Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 49
HEIMSMEISTARAMÓTI barna
og ungmenna, sem fram hefur farið á
Creta Maris hótelinu á Krít í Grikk-
landi, lýkur í dag, laugardaginn 13.
nóvember. Teflt var í flokkum undir
18, 16, 14, 12 og 10 ára og yngri. Alls
voru um 1000 þátttakendur og þar af
6 frá Íslandi. Flestir komu frá
heimalandinu Grikklandi eða alls 54
en Rússland kom næst á eftir með 52
keppendur. Fjórir stórmeistarar
voru á meðal keppenda og fjórir
kvennastórmeistarar. Hvorki meira
né minna en 26 alþjóðlegir meistarar
voru einnig með og stigahæsti kepp-
andinn var stórmeistarinn David
Baramidze með 2543 skákstig en
hann tefldi í flokki drengja 16 ára og
yngri. David þessi er búsettur í
Þýskalandi og teflir fyrir það land en
hann er af georgískum uppruna.
Lettneski stórmeistarinn og skák-
þjálfarinn, Zigurds Lanka, sem hef-
ur haldið tvívegis fyrirlestraröð á Ís-
landi, hefur m.a. verið einn þeirra
sem þjálfað hafa David. Hann er bú-
settur í Dortmund og er af fátæku
fólki kominn. Hins vegar hefur auð-
ugur maður af georgískum ættum
mikinn áhuga á framgangi Davids í
skáklistinni og hefur hann þannig
getað notið þjálfunar þeirra bestu
sem völ er á. Þegar tveim umferðum
var ólokið hafði hann 6½ vinning og
var í þriðja sæti ásamt öðrum kepp-
endum, hálfum vinningi á eftir tveim
forystusauðum sem höfðu 7 vinn-
inga. Í fyrstu umferð tefldi hann
fjörlega skák.
Hvítt: Frantisek Vass (2180)
Svart: David Baramidze (2543)
1. f4 g6 2. e4 Bg7 3. Rf3 c5 4. Rc3
Rc6 5. d3 d6 6. h3 e6 7. Be3 Rd4
Eftir óvenjulega leikjaröð er kom-
in upp dæmigerð staða í lokaðri Sik-
ileyjarvörn þar sem hvítur hefur eytt
tíma í h3 sem ekki er endilega nyt-
samlegt. Næsti leikur hvíts er
áhugaverður og hrærir hressilega
upp í taflinu.
8. e5!? dxe5 9. fxe5 Rxf3+ 10.
Dxf3 Bxe5 11. Bxc5 Dh4+ 12. Kd2
Upp er komin óvenjuleg staða þar
sem spjót standa að kóngsstöðu
beggja keppenda. Í stað þess að
velta peðum fyrir sér fórnar svartur
þeim til þess að liðskipan hans verði
hraðari.
12... Bd7!? 13. Dxb7 Bf4+ 14. Kd1
Hc8 15. Bxa7 Rf6 16. Re4 Rxe4 17.
Dxe4 Bc6 18. Db4 Dg3 19. De1 Dg5
samtaka International Training in
Communication. Fríða hafði mikinn
áhuga á skógrækt og var formaður
skógræktarfélags S-Þingeyinga í 18
ár. Hún fór í margar skógræktarferð-
ir bæði innanlands og utan. Fyrir
fáum árum fór hún til Noregs og gekk
á hverjum morgni upp brattar hlíðar
til að planta trjám, þótt hún væri ný-
komin úr mjaðmaaðgerð. Hún sagði
að eftir 100 ár yrði hægt að byggja 80
hús úr skóginum sem þessi hópur
plantaði.
Samkvæmt orðabók Arnar og Ör-
lygs er hippi sá sem hafnar öllum við-
teknum venjum, m.a. annars í klæða-
burði og hegðun. Að mínu mati
passaði þetta mjög vel við Fríðu. Hún
lifði ótrúlega fjölbreyttu lífi og var
svona passlega kærulaus og vildi ekki
bíða með að gera skemmtilegu hlut-
ina þar til hún yrði gömul, hún vildi
gera þá strax. Hún var til í allt og lét
ekki aldur hefta sig. 74 ára pantaði
hún í afmælisgjöf að fara í kajaksigl-
ingu með barnabarni og sagði hún
ólýsanlegt að sigla í kringum Slútnes
á björtu sumarkveldi. Seinna fór hún í
göngu upp á Vindbelg í tilefni afmælis
síns.
Hún var mikill flakkari að eðlisfari
og ferðaðist víða, bæði innanlands og
utan, og virtist hafa óendanlega orku.
Til að fjármagna ferðalögin bakaði
hún brauðbollur og var það mjög vin-
sælt meðal túrhestanna í Mývatns-
sveit að fá nýbakaðar bollur á hverj-
um morgni.
Á síðustu árum tileinkaði hún sér
tölvutæknina og eitt af því síðasta
sem hún sagði við mig í vikunni áður
en hún dó var að hún vonaðist til að
tölvan sín væri í lagi þegar hún kæmi
heim, hún ætlaði að skrifa sitthvað
um Reykjahlíðarættina. Það verður
ekki skrifað. Fríða fór ekki varhluta
af erfiðleikum í lífinu en hafði að leið-
arljósi að lifa heil bæði í starfi og leik.
Þótt sál hennar hafi verið ung var
líkami hennar þrotinn kröftum og
ferðast hún ekki lengur í þessum
heimi, en hún trúði því að hún gæti
farið á alla staðina sem hún átti eftir
að heimsækja þegar hún færi í annan
heim. Ég segi í huganum: góða ferð
Fríða mín.
Hjördís Jensdóttir, vinkona
og forseti ITC Ísafoldar.
Gott er að eiga góða granna.
Þegar ég settist að í Reykjahlíð,
býsna fjarri minni heimabyggð varð
ég nágranni Hólmfríðar Pétursdótt-
ur. Hún var mikil félagsvera og fór ég
ekki varhluta af því hversu miklu hún
miðlaði í þeim efnum, bæði í Kven-
félagi Mývatnssveitar og ekki síður í
ITC Flugu þar sem hún var aðal-
hvatamaður að stofnun þess fé-
lagsskapar hér í sveit og fyrsti forseti.
Veit ég að ITC Flugufélagar eldri
sem yngri munu minnast hennar með
virðingu og þökk fyrir samstarfið þar.
Hólmfríður var mikil handverkskona
og listræn. Lék margt af því tagi í
hennar höndum og varð að listaverk-
um smáum sem stórum. En fyrst og
síðast vil ég minnast hennar sem mik-
ils persónuleika sem gott var að eiga
að vini og leita til af á bjátaði. Einnig
vil ég minnast þess hve foreldrar
hennar reyndust mér hollráð, þó það
sé ekki tíundað hér, en er þó mikils
vert í minningunni þegar hugurinn
hvarflar til liðins tíma um fimmtíu ára
farinn veg.
Fjölskyldu Hólmfríðar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Jakobsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 49
MINNINGAR
20. Hg1 O-O 21. g3 Be5 22. De3 Df6
23. d4?
Hvítur hefur varist fimlega eftir
að hafa hámað í sig öll þau peð sem
svartur bauð upp á. Með textaleikn-
um verður honum hins vegar á fóta-
skortur sem svartur er ekki lengi að
notfæra sér. 23. c3 hefði verið betra
og stæði hvítur þá hugsanlega aðeins
betur.
23... Bxd4! 24. Bxd4 Hfd8 25. Bd3
Hxd4 26. Ke2
Hvítur hefur sjálfsagt talið að
hann væri hólpinn hér og hann gæti
síðar meir nýtt sér samstæðu frípeð-
in þrjú á drottningarvæng. Næsti
leikur svarts slekkur á öllum slíkum
vonum.
26... Bb5! 27. Hac1
27. Bxb5 hefði ekki gengið upp
vegna 27...Hxc2+ 28. Ke1 He4! og
svartur vinnur. Textaleikurinn
bjargar heldur engu þar eð hrókur-
inn svarti fer samt á c2!
27... Hxc2+! 28. Hxc2 Bxd3+ 29.
Dxd3 Hxd3 30. Kxd3 Df5+ 31. Kd2
og hvítur gafst upp um leið enda
óumflýjanlegt að hrókur hans á g1
falli eftir 31...Df2+.
Guðmundur Kjartansson hafði 5
vinninga af 9 mögulegum í þessum
flokki og var í 47. sæti en hann var
raðaður fyrir mótið í 48. sæti. Með
góðum endaspretti gæti hann náð
prýðilegu sæti. Illa hefur gengið hjá
íslensku keppendunum í 14 ára og
yngri drengja en Sverrir Þorgeirs-
son hafði þrjá vinninga og Helgi
Brynjarsson 2½ vinning eftir níu
umferðir og voru þeir báðir á meðal
neðstu manna. Efstur í þeim flokki
var Rússinn Ildar Kharullin með 7½
v. en hann hefur 2514 skákstig. Ein
íslensk stúlka tók þátt í mótinu en
það var Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir sem tefldi í flokki 12 ára og
yngri. Hún hafði fjóra vinninga eftir
níu umferðir og var í 54. sæti af 83
keppendum. Efst í hennar flokki var
hin beitta pólska skákmær Klaudia
Kulon en hún hafði eingöngu leyft
einum andstæðingi
sínum að gera jafntefli
við sig og hafði tveggja
vinningaforskot þegar
tveim umferðum var
ólokið. Eins og Guð-
mundur hafði Hjörvar
Steinn Grétarsson 5
vinninga eftir níu um-
ferðir í flokki 12 ára og
yngri en Svanberg
Már Pálsson 3½ v.
Hjörvar var í 54. sæti
og Svanberg í 94. sæti
af 122 keppendum.
Efstur í þeirra flokki
var stigalaus Kínverji
að nafni Zhao Nan.
Hann kaffærði ungverskan andstæð-
ing sinn snemma tafls með mát-
fléttu.
Hvítt: Leon Szabo (2173)
Svart: Zhao Nan
1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. Bxf6 exf6 4.
e3 Bd6 5. c4 dxc4 6. Bxc4 Rd7 7. Rc3
f5 8. Hc1 O-O 9. Rge2 Rf6 10. Db3 c6
11. h3 De7 12. O-O Re4 13. Dc2 He8
14. Bd3 g6 15. a3 Dh4
Staðan hefur verið í jafnvægi
hingað til en nú fer svartur að hugsa
sér til hreyfings á kóngsvæng. Hvít-
ur mætir aðgerðum hans þar með
andvaraleysi og er þá ekki að sökum
að spyrja að mát sé á næstu grösum.
16. Ra4 Rg5 17. b4 f4 18. Rxf4
Bxf4 19. exf4 Dxf4 20. Dc3?
Reynir að halda í peð en meira var
um vert að andstæðingurinn hótaði
máti.
20... Rf3+! 21. gxf3 Bxh3 22. Dc5
f5! og hvítur gafst upp enda ekki
hægt að koma í veg fyrir mátið.
Aðrir íslenskir skákmenn
á erlendri grundu
Það fór eins og skeggrætt var um
fyrir viku að Ingvar Ásmundsson
bar sigur úr býtum í síðustu umferð
á heimsmeistaramóti öldunga og
endaði keppni með 7½ vinning af 11
mögulegum. Hann lenti því í 11.–22.
sæti en heimsmeistari varð Yuri
Shabanov með 8½ vinning en hann
vann einnig á síðasta ári.
Félagarnir Jón Árni Halldórsson,
Sigurður Ingason og Tómas Björns-
son tóku þátt í skákmóti sem fram
fór í Liberec í Tékklandi fyrir
skömmu. Jón Árni og Tómas fengu
5½ vinning af 9 mögulegum og lentu
í 15.–25. sæti en Sigurður fékk 4½
vinning og lenti í 44.–50. sæti. Alls
tóku 92 skákmenn þátt en tékkneski
alþjóðlegi meistarinn Pavel Vavra
vann það með 8 vinningum en næst-
ur kom kollegi hans frá Svíþjóð, Jan
Johannsson með 7½ vinning.
Misjafnt gengi
á HM ungmenna
Guðmundur
Kjartansson
Hjörvar Steinn
Grétarsson
SKÁK
Krít, Halle og Liberec
Guðmundur og Hjörvar hafa meira en
helmingsvinningshlutfall
Október og nóvember 2004
Helgi Áss Grétarsson
Fyrir tæplega fimm-
tíu árum fluttist fjöl-
skylda mín út á Sel-
tjarnarnes. Við
settumst að í Útgarði og í næstu hús-
um sunnan við okkur bjuggu nokkr-
ar fjöskyldur úr Þykkvabænum. Ég
varð strax heilluð af Þórshamri,
hvítu húsi með rauðu þaki, hvítu
grindverki og stéttum, allt smíðað úr
timbri. Þar bjuggu Bagga og Geiri
með strákana sína þrjá. Geiri var
ekki seinn á sér að negla nokkrar
þverspýtur á grindverkið, svo að litl-
ar stelpur gætu prílað yfir og leikið
við krakkana. Og þar með eignaðist
ég fyrstu vinina mína á lífsleiðinni og
kynntist um leið einni hlýjustu og
vænstu mömmunni í hverfinu. Þau
voru ólík hjónin. Geiri ör og kátur og
alltaf á ferðinni og Bagga brosmild,
hljóðlát og vinnusöm. Í næsta húsi, á
Grund, bjuggu Felix og Bagga. Og á
litla Þórshamri Úlfar og Dísa. Allt
fullt af börnum á mínum aldri. Fljót-
lega byggður róluvöllur fyrir okkur
GUÐBJÖRG ÞÓRA
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Guðbjörg ÞóraÞorsteinsdóttir
fæddist í Tjarnarkoti
í Þykkvabæ 21. júní
1917. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi miðviku-
daginn 22. septem-
ber síðastliðnum og
fór útför hennar
fram frá Seltjarnar-
neskirkju 1. október.
krakkana og ekki einn
heldur tveir og veitti
ekki af. Um áramót var
byggð brenna niðri við
litlutjörn og þar var
brugðið á leik með okk-
ur. Við þurftum að
hjálpa Geira í kindakof-
unum á veturna og
hjálpa honum að heyja
á sumrin. Við þurftum
að hafa auga með kind-
unum í sauðburðinum á
vorin og rífa upp arfa
fyrir hænurnar hennar
Böggu. Taka þurfti upp
kartöflur og rófur á
haustin. Oft og tíðum fannst okkur
að við hefðum heilmikið að gera en
ég er ekki viss um að við höfum alltaf
flýtt fyrir. Bagga hafði óendanlega
þolinmæði fyrir löngum samtölum
mínum við bræðurna og var yfirleitt
með kleinur og mjólk þegar kverk-
arnar þornuðu. Stundum var ég svo
heppin að hún sótti okkur fram í
gang eða út á stétt til að gefa okkur
heitar flatkökur með smjöri.
Í minningunni er Bagga ein af
þessum yndislegu skapgóðu konum
sem voru alltaf til staðar og gerðu
Seltjarnarnes bernsku minnar að
þeirri veröld sem var. Því miður gát-
um við ekki fylgt henni síðasta spöl-
inn en sendum sonum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur
með þakklæti fyrir áratugavináttu.
Auður Eir Guðmundsdóttir
og fjölskylda, Akureyri.
meðalskor var 576 stig. Í B-riðlinum
var ein sveit í sérflokki, Sparisjóður
Siglufjarðar sem skoraði 695 stig,
eða 119 impa yfir meðaltal. Þetta háa
skor skilað sveitinni alla leið í fjórða
sætið úr því tólfta. Staða efstu sveita
er nú þannig:
1. Solvay 1296
2. Eykt 1292
3. Sverrir Kristinsson jr. 1265
4. Sparisjóður Siglufjarðar 1259
5. Erla Sigurjónsdóttir 1205
6. Skeljungur 1175
Í þessari keppni er einnig reikn-
aður út butler-árangur para og lang-
hæstir á öðru spilakvöldinu voru
Kristján Blöndal og Jón Sigur-
björnsson sem fengu 1.130 stig í
plús. Á eftir þeim komu Erla Sig-
Bridsfélag Reykjavíkur
Nú er tveimur kvöldum lokið í
hraðsveitakeppni félagsins og staðan
á toppnum breyttist lítið. Raðað var
eftir árangri í riðla á öðru spilakvöld-
inu, 9 efstu sveitirnar voru í A-riðli
og þær 9 næstu í B-riðli. Sveit Eykt-
ar náði hæsta skorinu í A-riðli, 643
stigum en sveit Sverris Kristinsson-
ar kom þar á eftir með 639 stig.
Sveitir Solvay og Erlu Sigurjóns-
dóttur skoruðu báðar 623 stig, en
urjónsdóttir og Sigfús Þórðarson
með 729, Aðalsteinn Jörgensen –
Sverrir Ármannsson með 710 og
bræðurnir Anton og Sigurbjörn
Haraldssynir með 683 stig.
Bridsdeild
FEBK Gjábakka
Þriðjudaginn 9. nóvember var
spilaður tvímenningur á 9 borðum
Meðalskor var 216. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Bragi Salomonss .- EinarEinarsson 254
Eysteinn Einarss. - Jón Stefáansson 242
Ólafur Ingvarss. - RagnarBjörnsson 237
A/V:
AðalheiðurTorfad.- RagnarÁsmundss. 238
Haukur Guðbjartss. - Sveinn .Kristinss. 235
Jóhanna Gunnlaugsd. - Oddur Jónsson 234
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar