Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 34

Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 34
34 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ég hef veitt því athygli oftar eneinu sinni og oftar en tvisvar,að orðin „eitt eilífðar smá-blóm“ í þjóðsöng Íslendinga eru misskilin, slitin úr réttu samhengi ljóðsins. Ýmsir virðast halda að þetta „smáblóm“ með titrandi daggartár vísi til íslenzku þjóðarinnar, tákni smæð hennar, þjóðinni sé líkt við fagurt smá- blóm í mó eða á mel. Í forustugrein í Morgunblaðinu 12. þessa mánaðar er fjallað um nýjan þjóð- söng Íslendinga. Þar segir réttilega, að í lofsöngnum Ó, Guð vors lands sé „vísað langt út fyrir þann veraldlega veruleika er dregur landi og þjóð mörk“. En bætt er við: „Sú vísun verður þó til án þess að höfundi sjáist yfir eitt einasta „smáblóm“, því hann skynjar vel að styrkur þess stóra er fólginn í hinu smáa.“ Alkunnugt er að lofsöngur séra Matthíasar Joch- umssonar, Ó, Guð vors lands, var frumfluttur árið 1874 í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá upphafi byggðar í landinu. Þess vegna eru þar nefnd „Íslands þúsund ár“ og sagt að fyrir guði einn dagur ígildi þúsund ára og þ ár ígildi eins dags; með öðrum or tíminn er ómæli fyrir augliti guð lífð. Af þessu leiðir að þúsund ár landsbyggðar eru sem einn dagu skáldið líkir þeim við „smáblóm“ eilífðarinnar. „Smáblóm“ lofsöng táknar því tíma, allan þann tíma þjóðin hafði lifað í landinu. Langt er síðan bent var á, að lí „eitt eilífðar smáblóm“ væri feng sonnettu sem Jónas Hallgrímsso í ársbyrjun 1845. Hún hefst á þes línum: Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Þarna er einu ári líkt við „lítið blóm“ innan eil arinnar. Í lofsöng séra Matthíasar eru þúsund á „smáblóm“ innan þessarar eilífðar. Við mennirn skorðum tímann, eilífðina, við daga, ár og aldir, þess vísar „eilífðar lítið blóm“ í sonnettu Jónasa „eitt eilífðar smáblóm“ í lofsöng séra Matthíasar „Smáblóm“ þjóðsöngsins Hannes Pétursson Eftir Hannes Pétursson Höfundur er skáld. ÞJÓÐARLEIÐTOGI Palestínu, Yasser Arafat, er fallinn frá. Hvaða skoðanir sem menn hafa haft á honum og hvaða áróðurssögum sem dreift er af öflugum fjölmiðlum, þá mun minning hans lifa sem eins af fremstu leiðtogum síðustu aldar. Hann skipar sér við hlið Ho Chi Minh sem leiddi frelsisbaráttu Víet- nama og vinar síns Nelsons Mandela, leiðtoga meirihlutans í Suður-Afríku. Barátta palest- ínsku þjóðarinnar sem Arafat hefur leitt síðustu fjóra áratugi, hefur sennilega verið enn erfiðari en fé- laga hans í öðrum löndum. And- stæðingar palestínsku þjóðarinnar eru þeir sömu; nýlendustefna, heimsvaldastefna og aðskilnaðar- stefna sem kristallast í zíonisma, en sérstaðan í Palestínu er sú að ísraelska herveldið naut framan af samúðar og kannski sektarkennd- ar vestrænna velda vegna hlut- skiptis gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari og þjóðarmorðs nasismans. Ísraelsríki hefur frá upphafi haft hernaðarlega yfirburði yfir ná- granna sína, er eina ríkið sem býr yfir kjarnorkuvopnum á þessum slóðum og nýtur jafnframt nánast takmarkalauss stuðnings eina risaveldisins, Bandaríkjanna, bæði hernaðarlega og á alþjóðavett- vangi. Yasser hóf feril sinn á stúdents- árunum í Egyptalandi og síðar í Kúveit. Hann stofnaði með fé- lögum sínum Fatah sem átti eftir að verða meginaflið í Frelsissam- tökum Palestínu (PLO) sem Ara- fat hefur veitt forystu í nærri fjóra áratugi. Framan af var hern- aðarlegi þátturinn áberandi í bar- áttunni, en það var í raun vart meir en í áratug. Eftir Yom Kipp- ur stríðið 1973 varð Arafat og fé- lögum hans ljóst að Palestína yrði ekki frelsuð með vopnum úr hönd- um Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætl- að gyðingum 55% landsins og aröbum 45% í tillög- unni sem samþykkt var 1947. Á árunum 1948–49 lögðu Ísrael- ar undir sig 23% til viðbótar og réðu 78% upphaflegrar Palest- ínu þegar vopnahlé var gert 1949 og Græna línan varð til. Það var svo í 6 daga stríðinu 1967 sem Ísr- aelar lögðu alla Pal- estínu undir sig og lönd frá öllum ná- grönnum. Ályktanir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna ganga út á, að Ísraelar skili herteknu löndunum frá 1967, það er Gazaströnd og Vesturbakkanum, að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Þetta fannst aröbum og Palestínumönnum lengi vel ekki nóg. Þeirra stefna var að frelsa alla Palestínu og stofna eitt lýðræðislegt ríki fyrir jafnt gyðinga, múslíma sem kristna. Á þessu varð mikilsverð breyt- ing sem staðfest var á þjóðþingi Palestínu (PNC) sem á þessum tíma var útlagaþing, 15. nóvember 1988. Þar var Arafat kjörinn for- seti Palestínu og las hann þá upp sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu. Í henni fólst að tilvist Ísraelsríkis var viðurkennd og ennfremur sú sögulega eftirgjöf að sættast á að sjálfstætt Palestínuríki yrði reist á einungis 22% landsins og Ísr- aelsríki héldi öllu sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim og einnig landinu sem þeir hertóku 1948–49, þar á meðal arabískum bæjum eins og Nazaret. Enginn annar en Yasser Arafat hefði getað leitt palestínsku þjóð- ina til þeirrar eftirgjafar sem fólst í stefnubreytingunni 1988 og sem síðar var staðfest með Óslóarsam- komulaginu 1993. Fyrir það hlaut Arafat friðarverðlaun Nóbels. Sá sem þá var leiðtogi Ísraela var þrautreyndur herforingi ú mannaflokknum, Yitshak Arafat var sannfærður lægni Rabins og lýsti oft hans. Friður hinna hugrö orðtak sem Arafat var tam Rabin átti eftir að gja lífi sínu fyrir friðarviljann rekkið. Morðingi hans v anabróðir Sharons og stjórnmálaforingja Ísrae litu á Óslóarsamkomula svik við Ísrael. Þeir eru Palestínumegin sem líta á samkomulagið sem svik stað Palestínu og aðrir se það sem stórgallaða yfirlý leiða myndi Palestínu ógöngur. Í hópi þeirra virti læknir á Gaza, dr Abdel Shafi sem var f sendinefndar Palestínum Madrid-viðræðunum. En reyndin hafi orðið slæm Óslóar-yfirlýsingin mikils ir þá staðreynd að þar aðilar og viðurkenndu me vistarrétt hvors annars, o til friðar var mörkuð á ályktana Sameinuðu þjóða Jafnvel nú er Arafat e til grafar sjá fréttastofur CNN sér sæma að halda bera á borð staðleysur ú Sharons, eins og þær a hafi síðustu árin aftur gri beldisverka. Staðreyndin hann hefur af öllum mæ að halda aftur af vopnuðu um og einstaklingum og h þeirra á þann hátt sem ho lagið með frelsi Palestínu arljósi. Í ræðum sínum sí in mátti heita að hann hnén gagnvart þjóð sinni fólk til að svara undir kringumstæðum árásum aelshers. Réttið þeim hin ann, var hans boðskap ókunnur á þessum slóðum Með Arafat er gengin leiðtogi. Hann náði ekki fr Ho Chi Minh að uppli sinnar þjóðar. Um það e blöðum að fletta að Yasse hefur með hugrekki sínu, og þrautseigju, leitt þjóð langt á veg sjálfstæðis veldis, að markmiðið m fyrr en síðar. Minning mun lifa með palestínsku og heimsbyggðinni allri se ill vonar, frelsis og friðar. Arafat Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er læknir og for Félagsins Ísland-Palestína Minning Arafats mun lifa með palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri sem kyndill vonar, frelsis og friðar. Eftir Svein Rúnar Hauksson FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ OG MARKAÐURINN Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár-málaeftirlitsins (FME), hefur aðundanförnu vakið athygli á nauð- syn þess að stofnunin fái rýmri heimildir til að taka á misfellum á fjármálamark- aðnum. Þar er annars vegar um það að ræða að FME geti í ríkari mæli beitt stjórnvaldssektum til að ljúka málum og hins vegar að stofnuninni verði heimilt að birta niðurstöður í málum, sem hún rann- sakar. Eins og stendur fer það iðulega leynt, þótt fyrirtæki hafi verið sektað eða verið gert að breyta starfsemi sinni vegna þess að reglum hafi ekki verið fylgt. Varnaðaráhrif þess að FME birti nöfn fyrirtækja, sem hafa gerzt brotleg við lög og reglur á fjármálamarkaði, fara hins vegar ekki á milli mála. Allir aðilar á markaðnum eiga að sjálfsögðu að eiga rétt á því að vita ef einhver spilar ekki eft- ir leikreglunum. Það á ekki að vera einka- mál milli Fjármálaeftirlitsins og þeirra, sem sæta eftirliti. Á ársfundi FME í síðustu viku ræddi Páll Gunnar ennfremur um ýmsar hætt- ur, sem gætu steðjað að fjármálamark- aðnum. Þar á meðal væru gagnkvæm eignatengsl fjármálafyrirtækja, sem gætu leitt til víxlhækkana eða -lækkana hlutabréfaverðs. Hann benti aukinheldur á að einstakir lántakendur og viðskipta- vinir fjármálafyrirtækja, eða samtengdir fyrirtækjahópar, gætu myndað „stórar áhættur í bókum fleiri en eins fjármála- fyrirtækis“ og í einhverjum tilfellum hefði þar verið farið yfir leyfileg mörk. Páll Gunnar ræddi um útrás bankanna og sagði sérstaka ástæðu til þess við ríkjandi aðstæður á verðbréfamarkaði „að hvetja viðskiptabankana til þess að fara varlega í að ganga um of á eiginfjár- stöðu sína með auknum vexti og útrás. Frekari vöxtur þeirra er háður því að þeir geti með ítarlegum álagsprófum fullviss- að sjálfa sig, eftirlitið og aðra um að þeir geti staðið af sér hugsanleg áföll, m.a. vegna þeirrar markaðsáhættu sem fyrr er getið,“ sagði Páll Gunnar. Forstjóri FME nefndi jafnframt á árs- fundinum stöðu eigenda virkra eignar- hluta, þ.e. yfir 10%, í fjármálafyrirtækj- um og hvort núverandi reglur fælu í sér nægt aðhald eða hvata fyrir þá til að stuðla að nauðsynlegum langtímahags- munum fyrirtækjanna. „Gríðarlegur vöxtur margra fjármálafyrirtækja bendir kannski til hins gagnstæða,“ sagði Páll Gunnar. Hann benti á tvær leiðir til að styrkja langtímahugsunarhátt hjá virkum eig- endum fjármálafyrirtækja; annars vegar að styrkja núverandi tryggingavernd við- skiptavina þeirra og hins vegar að skil- yrða útgöngu virks eiganda úr fjármála- fyrirtæki. Páll Gunnar benti á að samkvæmt núgildandi lögum gætu þeir horfið á braut og selt eignarhlut sinn þeg- ar þeir vildu, án nokkurra takmarkana. Það hlýtur að vekja athygli, hversu ákveðnum varnaðarorðum forstjóri Fjár- málaeftirlitsins telur ástæðu til að beina til banka og annarra fjármálafyrirtækja. Telja forsvarsmenn einhverra þessara fyrirtækja sig hafa efni á að taka ekki mark á þeim? Á fundi Verzlunarráðs Íslands í gær ítrekaði forstjóri Fjármálaeftirlitsins öll ofangreind sjónarmið. Hann benti þar jafnframt á að eignatengsl á verðbréfa- markaði væru ekki nægilega skýr. Allir, sem reyna að ráða í hluthafalista fyrir- tækja í Kauphöllinni, ekki sízt fjármála- fyrirtækja, vita að þar er ekki allt sem sýnist og Páll Gunnar nefndi ýmsar ástæður; safnreikninga, framvirka samn- inga, eignarhaldsfélög og kaup í nafni er- lendra fjármálafyrirtækja. Þegar þessi óskýrleiki er gagnrýndur er því gjarnan svarað til að Fjármálaeftirlitið hafi auð- vitað eftirlit með þessum málum eins og öðrum. Um þetta sagði Páll Gunnar á fundinum í gær: „Vilja aðilar á markaði hafa umhverfi þar sem opinber stofnun er ein bær til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eignarhaldi í einstökum skráðum fyrirtækjum er háttað? Tæplega. Og markaðurinn vill ekki heldur að þar starfi aðilar sem leggja einungis upp úr því að mæla hversu löng hálsólin á eftirlitshund- inum er og haga sér í samræmi við það.“ Óhætt er að taka undir þessi orð Páls Gunnars Pálssonar og aðrar þær ábend- ingar um fjármálamarkaðinn, sem hann hefur undanfarið látið frá sér fara. DEILAN HARÐNAR Ríkisstjórnin lagði í gær fram frum-varp um kjaramál kennara og skóla- stjórnenda í grunnskólum. Þar segir að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomu- lagi fyrir 15. desember skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm, sem eigi fyrir 31. mars 2005 að ákveða kaup og kjör grunnskólakennara- og stjórnenda. Semjist ekki kemur til kasta gerðar- dóms. Athyglisvert er að lesa umboð hans í frumvarpinu: „Gerðardómurinn skal, við ákvörðun samkvæmt lögum þessum, hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumark- aði frá gerð síðasta kjarasamnings deilu- aðila að því leyti sem við á. Við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. [frum- varpsins] og önnur starfskjör þeirra skal gerðardómurinn einnig hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta tal- ist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð en jafnframt gæta þess að stöð- ugleika efnahagsmála og forsendum ann- arra kjarasamninga sé ekki raskað.“ Af upphafinu mætti ætla að rétta ætti hlut kennara hefðu þeir dregist aftur úr, en niðurlagið gefur tilefni til annarrar niðurstöðu. Morgunblaðið hefur þráfald- lega ítrekað að nú sé ástæða til þess að taka sérstakt tillit til grunnskólakennara í samningum og bæta kjör þeirra. Ástæð- an er einfaldlega sú að mikilvægi góðrar undirstöðumenntunar hefur aldrei verið meira. Um þetta er ekki deilt í samfélag- inu og því hlýtur að vera hægt að ná um það sátt að hækka laun kennara án þess að allir aðrir þurfi að sigla í kjölfarið. Meginástæðan fyrir því að í frumvarp- inu er gert ráð fyrir því að samningamenn kennara og sveitarfélaga fái mánuð í við- bót til að semja mun vera sú að ábending hafi borist til stjórnvalda frá Alþjóða- vinnumálasambandinu (ILO) um að ekki skuli setja lög á kjaradeilur án þess að gefa deilendum kost á að finna lausn upp á eigin spýtur fyrst. Spyrja má hvort það sé í samræmi við kröfur ILO að kveða engu að síður á um að annar aðilinn skuli sviptur leið sinni til að beita þrýstingi með því að taka af honum verkfallsvopnið meðan á þessum fresti stendur. Að auki kemur fram í athugasemdum fulltrúa bæði kennara og sveitarfélaga að hvor- ugur vill þennan frest. Það getur varla verið ætlunin að gefa eigi frest þótt það sé þvert á vilja viðsemjenda. Mikil óánægja er meðal kennara, sem í gær voru ýmist reiðir eða fullir vonleysis vegna gangs mála. Á mánudag hefst kennsla á ný. Öðru sinni koma kennarar óánægðir til starfa eftir verkfall og nú sjá þeir jafnvel ekki fram á neinar kjarabæt- ur fyrr en í mars. Staðan í kennaradeil- unni er mjög alvarleg og má segja að deil- an hafi nú harðnað – ef það var þá hægt. Það gæti haft afdrifaríkar afleiðingar ef nú verður ekki haldið rétt á spilunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.