Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 47
gert það með skömmum eða látum.
Maður lærði bæði að vinna og góð
vinnubrögð og býr að því alla tíð síð-
an.
Við hjónin reyndum þegar við gát-
um að heimsækja Munda og Hönnu
á dvalarheimilið á Hvammstanga,
þar sem þau hafa dvalið nú síðustu
árin og látið vel af sér. Ein af ljúf-
ustu og eftirminnilegustu minning-
unum okkar frá þeim heimsóknum
er þegar við komum til þeirra einn
fagran sumardag á síðasta ári og
fundum þau úti í garði. Þar sátu þau
á bekk, þétt saman eins og nýtrúlof-
uð, hann 90 ára og hún 86. Þau
horfðu til vesturs, bæði sjóndöpur, í
átt til heimahaganna í Bæjarhreppi.
Þau brostu bæði. Hið ytra sem
innra. Þau glöddust yfir heimsókn-
inni. En mest held ég að þau hafi
glaðst við að eiga hvort annað, og að
hafa átt þetta góða líf í Hrútafirð-
inum.
Hreinn Haraldsson.
Hann Mundi var sannarlega ein-
stakur maður sem við systurnar eig-
um margar góðar minningar um.
Okkur finnst við vera sérstaklega
lánsamar að hafa fengið að alast upp
á Kolbeinsá í návist Munda og
Hönnu sem voru höfuð þeirra
þriggja ættliða sem þar bjuggu. Þau
tóku okkur systrunum ákaflega vel
og gengu okkur strax í afa og ömmu
stað. Við lærðum af þeim heilmikið
og lögðum sérstaklega við hlustir
þegar þau lögðu okkur lífsreglurnar.
Sögurnar voru margar og misjafnar
en við höfðum gaman af þeim öllum.
Frá þeirri stundu sem við hittum
Munda og Hönnu fyrst líkaði okkur
vel við þau.
Virðingin fyrir Munda var mikil
enda gat hann verið ákveðinn og
strangur ef þannig bar við og þegar
hann vildi fá sitt fram. Þrátt fyrir
aga er það góðvildin sem stendur
upp úr og lifir best í minningunni.
Sem börnum fannst okkur Mundi
oft mjög sniðugur því hann gat verið
ansi sérvitur. Hann varð t.d. alltaf að
borða með sömu stóru hnífapörun-
um sínum, jafnvel þegar hann borð-
aði ,,hinum megin“ hjá okkur. Aldrei
drakk hann neitt með mat, hann
fékk sér bara kaffi eftir matinn. Eins
og allir vita tók Mundi í nefið og það
hressilega en alltaf var það í sömu
nösina. Mundi tók líka ástfóstri við
nokkra hluti eins og axlaböndin sín,
Lödurnar, beddann sinn, gamla org-
elið og barnahúfuna sem hann gekk
lengi með sem önnur hvor okkar átti
en hún tolldi varla á höfðinu á hon-
um.
Ein ljúfasta minningin sem við
systurnar eigum er þegar við þurft-
um að lána herbergin okkar og gista
,,hinum megin“ því oft var mikill
gestagangur á Kolbeinsá. Þá vökn-
uðum við fyrir allar aldir við hljóðin í
kaffivélinni og morgunveðurfréttirn-
ar því Mundi missti aldrei af þeim
fréttum.
Minningarnar um Munda munu
fylgja okkur alla ævi og við erum
þakklátar fyrir að hafa fengið að
eiga hann sem afa.
Rósa Hlín og Guðrún Ása.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 47
MINNINGAR
Mín kæra vinkona
hún Stína er látin eftir
löng og ströng veikindi.
Fundum okkar bar
fyrst saman árið 1957.
Þannig var að eitt desemberkvöld
ætlaði Dieter að skreppa og hitta
Einar Braga, og spurði hvort ég vildi
ekki bara koma með.
Ekki var langt að ganga frá Ljós-
vallagötunni til Stínu og Einars
Braga í Unuhúsi. Með þeim Dieter
og Braga hafði tekist góður kunn-
ingsskapur og samstarf. Stína tekur
á móti okkur glaðleg í fasi. Angandi
kaffiilmur og samræður berast úr
stofunni; yfir kaffibollum situr Einar
Bragi ásamt Steinari Sigurjónssyni
rithöfundi og atómskáldinu Stefáni
Herði Grímssyni. Margt er spjallað.
Stína gefur ekkert eftir í hugmynd-
um og viðhorfum til lífs og listar.
Þannig var Stína. Þótt hún væri mild
og látlaus, hafði hún skýrar og
ákveðnar skoðanir. Í samræðum
tjáði hún sig blátt áfram og eðlilega,
hvort sem um var að ræða alvöru lífs-
ins eða spaugsamari hliðar þess.
Stína var einnig listrænn og vand-
aður vefari, hún hafði glöggt auga
fyrir myndlist og hönnun og það lék
bókstaflega allt í höndum hennar. Og
frábær kokkur var hún.
Stína var mikil manneskja og
hjálpsöm, og gott að eiga hana fyrir
vinkonu.
Vinátta okkar hélst heil í þessa
nær hálfu öld sem liðin er frá kvöld-
inu góða í Unuhúsi. Minningarnar
eru margar og skemmtilegar. Oft
komu þau Stína og Einar Bragi heim
til mín og barnanna fyrir jólin að
skera út laufabrauð og var þá glatt á
hjalla. Árin liðu og í Suðurgötu 8 sat
ég margan kvöldverðinn með þeim
hjónum. Hið notalega heimili þeirra
var enn sem áður vettvangur um-
ræðna um þjóðmál og listir, auk þess
sem spjallað var um heima og geima.
Síðustu árin gekk Stína langan og
strangan veg veikinda sem hrjáðu
líkamann. Hugur hennar hélst skýr,
þótt líkamlegir kraftar dvínuðu og
undir það síðasta drægju úr getu
hennar til að tjá sig með orðum og
hreyfingum. Stína hefur nú fengið
hina langþráðu hvíld. Eftir standa
minningarnar, margar og skemmti-
legar og ég þakka henni hina traustu
og fallegu vináttu öll þessi ár.
Sigríður Björnsdóttir.
Allt frá því að Bragi frændi minn
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist í Ær-
lækjarseli í Öxarfirði
19. janúar 1920. Hún
andaðist í Reykjavík
1. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 8. nóvem-
ber.
og Stína fluttu heim frá
Svíþjóð og settust að í
Reykjavík, þegar ég
var sjö ára gömul, hefur
mér ævinlega verið tek-
ið sem aufúsugesti á
heimili þeirra. Í
bernskuminningunni
var Stína alltaf glöð og
góð og leysti hvern
vanda fyrir litla ferða-
stelpu austan af landi.
Eftir að ég komst á full-
orðinsár fannst mér
Stína fyrst og fremst
vera vinkona mín þó
hún væri kona móður-
bróður míns og kynslóð eldri en ég.
Til hennar sótti ég mörg hollráð,
bæði um hagnýt efni og hjartans mál.
Eitt sinn þegar sorgin yfir illsku
heimsins hvíldi þungt á herðum mér
benti hún mér á þau einföldu sann-
indi að það sem við gætum gert væri
að hafa notalegt í kringum okkur og
láta börnum líða vel. Það gerði eng-
inn betur en hún
Allt sem Stína sá um af óbrigðulli
smekkvísi sinni var gætt einstökum
þokka; útlit hennar og klæðaburður,
heimili hennar og allar þær fjöl-
mörgu flíkur sem hún hannaði, saum-
aði og prjónaði. Sængurgjafirnar frá
henni eru geymdar sem dýrgripir.
Bragi og Stína voru oft nefnd í
sama orðinu. Það var mannbætandi
að sjá hve samband þeirra var fal-
legt, ekki síst í sorgum og veikindum
síðustu ára. Ég kveð Kristínu Jóns-
dóttur með kærri þökk og sendi
Braga, Borghildi, Jóni Arnari og
fólkinu þeirra öllu samúðarkveðjur.
Sigurborg Hilmarsdóttir.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa til hennar Stínu
er glaðværð, ljúfmennska, góðvild og
hjálpsemi. Hún var hláturmild og
lífsglöð og átti gott með að sjá
spaugilegar hliðar á tilverunni. Hún
var góð amma drengjanna minna og
skemmtilegur félagi.
En hún var líka meira. Hún var
handverkskona, hönnuður og lista-
kona af guðs náð. Hún ólst upp á
miklu handverksheimili norður í Ax-
arfirði en faðir hennar var þekktur
vefari. Þegar hún var í námi við Hús-
stjórnarskólann að Laugum kom hún
með handofið kjólaefni eftir föður
sinn. Þegar skólastýra og kennarar
sáu efnið urðu þær svo hrifnar að
þær spurðu hvort hann gæti einnig
ofið fyrir þær í kjóla, sem hann gerði.
Stína óf sjálf á sínum yngri árum.
Þegar hún bjó í Svíþjóð óf hún dúka
og aðra textíla sem hún seldi í versl-
anir. Hún hélt áfram að vefa eftir að
hún kom heim og tók m.a. að sér að
vefa fataefni fyrir fólk. Ég man einn-
ig lampa eftir Dieter Roth, en lamp-
inn var með handofnum skermi eftir
Stínu. Vefurinn var léttur og einfald-
ur og féll sérlega vel að formi lamp-
ans.
Það var sama hvaða hráefni hún
var með í höndunum, hvort það var
matur eða textíll, allt var unnið af al-
úð og þekkingu og næmri tilfinningu
fyrir efniviðnum. Litlir taubútar
urðu að fallegri flík, gömul föt öðl-
uðust nýtt hlutverk og matarafgang-
ar breyttust í ljúffenga rétti.
Það hafa margar myndir runnið í
gegnum hugann síðustu daga. Minn-
ingar frá 1969 þegar ég kom fyrst inn
á heimili Stínu og Braga. Fyrsta
myndin er af einfaldri, bjartri og
rúmgóðri risíbúð, þó fermetrafjöld-
inn segði mér annað. Íbúðin var ólík
öllum öðrum íbúðum sem ég hafði
komið í. Hún var einföld og stílhrein,
með fáum húsgögnum, en það var
eins og hver hlutur hefði orðið til ná-
kvæmlega á þeim stað sem hann var.
Hér var enginn óþarfi, aðeins það
sem þurfti. Nokkrar opnar hillur á
eldhúsvegg og hver nytjahlutur á
sínum stað. Myndræn uppröðun, þó
svo látlaus og án allrar sýndar-
mennsku. Eftirminnilegustu hlutirn-
ir voru nokkrir munir eftir Stínu sem
hún hafði unnið á leirnámskeiði hjá
Steinunni Marteinsdóttur. Einfaldir
og formfallegir hlutir sem báru með
sér ferskan blæ mót nýjum tíma.
Ég man Stínu sitjandi á gólfinu
eftir að aðrir voru sofnaðir. Það var
friður í íbúðinni og á miðju gólfi var
samanbrotinn stórmunstraður bóm-
ullarbútur. Það var klippt beint í efn-
ið og tekið mið af stærð þess, formi
og munstri. Flíkin var saumuð um
nóttina og Stína mætt út á flugvöll
eldsnemma næsta morgunn, á leið til
annars lands. Hún elskaði að ferðast
og kunni skemmtileg ævintýri úr
tjaldbúskap þeirra hjóna frá hinum
ýmsu stöðum Evrópu. Ég á margar
ógleymanlegar og ljúfar minningar
þar sem við grúfðum okkur yfir snið
og efnisbúta og það eru ófáir taubút-
arnir, blúndarnar og tölurnar sem
hafa farið á milli okkar í gegnum ár-
in.
Fyrir mörgum árum tók ég þátt í
fatasýningu þar sem börn á aldrinum
fjögurra til sjö ára sýndu barnafatn-
að. Stína bauðst til að hjálpa og sá um
barnahópinn á milli æfinga og meðan
þau biðu eftir að komast á svið. Fyrir
sýningu þurftu börnin að bíða í mjó-
um gangi í allt of langan tíma því það
þurfti að koma mörgum hópum fyrir.
Það var algjör ró yfir börnunum þar
sem þau ýmist stóðu eða sátu í gang-
inum, sungu eða léku sér að vild und-
ir stjórn Stínu. Þegar yngsta barnið,
fjögurra ára gamalt var loksins kom-
ið á svið var ekkert sjálfsagðara en að
kalla „halló amma“ út í sal og vinka
Stínu ömmu. Hún Stína amma átti
sinn þátt í þessari sýningu eins og
svo mörgu öðru.
Síðasta myndin sem hér verður
dregin fram er úr fjölskylduboði, en
þá var gjarnan tekið í spil. Dreng-
irnir mínir Orri og Þorri eru fullir til-
hlökkunar að búa sig fyrir veisluna
þegar ég heyri þá segja; „það er svo
gaman að spila við hana Stínu ömmu
því hún fær alltaf hláturskast þegar
hún spilar“. Myndirnar eru fleiri sem
fylgja minningunum hennar Stínu.
Þær halda áfram að lifa í huga okkar
fyrir komandi kynslóðir.
Elsku Stína. Mér þótti óskaplega
vænt um þig og vil ég þakka fyrir ein-
staklega ljúfa og gefandi samfylgd og
trausta vináttu sem aldrei bar
skugga á. Það er gott að vita að þú
munt ekki flytja frá Suðurgötunni.
Þú flytur bara ofar í brekkuna nær
honum Þorra okkar, með útsýni yfir
tjörnina, gamla bæinn og yfir til okk-
ar í Þingholtin. Megir þú hvíla í friði.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Kveðja frá félögum
og starfsfólki í
Klúbbnum Geysi
Kær félagi okkar er
látinn og er söknuður í hjörtum okk-
ar allra. Jón bóndi eins og hann var
alltaf kallaður í okkar hópi var hvers
manns hugljúfi. Hann kom alltaf til
dyranna eins og hann var klæddur.
JÓN
STEFÁNSSON
✝ Jón Stefánssonfæddist í Götu í
Hrunamannahreppi
19. júní 1952. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu á Sel-
fossi 31. október síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Skál-
holtskirkju 10. nóv-
ember.
Hann hélt tryggð við
okkur í Klúbbnum
Geysi þrátt fyrir langar
vegalengdir. Okkur er
sérstaklega minnis-
stæð ferð sem hann fór
með okkur í sumar til
Vestmannaeyja. Þar
áttum við öll saman
góðar stundir, naut
hann sín til fullnustu og
tók myndir af öllu því
sem fyrir augu bar.
Hann var einn frum-
kvöðla á Selfossi við
stofnun Klúbbsins
Stróks. Hann hafði
stórar væntingar þar að lútandi og
vildi hag geðsjúkra á Suðurlandi sem
mestan. Hann vildi brjóta niður
múra einsemdar og einangrunar
sem oft er fylgifiskur geðsjúkdóma.
Við sendum nánustu aðstandend-
um hans innilegar samúðarkveðjur
og megi minning um góðan mann lifa
með okkur.
Í minningu látins skólafélaga.
Nú er komin kveðjustund,
köld er staðreynd sú.
Genginn ertu Guðs á fund,
gakk með honum þú.
Eilíf gleði er þitt pund,
eilíf von og trú.
Margan dag þér Drottinn gaf,
drjúg var leiðin sú.
Yfir lönd og yfir haf
eru sporin nú.
Hann þér lánar styrkan staf,
sterk er von og trú.
Jesús sem að dauðann deyðir,
dvel þú hjá oss nú.
Þú sem allar götur greiðir,
gef oss himnabrú.
Þú sem hatri og ótta eyðir,
efl oss von og trú.
Sr. Skírnir Garðarsson.
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON PÁLSSON
fyrrv. rafveitustjóri Sauðárkróki,
er lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri,
sunnudaginn 7. nóvember, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. nóv-
ember og hefst athöfnin kl. 13.30.
Hákon Hákonarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
Hákon Gunnar Hákonarson, Petra Halldórsdóttir,
Helga Hlín Hákonardóttir, Unnar Sveinn Helgason,
Svanborg Magnúsdóttir,
Magnús Þór Haraldsson, Inga S. Kristinsdóttir,
Svala Hrönn Haraldsdóttir, Sigurður Ingvi Hrafnsson,
Fannar Víðir Haraldsson
og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
ODDUR GUÐMUNDSSON
skipasmiður,
síðast til heimilis á Kumbaravogi,
sem andaðist laugardaginn 6. nóvember, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 17. nóvember kl. 13.00.
Systkinin frá Kleifastöðum.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir okkar,
BJARNI ÓLAFSSON,
lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt
fimmtudagsins 11. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 19. nóvember kl. 13.00.
Alda Magnúsdóttir,
Ólafur Árni Bjarnason, Ivette Bjarnason,
Erna Björg Bjarnadóttir,
Markús Bjarnason,
Andri Freyr Halldórsson, Michelle Frandsen Ólafsson,
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Bjarni Jósef Ólafsson,
Frank Niculás Ólafsson, Leander Magnús Ólafsson,
Haukur Ólafsson, Hrefna Ólafsdóttir.