Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 B 3 Golfvöllur Oddfellowa Aðalfundarboð Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn sunnudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Fundarstaður: Golfskálinn, Urriðavatnsdölum. Dagskrá: ● Skýrsla stjórnar. ● Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. ● Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning. ● Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar ef einhverjar eru. ● Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. ● Önnur mál. ÞAÐ sem hefur sett stóran svart- an blett á knattspyrnuna í Evrópu á undanförnum árum eru kyn- þáttafordómar. Það er óþolandi að hópur áhorfenda þjóðanna á Balkanskaga, á Ítalíu og á Spáni, já, jafnvel í Hollandi, hafa fengið að vaða uppi og gert dökkum knattspyrnumönnum lífið leitt með ókvæðishrópum og komist upp með að kasta í þá ýmsu laus- legu. Það var frægt fyrir rúmu ári þegar leikmenn Arsenal fengu heldur betur að kynnast kyn- þáttafordómum áhorfenda og mótherja í Valencia á Spáni, þar sem áhofendur hafa oftar en ekki sýnt kynþáttahatur í orði og verki. Þá sagði Patrik Vieira, fyr- irliði Arsenal, að Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, þori ekki að taka af alvöru á kynþáttafordómum sem fari stöðugt vaxandi á meginlandi Evrópu. Það er ekki langt síðan dómari í Hollandi, sem dæmdi leik Eindhoven og Den Haag, ákvað að blása leikinn af er tíu mínútur voru eftir – þar sem hann taldi að stuðningsmenn Den Haag hefðu farið yfir strikið í kynþátta- fordómum gegn leikmönnum Eindhoven. Þá var það frægt á dögunum þegar Luis Aragones, landsliðs- þjálfari Spánverja, ræddi nið- urlægjandi um Thierry Henry, leikmann Arsenal og franska landsliðsins – fyrir landsleik á Spáni og kallaði Henry, einn besta og virtasta knattspyrnu- mann heims, svartan skít. Þegar landsliðsþjálfarar reyna að stappa stálinu í sína menn með kynþáttafordómum fyrir lands- leiki, er ekki að búast við fyr- irmyndar framkomu áhorfenda á leikjum, sem Henry fékk svo að kynnast. Aragones varð sér til minnk- unar og hann verður að lifa við það, að margir líta á hann sem kjána, enda ekki annað hægt. Spánn var svo aftur vettvangur kynþáttahaturs í sl. viku, þegar ungmennalið Spánar og Englands áttust þar við. Eftir leikinn sendi enska knattspyrnusambandið frá sér skriflega kvörtun til Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, vegna þess að þrír leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Hluti áhorfenda á leiknum mun ítrekað hafa gert gys að litar- hætti þeirra Carlton Cole, Darren Bent og Glen Johnson, en þeir eru blökkumenn. Sama dag og enska knatt- spyrnusambandið kvartaði, end- urtók leikurinn sig þegar Spán- verjar og Englendingar léku a-landsleik á Bernabeu-leikvell- inum í Madrid. Hróp voru gerð að dökkum leikmönnum enska liðs- ins í hvert skipti sem þeir komu við knöttinn, eða voru á ferðinni á hliðarlínunni við áhorfendabekki – þegar þeir tóku innköst eða hornspyrnur. Framkoma margra áhorfenda var vægast sagt óþolandi – og börn og unglingar, sem voru á leiknum, horfðu upp á framkomu sem ekki er boðleg. Kynþáttahat- ur á hvergi að líða – hvorki á knattspyrnuvöllum né á öðrum stöðum. Spánverjar verða að taka til í sínum garði. Það þýðir ekkert fyrir þá að vonast eftir að fá að halda Ólympíuleikana 2012 í Madrid, þegar dökkir keppendur eru óvelkomnir til borgarinnar og verða fyrir aðkasti. Spánverj- ar geta ekki með sanni sagt að Madrid sé opin og vinaleg borg, þegar kynþáttahatur kraumar innan borgarmúra og fær að ráða ríkjum á opinberum stöðum. 55 þúsund áhorfendur voru á Bernabeu-vellinum þegar ófögn- uðurinn átti sér stað. Þrátt fyrir að fyrir leikinn hafi tíu mín. löng mynd verið sýnd á stóru tjaldi – með áróðri gegn kynþátta- fordómum og á vellinum hafi ver- ið komið fyrir borðum til að skora á menn að sameinast um að vinna gegn kynþáttafordómum á knatt- spyrnuvöllum. Það er ljóst að forráðamenn knattspyrnumála á Spáni eiga mikið verk fyrir höndum og einn- ig Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Sambandið getur ekki lengur setið auðum höndum og horft upp á þann ófögnuð sem er að magnast í mörgum löndum og er byrjuð að skjóta rótum hjá þjálfurum og leikmönnum. Burt með ófögnuðinn! Sigmundur Ó. Steinarsson sos@mbl.is Burt með ófögnuðinn Á VELLINUM VIGGÓ: Þrír markverðir hafa verið kallaðir til sögunnar – Birkir Ívar Guðmundsson, 28 ára (54 landsleikir), Heiðar Guðmundsson, 24 ára (1), og Roland Valur Eradze, 33 ára (27), sem hafa ekki mikla reynslu í alþjóð- legum stórmótum. VINSTRA HORN BOGDAN: Guðmundur Þórður Guðmundsson og Jakob Sigurðsson. ÞORBJÖRN: Gústaf Bjarnason og Konráð Olavson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Gústaf Bjarnason og Guðjón Valur Sigurðs- son, sem er mjög öflugur hornamað- ur, sem getur brugðið sér í skyttu- hlutverk. VIGGÓ: Guðjón Valur Sigurðsson, 25 ára (114), og Logi Geirsson, 22 ára (11), sem getur einnig brugðið sér í hlutverk skyttu. Guðjón Valur hefur ekki verið eins öflugur og áður að undanförnu, Logi er að hefja sinn feril sem leikmaður með þýska meistara- liðinu Lemgo og á eftir að sanna sig. LÍNA BOGDAN: Þorgils Óttar Mathie- sen, sem var í hópi bestu línumanna heims og valinn til að leika með heimsliði. ÞORBJÖRN: Geir Sveinsson, sem var einnig í hópi bestu línumanna heims og valinn lið HM 1995. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Sigfús Sigurðsson og Róbert Sighvatsson, mjög traustir línumenn. VIGGÓ: Róbert Gunnarsson, 24 ára (41), sem er geysilega öflugur línumaður og hefur verið einn mesti markaskorari í dönsku 1. deildar- keppninni undanfarin tvö ár. Vignir Svavarsson, 24 ára (13). HÆGRA HORN BOGDAN: Valdimar Grímsson, sem var valinn sex sinnum til að leika með heimsliðinu og var valinn í lið HM 1997 í Japan. Bjarki Sigurðsson, sem var einnig valinn í heimslið og í lið HM 1993 í Svíþjóð. Tveir frábærir hornamenn. ÞORBJÖRN: Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Einar Örn Jónsson. VIGGÓ: Einar Örn Jónsson, 28 ára (100), og Þórir Ólafsson, 25 ára (4). Einar Örn hefur ekki náð sér á strik eftir EM í Svíþjóð 2002 og eftir að hann gerðist leikmaður með Wallau Massenheim í Þýskalandi. Þórir á margt eftir ólært. VINSTRI SKYTTA BOGDAN: Alfreð Gíslason, sem var leikmaður á heimsmælikvarða og valinn leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989, Atli Hilmarsson, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilssson. ÞORBJÖRN: Sigurður Bjarnason, Julian Róbert Duranona, Júlíus Gunnarsson og Patrekur Jóhannsson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Sigurð- ur Bjarnason og Dagur Sigurðsson. VIGGÓ: Jaliesky Garcia Padron, 29 ára (29), Markús Máni Michaelsson, 23 ára (6), Arnór Atlason, 20 ára (7) og Ingimundur Ingimundarson, 24 ára (8). Garcia er afar einhæfur leikmaður, en þeir Markús Máni, Ingimundur og Arnór eiga margt eftir ólært í göldr- um handknattleiksins. LEIKSTJÓRN BOGDAN: Sigurður Gunnarsson og Páll Ólafsson, sem vann sér það orð að vera fjölhæfasti leikmaður Þýskalands er hann lék þar. ÞORBJÖRN: Patrekur Jóhannes- son og Dagur Sigurðsson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Patrek- ur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. VIGGÓ: Dagur Sigurðsson, 31 árs (194), og Snorri Steinn Guðjónsson, 23 ára (55). Dagur hefur lengi verið í skugga Patreks Jóhannessonar sem leikstjórnandi og virðist eiga nokkuð í land að ná sinni fyrri getu. Snorra Stein vantar sjálfstraust til að láta verkin tala. HÆGRI SKYTTA BOGDAN: Kristján Arason, sem var valinn til að leika með heimsliði og útnefndur í hóp bestu handknattleiks- manna heims hjá alþjóða handknatt- leikssambandinu, IHF, og Sigurður Sveinsson. Tveir af litríkustu hand- knattleiksmönnum Íslands. ÞORBJÖRN: Ólafur Stefánsson, sem var tvö ár í röð valinn handknatt- leiksmaður Þýskalands. Einn besti leikmaður heims. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Ólafur Stefánsson, sem var valinn í lið EM í Svíþjóð 2002. VIGGÓ: Ásgeir Örn Hallgrímsson, 20 ára (31), og Einar Hólmgeirsson, 22 ára (16), tveir ungir leikmenn, sem eiga framtíðina fyrir sér í skyttustöð- unni. Ásgeir Örn leikur svipaðan handknattleik og Ólafur Stefánsson, en Einar líkist frekar Sigurði Sveins- syni – skytta. Þess má geta að landsliðshópur Viggós á eftir að styrkjast mikið þeg- ar Ólafur Stefánsson og Sigfús Sig- urðsson verða tilbúnir í slaginn. Og þá á hann alltaf þann möguleika að velja Alexander Peterssons í stöðu skyttu vinstra megin. Aðrir leikmenn, sem léku ekki í Svíþjóð og eru í sjónmálinu, eru Gylfi Gylfason, hornamaður hægra megin, Róbert Sighvatsson, línumaður og Ragnar Óskarsson, leikstjórnandi, svo einhverjir séu nefndir. Morgunblaðið/Golli Guðjón Valur Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson fagna gegn Kóreu á Ólympíuleikunum í Aþenu. ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik – undir stjórn Guð- mundar Þórðar Guðmundssonar – tók þátt í öllum stórmótum sem boðið var upp á þegar hann var með liðið. Undir stjórn Guðmundar tryggði landsliðið sér rétt á að leika á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002. Þar varð liðið í fjórða sæti og tryggði sér rétt til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Portúgal 2003 og EM í Slóveníu 2004. Á HM í Portúgal tryggði landsliðið sér rétt til að leika á ÓL í Aþenu – eina Norður- landaþjóðin. Áður en var farið á ÓL tryggði landsliðið sér rétt til að taka þátt í HM í Túnis, sem verður í janúar komandi. Alltaf með á stórmóti undir stjórn Guðmundar Stjórn KSÍ leggur ekki til fjölgun árið 2006 STJÓRN Knattspyrnusambands Íslands tilkynnti á fundi með for- mönnum félaga á laugardaginn að hún myndi ekki leggja fram til- lögu á ársþinginu í febrúar um að liðum í efstu deild karla yrði fjölgað úr tíu í tólf árið 2006. Að mati sambandsins þarf að lengja tímabilið um tvær vikur, og þá að vori, til að fjölgun geti orðið, og heimavellir félaganna geti ekki tekið við leikjum svo snemma vors. Til að málið verði tekið fyrir á ársþinginu þarf því að koma fram tillaga þar að lútandi frá einhverju aðildarfélaga KSÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.