Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KONAN á sviðinu er svolítið maddömuleg ásýndar, komin á miðj- an aldur og íklædd svartri buxna- dragt, en þegar hún hefur upp raust sína leikur enginn vafi á að það er Marianne Faithfull sem syngur á Broadway þetta fimmtudagskvöld. Dagskráin hefst á laginu „Myst- ery of love“ af nýjustu plötu Faith- full, Before the Poison, sem geymir að stórum hluta lög þeirra PJ Harvey og Nick Cave. Í kjölfarið fylgir „The Ballad of Lucy Jordan“ við góðar undirtektir tónleikagesta sem margir hverjir byrja að dilla sér í sætunum. Undirleikurinn er örlítið fjörlegri en upprunaleg út- gáfa lagsins, en sérstæð rödd söng- konunnar skilar þó fyllilega trega- blöndnum textanum. Á eftir fylgja lög á borð við „Falling from Grace“ og „Times Square“ frá tíunda ára- tugnum, „Working Class Hero“ af hinni margrómuðu „Broken Eng- lish“, nýrri lög eins og „No Child of Mine“ og „Last Song“, sem Blur- liðinn Damon Albarn samdi fyrir Faithfull og svo lögin „Sister Morgunblaðið/Kristinn Gamlar perlur í bland við nýja tóna hljómuðu hjá Marianne Faithfull á tónleikunum á Broadway. Sérstök og seiðandi TÓNLIST Broadway Tónleikar á Broadway fimmtudaginn 11. nóvember. Fram kom Marianne Faithfull ásamt hljómsveit. Bassaleikarinn Fern- ando Saunders hitaði upp fyrir Faithfull. Marianne Faithfull  UNGLIST, listahátíð ungs fólks, lýkur í Tjarnarbíói í kvöld með keppni í skífuskanki og taktkjafti. Klukkan 15 í dag verður tekið for- skot á sæluna með kynningu á skífuskankinu í Tjarnarbíói en keppnin sjálf hefst klukkan 20. „Við ætlum að byrja með plötu- snúðaskóla eftir áramót og þetta er smá kynning á því,“ segir Ómar Ágústsson, Ómar Ómar eins og hann kallar sig. Hann stendur að skipulagningu kvöldsins auk þess að vera í forsvari áhugafélagsins um tónlist, TFA, sem er skamm- stöfun á Tími fyrir aðgerðir. Keppt er í tveimur riðlum, skank og syrpu, og er dæmt fyrir tónlist, fjölbreytni, stíl og heildarflæði. Dómnefndin í kvöld er skipuð DJ Kára, Mezzías MC og Sigga Bahama. „Það er byrjað á skankriðlinum. Plötusnúðarnir nota takt og einn plötuspilara og skanka eitthvert hljóð yfir í mínútu. Það er ótrúlegt hvað þeir geta verið með mismun- andi syrpur,“ segir Ómar. „Í syrpuriðlinum eru teknar þriggja til fjögurra mínútna syrpur og gerð ýmis líkamstrikk og verið er að nota mixerinn,“ segir hann en notaðir eru tveir plötuspilarar. Keppnir sem þessar tíðkast úti um allan heim og verður sigurveg- aranum í syrpuriðlinum boðið að taka þátt í stjörnukeppni, sem haldin verður í Gautaborg í Sví- þjóð. Þetta er í sjöunda sinn sem keppni af þessu tagi er haldin hér- lendis. Hafa skífuskankarar á borð við DJ Magic, DJ Intro, DJ Big Gee og DJ Fingaprint verið meðal sigurvegara undanfarin ár. Raddböndin þanin Taktkjaftskeppnin er næst á dagskrá. „Þetta er annað árið í röð sem taktkjaftskeppnin er haldin. Þetta er eitthvað sem hefur verið í hipphoppi frá upphafi en það er stutt síðan þetta varð svona stórt um allan heim. Keppnin fer fram í tveimur eða þremur lotum, allt eft- ir fjölda. Hún byrjar á því að kepp- endur taka mínútu í frjálsum stíl og eftir það verða einhverjir valdir í úrslit. Það sem þeir gera er að herma eftir lögum, hljóðum og töktum,“ segir hann en í taktkjaft- inum er aðeins notast við röddina með hljóðnema í hönd. „Björk gerði plötunna Medúlla bara með mannsröddinni. Það sýn- ir hvað það er hægt að gera óend- anlega margt með raddböndunum. Í keppninni fær maður þessa bestu fram. Þetta er mjög skemmtileg keppni til að horfa á.“ Til viðbótar verður breikdans- hópurinn Fifth element með sýn- ingu, Kalli D úr Subterranian verð- ur kynnir og DJ Deluxe, skemmtir áhorfendum líka milli atriða. Unglist | Skífuskank og taktkjaftur á 30 ára hipphopp-afmæli Með plötuspilara og röddina að vopni Ómar Ómar hampar einum af þremur bikurum, sem veittir verða í kvöld, á sviði fimleika með skífur og rödd. Afrika Bambaata gerði 12. nóv- ember að stofndegi hipphoppsins. Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.