundargestum verður gefið tóm til þess að láta skoðanir sýnar í ljós. Í þinghléi verður framinn hinn þekkti Smarties-tónlistar- gjörningur. Málþingið er liður í tónlist- arhátíðinni Ný endurreisn sem Caput, 15:15 og Vox academ- ica-kórinn standa fyrir. Fundarstjóri verður Hákon Leifsson. Tónlist | Málþing um stöðu nýrrar tónlistar í Borgarleikhúsinu „Búast má við eldfimum umræðum“ Atli Heimir Sveinsson Þorsteinn Gylfason Bjarki Sveinbjörnsson Bergþóra Jónsdóttir Eyjólfur sund- kappi. Ævin- týraleg saga drengs af Gríms- staðaholtinu er eftir Jón Birgi Pét- ursson. Eyjólfur Jóns- son vakti athygli og aðdáun á sín- um tíma fyrir sjósund sín en hann synti meðal annars frá Reykjavík til Akraness. Eyjólfur var nátengdur því fólki sem varð fyrirmynd persónanna sem Einar Kárason gerði ódauðlegar í Eyjasögum sínum. Í starfi sínu sem lögreglumaður var Eyjólfur síðar með fingurinn á púlsi bæjarlífsins og hafði afskipti af ótrúlegustu málum. Eftir að hafa misst eiginkonu sína fann Eyjólf- ur aftur ást og hamingju í Ástralíu þar sem hann býr nú. Saga Eyjólfs er í senn saga ótrú- legs afreksmanns og eldhuga og ein- stæð lýsing á viðburðaríku lífi. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 292 bls. Verð: 4.690 kr. Ævisaga Öðruvísi fjöl- skylda er eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Bókin er fram- hald af bókinni Öðruvísi dögum. Það gengur á ýmsu í lífi Karen- ar Karlottu, níu ára bráðum tíu, og fjölskyldu henn- ar sem lesendur kynntust fyrst í Öðruvísi dögum. Útlenskur afi systkinanna, sem talinn var löngu látinn, skýtur skyndilega upp koll- inum, amma þeirra tekur að sér innbrotsþjóf og ýmislegt fleira kem- ur á óvart. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 120 bls. Verð: kr. 2.690 kr. Börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.