Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 43
KIRKJUSTARF
Kristniboðsdagurinn
á sunnudag
ÁRLEGUR kristniboðsdagur ís-
lensku þjóðkirkjunnar er á sunnu-
dag. Frá árinu 1936 hefur einn
sunnudagur ársins sérstaklega ver-
ið helgaður kristniboðsstarfi Ís-
lendinga. Starfið hefur verið kynnt
og beðið fyrir því í guðsþjónustum
og á samverum og samskot tekin til
starfsins.
Útvarpsguðsþjónusta verður frá
Seljakirkju í Reykjavík. Þar mun
Salóme Huld Garðarsdóttir pré-
dika, en séra Valgeir Ástráðsson og
séra Bolli Bollason þjóna fyrir alt-
ari. Kristniboðar og áhugafólk um
kristniboð mun taka þátt í guðs-
þjónustum og helgihaldi víða um
land á kristniboðsdaginn. Hátíð-
arsamkoma í tilefni dagsins verður
í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg
í Reykjavík kl. 17. Þar mun Salóme
Huld segja frá starfi sínu í Kenýa
og sýna myndir en séra Ragnar
Gunnarsson flytja hugleiðingu. All-
ir eru velkomnir á samkomuna.
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga hefur undanfarna áratugi
haft kristniboða í Eþíópíu og Ken-
ýa. Þar sinna þeir annars vegar
boðun, fræðslu og safnaðar-
uppbyggingu og hins vegar marg-
víslegu þróunar- og hjálparstarfi.
Elsta aðildarfélag sambandsins
varð hundrað ára í vikunni en fyrr
á árinu var þess minnst að 75 ár
voru síðan sex kristniboðsfélög á
landinu stofnuðu með sér Samband
íslenskra kristniboðsfélaga.
Kristniboðsdagurinn
í Hallgrímskirkju
SUNNUDAGURINN í Hallgríms-
kirkju hefst á fræðsluerindi kl.
10.00 sem heitir Kirkjan í fjölmenn-
ingarsamfélagi. Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir flytur erindi.
Messa og barnastarf hefst kl. 11.00.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Sigurði Pálssyni og sr. Lárusi Hall-
dórssyni. Hörður Áskelsson verður
organisti og Unglingakór Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar. Ferming-
arbörn aðstoða í messunni.
Safnað verður til kristniboðs í
messu þessa dags sem er kristni-
boðsdagur þjóðkirkjunnar.
Kristniboðsdagurinn
í Lindasókn
Í TILEFNI af Kristniboðsdeginum
verður bryddað upp á ýmsum nýj-
ungum í guðsþjónustunni í Linda-
sókn í Kópavogi. Guðsþjónusta
hefst kl.11 og er haldin í Lindaskóla
að venju. Sunnudagaskóli fer fram í
skólastofum meðan á guðsþjónustu
stendur. Guðfræðineminn Jón Óm-
ar Gunnarsson, sem nýverið fór til
Eþíópíu á vegum Kristniboðs-
sambandsins ásamt hópi ungs fólks,
prédikar og sýnir myndir frá ferð-
inni. Að guðsþjónustu lokinni verð-
ur framreitt vestrænt afbrigði af
eþíópíska þjóðarréttinum vodd.
Verð á mann er 500 kr., hámark
2.000 kr. fyrir fjölskyldu. Minnum á
akstur úr Vatnsenda- og Sala-
hverfi. Kór Lindakirkju leiðir safn-
aðarsöng, organisti Hannes Bald-
ursson. Sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson þjónar. Kristniboð-
salmanakið verður gefið öllum
kirkjugestum.
Kristniboðsdagurinn í
Seltjarnarneskirkju
SUNNUDAGINN 14. nóvember er
kristniboðsdagurinn haldinn hátíð-
legur. Í tilefni þess mun Guðlaugur
Gunnarsson kristniboði predika í
Seltjarnarneskirkju kl. 11.00. Tekið
verður við framlögum til Kristni-
boðssambandsins í anddyri kirkj-
unnar. Kirkjugestum verður boðið
almanak Kristniboðssambandsins
fyrir næsta ár til eignar. Barnakór
Seltjarnarneskirkju syngur undir
stjórn Vieru Manasek og Kamm-
erkór kirkjunnar leiðir tónlist-
arflutning. Fermingarbörn aðstoða
við guðsþjónustuna og við minnum
á æskulýðsfélag kirkjunnar kl.
20.00.
Eftir guðsþjónustuna verður boð-
ið upp á kaffi í safnaðarheimili
kirkjunnar. Verið öll velkomin.
Kristniboðsdagurinn
í Grafarvogskirkju
VIÐ guðsþjónustu, kristniboðsdag-
inn 14. nóvember, kl. 11.00 syngur
Unglingakór Grafarvogskirkju og
Unglingakór Langholtskirkju
Graduale Futuri. Stjórnendur eru
Oddný J. Þorsteinsdóttir og Bjarn-
ey I. Gunnlaugsdóttir. Organisti er
Hörður Bragason. Séra Kjartan
Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM
og K, prédikar, séra Vigfús Þór
Árnason þjónar fyrir altari.
Unglingakór Grafarvogskirkju
verður með kökusölu eftir guðs-
þjónustuna, allur ágóðinn rennur í
ferðasjóð kórsins sem ætlar að fara
í kórferð til Bandaríkjanna næsta
sumar. Einnig verður safnað fyrir
kristniboðið.
Léttmessa verður kl. 20. KK og
Ellen syngja. Hörður Bragason
organisti leiðir almennan söng.
Birgir Bragason leikur á bassa og
Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.
Séra Lena Rós Matthíasdóttir ann-
ast helgihald.
Kristniboðsdagurinn
í Seljakirkju
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
verður kl. 11. Sóknarprestur Sr.
Valgeir Ástráðsson leiðir stundina.
Salóme Huld Garðarsdóttir kristni-
boði talar. Barnakór ásamt kirkju-
kór Seljakirkju syngur undir stjórn
þeirra Önnu Margrétar Ósk-
arsdóttur og Jóns Bjarnasonar. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar.
Kirkjukór Seljakirkju leiðir söng
undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Allir
velkomnir.
Kristniboðsdagurinn
í Hafnarfjarðarkirkju
AÐ VENJU verður mikið um að
vera í Hafnarfjarðarkirkju á
kristniboðsdaginn, sem er sunnu-
dagurinn 14. nóvember. Dagurinn
hefst með fjölskylduhátíð kl.11.00
þar sem báðir sunnudagaskólar
Hafnarfjarðarkirkju koma saman í
kirkjunni. Kirkjan rekur tvo sunnu-
dagaskóla að jafnaði, einn í safn-
aðarheimilinu og einn í Hvaleyr-
arskóla. Allir leiðtogar taka þar
þátt og leikur hljómsveit þeirra
undir söng. Sr. Þórhallur Heim-
isson segir glærusögu og stýrir Afr-
íkuleiknum og Rebbi refur kemur í
heimsókn.
Eftir hátíðina er boðið upp á góð-
gæti í safnaðarheimilinu. Kirkju-
rútan ekur að venju en sérstök rúta
fer frá Hvaleyrarskóla kl.10.55.
Poppguðsþjónusta verður síðan
haldin kl. 20.00. Þar leikur hljóm-
sveitin gleðigjafarnir, sr. Þórhallur
Heimisson leiðir samkomuna og sr.
Gunnþór Ingason predikar.
Að lokinni poppguðsþjónustunni
bjóða fermingarbörn öllum kirkju-
gestum til kaffiveislu í safn-
aðarheimilinu. Hefur þetta verið
ein flottasta veisla ársins að allra
dómi. Allir eru velkomnir.
Kökusala
í Laugarneskirkju
HIN árlega kökusala Kvenfélags
Laugarneskirkju verður haldin kl.
12:00 á morgun strax að lokinni
messu. Þær kunna til verka við
baksturinn, kvenfélagskonurnar,
og því er kjörið að koma við í
messukaffinu og grípa með sér
sunnudagstertuna og styrkja gott
málefni í leiðinni. Því allur ágóði
rennur beint í safnaðarstarfið.
Vefsíða íslenska
safnaðarins í London
MÁNUDAGINN 8. nóvember var
opnuð ný vefsíða íslenska safnaðar-
ins í London.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
sendiherra Íslands í Bretlandi, Guð-
rún Jensen, formaður íslenska safn-
aðarins í London, og Vigdís Páls-
dóttir, fyrsti formaður safnaðarins,
opnuðu vefsíðu safnaðarins á skrif-
stofu sendiherra í London að við-
stöddum sendiráðspresti, sókn-
arnefnd og starfsfólki sendiráðsins.
Hönnun og uppsetning vefsíðunnar
er í höndum Árna Svans Daníels-
sonar, vefstjóra þjóðkirkjunnar.
Um er að ræða kærkomna nýj-
ung í safnaðarstarfinu og sókn-
arfæri safnaðarins munu án efa
aukast við þessa nýjung. Markmiðið
er að uppfæra vefinn reglulega og
hafa efnisútdrætti hans á ensku.
Kvennakirkjan
í Grensáskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Grensáskirkju sunnudag-
inn 14. nóvember kl. 20.30. Í mess-
unni verður rætt um vellíðan í
vetrarmyrkrinu. Séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór
kvennakirkjunnar leiðir söng við
undirleik Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur. Kvennakirkjan er sjálf-
stæður hópur innan íslensku þjóð-
kirkjunnar og heldur messur í
hinum ýmsu kirkjum. Messurnar
eru öllum opnar.
Mánudaginn 15. nóvember kl.
17.30–19 hefst námskeið í kvenna-
kirkjunni undir yfirskriftinni Bibl-
ían, kvennaguðfræðin og dagleg
trú. Námskeiðið stendur í fjögur
kvöld, kennari er séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir. Nánari upplýs-
ingar síma 551 3934.
Fimmtudaginn 18. nóvember kl.
17.30 verður síðdegisboð í Kvenna-
garði, Laugavegi 59, 4. hæð. Þar
mun Þorbjörg Daníelsdóttir ræða
um metsölubókina Da Vinci-
lykilinn og efna til umræðu. Heitar
vöfflur verða á boðstólum með
kaffinu og samverunni.
Fyrirlestur
í Landakoti
SR. JÜRGEN Jamin heldur áfram
fyrirlestri sínum um altarisþjón-
ustu heilagrar messu mánudaginn
15. nóvember kl. 20.00 í safn-
aðarheimili kaþólskra á Hávalla-
götu 16.
Að þessu sinni fjallar erindið um
Elísabetu frá Ungverjalandi: Helg-
un eða gjörbreyting – að vera í ná-
vist Guðs.
Trú og tilfinningar
ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember
hefst í Leikmannaskóla þjóðkirkj-
unnar námskeið þar sem fjallað
verður um hvernig áhrif tilfinn-
ingar hafa á trú okkar og trúarlíf.
Einkum verður lögð áhersla á það
hvernig viðhorf okkar og tilfinn-
ingar gagnvart öðrum, s.s. skömm
og sekt, hafa á áhrif á trú okkar og
tengsl við Guð. Í framhaldi af því
verður fjallað um hvernig erfiðar
tilfinningar sem hafa orðið til hvort
sem er í uppvexti eða áföllum lífsins
hafa áhrif á tengsl okkar við æðri
mátt. Unnin verða verkefni í
tengslum við efni námskeiðsins.
Kennari á námskeiðinu er Vigfús
Bjarni Albertsson, guðfræðingur
og Mth. í sálgæslufræðum, hóp-
stjóri á barna og unglingageðdeild
við Dalbraut.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn
16. nóvember og er kennt í þrjú
skipti, tvo tíma í senn milli kl. 18.00
og 20.00. Kennt er í Grensáskirkju
og fer skráning fram í síma
535 1500 eða á vef skólans,
www.kirkjan.is/leikmannaskoli.
Kór MR í
Dómkirkjunni
Á SUNNUDAGINN syngur kór
Menntaskólans í Reykjavík við
messu kl.11.00 í Dómkirkjunni.
Í kórnum eru um 80 kórsöngv-
arar og auk þess leika nokkrir kór-
félagar á hljóðfæri.
Stjórnandi kórsins er Marteinn
H. Friðriksson dómorganisti.
Frá Garðasókn
ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember kl.
13.00 kemur góður gestur í heim-
sókn í „opið hús“ í Kirkjuhvoli,
safnaðarheimili Garðasóknar. Þar
er á ferð Þórir S. Guðbergsson, sem
mun lesa úr bókum sínum, „Lífs-
gleði“ og halda uppi umræðum um
lífið og tilveruna almennt. Þórir
mun vera með hópnum til kl. 14.30,
þegar kaffi verður fram borið, en
eftir það geta viðstaddir ýmist grip-
ið í spil eða haldið áfram að spjalla.
Allir velkomnir.
Á miðvikudaginn, 17. nóvember
eru foreldramorgnar eins og venja
er til frá kl. 10–12. Þar mun að
þessu sinni fara fram kynning á
Volare-vörum, en það eru ísr-
aelskar hár-, húð- og heilsuvörur,
sem nú fást einnig í snyrtivörulínu.
Sunnudagurinn hefst á messu
kristniboðsdagsins, en þar verður
tekið á móti framlögum til kristni-
boðsstarfsins. Messan er í umsjá sr.
Friðriks J. Hjartar.
Æskulýðsfélagið heldur fundi
sína á sunnudögum kl. 19.30 í safn-
aðarheimilinu. Unglingum í 8.–10.
bekk er sérstaklega bent á að
kynna sér þessa fjölbreytilegu og
skemmtilegu starfsemi, en eldri
deild æskulýðsfélagsins kemur
saman kl. 21.00 á sunnudögum.
Samfélag í trú
og gleði
SYNGJUM í kirkjunni. Þori ég – vil
ég – get ég?
Á námskeiðinu sem haldið verður
þriðjudagana 16. og 23. nóvember
verða kynntir og sungnir ýmsir
sálmar og söngvar kirkjunnar og
fjallað stuttlega um undir-
stöðuatriði í söngþátttöku. Nám-
skeiðinu er ætlað að hvetja þau sem
telja sig ósöngvön, til enn frekari
þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.
Hér er einstakt tækifæri fyrir alla
þá sem hafa áhuga á því að kynnast
nánar fjölbreytilegum söngvum
kirkjunnar og öðlast um leið kjark
til að syngja með.
Í tengslum við þetta námskeið
verður einn sálmur kynntur og æfð-
ur fyrir hverja messu sunnudagana
14., 21. og 28. nóvember. Kirkju-
gestur eru hvattir til þess að mæta
til messu 15 mínútum fyrir messu-
tíma þessa sunnudaga til þess að
taka þátt í þessari nýbreytni.
Fræðslunefnd Garðasóknar.
Frá starfssvæði kristniboðsins í Pókot í Kenýu þar sem guðsþjónustuhald fer fram utandyra vegna aðstöðuleysis.