Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 39 UMRÆÐAN HVAÐ hefur komið fyrir? Eitthvað hefur komið fyrir? Þetta venjulega – eins og svo oft áður. Á steinlagðri gangstéttinni liggur maður. Hann er líklega á sextugsaldri. Annar lög- regluþjónanna gengur að lögreglu- bifreiðinni, bakkar inn á torgið. Báðir lögregluþjónarnir setja á sig hanzk- ana og þoka manninum inn í bifreið- ina. Fyllri getur maður ekki orðið, segir annar lögregluþjónninn, sem heitir Kenneth Lund. „Þeir sem við tökum nú eru drukknari en áður og orðnir meðvitundarlausir af drykkj- unni“. Þessi lýsing er þýdd úr tímaritinu ACCENT, 7. tbl. 2004. Báðir lögregluþjónarnir, Kenneth Lund og Heikki Krasila, hafa í rúm 20 ár starfað í Helsingfors-lögreglunni, skrifar greinarhöfundurinn, Lars Augustsson og enn skrifar hann: „Ég ók þeim sem á börunum liggur hingað í gær“, sagði Kenneth Lund ennfrem- ur. Vinur okkar liggur nú á börunum, hann bíður þess að verða ekið inn til skráningar. Buxurnar hafa sigið niður á mið læri. Á uppblásnum maganum, er það aðeins naflinn sem minnir á það að einu sinni var hann bara barn sem átti allt lífið framundan. Alls staðar á Finnlandsgrundu má sjá drukkið fólk. Hvað hefur gerzt? Við því er einfalt svar: Gjöld á áfengi voru lækkuð, um 44% á sterk- um drykkjum, á léttum vínum um 10%, á bjór um 32% frá marz 2004. Hinn 1. maí gengu Eistlendingar í EBE og áfengisflóðið jókst enn meira. Aðgengi að áfengi varð auðveldara og verðið lægra þar eins og víðar í EBE löndum. Yfir 80 fulltrúar frá ýmsum félögum, stofn- unum og atvinnugrein- um koma nú saman í Finnlandi til þess að sameinast um aðgerðir í þá átt að reyna að draga úr áfengisneyzlunni. Að sjálfsögðu höfðu þessar gjaldalækkanir á áfengi sín áhrif og hver urðu þau? Það er býsna fróð- legt til athugunar. Um þetta atriði segir í umræddri grein: Frá því í marz fjölgaði áfengissjúklingum um 35% í borg þeirri sem tekin var til við- miðunar. Fjölgun ölvunaraksturstil- fella var rúmlega 41%. Morðum fjölg- aði um 22%. Ránum og innbrotum fjölgaði um rúm 9%. Aukning á fjölda alvarlegra líkamsárása var nær 7%. Misþyrmingum af ýmsu tagi fjölgaði um tæp 23 %. Þá jókst fjöldi skemmdarverka um sömu prósentutölu. Þessi mikla aukning ýmiss konar afbrota, er öll tengd aukinni áfengis- neyzlu, er varð samfara lækkun áfengisgjalda, en hún auðveldaði um leið aðgengið að áfenginu. Hvað finnst fólki um þessa þróun áfengismála í frændríki voru Finnlandi? Er þetta ekki eitthvað til þess að læra af – eða þá til umhugsunar hér- lendis fyrir þá sem vilja auka aðgeng- ið að áfenginu og lækka áfeng- isgjöldin – og þá jafnframt að styrkja áfengisauðvaldið? Eða lízt þeim kumpánum kannski bara vel á þessar prósentutölur sem hér hefur greint frá? Ég held samt að þorri þjóðar vilji heldur draga úr áfengisneyzlu en auka – en leiðin til þess er hvorki sú að lækka áfengisgjöld né heldur að leyfa sölu léttvíns og áfengs bjórs í matvöruverzlunum eða á annan hátt auðvelda aðgengi að áfengi. Á því leikur enginn vafi að fljótlega myndi fólk sjá svipaðar prósentutölur í afbrotaaukningu, ef hér yrði farin Finnlandsleiðin í áfengismálum. Framangreindar staðreyndir eru enn ein staðfestingin á því, að það sem vér bindindismenn höfum haldið fram, bent á og varað við í áfengis- málum hefir reynzt rétt. Björn G. Eiríksson fjallar um áfengismál ’Hvað finnst fólki umþessa þróun áfengis- mála í frændríki voru Finnlandi?‘ Björn G. Eiríksson Höfundur er sérkennari og situr í fjölmiðlanefnd IOGT. Dæmi til að læra af – eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.