Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 43 KIRKJUSTARF Kristniboðsdagurinn á sunnudag ÁRLEGUR kristniboðsdagur ís- lensku þjóðkirkjunnar er á sunnu- dag. Frá árinu 1936 hefur einn sunnudagur ársins sérstaklega ver- ið helgaður kristniboðsstarfi Ís- lendinga. Starfið hefur verið kynnt og beðið fyrir því í guðsþjónustum og á samverum og samskot tekin til starfsins. Útvarpsguðsþjónusta verður frá Seljakirkju í Reykjavík. Þar mun Salóme Huld Garðarsdóttir pré- dika, en séra Valgeir Ástráðsson og séra Bolli Bollason þjóna fyrir alt- ari. Kristniboðar og áhugafólk um kristniboð mun taka þátt í guðs- þjónustum og helgihaldi víða um land á kristniboðsdaginn. Hátíð- arsamkoma í tilefni dagsins verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík kl. 17. Þar mun Salóme Huld segja frá starfi sínu í Kenýa og sýna myndir en séra Ragnar Gunnarsson flytja hugleiðingu. All- ir eru velkomnir á samkomuna. Samband íslenskra kristniboðs- félaga hefur undanfarna áratugi haft kristniboða í Eþíópíu og Ken- ýa. Þar sinna þeir annars vegar boðun, fræðslu og safnaðar- uppbyggingu og hins vegar marg- víslegu þróunar- og hjálparstarfi. Elsta aðildarfélag sambandsins varð hundrað ára í vikunni en fyrr á árinu var þess minnst að 75 ár voru síðan sex kristniboðsfélög á landinu stofnuðu með sér Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Kristniboðsdagurinn í Hallgrímskirkju SUNNUDAGURINN í Hallgríms- kirkju hefst á fræðsluerindi kl. 10.00 sem heitir Kirkjan í fjölmenn- ingarsamfélagi. Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir flytur erindi. Messa og barnastarf hefst kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni og sr. Lárusi Hall- dórssyni. Hörður Áskelsson verður organisti og Unglingakór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Ferming- arbörn aðstoða í messunni. Safnað verður til kristniboðs í messu þessa dags sem er kristni- boðsdagur þjóðkirkjunnar. Kristniboðsdagurinn í Lindasókn Í TILEFNI af Kristniboðsdeginum verður bryddað upp á ýmsum nýj- ungum í guðsþjónustunni í Linda- sókn í Kópavogi. Guðsþjónusta hefst kl.11 og er haldin í Lindaskóla að venju. Sunnudagaskóli fer fram í skólastofum meðan á guðsþjónustu stendur. Guðfræðineminn Jón Óm- ar Gunnarsson, sem nýverið fór til Eþíópíu á vegum Kristniboðs- sambandsins ásamt hópi ungs fólks, prédikar og sýnir myndir frá ferð- inni. Að guðsþjónustu lokinni verð- ur framreitt vestrænt afbrigði af eþíópíska þjóðarréttinum vodd. Verð á mann er 500 kr., hámark 2.000 kr. fyrir fjölskyldu. Minnum á akstur úr Vatnsenda- og Sala- hverfi. Kór Lindakirkju leiðir safn- aðarsöng, organisti Hannes Bald- ursson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Kristniboð- salmanakið verður gefið öllum kirkjugestum. Kristniboðsdagurinn í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 14. nóvember er kristniboðsdagurinn haldinn hátíð- legur. Í tilefni þess mun Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predika í Seltjarnarneskirkju kl. 11.00. Tekið verður við framlögum til Kristni- boðssambandsins í anddyri kirkj- unnar. Kirkjugestum verður boðið almanak Kristniboðssambandsins fyrir næsta ár til eignar. Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur undir stjórn Vieru Manasek og Kamm- erkór kirkjunnar leiðir tónlist- arflutning. Fermingarbörn aðstoða við guðsþjónustuna og við minnum á æskulýðsfélag kirkjunnar kl. 20.00. Eftir guðsþjónustuna verður boð- ið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll velkomin. Kristniboðsdagurinn í Grafarvogskirkju VIÐ guðsþjónustu, kristniboðsdag- inn 14. nóvember, kl. 11.00 syngur Unglingakór Grafarvogskirkju og Unglingakór Langholtskirkju Graduale Futuri. Stjórnendur eru Oddný J. Þorsteinsdóttir og Bjarn- ey I. Gunnlaugsdóttir. Organisti er Hörður Bragason. Séra Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM og K, prédikar, séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Unglingakór Grafarvogskirkju verður með kökusölu eftir guðs- þjónustuna, allur ágóðinn rennur í ferðasjóð kórsins sem ætlar að fara í kórferð til Bandaríkjanna næsta sumar. Einnig verður safnað fyrir kristniboðið. Léttmessa verður kl. 20. KK og Ellen syngja. Hörður Bragason organisti leiðir almennan söng. Birgir Bragason leikur á bassa og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Séra Lena Rós Matthíasdóttir ann- ast helgihald. Kristniboðsdagurinn í Seljakirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður kl. 11. Sóknarprestur Sr. Valgeir Ástráðsson leiðir stundina. Salóme Huld Garðarsdóttir kristni- boði talar. Barnakór ásamt kirkju- kór Seljakirkju syngur undir stjórn þeirra Önnu Margrétar Ósk- arsdóttur og Jóns Bjarnasonar. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Kirkjukór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Allir velkomnir. Kristniboðsdagurinn í Hafnarfjarðarkirkju AÐ VENJU verður mikið um að vera í Hafnarfjarðarkirkju á kristniboðsdaginn, sem er sunnu- dagurinn 14. nóvember. Dagurinn hefst með fjölskylduhátíð kl.11.00 þar sem báðir sunnudagaskólar Hafnarfjarðarkirkju koma saman í kirkjunni. Kirkjan rekur tvo sunnu- dagaskóla að jafnaði, einn í safn- aðarheimilinu og einn í Hvaleyr- arskóla. Allir leiðtogar taka þar þátt og leikur hljómsveit þeirra undir söng. Sr. Þórhallur Heim- isson segir glærusögu og stýrir Afr- íkuleiknum og Rebbi refur kemur í heimsókn. Eftir hátíðina er boðið upp á góð- gæti í safnaðarheimilinu. Kirkju- rútan ekur að venju en sérstök rúta fer frá Hvaleyrarskóla kl.10.55. Poppguðsþjónusta verður síðan haldin kl. 20.00. Þar leikur hljóm- sveitin gleðigjafarnir, sr. Þórhallur Heimisson leiðir samkomuna og sr. Gunnþór Ingason predikar. Að lokinni poppguðsþjónustunni bjóða fermingarbörn öllum kirkju- gestum til kaffiveislu í safn- aðarheimilinu. Hefur þetta verið ein flottasta veisla ársins að allra dómi. Allir eru velkomnir. Kökusala í Laugarneskirkju HIN árlega kökusala Kvenfélags Laugarneskirkju verður haldin kl. 12:00 á morgun strax að lokinni messu. Þær kunna til verka við baksturinn, kvenfélagskonurnar, og því er kjörið að koma við í messukaffinu og grípa með sér sunnudagstertuna og styrkja gott málefni í leiðinni. Því allur ágóði rennur beint í safnaðarstarfið. Vefsíða íslenska safnaðarins í London MÁNUDAGINN 8. nóvember var opnuð ný vefsíða íslenska safnaðar- ins í London. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, Guð- rún Jensen, formaður íslenska safn- aðarins í London, og Vigdís Páls- dóttir, fyrsti formaður safnaðarins, opnuðu vefsíðu safnaðarins á skrif- stofu sendiherra í London að við- stöddum sendiráðspresti, sókn- arnefnd og starfsfólki sendiráðsins. Hönnun og uppsetning vefsíðunnar er í höndum Árna Svans Daníels- sonar, vefstjóra þjóðkirkjunnar. Um er að ræða kærkomna nýj- ung í safnaðarstarfinu og sókn- arfæri safnaðarins munu án efa aukast við þessa nýjung. Markmiðið er að uppfæra vefinn reglulega og hafa efnisútdrætti hans á ensku. Kvennakirkjan í Grensáskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Grensáskirkju sunnudag- inn 14. nóvember kl. 20.30. Í mess- unni verður rætt um vellíðan í vetrarmyrkrinu. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Kvennakirkjan er sjálf- stæður hópur innan íslensku þjóð- kirkjunnar og heldur messur í hinum ýmsu kirkjum. Messurnar eru öllum opnar. Mánudaginn 15. nóvember kl. 17.30–19 hefst námskeið í kvenna- kirkjunni undir yfirskriftinni Bibl- ían, kvennaguðfræðin og dagleg trú. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld, kennari er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Nánari upplýs- ingar síma 551 3934. Fimmtudaginn 18. nóvember kl. 17.30 verður síðdegisboð í Kvenna- garði, Laugavegi 59, 4. hæð. Þar mun Þorbjörg Daníelsdóttir ræða um metsölubókina Da Vinci- lykilinn og efna til umræðu. Heitar vöfflur verða á boðstólum með kaffinu og samverunni. Fyrirlestur í Landakoti SR. JÜRGEN Jamin heldur áfram fyrirlestri sínum um altarisþjón- ustu heilagrar messu mánudaginn 15. nóvember kl. 20.00 í safn- aðarheimili kaþólskra á Hávalla- götu 16. Að þessu sinni fjallar erindið um Elísabetu frá Ungverjalandi: Helg- un eða gjörbreyting – að vera í ná- vist Guðs. Trú og tilfinningar ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember hefst í Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar námskeið þar sem fjallað verður um hvernig áhrif tilfinn- ingar hafa á trú okkar og trúarlíf. Einkum verður lögð áhersla á það hvernig viðhorf okkar og tilfinn- ingar gagnvart öðrum, s.s. skömm og sekt, hafa á áhrif á trú okkar og tengsl við Guð. Í framhaldi af því verður fjallað um hvernig erfiðar tilfinningar sem hafa orðið til hvort sem er í uppvexti eða áföllum lífsins hafa áhrif á tengsl okkar við æðri mátt. Unnin verða verkefni í tengslum við efni námskeiðsins. Kennari á námskeiðinu er Vigfús Bjarni Albertsson, guðfræðingur og Mth. í sálgæslufræðum, hóp- stjóri á barna og unglingageðdeild við Dalbraut. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. nóvember og er kennt í þrjú skipti, tvo tíma í senn milli kl. 18.00 og 20.00. Kennt er í Grensáskirkju og fer skráning fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli. Kór MR í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN syngur kór Menntaskólans í Reykjavík við messu kl.11.00 í Dómkirkjunni. Í kórnum eru um 80 kórsöngv- arar og auk þess leika nokkrir kór- félagar á hljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Frá Garðasókn ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember kl. 13.00 kemur góður gestur í heim- sókn í „opið hús“ í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðasóknar. Þar er á ferð Þórir S. Guðbergsson, sem mun lesa úr bókum sínum, „Lífs- gleði“ og halda uppi umræðum um lífið og tilveruna almennt. Þórir mun vera með hópnum til kl. 14.30, þegar kaffi verður fram borið, en eftir það geta viðstaddir ýmist grip- ið í spil eða haldið áfram að spjalla. Allir velkomnir. Á miðvikudaginn, 17. nóvember eru foreldramorgnar eins og venja er til frá kl. 10–12. Þar mun að þessu sinni fara fram kynning á Volare-vörum, en það eru ísr- aelskar hár-, húð- og heilsuvörur, sem nú fást einnig í snyrtivörulínu. Sunnudagurinn hefst á messu kristniboðsdagsins, en þar verður tekið á móti framlögum til kristni- boðsstarfsins. Messan er í umsjá sr. Friðriks J. Hjartar. Æskulýðsfélagið heldur fundi sína á sunnudögum kl. 19.30 í safn- aðarheimilinu. Unglingum í 8.–10. bekk er sérstaklega bent á að kynna sér þessa fjölbreytilegu og skemmtilegu starfsemi, en eldri deild æskulýðsfélagsins kemur saman kl. 21.00 á sunnudögum. Samfélag í trú og gleði SYNGJUM í kirkjunni. Þori ég – vil ég – get ég? Á námskeiðinu sem haldið verður þriðjudagana 16. og 23. nóvember verða kynntir og sungnir ýmsir sálmar og söngvar kirkjunnar og fjallað stuttlega um undir- stöðuatriði í söngþátttöku. Nám- skeiðinu er ætlað að hvetja þau sem telja sig ósöngvön, til enn frekari þátttöku í helgihaldi kirkjunnar. Hér er einstakt tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynnast nánar fjölbreytilegum söngvum kirkjunnar og öðlast um leið kjark til að syngja með. Í tengslum við þetta námskeið verður einn sálmur kynntur og æfð- ur fyrir hverja messu sunnudagana 14., 21. og 28. nóvember. Kirkju- gestur eru hvattir til þess að mæta til messu 15 mínútum fyrir messu- tíma þessa sunnudaga til þess að taka þátt í þessari nýbreytni. Fræðslunefnd Garðasóknar. Frá starfssvæði kristniboðsins í Pókot í Kenýu þar sem guðsþjónustuhald fer fram utandyra vegna aðstöðuleysis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.