Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNDANFARIÐ hefur jafnrétti
til náms verið til umræðu í tengslum
við stöðu tónlistar-
menntunar í landinu. Í
ljós hefur komið að
skilningur á hugtakinu
er afar mismunandi og
mótsagnakenndur.
Lög um tónlist-
arnám hafa verið í
gildi frá árinu 1963.
Þeim hefur verið
breytt nokkrum sinn-
um, síðast 1989 er
sveitarfélögin tóku við
rekstri skólanna sem
áður höfðu verið sam-
vinnuverkefni þeirra og ríkisins. Í
tónlistarskólum landsins eru u.þ.b.
12.000 nemendur. Skólarnir starfa
eftir sameiginlegri námskrá sem út-
gefin er af menntamálaráðuneytinu,
og styðjast við miðlægt námsmat.
Landið hefur frá upphafi verið eitt
skólasvæði, þ.e.a.s. hreyfing nem-
enda milli landshluta hefur verið
óhindruð og nemendur valið sér
skóla og nám eftir áhugasviði sínu.
Skólarnir hafa innan ramma lag-
anna haft góða möguleika á að velja
sér áherslur í starfi. Þetta hefur
orðið til þess að skapa fjölbreytni og
virkað örvandi á þróun þeirra.
Hér í Reykjavík og á höfuðborg-
arsvæðinu eru margir af stærstu og
sérhæfðustu tónlistarskólum lands-
ins. Fólk á öllum aldri kemur hingað
til að stunda tónlist-
arnám vegna þess að
hér finnur það skóla,
kennara, andrúmsloft
og hvetjandi umhverfi.
Með þeirri ákvörðun
Reykjavíkurborgar
vorið 2003 að hætta að
greiða kennslukostnað
nemenda úr öðrum
sveitarfélögum hefur
orðið sú breyting að
landið sem áður var eitt
skólasvæði skiptist nú
upp í sveitarfélög og
hreppa sem loka sig af innan eigin
landamerkja. Nú síðast, 26. október
kom frétt í Ríkisútvarpinu um að
Akureyrarbær mundi hætta að
greiða kennslukostnað nemenda sem
eiga lögheimili annars staðar.
Þessi þróun torveldar tónlist-
arnemum að velja sér skóla og
námsgreinar og eru þess dæmi að
nemendur hafa hrakist frá námi
vegna þess að þeir hafa ekki fengið
samþykki sveitarfélags síns fyrir
greiðslu kennslukostnaðar.
Þessi þróun og misréttið sem af
henni leiðir er blettur á íslensku
menntakerfi. Yfirlýsing formanns
fræðsluráðs Reykjavíkur í Mbl. 21.
október þar sem hann ásakar ríkið
um svik á samningum um greiðslu-
skiptingu er lítil sárabót þeim nem-
endum sem hafa orðið fyrir barðinu
á þessari ákvörðun borgarinnar.
Ekki heldur sú margendurtekna
fullyrðing formannsins og fleiri
sveitarstjórnarmanna að ríkið eigi
að kosta framhaldsnám í tónlist eins
og annað framhaldsnám. Það miðar
skammt í þróun tónlistarfræðslu-
nnar meðan svo heldur fram sem
horfir. Jafnrétti til náms hefur beðið
hnekki og það er dapurlegt að
sveitarfélög á Íslandi sem sam-
kvæmt lögum eiga að greiða
kennslulaun í tónlistarskólum skuli
ekki finna hjá sér þörf til að tryggja
frjálst aðgengi að tónlistarnámi og
rétt fólks til að læra það sem hugur
þess stendur til.
Sigursveinn Magnússon skrifar
um tónlistarmenntun ’Það miðar skammt íþróun tónlistarfræðsl-
unnar meðan svo heldur
fram sem horfir.‘
Sigursveinn Magnússon
Höfundur er skólastjóri Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar og for-
maður STÍR, Samtaka tónlistarskóla
í Reykjavík.
Jafnrétti og tónlistarmenntun
ÉG GET ekki orða bundist eftir
umræðu á Alþingi Íslands um olíu-
málið. Formaður Samfylkingarinnar,
Össur Skarphéðinsson,
talaði um málið, eins og
hann vissi ekki neitt um
það og krafði forsætis-
ráðherra, Halldór Ás-
grímsson, um að hann
sæi til þess, að olíufélög-
in skiluðu almenningi til
baka þeim 40 millj-
örðum, sem við almenn-
ingur höfum ofgreitt,
samkvæmt viðmiðun
Samkeppnisstofnunar.
Alþingi hefur í dýr-
legum fögnuði eytt að
minnsta kosti 30 milljörðum af þess-
um 40 milljörðum. Eins og allir vita er
hátt verð á eldsneyti hér á landi ekki
nema að litlu leyti háð heimsmark-
aðsverði. Bensínverð til okkar al-
mennings er fyrst og síðast háð of-
urskattastefnu Alþingis. Ég vil nú
nota tækifærið og skora á ykkur, sem
nú á Alþingi sitja, að skila okkur al-
menningi að minnsta kosti 30 millj-
arða gróða ríkisins til baka.
Það hefur einnig vakið athygli mína
í þessu máli, hve sárgrætilega lítið
menn virðast vilja vita um þátt stjórn-
málamanna í málinu. Ég minni á að
1953, þegar Bretar settu olíusölubann
á Ísland í sambandi við útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar, hófst nýtt tímabil í
verslunarsögu Íslands. Í
góð 40 ár átti sér stað
vöruskiptaverslun við
Sovétríkin sálugu. Á
hverju ári fór fjölmenn
sendinefnd frá Íslandi
til samninga við Sov-
étmenn undir sköru-
legri forystu ríkis-
stjórnar Íslands.
Stærsti hluti vörukaupa
okkar var olía, en minna
má á að þá urðu til fyr-
irtæki, eins og B&L,
sem nú er eitt öflugasta
bifreiðaumboðið. Helsti vöruflokkur
okkar var fiskur, sérstaklega söltuð
síld, á þessum árum voru for-
ystumenn útgerðarmanna, eins og
ástmenn olíufélaganna. Í þessu sam-
bandi var það krafa stjórnmálamanna,
að olíufélögin hefðu öflugt samráð og
þá sérstaklega við dreifingu út á land.
Frá þessum tíma eru t.d. bensínsölu-
staðir, sem merktir eru fleiri en einu
félagi og skiptu sölunni á milli sín. Frá
þessum tíma er einnig Olíu-
jöfnunarsjóður. Það er til að mynda
athyglivert, að einn af yfirmönnum
Samkeppnisráðs situr nú í þessum
sjóði. Er það boðlegt?
Ef ég man rétt, þá mun við-
skiptaráðherra hafa skrifað olíufélög-
unum bréf fyrir rétt rúmum tíu árum,
þar sem hann óskar eftir samráði
þeirra. Þetta barst til eyrna minna,
þar sem ég hafði á Alþingi tekið þátt í
umræðum um Sovétviðskiptin og
bent á að framundan væru nýir tímar
í viðskiptum. Það er nauðsyn, að al-
menningur verði upplýstur um þátt
stjórnmálamanna í málinu og þeir
hætti sífelldum tilraunum til að búa
til sérreglur fyrir sína kjósendur.
Ég skora aftur á Alþingi Íslands að
lækka ofurálögur á eldsneyti og bæta
okkur neytendum olíugróða rík-
issjóðs, sem varð til í skjóli samráðs
olíufélaganna. Við viljum 30 millj-
arðana til baka frá ríkinu.
Ríkið skili 30 milljarða
olíuágóða sínum til baka
Hreggviður Jónsson
skrifar um olíumálið ’Það er nauðsyn, að al-menningur verði upp-
lýstur um þátt stjórn-
málamanna í málinu …‘
Hreggviður Jónsson
Höfundur er fyrrverandi alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Á HEIMASÍÐU Vegagerðar rík-
isins er skýrsla Vega-
gerðarinnar frá því í
júlí 2004 um gerð Gjá-
bakkavegar. Skýrsla
þessi er höfundum
hennar til mikils sóma
og sýnir hve faglega
Vegagerðin vinnur í
undirbúningi sínum á
vegarframkvæmdum.
Sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar hefur
frá upphafi sett gerð
heilsársvegar milli
Þingvalla og Laug-
arvatns í forgang og
vinnur einhuga að því að koma sam-
göngum innan sveitarfélagsins í við-
unandi horf.
Vegagerðin segir Gjábakkaveg
mjög hagkvæma framkvæmd. Fram-
kvæmdin er ekki dýr í sjálfu sér og
svo bætir hún mjög öryggi vegfar-
enda, en slys á núver-
andi vegi eru langt fyrir
ofan meðaltal.
Í skýrslu Vegagerð-
arinnar segir m.a.:
„Í aðalskipulagi
Laugardalshrepps
2000-2012 er heils-
ársvegur, þ.e. nýr Gjá-
bakkavegur, norðan
Lyngdalsheiðar talinn
til forgangsverkefna.
Uppbyggður nýr vegur
þjónar sem tenging inn-
an hins sameinaða sveit-
arfélags en auk þess
styttir hann ferðatíma til Reykjavík-
ur frá Laugarvatni umtalsvert.
(stytting er 17 kílómetrar) Þá eykur
betri vegur öryggi vegfarenda.“
Einnig kemur fram í skýrslunni:
„Fjölgun sumarhúsa og erlendra
ferðamanna krefst heilsársvegar
enda er gert ráð fyrir almennt auk-
inni umferð um veginn hvort sem
hann verður endurnýjaður eða ekki.
Vegurinn á að verða heilsársvegur
með bundnu slitlagi með hönn-
unarhraða 90 km/klst. Nýjum Gjá-
bakkavegi er ætlað að auka verulega
umferðaröryggi með því að stuðla að
jafnari aksturshraða, sem felst í að
uppfylla hönnunarkröfur sem m.a.
eru að auka sjónlengdir, afnema
krappar beygjur, minnka langhalla,
breikka veg og byggja vegaxlir,
draga úr hæð vegar yfir sjávarmáli
og leggja bundið slitlag. Á tímabilinu
1990-1999 urðu alls 16 umferðar-
óhöpp á Gjábakkavegi. Fjöldi óhappa
á milljón ekna km (óhappatíðni) á
sama tímabili var 2,10 á meðan með-
alóhappatíðni á þjóðvegum utan þétt-
býlis var 1,02. Óhappatíðni með
meiðslum á fólki var á þessu tímabili
1,30 á Gjábakkavegi en á sama tíma
mældist landsmeðaltalið 0,40. Af
þessum tölum má sjá að brýnt er að
bæta umferðaröryggi á þessari leið.
Núverandi vegur er aðallega notaður
um sumartímann.“
Forsenda fyrir sameiningu sveit-
arfélaganna Þingvallasveitar, Laug-
arvatns og Biskupstungna var að fá
Gjábakkaveg. Það er einlæg von okk-
ar, íbúa uppsveita Árnessýslu, að
umrædd framkvæmd verði hafin á
næsta ári, eins og Vegagerðin hefur
stefnt að. Nú hefur verið boðaður
niðurskurður í vegarframkvæmdum.
Ríkisstjórnin úthlutaði auk veg-
arfjár, flýtifjármagni í Gjábakkaveg
fyrir síðustu kosningar.
Þingmenn hafa síðasta orðið um
hvar skorið verður niður í vega-
málum. Sveitarstjórn Bláskóga-
byggðar hvetur þingmenn Suður-
lands að halda inni því fjármagni,
sem þegar hefur verið úthlutað til
framkvæmda á Gjábakkavegi.
Ég vil minna á mikilvægi Laug-
arvatns sem menntaseturs. Nú ligg-
ur fyrir mikil uppbygging í mennta-
málum. Hana verður að styðja með
nútíma samgöngum.
Fjársterkir aðilar eru tilbúnir til
að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu í
ferðaþjónustu á Laugarvatni að því
tilskyldu að Gjábakkavegur verði
fljótt að veruleika. Efling byggðar í
uppsveitum Árnessýslu er til hags-
bóta fyrir allt Suðurland. Það felst í
því mikil byggðapólitík að gera heils-
ársveg, stystu leið frá Reykjavík til
Laugarvatns.
Ég vona að þingmenn okkar á Suð-
urlandi og allir þingmenn, beri gæfu
til að sjá hve miklir hagsmunir eru í
húfi og styðja gerð vegarins.
Gjábakkavegur
Drífa Kristjánsdóttir
skrifar um samgöngumál
Drífa Kristjánsdóttir
’Ég vona að þingmennokkar á Suðurlandi og
allir þingmenn beri gæfu
til að sjá hve miklir hags-
munir eru í húfi og
styðja gerð vegarins.‘
Höfundur er sveitarstjórnarmaður
í Bláskógabyggð.
NÚ hefur samkeppnisráð tekið
ákvörðun um viðurlög
í alvarlegasta máli
sem upp hefur komið
á Íslandi og varðar
brot á samkeppn-
islögum. Brot þau
sem lýst er í hinni
nær þúsund síðna
skýrslu sem geymir
ákvörðun ráðsins eru
stórfelld og þau voru
langvarandi. Tjón
samfélagsins alls er
gífurlegt. Málið er
hörmulegt fyrir alla
þá sem bornir eru
sökum. Það verður þó
aldrei nógu oft end-
urtekið að enginn er
sekur fyrr en sekt er
sönnuð. Málið mun
fara fyrir áfrýj-
unarnefnd samkeppn-
ismála og hugsanlega
dómstóla einnig.
Samkeppniseftirlit
virkar
Það sem er ánægju-
legt við þessa nið-
urstöðu er að hún sýnir að sam-
keppniseftirlit er nauðsynlegt og
það virkar. Málið sýnir, að til þess
að allir kostir heilbrigðrar sam-
keppni fái notið sín, þarf öflugt
eftirlit með því að leikreglurnar
séu virtar. Slíkt á ekki hvað síst
við um fámennt samfélag eins og
það sem við byggjum, þar sem
„allir þekkja alla“ og fákeppni er
viðvarandi vandamál í fjölmörgum
greinum viðskiptalífsins. Það er
hlutverk talsmanna frjálsrar versl-
unar að berjast gegn útþenslu eft-
irlitsiðnaðarins í landinu. Sá iðn-
aður hefur fitnað eins og púkinn á
fjósbitanum undanfarin ár. Víst er
að á því sviði má víða draga saman
seglin. Slíkt á hins vegar ekki við
um samkeppniseftirlit og fjármála-
eftirlit eins og aðstæður eru nú í
íslensku viðskiptalífi. Öflugt eft-
irlit gegn því að fyrirtæki stundi
ólöglegt samráð og misnoti mark-
aðsráðandi stöðu sína á að vera
meginverkefni samkeppniseftirlits.
Efasemdum vonandi eytt
Þetta mál og öll sú athygli sem
það hefur fengið eyðir vonandi öll-
um röddum sem heyrst hafa þess
efnis, að samkeppniseftirlit sé
óþarft og rétt sé að láta mark-
aðinum eftir að tryggja sam-
keppnina. Í hinu full-
komna þjóðfélagi
væri það vafalaust
hægt, en slíkt þjóð-
félag hefur ekki enn
fundist og mun senni-
lega aldrei verða til.
Okkur Íslendingum
er tamt að líta til
Bandaríkjanna í
mörgu tilliti. Þar hafa
lögmál heilbrigðrar
samkeppni verið
virkjuð til að byggja
upp þróaðasta og öfl-
ugasta efnahagsveldi
heims. Þar eru brot á
samkeppnislöggjöf
jafnframt litin mjög
alvarlegum augum og
refsingar fyrir slík
brot eru oft mjög
þungar. Í nýlegri ferð
minni um Bandaríkin
kom oft fram í máli
þeirra sem ég ræddi
við, að virkt sam-
keppniseftirlit er tal-
ið einn lykillinn að
því að allir kostir
heilbrigðrar samkeppni fái notið
sín. Þau hin sömu rök eiga við hér
á landi.
Breytinga að vænta
Í kjölfar skýrslu um íslenskt við-
skiptaumhverfi, sem birt var í
haust, hefur viðskiptaráðherra
boðað breytingar á fyrirkomulagi
samkeppniseftirlits. Í ljósi þess
mikla fjölda mála, sem beint hefur
verið til samkeppnisyfirvalda á
undanförnum árum, er löngu
tímabært að koma slíkum breyt-
ingum í framkvæmd. Það verður
ekki lengur liðið að mál dragist á
langinn og jafnvel fyrnist, vegna
manneklu hjá Samkeppnisstofnun.
Til þess eru of ríkir hagsmunir í
húfi. FÍS hefur á undanförnum ár-
um mjög beitt sér fyrir breyt-
ingum á þessu sviði. Félagið telur
að sú breyting sem orðið hefur í
viðskiptalífinu hér á landi, geri
öflugt samkeppniseftirlit lífs-
nauðsynlegt. Nú hillir vonandi
undir að mál þessi komist í ásætt-
anlegt horf.
Samkeppniseftir-
lit er nauðsynlegt
– og það virkar
Andrés Magnússon skrifar
um samkeppniseftirlit
’Félagið telurað sú breyting
sem orðið hefur í
viðskiptalífinu
hér á landi geri
öflugt sam-
keppniseftirlit
lífsnauðsynlegt.‘
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri FÍS.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930