Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 1
mánudagur 6. desember 2004 mbl.is Fasteignablaðið // Markaðurinn Greiðslumati er ætlað að sýna fjárhagsstöðu og greiðslugetu viðkomandi, enda mikilvægt fyrir bæði lánveitanda og lántaka að ráðist sé í raunhæfar fjárfestingar.  2 // Útsýnisíbúðir Gott útsýni mun einkenna íbúðirnar í nýju fjölbýlishúsi sem er í smíðum við Löngu- línu 7 í Garðabæ. Í húsinu verða 19 íbúðir og lyfta.  26 // Jólastjarna Jólastjörnur kjósa stofuhita, óbeina birtu og engan dragsúg. Áburðargjöf er óþörf þegar hún er í blóma og hún getur fellt blöðin verði henni kalt í flutningum milli húsa.  36 // Bollagarðar Bollagarðar voru einn af gömlu bæjunum á Seltjarnarnesi, en eru nú hluti af stóru ein- býlishúsahverfi. Atli Þór, Bryndís og Ási búa nú á Bollagörðum.  44 Óendanlegir möguleikar                                                                    ! !                " # $                      % % # # & & ' '  ("%% )       * !* '* *  + +   +  +  !"  #& '$&  &!           #$! !%     ,- .   " "  / 0 12" 345/ 6" 70 "0 "6" 8"12" 9  :"556"  ; < " = &'  6"-" ; < " = &'          8 ".6  >    "       !% ')  & & !    '& &$%  %% '$# EMBÆTTI byggingarfulltrúans í Reykjavík er 100 ára á þessu ári. Af því tilefni var haldið málþing í Ráð- húsi Reykjavíkur í síðustu viku sem bar yfirskriftina „Er Reykjavík falleg borg?“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Magnús Sædal Svav- arsson byggingarfulltrúi röktu stutt- lega sögu embættisins, en Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, stýrði málþinginu og pallborði. Fyrsti byggingarfulltrúinn, Knud Zimsen verkfræðingur, síðar borgar- stjóri, tók til starfa 1. apríl 1904 en þá hafði byggingarnefnd Reykjavíkur þegar starfað í 65 ár eða frá 29. maí 1839. Embætti byggingarfulltrúans hefur haft mikil áhrif á útlit borgar- innar, sérstaklega fyrstu áratugina en þá var byggingarnefnd jafnframt skipulagsnefnd borgarinnar. Frummælendur á málþinginu voru Andri Snær Magnason rithöfundur, Áslaug Thorlacius myndlistarmaður, Egill Ólafsson tónlistarmaður, Hilm- ar Þór Björnsson arkitekt og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Þau leituð- ust við að svara spurningunni í yfir- skrift þingsins og sagði Andri Snær m.a. að fegurð væri ákvörðun því fólk tæki ákvörðun um það hvað því þætti fallegt. Hann benti á að hús ættu sögulegan rétt og mikilvægt væri að skilja hluta af sögunni eftir handa komandi kynslóðum. Egill Ólafsson flutti beitta ádrepu um það að slæm umgengni væri óvirðing við umhverf- ið, en Hilmar Þór lagði til í ræðu sinni að borgarbúar reyndu að upplifa Reykjavík með sama hætti og þegar þeir heimsækja erlendar borgir. Hann sagði að allir ættu að prófa að upplifa einn dag í Reykjavík eins og þeir væru ferðamenn. Það mætti gera með því að byrja daginn á því að borða morgunmat á veitingahúsi, ganga síðan um bæinn og versla, skoða byggingar og söfn og fá sér loks góðan kvöldverð á veitingastað. Með þeim hætti fengi fólk nýja sýn á borg- ina sína og mannlífið yrði litríkara. Ómar Ragnarsson klykkti út með að segja að höfuðborgin væri hjartað í þjóðlífinu. „Höfuðborgin er hjartað í þjóðlífinu“ Morgunblaðið/Kristinn Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi flutti ræðu á málþingi sem haldið var í tilefni af 100 ára afmæli embættis byggingarfulltrúa Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.