Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Ragn-heiður Antons-
dóttir fæddist á
Deplum í Fljótum 9.
desember 1913. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar hinn 1.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jónína Stef-
anía Jónasdóttir, f.
14. maí 1881, d. 24.
apríl 1955, og Anton
Grímur Jónsson, f.
11. desember 1882,
d. 26. apríl 1931.
Systkini Jóhönnu
voru: Guðrún Jónína, f. 29. júlí
1906, látin, Jónas Guðlaugur, f.
14. ágúst 1909, látinn, Steinunn,
f. 13. september 1911, látin, Guð-
mundur, f. 23. júlí 1915, látinn,
Helga, f. 1918, látin, og Sigríður
Gunnlaug, f. 1. október 1923.
Auk þess átti hún eina fóstur-
systur, Stefaníu Guðrúnu Guðna-
dóttur, f. 17. október 1926.
Jóhanna giftist 26. desember
árið 1934 Sigurbirni Bogasyni, f.
3. september 1906, d. 8. nóvem-
ber 1983. Foreldrar hans voru
Kristrún Hallgrímsdóttir, f. 3.
desember 1878, d. 16. ágúst
1968, og Bogi Guðbrandur Jó-
hannesson, f. 9. september 1878,
d. 27. október 1965. Jóhanna og
Sigurbjörn eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Steingrímur Anton, f.
14. desember 1933, kvæntur Pál-
ínu Frímannsdóttur, f. 10. janúar
1935. 2) Bogi Guðbrandur, f. 24.
nóvember 1937, kvæntur Sigur-
helgu Stefánsdóttur, f. 4. nóv-
ember 1936. 3) Kristrún, f. 28.
nóvember 1947, gift Gunnari
Friðrikssyni, f. 1. febrúar 1945,
d. 29. júlí 2003. 4)
Jónína Stefanía, f.
23. júlí 1949, gift
Jóhanni Stefáns-
syni, f. 19. febrúar
1950. 5) Jón, f. 24.
október 1950,
kvæntur Björk
Jónsdóttur, f. 15.
ágúst 1951. 6) Ás-
grímur, f. 6. nóvem-
ber 1956, kvæntur
Guðrúnu Sighvats-
dóttur, f. 24. októ-
ber 1960. Auk þess
ólu Jóhanna og Sig-
urbjörn upp og ætt-
leiddu dóttur Guðrúnar Jónínu
systur Jóhönnu og Þiðranda
Ingimarssonar, Guðrúnu, f. 13.
apríl 1942, gift Birgi Haralds-
syni, f. 1. febrúar 1937. Barna-
börn Jóhönnu eru orðin 26,
barnabarnabörn 38 og barna-
barnabarnabörn fjögur.
Jóhanna og Sigurbjörn stund-
uðu búskap í Fljótum, lengst af á
Skeiði, til ársins 1959 er þau
fluttu til Siglufjarðar. Á Skeiði
dvaldi Stefanía móðir hennar hjá
þeim til margra ára og með
henni yngsta systir Jóhönnu,
Sigríður. Á Siglufirði vann Jó-
hanna í Lagmetisiðjunni Sigló-
síld og síðar í Saltfiskverkun
Bjarna Þorsteinssonar þar til
hún lét af störfum. Auk þess salt-
aði hún síld eins og títt var um
konur á Siglufirði á þeim tíma.
Með Jóhönnu og Sigurbirni
fluttu til Siglufjarðar foreldrar
Sigurbjörns, Kristrún og Bogi,
sem dvöldu hjá þeim til æviloka.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustundinni, þeirri stund sem all-
ir vita að kemur, en samt hreyfir svo
mörgu í huga manns.
Er ég skrifa þessi örfáu þakkarorð
til þín, mamma mín, er ekki laust við
að ósjálfrátt brjótist fram tár í augun.
Ég minnist skemmtilegra og góðra
daga í sveitinni öll mín uppvaxtarár.
Oft hafðir þú á orði á þeim tíma
hvað þig hafði langað til að læra
meira eins og þú orðaðir það, en fjár-
hagur ekki leyft, þar sem afi Anton
hafi látist þegar þú varst aðeins 17
ára.
Ég minnist þess einnig hversu ríkt
þú lagðir að mér sveitastráknum að
ég yrði að læra eitthvað meira og því
senduð þið pabbi mig í skóla til Siglu-
fjarðar, þrátt fyrir lítil efni. Fyrir það
verð ég til æviloka í þakkarskuld við
þig.
En ef til vill var þó ennþá mikil-
vægara það sem þú brýndir stöðugt
fyrir okkur systkinunum í uppvext-
inum, að vera heiðarleg og hjálpa
þeim sem minna máttu sín í þjóð-
félaginu.
Gjafmildi þín og greiðasemi var
með ólíkindum og oft hugsaði ég til
þess hvernig þú fórst að því að
styrkja öll þau málefni sem þú lagðir
lið, hvort sem það var Hjálparstofnun
Kirkjunnar, Rauði krossinn eða önn-
ur líknar- og góðgerðafélög, alltaf átt-
ir þú eitthvað aflögu, þegar leitað var
aðstoðar.
Oft ræddir þú um hversu þjóðfé-
lagið byggi vel að eldra fólkinu í land-
inu. Þá varstu svo þakklát og ánægð
með þitt hlutskipti og hversu gott þú
sagðist hafa það, þannig varst þú,
alltaf svo jákvæð og ánægð.
Já, ekki fóru börnin heldur tóm-
hent frá þér í Skálarhlíðinni, þegar
þau litu inn til þín, margur þúsund-
kallinn var þá í lófanum þegar kvatt
var.
Svona varstu, mamma mín.
Ég minnist þess sérstaklega
hversu góð þú varst alltaf við Krist-
rúnu ömmu, sem þú annaðist heima
rúmliggjandi og blinda síðustu æviár-
in, það var alveg einstakt.
Þú hafðir svo gaman af því að spila
og þær eru óteljandi stundirnar sem
við börðumst í kasínunni öll árin þín í
Skálarhlíðinni, þar sem ég varð að
játa mig sigraðan um síðuðustu ára-
mót, er spilamennskunni lauk, þegar
þú veiktist og þurftir að fara á sjúkra-
húsið.
Mér tókst þó að halda skuldinni
neðan við tvö hundruð á þessu tíu ára
tímabili samkvæmt bókhaldinu, sem
var þó skárra en hjá Birki sem
skuldaði tæpar hundrað eftir tvö ár
en allt var þetta samviskusamlega og
rétt fært til bókar.
Já, mamma mín, það var svo gam-
an að spila við þig, því þú hafðir svo
gríðarlega skemmtilegt keppnisskap.
Jæja, mamma mín, ég vil með þess-
um fáu línum þakka þér allt sem þú
hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina.
Helga sendir þér hinstu kveðju og
innilegar þakkir fyrir allt og allt.
Þessi fátæklegu orð vil ég enda
með þessu ljóði:
Elsku mamma, okkur skilur
að um tíma dauðans hönd.
Þó að hvíld sé þreyttum blessun
og þægur byr að ljóssins strönd.
Þó er jafnan þungt að skilja.
Þokast nær mörg fögur mynd,
þegar hugur krýpur klökkur,
kær við minninganna lind.
Ég veit að pabbi tekur brosandi á
móti þér.
Þinn sonur
Bogi.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
Guð geymi þig, elsku mamma.
Þín dóttir,
Kristrún.
Kærleikur er orðið sem lýsir móð-
ur minni best. Fölskvalaus kærleikur
umvafði okkur systkinin, alla tíð. Að
alast upp við slíkt ástríki eru forrétt-
indi sem aldrei verða fullþökkuð.
Uppeldið var langt frá því að vera
strangt, en það voru ákveðin atriði
sem við urðum að hafa í heiðri. Við
máttum ekki tala illa um fólk, við átt-
um að hjálpa þeim sem voru minni-
máttar og við máttum ekki taka það
sem við áttum ekki. Eins og hún sagði
oft: „Ef þið takið 10 aura í dag þá
verða teknir af ykkur 20 aurar á
morgun.“
Ég er þakklát Guði fyrir að hafa
gefið mér slíka móður. Sofðu rótt,
elsku mamma mín, og hafðu þökk fyr-
ir allt.
Stefanía.
Fyrstu minningarnar eru úr sófan-
um á Nefstöðum þar sem ég stundum
gisti. Þar fór Hanna amma með bæn-
irnar sínar. Þær voru óteljandi marg-
ar, að mínu mati þá. Þar var beðið
Guðs blessunar þeim sem næst henni
stóðu, en ég náði því miður nær aldrei
að halda mér vakandi uns lesturinn
var á enda. Þetta eru mínar fyrstu
minningar um Hönnu ömmu sem var
mér, eins og öðrum afkomendum,
ákaflega kær. Og það má segja það að
þessar fyrstu minningar hafi mótað
mín viðhorf gagnvart ýmsu, sem ég
bý að enn í dag.
Hún hafði mikla þolinmæði gagn-
vart okkur ungviðinu og oftar en ekki
þá hófust samræður þar sem hún
fræddi okkur um liðna tíð og erfið-
leika sem oft einkenndu þá tíma er
hún ól upp sín börn á Skeiði og þá var
oft þröngt í búi. En allt bjargaðist
þetta með Guðs hjálp var hún vön að
segja.
Þegar aldur og þroski sögðu til, þá
tók spilamennskan við. Ólsen ólsen,
Marías, Rommí og síðast en ekki síst
Kasínan sem við spiluðum um árarað-
ir, við tvö. Þar beið ég yfirleitt lægri
hlut en það var haldið mjög nákvæmt
bókhald í þeirri samkeppni. Þó spil-
aðar hafi verið á annað þúsund kas-
ínur, með slökum árangri mínum, þá
spilaði Bogi frændi miklu fleiri Kas-
ínur við móður sína enda var skuld
hans enn meiri en mín þegar upp var
staðið og réttast að fara ekki nánar út
í þá sálma hér.
Þegar fleiri bar að garði þá var
spilað eftir atvikum Tvistamanni, Rú-
berta eða Félagsvist. Mikið keppnis-
skap einkenndi hóp fólksins sem tók
þátt í leiknum þó ætíð væri viðkvæði
ömmu að allt væri jafnt þegar upp
væri staðið. Þó held ég að amma heit-
in hafi verið mesta keppnismanneskj-
an af okkur öllum, enda hafði hún oft-
ar en ekki betur.
Ég man aldrei til þess að amma
hafi byrst sig við mig enda fylgdi
gleðin og léttleikinn henni alla tíð. Þó
held ég að hún hafi yfirleitt farið sínu
fram, en nær aldrei með leiðindum,
og sjaldan skipti hún skapi þó hún
hafi alls ekki verið skaplaus kona.
Hún þoldi ekki illmælgi í garð náung-
ans og talaði oftar en ekki máli þess
sem á var hallað ef svo bar undir.
Hanna amma safnaði ekki veraldleg-
um auði enda bar hún þá fyrir brjósti
er minna máttu sín og gaf á efri árum
myndarlega til góðgerðarmála, þá
jafnt innan lands sem utan.
Nú kann einhver að halda að hér sé
teiknuð upp mikil glansmynd, en svo
er ekki. Í minningunni var Hanna
amma góðhjörtuð kona sem bar hag
síns fólks fyrir brjósti og fannst miklu
skipta samheldni fjölskyldunnar og
eftir höfðinu dansa limirnir í þeim
efnum.
Samverustundirnar voru margar
og minningarnar halda áfram að
hrannast upp, en hér skal látið staðar
numið. Komið er að skilnaðarstund.
Löngu dagsverki er lokið, hvíldinni
varstu fegin.
Elsku amma, takk fyrir mig.
Birkir J. Jónsson.
Nú er mín ástkæra Hanna amma
búin að kveðja þetta líf, södd lífdaga,
laus við þrautir og mein. Hún amma
mín var engri lík og get ég seint full-
þakkað henni allt sem hún hefur gert
fyrir mig og mína. Kærleikur, ást og
umhyggja var það sem einkenndi
ömmu og öll hennar samskipti og tók
hún öllum opnum örmum sem komu á
hennar heimili. Hún átti einhvern
veginn svo gott með að láta fólki líða
vel og því vart að undra að maður
sótti í félagsskap hennar.
Amma mátti aldrei neitt aumt sjá
og vildi alltaf vera að gera eitthvað
fyrir aðra, enda ófá félögin og líkn-
arsamtökin sem hafa notið góðs af
fjárframlögum hennar í gegnum tíð-
ina. Ef hún eignaðist einhverja aura,
þá var hún ekki í rónni fyrr en ein-
hver bágstaddur gat notið þeirra með
henni. Einnig má nefna góðsemi
hennar og óeigingirni í garð tengda-
foreldra sinna, sem hún á sínum tíma
hjúkraði til þeirra dauðadags, en
tengdamóðir hennar var bæði blind
og rúmliggjandi síðustu æviár sín.
Amma var alla tíð mjög félagslynd
og vildi alltaf hafa mannmargt í
kringum sig. Alltaf var hún til í að
taka í spil og hafði mikla ánægju af
því að fara á „Bingó“ og á „Spilin“. Á
þessum sviðum náði hún oft miklum
árangri, var oft heppin og fékk marga
vinninga, sem hún gaf jafnharðan og
leyfði öðrum að njóta.
Hanna amma var mjög trúuð og
lagði ríka áherslu á að ég lærði bænir
og ætti að muna eftir að þakka al-
mættinu fyrir það sem mér hlotnaðist
í lífinu. Hún sagði oft við mig: „Þú
veist, elsku nafna mín, að það er ekki
nóg að taka bara út þegar á þarf að
halda, þú verður að vera búin að
leggja eitthvað inn fyrst.“ Hún amma
var búin að leggja gríðarlega mikið
inn, enda var hún oft bænheyrð og
fyrir löngu búin að greiða leið sína inn
í himnaríki.
Eins og áður óska ég þér alls hins
besta, elsku amma mín, og hafðu
hjartans þakkir fyrir allt og allt. Megi
góður guð geyma þig.
Þín
Jóhanna.
Hanna amma lést á 91. aldurs-
árinu, eftir veikindi sl. tíu mánuði.
Fram að þeim tíma hafði hún átt
mjög góð ár, þar sem spilamennskan
skipaði stóran þátt í lífi hennar. Það
var ýmist kasína, félagsvist, manni
eða rúberta sem spilað var daglega
enda voru spil hennar líf og yndi. Þá
var barist hart við spilaborðið og ekk-
ert gefið eftir, enda keppnisharkan
þónokkur innan ættarinnar. Yfirleitt
hafði sú gamla betur, en huggaði okk-
ur með því að allir væru jafnir í lokin,
þó svo að hún hafi í raun burstað okk-
ur.
Amma var góð kona, sem aldrei
mátti neitt aumt sjá, þannig gaf hún
reglulega rausnarleg framlög til
Rauða krossins og til hinna ýmsu
málefna. Þá var hún drjúg að lauma
peningi til barnabarnanna.
Það má segja að amma hafi verið
miðpunktur ættarinnar, þangað
komu ættingjar mikið í heimsókn og
hittu þá hver annan og gjarnan var
tekið í spil. Þá fylgdist hún alltaf með
á textavarpinu ef einhverjir úr ætt-
inni voru á bridgemótum í Reykjavík.
Það má segja að tíminn á sjúkra-
húsinu hafi verið ömmu erfiður, þá
gat hún ekki stundað sína skemmti-
legustu iðju að spila og maður skynj-
aði það að hún hafði misst mikið.
Amma var trúrækin mjög og þegar
maður var hjá henni sem barn, þá
kenndi hún manni ótal bænir, sem
maður hefur ekki heyrt annars stað-
ar. Það var merkilegt að amma hafði
þau áhrif t.d. á krakkana að þau sett-
ust yfirleitt út í horn með litla kass-
ann með leikföngunum í og léku sér
og að því loknu gengu þau frá þeim
aftur í kassann án þess að vera beðin
um það. Svona var andinn heima hjá
ömmu.
Kristrún, tengdamóðir ömmu, var
blind síðustu æviár sín og annaðist
amma hana af slíkri umhyggjusemi
að oft hefur verið um talað, t.d. las
hún fyrir hana á hverjum degi. Þá
hafði amma oft á orði að Kristrún
mundi taka á móti sér.
Ég vil að lokum þakka ömmu fyrir
samfylgdina í gegnum árin. Veit ég að
það verða góðir endurfundir með afa.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Antonsdóttur.
Ólafur Jónsson.
Hún amma er dáin. Það er svo
skrýtið að þú sért ekki lengur hér á
meðal okkar. Við erum búnar að vera
svo lánsamar að hafa þig svo lengi hjá
okkur, þú komin langt á 91. árið. En
við vitum að þú ert hvíldinni fegin því
að síðustu mánuðir eru búnir að vera
erfiðir og nú ertu komin til hans afa.
Við vorum svo heppnar að alast upp í
sama húsi og þið afi bjugguð í á Lind-
argötu 17 (Nefstöðum) og frá þeim
árum er margs að minnast. Að koma
við á hæðinni hjá ömmu og fá rúsínu-
lummur og ástarpunga og annað góð-
gæti, svo ekki sé minnst á alla þá
hlýju og ást sem þú sýndir okkur
barnabörnum þínum og síðan börn-
um okkar, því að hlýju og kærleik átt-
ir þú nóg af og alltaf varst þú tilbúin
að hjálpa þeim sem minna máttu sín.
Fyrir nokkrum árum fluttir þú í
Skálarhlíð og eins og á Lindargötu
var alltaf mikið líf í kringum þig, mað-
ur sagði oft að það væri eins og á um-
ferðarmiðstöð, alltaf einhverjir að
koma og fara, því að skreppa í kaffi til
ömmu (amma lagaði besta kaffi í
heimi, svona upp á gamla mátann),
var hluti af okkar lífi og ef færi gafst
þá var spilaður marías. Við vorum nú
alltaf í mikilli skuld við þig, því spila-
heppin varst þú.
Elsku amma, með þessum línum til
þín þá viljum við þakka þér fyrir allt.
Guð blessi þig.
Kveðja.
Kristín Bogadóttir,
Karólína Sigurjónsdóttir.
Elsku amma. Okkur systkinin
langar að kveðja þig með nokkrum
orðum. Þú varst einstök kona, svo
brosmild, hlý, jákvæð og umburðar-
lynd. Við systkinin munum alltaf eftir
tilhlökkuninni sem börn að fara og
heimsækja ömmu og afa á Sigló. Það
var tilhlökkun sem entist í marga
daga áður en farið var í ferðina. Við
fengum þvílíkar móttökur að engin
orð fá því lýst. Við vorum föðmuð og
kysst í bak og fyrir, hlýjan og inni-
leikinn ykkar var svo mikill. Við vor-
um alveg viss um að við gátum ekki
átt betri ömmu og afa. Síðan voru
kræsingar þannig að maður hafði
ekki séð annað eins. En það var einn
af þínum mörgu góðu eiginleikum,
amma, að taka vel á móti gestum. Það
var alltaf líf og fjör í kringum þig.
Maður kom ekki svo í heimsókn til
þín, að einhver annar liti ekki inn á
meðan. Þú áttir marga góða vini og
varst mikil félagsvera. Þú máttir
aldrei neitt aumt sjá og réttir alltaf
fram höndina ef einhver átti erfitt.
Þegar við litum inn til þín voru heims-
málin rædd, slegið á létta strengi og
JÓHANNA
ANTONSDÓTTIR
Elsku afi, nú ertu
farinn.
Þú klæddur og
komin á ról á leið í
morgunverð og ljósið þitt slokkn-
GUÐNI JÓN
GUÐBJARTSSON
✝ Guðni Jón Guð-bjartsson
fæddist í vestur-
bænum í Reykjavík
29. júní 1916. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20.
október síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 29.
október.
aði, en öll ljósin sem þú
kveiktir lifa og lýsa
okkur áfram, minningin
um þig mun aldrei
slokkna.
Og nú, elsku afi, ertu
komin í faðm hennar
ömmu, sem þú elskaðir,
dáðir, dýrkaðir og þráð-
ir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá
Presthólum.)
Ragnheiður Katrín.