Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 56
56 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þetta er dagurinn til þess að eignast nýj-
an vin! Viðkomandi manneskja gæti ver-
ið af öðru sauðahúsi, menningarsvæði
eða frá fjarlægu landi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Yfirboðari veitir þér þá viðurkenningu
sem þú hefur verið að bíða eftir til þess
að setja tiltekið verkefni á laggirnar.
Bolmagn annarra kemur þér til góða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Notaðu daginn til þess að ræða heim-
speki, stjórn- og trúmál. Þú finnur til
einlægni og vilt tjá þig óhindrað. Þú ert
jafnframt til í að leggja eyrun við.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér reynist létt að láta þér lynda við
samstarfsfólk í dag. Ástæðan er sú að þú
áttar þig á því hvað býr undir hjá öðrum
núna. Innsæi þitt er fínstillt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sköpunarkrafturinn er eitt höfuðein-
kenni þitt alla jafna. Í dag keyrir hann
hins vegar úr hófi fram. Treystu óvenju-
legum hvötum og löngunum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er merki þjónustunnar og því er
henni lagið að sýna öðrum umhyggju
með því að sjá um þá. Þú nýtur þess að
strita fyrir ástvini þína.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér hættir til þess að láta hugann reika
meira en ella. Það er í góðu lagi, allir
hafa þörf fyrir það annað veifið. Ímynd-
unaraflið var helsti styrkur Einsteins.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú finnur hjá þér hvöt til þess að kaupa
eitthvað sem léttir fjölskyldumeðlimi líf-
ið. Jafnframt finnur þú til löngunar til
þess að eyða fé í eitthvað fallegt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert hugsjónamanneskja og vilt trúa
því að fólk sé í eðli sínu siðsamt. Bog-
maðurinn er elskur að dýrum og er stór-
lega misboðið sé þeim sýnd grimmd.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt gott með að átta þig á hlutum með
því að beita vitsmunum þínum og rök-
hyggju, en stundum er nauðsynlegt að
láta innsæið ráða. Til dæmis í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinátta er þér mikils virði og því ert þú
góður vinur vina þinna. Þú færð tæki-
færi til þess að leggja öðrum lið í dag.
Þiggðu hjálp ef hún býðst.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Miklar framkvæmdir byrja með stór-
huga áætlunum. Ekki hika við að ræða
sýn þína á framtíðina við þá sem eru
hærra settir en þú. Þú sérð ekki eftir því.
Stjörnuspá
Frances Drake
Sporðdreki
Afmælisbarn dagsins:
Þú leggur þig fram við að fylgjast með
dægurmálum því þú hefur sterka sam-
félagsvitund. Segja má að þú sért bæði
upplýst og andlega sinnuð manneskja. Þú
laðast að því sem vekur áhuga þinn og
það er að bæta umhverfi þitt. Þú telur þig
ávallt hafa rétt fyrir þér og hefur það
reyndar oft.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mjög gáfaður
maður, 8 spakur, 9 göfug,
10 spil, 11 gremjist, 13 lík-
amshlutar, 15 feitmetis, 18
mannsnafn, 21 hold, 22
stólpi, 23 málgefin, 24 af-
markar.
Lóðrétt | 2 kjáni, 3 kroppi,
4 hljóðfærið, 5 freyðir, 6
nöldurs, 7 eldstæði, 12
veiðarfæri, 14 kærleikur,
15 vatnsfall, 16 klampana,
17 listum, 18 svikull, 19
skjóða, 20 hljóp.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 freri, 4 sprek, 7 gálan, 8 óskar, 9 agn, 11 synd, 13
orki, 14 eldur, 15 hlýr, 17 málm, 20 sal, 22 tafla, 23 ostur,
24 iðrar, 25 tórir.
Lóðrétt | 1 fugls, 2 ellin, 3 inna, 4 spón, 5 rekur, 6 kerfi, 10
gedda, 12 der, 13 orm, 15 hætti, 16 ýlfur, 18 áttur, 19 mær-
ir, 20 saur, 21 lost.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Hlutavelta | Þær Íris Dröfn Magnús-
dóttir og Ásdís Pétursdóttir héldu
tombólu til styrktar Rauða kross Ís-
lands og söfnuðu þær kr. 5.860.
Morgunblaðið/Ómar
Tónlist
Langholtskirkja | Kvennakórinn Léttsveit
heldur hausttónleika í Langholtskirkju kl.
16. Hljóðfæraleikarar eru: Wilma Young,
fiðla, Tómas R. Einarsson, kontrabassi,
Stína bongó og Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
píanó. Stjórnandi kórsins er Jóhanna V.
Þórhallsdóttir.
Kvikmyndir
Háskólabíó | Norrænir kvikmyndadagar:
Kops kl. 16 og 20, Mors Elling kl. 18, Miffo
kl. 18 og 22, Midsommer kl. 20, Smala
Susie kl. 22.
Bæjarbíó | Ívan Grimmi kl. 16.
Myndlist
Bókasafn Hafnarfjarðar | Sýning á verkum
barna úr Litla myndlistarskólanum í Hafn-
arfirði. „Fagur fiskur í sjó og Kisa kisulóra“.
Deiglan | Jónas Viðar – „Vatn“
Gallerí 101 | Daníel Magnússon – „Mat-
prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald
heimilisins.“
Gallerí + Akureyri | Aldrei–Nie–Never –
Þriðji hluti.
Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – „Arki-
tektúr“
Gallerí Sævars Karls | Íris Friðriksdóttir
–Teikningar
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir „Efnið
og Andinn“
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu
Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska
opnar kl. 15.
Hafnarborg | Sýning á verkum Boyle-
fjölskyldunnar frá Skotlandi opnar kl. 15.
Handverk og Hönnun | Nytjahlutir úr text-
íl.
Hólmaröst, Lista– og menningarverstöð |
Jón Ingi Sigurmundsson – vatnslita- og
olíumyndir
Hrafnista, Hafnarfirði | Sýning á verkum
Sigurjóns Björnssonar.
Kaffi Espresso | Guðmundur Björgvinsson
– akrýlmálverk
Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og
David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are
you looking at me“. Sara Björnsdóttir – Ég
elska tilfinningarnar þínar.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár
sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal,
Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal
og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur á neðri hæð safnsins.
Norræna húsið | Vetrarmessa
Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – „Inni
í kuðungi, einn díll“.
Tjarnarsalur Ráðhúss | Heidi Strand
–textílverk.
Veggurinn í Mirale | Haukur Dór opnar
sýningu kl. 16
Leiklist
Sjallinn, Akureyri | Aukasýning á Vodka-
kúrnum. Miðapantanir í síma 462 2770.
Dans
Danshúsið, Eiðistorgi | Gömlu og nýju
dansarnir dansaðir allar helgar frá kl. 22.
Söfn
Kringlan | Sýning á vegum Borgarskjala-
safns Reykjavíkur á 2. hæð Kringlunnar
þar sem sýnd verða skjöl tengd jólahaldi
landsmanna og sérstaklega fjallað um jólin
1974, m.a. sýnd jólakort frá ýmsum tímum.
Einnig fjallað um hvað var að gerast í
Reykjavík árið 1974.
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
er að finna fróðleik og sýningu um árið
1974 í skjölum. Tilviljað að rifja upp með
fjölskyldunni minningar frá árinu 1974.
Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís-
lands er með sýningu um „Árið 1974 í
skjölum“, á lestrarsal safnsins að Lauga-
vegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast
þjóðhátíðinni 1974, skjalagjöf Norðmanna
og opnun hringvegarins. Opin skjaladaginn
13. nóv. kl. 11–15, en annars á sama tíma og
lestrarsalur.
Skemmtanir
Broadway | Uppskeruhátíð hestamanna á
Broadway. Dansleikur með Millunum.
Búálfurinn | Hermann Ingi skemmtir.
Cafe Catalina | Stórsveit Guðna Einars.
Café Victor | DJ Heiðar Austmann.
Celtic Cross | Spilafíklarnir leika. Frítt inn.
Classic Rock | Bubbi þrumuskang.
Gaukur á Stöng | Atómstöðin með dans-
leik ásamt DJ Master
Hitt húsið | Unglist – www.unglist.is
Holtakráin | Hljómsveit Rúnars Þórs.
Hressó | Dj Valdi verður í búrinu.
Hverfisbarinn | DJ Bigfoot í búrinu.
Kaffi Duus | Hljómsveitin DÚR–X í kvöld.
Kaffi List | Palli í Maus spilar.
Kaffi Sólon | Langur laugardagur, Dj Svali
fram á rauðan morgun.
Klúbbnum við Gullinbrú | Dansleikur með
Hljómsveitinni Karma.
Kringlukráin | Herbert Guðmundsson
ásamt Stuðbandalaginu í 80’s stemmingu
á Kringlukránni í kvöld.
Traffik | Á móti sól spilar í kvöld.
Vélsmiðjan Akureyri | Fimm Á Richter
ásamt Geira Sæm um helgina.
Víkingur | Kvennakvöld Víkings í félags-
heimili Víkings, Víkinni. Gleðin hefst með
fordrykk kl. 19 og kostar miðinn 3.500
krónur. Miðapöntun fram á kvennakvold-
vikings@visir.is. Allar frekari upplýsingar er
hægt að nálgast á www.vikingur.is og hjá
Hjördísi í síma 891 7090.
Mannfagnaður
Austfirðingafélagið í Reykjavík | Í tilefni
að hundrað ár eru liðin frá því að félagið
var stofnað hefur verið ákveðið að koma
saman sunnudaginn 21. nóvember á Grand
hóteli Reykjavík, kaffiveitingar.
Ólsaragleði | Ólsarar ætla að hittast á
Players í kvöld.
Selaveisla | Guðmundur Ragnarsson boð-
ar til árlegrar selaveislu í nýja Haukahúsinu
að Ásvöllum í Hafnarfirði. Húsið opnað kl.
19, borðhald hefst kl. 20.30. Í lok borðhalds
mun Jóhannes Kristjánsson skemmtikraft-
ur flytja gamanmál. Að borðhaldi loknu
verður dansleikur til kl. 3. Veislustjóri verð-
ur Guðmundur Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs landbúnaðarins.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun fyrir efnalitlar einstæðar
mæður með börn á framfæri er á miðviku-
dögum kl. 14–17 að Sólvallagötu 48. Svarað
er í síma 551 4349 þri.–fim. kl. 12–16 og þá
er einnig tekið við fatnaði, matvælum og
öðrum gjöfum.
Fyrirlestrar
Byggðasafn Árnesinga | Fyrirlestur verður
í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 14.
nóvember kl. 15. Fyrirlesari er Guðni Th.
Jóhannesson og nefnist fyrirlesturinn
„Stóra drápið – Atlaga Hannesar Hafsteins
og Dýrfirðinga að breska togaranum
Royalist árið 1899“.
Hreyfigreining | Ókeypis fyrirlestrar um
brjósklos, hálshnykk og þjálfun verða laug-
ardaginn 13. nóvember kl. 9– 15 að Höfða-
bakka 9, sími 511 1575. Einnig verður kynn-
ing á leikfimi s.s. háls- & bakvernd, liðfimi
og kraftfimi.
Þjóðminjasafn Íslands | Dr. Lotte Hedeag-
er, prófessor í Ósló, heldur fyrirlestur um
táknræna þýðingu skreytistíla í heims-
mynd járnaldarsamfélaga í Skandinavíu.
Lotte er einn helsti sérfræðingur Norð-
urlanda á þessu sviði. Fyrirlesturinn er í
boði Fornleifafræðingafélags Íslands og
hefst kl. 14.
Námskeið
Boðunarkirkjan | Tekist á við hið ókomna
með djörfung er inntak 7 erinda sem
Þröstur Steinþórsson, prestur í Indíana-
fylki í Bandaríkjunum, flytur. Erindi dags-
ins: Krossdauði Krists.
www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið
fyrir byrjendur verður 27. nóvember og
28. nóvember kl. 13–18 að Völuteigi 8 í
Mosfellsbæ. Skráning á ljosmyndari.is eða
898 3911. Leiðb. Pálmi Guðmundsson.
Málstofur
Kennaraháskóli Íslands | Samræmd próf
og einstaklingsmiðað nám er efni opinnar
málstofu í KHÍ 17. nóvember kl. 16.15.
Fjallað verður um það hvernig auknar
áherslur á samræmd próf og hugmynda-
fræði einstaklingsmiðaðs náms fara saman
og hvort aukin áhersla sé á samræmd próf
í andstöðu við jafnréttissjónarmið.
Málþing
Umferðarstofa | Umferðarþing Umferðar-
stofu og Umferðarráðs verður haldið á
Grand Hótel, Reykjavík dagana 25. og 26.
nóvember nk. Skráning á www.us.is/page/
umferdarfraedsla.
Fundir
Hallgrímskirkja | Opinn AA-fundur á
morgun kl. 20.30.
Félagið Ísland-Palestína | Samstöðufund-
ur með Palestínu 15. nóvember kl. 20 í
Borgarleikhúsinu. Ræður halda Stein-
grímur Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB og Sveinn Rúnar Hauksson,
formaður Félagsins Ísland-Palestína
Heilsuhringurinn | Haustfundur félagsins
verður haldinn í Norræna húsinu á morgun
kl. 14. Flutt verða tvö fræðsluerindi, Júlíus
Júlíusson, tæknifræðingur: raflækningar,
og Benedikta Jónsdóttir: heilbrigði og
hamingja.
Samfylkingarfélagið í Reykjavík | Tíðindi
vikunnar verða til umræðu á fundi í dag,
laugardag, frá kl. 10.30 til um 13.30, í hús-
næði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1.
Einkum verður fjallað um tíðindi úr borg-
arstjórn og kennaraverkfallið. Málshefjandi
verður Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi.
Fundarstjóri er Jóhanna Eyjólfsdóttir.
Ráðstefnur
Hollvinir hins gullna jafnvægis | Ráð-
stefna Heima og heiman: „Samræming
vinnu og einkalífs í fjölmenningarsam-
félagi“ verður á Nordica hótel 17. nóv. kl.
13–16.30. Á dagskrá eru erindi einkum ætl-
uð þeim sem starfs síns vegna geta stuðl-
að að bættu starfsumhverfi, auknum
sveigjanleika og samræmingu vinnu og
einkalífs meðal starfsmanna. Viðurkenn-
ingin „Lóð á vogarskálina“ verður veitt fyr-
ir framlag sem stuðlar að samræmingu
vinnu og einkalífs í orði og verki. Skráning
á www.hgj.is. fyrir 17. nóv.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Árviss aðventuferð
jeppadeildar í Bása verður 4. til 5. desem-
ber. Lagt verður af stað frá Hvolsvelli kl. 10
á laugardagsmorgun. Fararstjórar eru Guð-
rún Inga Bjarnadóttir og Guðmundur
Eiríksson. Verð 2.400/2.900 kr.
Börn
Iða | Að vanda er lesið úr nýjum barnabók-
um kl. 11 í Iðu, Lækjargötu 2a. Milli klukkan
10 og 11 er boðið upp á heitt súkkulaði á
kaffihúsinu og eftir upplesturinn fá börnin
andabrauð á Yndisauka.
Þjóðminjasafn Íslands | Galdrastelpumót
Hróksins og Eddu.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
ÞÉTT og hrynfast rokk verður í aðalhlutverki í Stúdentakjallaranum þegar hljómsveitin
Byltan heldur tónleika með dyggri aðstoð drengjanna í SAAB, en báðar sveitir hafa á viss-
an hátt marinerast í kryddlegi blúsins þó þær hafi þróast í sín hvora áttina. Frumsamin
tónlist er ríkjandi í efnisskránni. Birgir Ísleifur Gunnarsson, aðallagahöfundur og söngvari
sveitarinnar, segir gesti geta átt von á „brjáluðu stuði“, enda hafi sveitin lagt mikið upp úr
því að lifandi spilamennskan sé þétt og spila fjölbreytta frumsamda tónlist.
Stúdentakjallarinn hefur undanfarin misseri skipað sér æ ríkari sess sem vettvangur lif-
andi tónlistar, en þar hafa fjölmargar hljómsveitir leikið undanfarið. Ókeypis er á tónleikana.
Byltan og Saab í Stúdentakjallaranum