Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 37

Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 37 UMRÆÐAN Vinnustofa SÍBS Sími 5628500 bréfabindin www.mulalundur.is NOVUS B 425 4ra gata endingargóður gatari með kvarða. Allur úr málmi og tekur 25 síður. Verð 2.995 kr/stk Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannindum.“ Ólafur F. Magnússon: „Sig- urinn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum ár- angri með hugrekki og þver- pólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eign- arland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskólagráð- ur en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar NEI gleym-mér-ei hefði ekki ver- ið passlegt og lýsandi þjóðarblóm fyrir okkur þótt fallegt sé. Þessi þjóð er allt of gleymin. Hún gleymir á þeirri stundu því mikilvægasta í þjóðfélaginu: börnunum okkar, framtíðinni. Og enn sorglegra er að þeir sem eru kosnir til að sjá um vel- ferð okkar og barnanna okkar vilja oft gleyma til hvers þeir voru kjörn- ir. Á fjögurra ára fresti endurtekur sig hér á landi sami leikurinn: Þegar stutt er í kosningarnar er varla hægt að þverfóta fyrir fram- bjóðendum sem mæta í sínu fínasta pússi, lofa gulli og grænum skógum og brosa sínu fallegasta brosi. Þá verður tekin skóflustunga í hinu og þessu, klippt á borða og haldin hátíð- arræða. Þá er talað um æskublóm landsins, framtíðina í börnunum okkar, að mennt sé máttur og stefnt sé að metnaðarfullu skólastarfi. En nú er frekar langt í næstu kosningar og því fer lítið fyrir rík- isstjórn landsins. Framtíðarvon þjóðarinnar er á götunni og hefur verið án kennslu í margar vikur. Sveitarfélögin eru peningalítil og máttlaus og telja sig ekki geta lagt meira fé í grunnskólana. En ráða- menn þjóðarinnar geta ekki tjáð sig á þessu stigi málsins, vona að kennaradeilan leysist fjótlega eða vilja meina jafnvel að þetta mál komi rík- isstjórninni ekki við. Menn hætta þinghaldi í heila viku til að fara að kíkja í kjördæmin og fara í framhaldi af því til útlanda á ráð- stefnu. Allt er betra en að sinna óvinsælum og vandræðalegum mál- um hér heima. En gleymska fólks hér á landi er ekki ótakmörkuð. Margir hafa áttað sig á því að lífið snýst ekki bara um að vinna sem mest og kaupa sem mest. Ég er alveg viss um að enginn þeirra grunnskólakennara sem standa í þessu allt of langa verkfalli mun gleyma af- skiptaleysi og ábyrgð- arleysi núverandi rík- isstjórnar í grunnskólamálum í næstu kosningum. Grunnskólanemend- urnir sem eru núna í 10. bekk og kvíða framtíð- inni í sinni skólagöngu eru bráðum komnir á kosningaaldur og munu væntanlega muna eftir þessu verkfalli og hvernig ríkisstjórnin tók á þessu (eða reyndar gerði það ekki). Mest er ég hrædd um að foreldrar grunnskólabarna muni allt of fljótt gleyma haustinu 2004 þegar heil skólaönn var ónýt og börnin þeirra voru á götunni. Þá stóðu ráðamenn þjóðarinnar ekki í stykkinu, lokuðu augunum fyrir þeim vanda sem blasti við, fóru í feluleik og vonuðust til að málin leystust af sjálfu sér. Nei, holtasóley er betra þjóð- arblóm. Það þrífst um allt land, er lítið viðkvæmt, spjarar sig einnig þar sem á móti blæs. Lítið fer fyrir því og það vill oft gleymast og er fót- um troðið. Er þetta ekki góð lýsing á börnunum okkar á Íslandi? Gleym-mér-ei Úrsúla Jünemann skrifar um þjóðarblóm og kennaraverkfall Úrsúla Jünemann ’Mest er ég hrædd um að foreldrar grunn- skólabarna muni allt of fljótt gleyma haustinu 2004 …‘ Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.