Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 45 MINNINGAR oftar en ekki tekið í spil. Seinni árin varstu vön að koma upp að Bakka, til Gunnu dóttur þinnar og Birgis, og dvelja þar í tvær vikur. Það voru ynd- islegir tímar og áttum við þá margar góðar stundir með þér. Það var aldrei spilað eins mikið á Bakka og þessar tvær vikur. Þá sóttu langömmubörn- in stíft til þín, þau munu sárt sakna stundanna með þér. Elsku amma, nú ertu búin að kveðja þennan heim. Við sitjum eftir með söknuð og hlýjar minningar um þig. Þú talaðir stundum um það að afi væri búinn að bíða lengi eftir þér. Er gott til þess að hugsa að það hafi verið miklir fagnaðarfundir þegar þið hitt- ust á ný eftir langan aðskilnað. Elsku amma, minning þín lifir í hjörtum okkar, guð blessi þig og hafðu þökk fyrir allar góðu og hlýju stundirnar sem þú gafst okkur. Hvíldu í friði, elsku amma. Ömmubörnin frá Bakka. Hanna frænka mín er farin yfir landamærin miklu, landamærin sem allir lifendur horfa til, margir ef til vill uggandi um hvað okkar bíður handan þeirra, aðrir fullvissir þess að eðlileg- um framgangi lífsins þurfi ekki að kvíða. Ég trúi því að Hanna hafi hugsað með velþóknun til þessara óhjákvæmulegu vistaskipta – fagnað því að flytja úr þreyttum líkamanum í ríki þess Guðs sem hún treysti á öllu framar. Hún hafði lifað langa og far- sæla ævi og var þakklát fyrir það sem Guð og gæfan lagði henni til í lífinu og kunni vel með það að fara. Ég minnist hennar léttu lundar og get auðveld- lega kallað fram úr fjarskanum end- uróm af hljómmiklum hlátri, sem ekki þurfti mikið til að kalla fram. Hanna giftist ung föðurbróður mínum Sigurbirni, Bubba, sem látinn er fyrir rúmum tuttugu árum. Þau voru samhent hjón og aðlaðandi og heimilið opið og frjálslegt, enda streymdu þangað gestir og oft var hlegið dátt í léttu spjalli eða spilum sem gjarnan var gripið í. Á unglings- árum mínum í Fljótum bjuggu þau á Skeiði – þar var ég þá tíður gestur og á þaðan margar góðar minningar. Heimilið á Skeiði var snemma fjöl- mennt nokkuð og því að mörgu að hyggja og hvíldartími Hönnu efalaust naumur stundum. Þegar fjölskyldan flutti heimili sitt til Siglufjarðar flutt- ust amma mín og afi Kristrún og Bogi á Minni-Þverá með þeim þangað og voru á heimili þeirra eftir það til ævi- loka og þar fengu þau það örugga skjól sem aldraðir þarfnast og þess minnist ég að foreldrar mínir voru þakklát fyrir þá nærgætnu umhyggju sem þau nutu þarna. Góð kona er gengin og það er sannarlega skarð í frændgarðinn Blessuð sé minning hennar. Jónas Hallgrímsson. Kæra frænka, þá er komið að kveðjustund. Í huga mínum á ég margar góðar minningar um þig. Þú varst stóra systir hans pabba eða Munda bróður eins og þú kallaðir hann alltaf. Ég man göngutúrana á laugardags- eða sunnudagsmorgnum með pabba í morgunkaffi að Nefstöð- um, þar sem alltaf eitthvað gott var á borðum. Gjafmildi þín var mikil, allar jóla- gjafirnar og bingóvinningarnir sem þú gafst mér, að ógleymdu öllum þeim stundum sem ég átti með for- eldrum mínum á Nefstöðum þar sem setið var tímunum saman við spila- borðið. Alltaf var margt fólk í kringum þig og mikill gestagangur og þannig vild- ir þú hafa það, alltaf pláss fyrir alla. Þú talaðir alltaf af stolti um börnin þín, tengdabörnin og afkomendur þeirra enda þau þér afar kær. Að lokum vil ég sérstaklega þakka þér fyrir hversu góð þú varst við drengina mína, þá Magnús og Guð- mund Árna, eða Munda litla eins og þú ein máttir kalla hann. Ég veit að þú baðst oft fyrir Magnúsi þegar hann var sem veikastur. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér og efalaust er spilastokkur- inn tilbúinn og gott ef ekki er búið að gefa. Minningin lifir um góða frænku með stórt hjarta og breiðan faðm. Margrét Guðmundsdóttir. ✝ Benedikt Davíðs-son fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 2. júlí 1918. Hann varð bráðkvaddur á Kópaskeri að morgni 3. nóvember síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Þór- halla Benediktsdótt- ir frá Hallgils- stöðum, f. 22.8. 1893, d. 27.2. 1921, og Davíð Árnason frá Gunnarsstöðum, f. 7.8. 1892, d. 17.7. 1983. Alsystur Benedikts voru þær Arnbjörg, f. 1917, og Sig- þrúður, f. 1919, látin. Sigþrúður bjó í Danmörku frá 1945. Eftir lát Þórhöllu flutti Davíð til Reykjavíkur með börn sín og hélt heimili með systrum sínum, þeim Guðbjörgu og Margréti. Síðari kona Davíðs var Þóra Steinadóttir, f. 1902, d. 1998. Hálfsystkini Benedikts eru Þór- halla, Steinunn, lést á barns- aldri, Þóra og Aðalsteinn. Bene- ir hennar er Arnrún Halla. Guð- mundur Örn, f. 1953, börn hans eru Hrönn, Halla, Davíð og Pét- ur. Langafabörnin eru tvö, Heimir og Bergþóra Huld. Benedikt hóf skólagöngu í Landakotsskóla í Reykjavík. Hann gekk síðar í barnaskóla á Snartarstöðum. Tvo vetur var hann nemandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og einn vetur á Eiðum. Benedikt vann margvís- leg störf fram til ársins 1944 en þá um vorið lauk hann prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík og gerðist síðan skrifstofumaður hjá KNÞ á Kópaskeri á þriðja áratug. Eftir það var hann úti- bússtjóri Samvinnubankans og loks Landsbankans á Kópaskeri fram yfir sjötugsaldur. Auk þessara starfa og bústarfa á Hvoli var hann flugafgreiðslu- maður í nokkur ár og vitavörður frá því um 1950 til dauðadags. Eftir lát konu sinnar bjó Bene- dikt um tíma einn, en hélt heim- ili frá 1996 með syni sínum og sonarbörnum. Hann gekk að heimilisstörfum og þjónustu við sitt fólk til dauðadags. Útför Benedikts fer fram frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Duft- ker Benedikts verður jarðsett síðar í Snartarstaðakirkjugarði. dikt fór ungur að Snartarstöðum í Núpasveit. Þar ólst hann upp hjá hjón- unum Halldóru Hall- dórsdóttur og Guðna Ingimundar- syni. Halldóra var frænka Benedikts og æskuvinkona Þórhöllu, móður hans. Benedikt kvæntist árið 1944 Sigríði Jó- hönnu Kristjáns- dóttur (Lóló), f. 20. júlí 1925, d. 29. ágúst 1993, og þau stofnuðu heimili á Hvoli ásamt Guðna en Halldóra fóstra Benedikts var þá látin. Þau Benedikt og Sigríður fluttust til Kópaskers 1979 og Guðni með þeim, og bjuggu þar síðan. Börn Benedikts og Sigríð- ar eru: Þórhalla Guðrún, f. 1945, látin, maður hennar, Rúnar Lund, f. 1946. Rannveig, f. 1948, maður hennar er Kristján Páls- son, f. 1945. Synir Arnar Már, Páll og Kári. Erna, f. 1950, dótt- Elsku afi minn. Ég trúi því varla að þú sért farin. Ég held ég verði töluverðan tíma að ná því. Margar af fallegustu bernskuminningum mínum tengj- ast þér. Ég var svo heppin að fá að vera mikið hjá ykkur ömmu þegar ég var krakki. Ég man eftir göngu- túrunum okkar út í vita og Gríms- höfnina. Við ræddum margt í þess- um göngutúrum og þú talaðir alltaf við mig eins og ég væri fullorðin manneskja. Það þroskaði mig og gerði mig að betri manneskju. Ég man eftir kartöflugarðinum þínum sem þú hugsaðir um af mikilli natni og kenndir mér að bera virðingu fyrir náttúrunni. Svo réttirðu mér molduga gulrót og við settumst nið- ur og ræddum málin þar til við viss- um að amma var farin að bíða eftir kartöflum í soðið. Þá settist ég upp á kerru og þú inní bíl og við fórum rólega heim. Það var aldrei neinn æsingur. Svo kenndir þú mér að keyra. Það voru frábærar stundir sem við eyddum saman út á gamla flugvelli. Ég talaði út í eitt og þú hlustaðir, þér fannst gaman hvað ég gat talað mikið. En þú bentir mér samt reglulega á að það væri nauðsynlegt að halda einbeitingu þegar maður væri að keyra bíl. Þú misstir aldrei þolinmæðina, aldrei. Þú varst alltaf yfirvegaður, hlýr og góður. Kvöldin í Duggugerðinu voru yndisleg. Þú sofnaðir yfirleitt í stólnum þínum yfir sjónvarpsfrétt- unum og þá fór amma niður og tók til kvöldkaffi. Svo kom hún upp stigann með bakkann og þú vakn- aðir við te-ilminn eða amma klapp- aði þér á vangann. After-eight og mjólk, ég með bros á vör því ég fékk alltaf eins mikið og ég vildi. Þið amma og afi Guðni að spjalla. Og svo greiddir þú alltaf á mér hár- ið áður en ég fór að sofa. Litlar stúlkur eiga aldrei að fara að sofa með ógreitt hár, sagðir þú alltaf og greiddir hárið á mér þar til það var orðið alveg glansandi. Takk fyrir allar góðu stundirnar elsku afi minn, hjarta mitt og hug- ur er fullt af fallegum minningum sem þú gafst mér og þær á ég allt- af. Nú getur amma gefið þér te með miklum sykri og koss á skallann eins og hún var vön. Bið að heilsa, þín Arnrún Halla. Hann Diddi átti sama afmælis- dag og mamma annarrar okkar. Það var skrýtið, eins og það voru annars margir dagar í árinu. Hann átti líka hana Lóló, sem var svo góð við okkur, afa Guðna, Hvolsstelpur og Bóa. Það var ægilega gaman að fara upp í Hvol, maður þurfti aldrei að finna upp á einhverju til að gera af sér þar, Hvolsstelpur sáu um það og Diddi bara hló að okkur og öllum uppátækjunum, kannski sagði hann, að við værum óttalegir hálf- vitar að láta svona. Að vera hálfviti í augum hans var engan veginn slæmur kostur. Það var gaman. Við uxum úr grasi og unnum með Didda í Kaupfélaginu, hann uppi og við Hvolsstelpur niðri og ekki bar á því, að húmorinn hefði minnkað, hann hafði ennþá gaman af ærsl- unum öllum og latti ekki til þeirra, hló, stundum aftur á bak og stríddi pínulítið, hvatti til skemmtileg- heita. Diddi var skemmtilegur mað- ur, en hann var ekki bara það, hann var kjölfesta. Hann var af gamla skólanum, sem mat heiðarleika og áreiðanleika mikils. Hann var sann- ur sannfæringu sinni. Hann ól upp í okkur ábyrgð. Afi Guðni átti alltaf Hvolsjeppann og lánaði hann gjarnan til ballferða hvenær og hvert sem var. Við héldum, að það hefði verið bara hann, sem tók þær ákvarðanir, en á bak við tjöldin var það Diddi sem réði þessu í raun og veru. Afi Guðni fékk þakkirnar og það þótti Didda ekkert verra. Diddi bar ekki tilfinningarnar ut- an á sér, en ef honum var ekki létt í skapi var hægt að sjá það. Það bitn- aði þó sjaldnast á öðrum, hann hafði agað skap sitt með aðdáun- arverðum hætti. Samfélagið á Kópaskeri á Didda mikið að þakka. Þar lifði hann og starfaði allt lífið, vann samfélaginu af heilindum alla tíð og dó þar. Þar vildi hann vera, ekki annars staðar. Við þökkum fyrir það og allt það, sem hann var okkur í bernsku og á unglingsárum og eins hvað það var gott að hitta hann nú á seinni árum. Elsku Rannveig, Erna, Bói og ykkar fólk, við vottum ykkur djúpa samúð. Hulda Brynjúlfsdóttir og Þórey Guðmundsdóttir. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þökkuð bróðir, öll hin liðnu ár. (Guðmundur Böðvarsson.) Aðstandendum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Inga Hr. Björnsdóttir. BENEDIKT DAVÍÐSSON Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlags stund. Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (Matthías Jochumsson.) Fríða kom inn í líf fjölskyldunnar á Kirkjubæ II stuttu eftir ættar- mót á Klaustri. Við trúum því varla núna hve stutt er síðan því hún féll svo eðlilega inn í fjölskylduna að það var eins og hún hefði alltaf ver- ið með okkur. Margar myndir fljúga í gegnum hugann. Gamlárskvöld á Klaustri. Hersingin stormar að brennunni og Fríða og fleiri reyna að hafa taum- hald á börnunum. Og um miðnætti FRÍÐA BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Fríða Björkfæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. desem- ber 1977. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 10. nóvember. voru allir úti að skjóta flugeldum. Fríða bros- andi sínu hlýja brosi við stjörnuljós í myrkrinu. Sumar og sól á Klaustri. Sigurður og Fríða í garðinum á Kirkjubæ I að spjalla meðan fylgst er með virkjunarframkvæmd- um og sílaveiðum barnanna í læknum. Fríða alltaf tilbúin að leysa úr vanda barnanna þegar stíg- vélin voru orðin full af vatni eða buxurnar blautar. Hún lagði sig fram um að sinna vel börnum Sigurðar og fórst það vel úr hendi. Börnin okkar hinna nutu líka umhyggju hennar og þau minnast hennar með hlýju og sökn- uði. Á Kirkjubæ II er oft margt um manninn. Hver þvælist fyrir öðrum en allir reyna þó að hjálpast að. Fríða lét ekki lætin slá sig út af laginu en var drjúg að hjálpa til við allt sem til féll bæði innanhúss og í fjárstússinu úti. Hún gerði oft grín að sjálfri sér þegar kom að sveita- störfunum því þau þóttist hún alls ekki kunna. Hún var samt alltaf til í að koma með og taka þátt í því sem var verið að gera, hvort sem þurfti að standa fyrir eða draga kindur. Þegar kom að því að taka í gegn nýju íbúðina þeirra Sigurðar, sner- ist verkaskiptingin við. Þá var það Fríða sem stjórnaði af ljúfmennsku og gleði og eftirvænting ríkti. Að loknum ströngum vinnudegi var gott að setjast niður og spjalla. Fríða hafði margt til málanna að leggja og það var alltaf stutt í grín- ið og glaðværðina. Og það var ein- mitt glaðværð sem einkenndi Fríðu. Hún var hlý, umhyggjusöm og skemmtileg manneskja sem okkur þótti öllum mjög vænt um. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við fengum að eyða með henni og munum sakna hennar sárt. Elsku Sigurður Kristinn, við vottum þér og börnum þínum, fjöl- skyldu Fríðu og vinum, okkar inni- legustu samúð. Megi góðar minn- ingar létta ykkur sorgina. Fjölskyldan Kirkjubæ II. Elsku Fríða. Það er alveg ótrúlegt að við séum að skrifa minningarorð um þig. Að þú sem varst í blóma lífsins skulir vera horfin að eilífu, svo skyndi- lega, er óskiljanlegt. Við sem eftir sitjum erum dofin og ringluð. Það er svo margs að minnast, þú varst þannig persóna sem alla langar að vera samvistum við og eiga eftir- minnilegar stundir með. Húmorinn og karakter þinn gat lýst upp alla Hrísey þegar þú varst á staðnum. Margar slíkar stundir eigum við núna en því miður verða fleiri slík- ar stundir ekki til. Minningin um þig á hins vegar eftir að draga fram bros, hlátur og hlýju, sem við mun- um geyma í hjörtum okkar. Okkar hinstu orð eru: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku vinkona. Ásgeir, Rósa, Siggi, Linda, Hall- dór, Emil og Ófeigur, ættingjar og vinir. Vottum ykkur dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Kristinn, Bára, Elín, Árni Ómar, Drífa, Ingimar, Jónína og fjölskyldur. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.