Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 55
DAGBÓK
Einn af vinsælustu og þekktustu forn-leifafræðingum Norðurlanda, dr. LotteHedeager, er stödd hér á landi í boðiFornleifafræðingafélags Íslands.
Lotte, sem er dönsk, er prófessor við Háskólann í
Osló og er sérfræðingur í Járnaldartímabilinu,
bæði þjóðflutningunum og víkingaöldinni. Hún
varð fyrst þekkt fyrir doktorsritgerð sína „Dan-
marks jernalder, fra stamme til stad,“ sem kom út
1992.
Lotte heldur í dag kl. 14 opinn fyrirlestur um
dýr og stríðshetjur á heiðnum tíma í löndum nor-
rænna manna í nýjum fyrirlestrarsal Þjóðminja-
safns Íslands.
„Ritaðar heimildir, hvort sem um er að ræða ís-
lendingasögurnar eða Eddu, gefa í skyn að vissar
manneskjur (og guðir) hafi getað holdgervst sem
dýr, bókstaflega tekið sér líkama dýra,“ segir
Lotte um efni fyrirlesturs síns. „Án efa voru ham-
skipti og umbreytingar álitin náttúrulegur hlutur,
einfaldlega eitthvað sem ekki var efast um. Það
var vel samþykkt og vottað að líkaminn gæti verið
til utan húðarinnar, þ.e.a.s. innan annarrar húðar
eða felds. Þessi hugmynd sést í hlutlægri menn-
ingu og gripum frá þessum tíma.“
Hvaða þekkingu færa rannsóknir á járnaldar-
tímabilinu okkur?
„Í skandínavískri fornleifafræði er járnöldin
tímabilið frá árinu 500 f.k til ársins 1000 e.k. Forn-
leifafræðingar rannsaka hinar löngu línur í þessu
menningartímabili. Þetta er hið einstaka við-
fangsefni fornleifafræðinnar. Í seinni rann-
sóknum mínum hef ég sérstaklega einbeitt mér að
svokölluðum síðari járnöldum, þ.e.a.s. tímabilinu
frá upplausn Rómaveldis í kringum 400 e.Kr. og
fram til miðalda.
Ég hef sérstaklega skoðað hugrænar og vits-
munalegar hliðar undanfarið. Það sem leiddi mig
inn á þær slóðir voru rannsóknir á norrænum
dýraskreytimunum, sem hefjast í kringum árið
400 og halda áfram til kristnitöku Norðurlanda.
Séu þær skoðaðar sem annað en einfalt skraut
kemur í ljós að þarna hlýtur að vera um að ræða
táknrænt tungumál sem gefur okkur á vissan hátt
innsýn í hvernig fólk upplifði heiminn og stað sinn
í honum.“
Hver er sérstaða norrænnar fornleifafræði, t.d.
miðað við breska?
„Sérstaða norrænnar fornleifafræði felst m.a. í
þeim möguleikum sem tengslin við skriflegar
heimildir gefa. Við höfum geymt heimildir eins og
Edduna og aðra norræna texta sem gefa okkur af-
ar verðmæta innsýn hvað varðar heimsmynd og
hugarheim fólks á þessum tíma og gerir okkur
kleift að öðlast betri skilning á hugarfari, minni,
sjálfsmynd og öðrum vitsmunalegum hliðum forn-
leifafræðinnar.“
Fornleifafræði | Dr. Lotte Hedeager flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu
Skriflegar heimildir verðmætar
Lotte Hedeager er
fædd í Kaupmannahöfn
árið 1948. Hún útskrif-
aðist með BA-gráðu í
fornleifafræði frá Kaup-
mannahafnaháskóla
1976 og doktorsgráðu í
sama fagi frá Árósahá-
skóla 1990.
Lotte starfaði að
fornleifarannsóknum
við háskólana í Kaup-
mannahöfn og Lundi en er nú prófessor í forn-
leifafræði við Óslóarháskóla síðan 1996.
Lotte er gift dr. Kristian Kristianssen pró-
fessor við Gautaborgarháskóla og eiga þau
einn son.
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠KG96
♥10842 S/Enginn
♦G10
♣Á64
Vestur Austur
♠87 ♠D5
♥3 ♥ÁK76
♦8643 ♦ÁKD95
♣1087532 ♣D9
Suður
♠Á10432
♥DG95
♦72
♣KG
Eins og títt er um úrslitaleiki var
fegurðin ekki alltaf við völd í leik Ítala
og Hollendinga. Einn af ritstjórum
mótsblaðsins í Istanbúl, Bretinn Mark
Horton, hafði lúmskt gaman af óförum
keppenda í þessu spili. Gefum honum
orðið:
Vestur Norður Austur Suður
Brink Bocchi Prooijen Duboin
– – – 1 spaði
Pass 3 tíglar * Dobl 3 spaðar
Pass Pass Pass
* Bergen-hækkun: fjórlitur í spaða og 9–12 HP.
„Þá er það ferðalag í ljósaskipt-
unum,“ hefur Horton frásögnina: „Það
virðist ekki vera erfiðleikum bundið að
ná þessu tvo niður – hjarta, hjarta,
hjarta, trompað og tígull, og svo meira
hjarta. En eitthvað undarlegt gerðist.
Vestur kom út með einspilið í hjarta,
sem austur tók og sagnhafi lét gosann
undir. Nú lagði austur niður tígulkóng
og ás. Þessi dularfulla vörn var full-
komnuð með því að austur spilaði und-
an hjartaásnum, sem vestur trompaði
og spilaði tígli í tvöfalda eyðu. Duboin
trompaði í borði og henti hjarta heima,
svínaði laufgosa og henti síðar síðasta
hjartanu niður í laufás: 140 í NS.“
Vestur Norður Austur Suður
Versace Verhees Lauria Jansma
– – – 1 spaði
Pass 2 grönd * Dobl Pass
3 lauf 3 spaðar Pass Pass
3 grönd ! Pass 5 tíglar Allir pass
„Það er ljóst að Versace gefst ekki
upp baráttulaust,“ segir Horton, „en
hitt var verra að Lauria skyldi taka
hann alvarlega og reyna við geimbón-
usinn. Enginn sá þó ástæðu til að dobla
og spilið fór hægt og rólega tvo niður:
100 í NS og einn IMPi til Ítala.“
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Rge2 Rf6
5. e5 Rfd7 6. f4 f5 7. a3 Be7 8. g4 fxg4 9.
Rg3 h5 10. h3 Bh4 11. Dd3 Rf8 12. Bd2
gxh3 13. 0-0-0 Rc6 14. Hxh3 g6 15. Be1
Be7 16. Be2 Dd7 17. Bf3 Kd8 18. Kb1
b6 19. f5 gxf5 20. Rxf5 exf5 21. Rxd5
Bg5 22. Hg3 Re6
Staðan kom upp á Ólympíuskákmót-
inu sem lauk fyrir skömmu í Calviu á
Mallorca. Igor-Alexandre Nataf
(2.565) hafði hvítt gegn Berge Østen-
stad (2.506). 23. Hxg5! Rxg5 24. Rf6
Rxf3 25. Dxf3 Df7 26. Dxc6 Hb8 27.
Bh4 Bb7 28. Re4+ Kc8 29. Rd6#. Afar
óvenjulegt mát eftir aðeins 29 leiki.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
ERNA
gull- og silfursmiðja
Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775.
Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14
Njáluarmband hannað af Ríkharði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Sterling silfur 44.900 - fáanlegt í 14 kt. gulli og 14 kt. hvítagulli.
1924 2004
NORRÆNN skjaladagur er hald-
inn hátíðlegur í dag, en tilgangur
hans er að vekja athygli á safnkosti
og þjónustu skjalasafna á landinu.
Á skjalasöfnum er hægt að finna
mjög fjölbreyttar heimildir um liðna
tíð, bæði hvað varðar lífshætti,
ákvarðanir sem teknar hafa verið í
opinberri stjórnsýslu og ýmsa þætti
hversdagslífsins.
Í tilefni dagsins hefur verið opn-
uð vefsíðan www.skjaladagur.is, þar
sem almenningur getur nálgast
fróðleik um söfn auk þess sem þar
er að finna netsýningu sem haldin
er á íslensku safni. Svanhildur
Bogadóttir borgarskjalavörður seg-
ir margt fróðlegt mega finna á þess-
ari nýstárlegu sýningu, sem fjallar
um minnisverða atburði árið 1974.
„Meðal annars er þar að finna ljós-
myndir frá þessu ári og athyglis-
verð skjöl um ýmis umfjöllunar-
efni,“ segir Svanhildur. „Til dæmis
eru þarna skjöl um vígslu Skeiðar-
árbrúarinnar, þjóðhátíðarhöldin,
komu Noregskonungs og borgar-
stjórnarkosningarnar.
Borgarskjalasafnið ákvað einnig
að koma með sýningu út til fólksins
og verður með sýningu í Kringlunni
af þessu tilefni. Hún opnar samhliða
Kringlunni kl. 10 og stendur út nóv-
ember. Þar er annars vegar að
finna jólakort og skjöl tengd jól-
unum, t.d. bréf til jólasveinsins og
einnig önnur skjöl tengd árinu
1974.“
Einkaaðilar, einstaklingar, fyrir-
tæki og félög eru hvött til að hug-
leiða hvort skjöl þeirra eigi erindi
inn á opinbert skjalasafn þar sem
þau verða tryggilega varðveitt og
aðgengileg um alla framtíð.
Þjóðskjalasafnið verður einnig
með sýningu í lestrarsal sínum að
Laugavegi 162, en hún er opin í dag
frá 11-15. Þar verða einnig sýnd
skjöl tengd árinu 1974, m.a. um
landhelgisdeiluna og opnun hring-
vegarins. Þá munu héraðsskjalasöfn
um land allt taka þátt í deginum.
Græna byltingin – hugmynd sjálfstæðismanna um þá áætlun að láta græn
svæði njóta sín í borginni í stað steinsteypu og stuðla þannig að útivist.
Skjaladagurinn
um allt land„ÞÚ veist hvernig þetta er“ er titill
spunaverks sem Stúdentaleikhúsið,
leikfélag Háskóla Íslands, hefur nú í
sýningum í Tónlistarþróunar-
miðstöðinni á Hólmaslóð. Fjallar
sýningin, sem samin er í sameiningu
af leikhópnum, á óvenjulegan hátt
um íslenskt samfélag í hnotskurn.
„Hún fjallar um það sem okkur
finnst að í þjóðfélaginu, það sem
ekki er sagt en ætti að segja,“ segir
Ástbjörg Rut Jónsdóttir, fram-
kvæmdastýra Stúdentaleikhússins.
„Við leggjum þó áherslu á að við er-
um ekki að predika, heldur benda á
það sem betur mætti fara. Við sjálf
erum nefnilega ekki saklaus, við tök-
um þátt í þessu öllu saman eins og
allir hinir í þjóðfélaginu og segjum
bara: Þú veist hvernig þetta er!“
Verkið er sýnt í kvöld, en nokkrar
sýningar eru enn eftir.
Spunaverk um kvisti
samfélagsins
Allar sýningar
hefjast kl. 20.
Aðeins kom-
ast fyrir um
50 áhorfend-
ur á hverja
sýningu og því
þarf að panta
miða sem
fyrst. Miða-
sölusími er
659-3483 og
einnig er
hægt að
panta miða á
Netinu, á
studentaleik-
husid@hot-
mail.com.
Sýningin er
alls ekki við
hæfi barna.
MSK útgáfan efnir til útgáfutónleika í
kvöld kl. 23 á Grand rokk, þar sem troða
upp hljómsveitirnar Manhattan og Solid
iv, en þær sendu báðar frá sér frumraunir
sínar í síðasta mánuði.
Sveitirnar leika kraftmikið og fram-
úrstefnukennt rokk og gera tilraunir með
ýmiss konar hljóð, kraft og form.
Miðaverði er stillt í hóf og kostar aðeins
1000 kr. inn, en það sem merkilegt má
teljast við þessa útgáfutónleika er að allir
tónleikagestir fá að taka heim með sér
geisladisk frá annarri hvorri sveitinni.
Kraftmikið tilraunarokk
á Grand rokk
Hljómsveitin Manhattan.