Morgunblaðið - 06.12.2004, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 F 15
SÉRBÝLI
ATVINNUHÚSNÆÐI
HÆÐIR
4RA-6 HERB.
3JA HERB.
Langholtsvegur Falleg og mikið end-
urnýjuð 81 fm íbúð í kj. Ný og glæsileg inn-
rétting í eldhúsi, rúmgóð stofa, tvö herb. og
flísalagt baðherb. með nýjum sturtuklefa.
Parket á gólfum. Þvottaaðst. í íbúð. Laus
strax. Verð 14,4 millj.
Grundarstígur Mjög falleg og mikið
endurn. 91 fm íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi
í hjarta miðborgarinnar. Rúmgóð stofa, tvö
herb. með góðum skápum, flísal. baðherb.
og eldhús m. hvítum innrétt. og borðaðst.
Stórar svalir út af öðru herb. m. útsýni til
suðv. Þvottaaðst. í íbúð og sérgeymsla í kj.
Áhv. húsbr. 4,1 millj. Verð 16,9 millj.
Langholtsvegur Nýkomin í sölu falleg
80 fm íbúð í kjallara í góðu steinhúsi auk sér
geymslu í kj. Parketl. stofa, eldhús m. upp-
gerðri innrétt. og borðaðst., 2 rúmgóð herb.
og baðherb.Nýlegt gler og gluggar og hús í
góðu ástandi að utan. Sér bílastæði á lóð.
Verð 13,9 millj.
2JA HERB.
Grettisgata - sérinng. Falleg og
nánast algjörlega endurnýjuð 42 fm íbúð á
jarðhæð m. sérinng. Nýleg gólfefni, innrétt-
ingar, tæki og lagnir. Laus strax. Verð 8,7
millj.
Nökkvavogur Mjög góð 58 fm íbúð á
1. hæð auk 12 fm sér íbúðarherb. í kj. Íb.
skiptist í forst., stórt herb. m. góðum skáp-
um, baðherb., stofu og eldhús með borðað-
stöðu auk geymslu. Flísar á gólfum. Laus
strax. Áhv. húsbr. Verð 10,9 millj. Íbúðin er til
sölu eða leigu.
SUMARBÚSTAÐIR
Sumarbúst. - Skorradal Nýr og
glæsilegur 81 fm sumarbústaður í byggingu í
Hvammsskógi, Skorradal, með glæsilegu út-
sýni yfir Skorradalsvatn. Bústaðurinn skiptist
í forstofu, stóra stofu, eldhús, tvö herbergi
og snyrtingu auk geymslu. Stór verönd. Verð
18,0 millj.
Sumarb. í landi Nesja Glæsi-
legt um 127 fm sumarhús í landi Nesja
við Þingvallavatn. Húsið er hæð og upp-
steyptur kj., afar vel staðsett með glæsi-
legu útsýni yfir Þingvallavatn og allan
fjallahringinn. Á hæðinni er alrými, stofa,
borðstofa, eldhús og 2 svefnherb. Niðri
er rúmgott svefnherb., stórt baðherb.,
þvottaherb., saunaklefi og geymsla. 55
fm timburverönd umlykur alla efri hæð
bústaðsins. Leigulóð ræktuð trjám og
runnum. EINSTÖK STAÐSETNING Í
FALLEGU UMHVERFI.
Seljavegur Góð 3ja herb. risíbúð í
þríbýli í vesturbænum. Eldhús m. nýlegri
innréttingu og borðaðstöðu, stofa og
tvö herb., bæði með skápum. Nýtt raf-
magn og tafla fyrir húsið. Verð 11,0 millj.
Brunabótamat 8,4 millj.
Austurströnd - Seltj. Hárgreiðslu-
stofa í eigin húsnæði við Austurströnd með
góðum gluggum með miklu auglýsingagildi.
Húsnæðið er 63 fm og skiptist í stórt opið
rými auk kaffistofu og w.c. Hús nýlega við-
gert og málað að utan. Næg bílastæði. Verð
á húsnæði 9,9 millj. og rekstur 3,0 millj.
Nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Ánanaust Virðulegt skrifstofu- og versl-
unarhús. Húsið er á þremur hæðum, sam-
tals að gólffleti 1817 fm. Innréttingar og
sameign í góðu ásigkomulagi. Góð aðkoma
og næg bílastæði. Útsýni yfir Faxaflóann.
Húsnæðið er að mestu leyti laust nú þegar.
Heimild fyrir byggingu einnar hæðar ofan á
húsið. Möguleiki að breyta húsnæðinu í
íbúðir. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Ármúli Heil húseign við Ármúla. Um er
að ræða 3.046 fm alls, sem skiptast í versl-
unarhúsnæði á götuhæð, skrifstofuhúsnæði
á 2. hæð auk geymslukjallara og iðnaðar-
húsnæðis á tveimur hæðum með innkeyrslu
á báðar hæðir. Lóð frágengin með malbik-
uðu plani og góðu athafnarými. Húseignin
er nánast öll í útleigu í dag. Nánari uppl.
veittar á skrifstofu.
Eirhöfði 1.150 fm iðnaðarhúsnæði á
þremur hæðum sem er sérhannað undir
matvælaiðnað, en býður upp á mikla mögu-
leika hvað varðar notkun. Á aðalhæð er
vörumóttaka, vinnslusalur, skrifstofur o.fl., á
jarðhæð eru 4 rými með innkeyrsludyrum
og góðri lofthæð og á efri hæð eru skrifstof-
ur o.fl. Húseign í góðu ástandi. Aðkoma
með besta móti, malbikað plan beggja
vegna hússins og fjöldi bílastæða.
Heil húseign við Stangarhyl.
Húsnæðið er vel innréttað sem skrif-
stofu- og lagerhúsnæði með inn-
keyrsludyrum. Eignin er í dag að mestu
nýtt af eiganda hennar en er að hluta til
í útleigu til skemmri tíma. Góð aðkoma
er að eigninni og næg bílastæði. Nánari
upplýsingar veittar á skrifstofu.
Kringlan - skrifstofuhæð Góð
skrifstofuhæð á 7. hæð að séreignarflatar-
máli 278 fm auk hlutdeildar í sameign og
bílastæðarýmum. Hæðin skiptist í opið
rými, 9 lokuð herbergi og tvær geymslur.
Verð 75,0 millj.
Smiðjuvegur - Kóp. Glæsilegt 525
fm skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum í
nýlegu húsi. Húsnæðið er innréttað á afar
vandaðan og smekklegan hátt og er vel
búið tölvu- og símalögnum. Fjöldi skrif-
stofuherbergja, auk móttöku á báðum
hæðum o.fl. Mikil lofthæð. Næg bílastæði.
Verð 59,0 millj.
Smiðshöfði Tvær húseignir: Annars
vegar iðnaðarhúsnæði, stálgrindarhús, að
gólffleti 1558 fm auk 88 fm steinsteypts
verkstæðishúss. Þrennar innkeyrsludyr.
Hins vegar 582 fm iðnaðarhúsnæði auk
létts millilofts. Tvennar innkeyrsludyr. Mal-
arborin lóð. Nánari uppl. veittar á skrif-
stofu.
Laugavegur - skrifstofu-
húsn. til leigu Vandað og vel inn-
réttað skrifstofuhúsnæði á 4. hæð til
leigu í góðu steinhúsi í hjarta miðborgar-
innar. Nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Borgartún - skrifstofuhúsnæði
Höfum til sölu gott 116 fm skrifstofu-
húsnæði á 2. hæð. Húsnæðið skiptist í
móttöku, opið rými, skrifstofueldhús og
tvö afstúkuð herbergi. Vel staðsett eign
við fjuölfarna umferðaræð. Verð 14,2
millj.
Bakkabraut - Kópavogi
Atvinnuhúsnæði samtals að gólffleti 302 fm sem skiptist í tvö bil, 151 fm hvort.
Annað bilið er vel innréttað og með litlu millilofti, en hitt er minna innréttað, en
með stóru og góðu millilofti. Getur elst sitt í hvoru lagi. Nánari uppl. veittar á
skrifstofu.
Skipholt - vefnaðar- og kvenfataversl-
un í eigin húsnæði
Ein af elstu starfandi verslunum í
Reykjavík. Verslunin er í um 40 fm eigin
húsnæði og verslar með kvenfatnað og
vefnaðarvöru. Til greina kemur að selja
húsnæðið sér. Nánari upplýsingar á
skrifstofu.
TIL ATHUGUNAR FYRIR EIGENDUR ATVINNUHÚS-
NÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Höfum kaupendur að atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu með
traustum langtímaleigusamningum. Hér er um að ræða mjög trausta kaupendur með öruggar kaup-
greiðslur. Eignir á verðbilinu 50.000.000-3.000.000.000 koma til greina. Þeir fasteignaeigendur, sem
kynnu að hafa áhuga, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Jón Guðmundsson, lögg. fast-
eignasala, sem veitir frekari upplýsingar.
Háaleitisbraut - skrifstofuhúsnæði.
Gott 85 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í
góðu lyftuhúsi. Húsnæðið skiptist í bið-
stofu, þrjár skrifstofur, stórt fundaher-
bergi og geymslu. Parket á gólfum.
Sameign er nýlega endurnýjuð. Gott út-
sýni. Laust fljótlega. Verð 10,5 millj. Fyrir rúmum mánuði varspurt í pistli hvort „bídett-ið“ væri fallið í gleymsku.Það er alltaf uppörvandi
og ánægjulegt að fá viðbrögð við því
sem í þessum pistlum birtist, en nú
var slegið met. Það var greinilegt að
bídettið var ekki fallið í gleymsku,
þetta vinsæla hreinlætistæki bítlaár-
anna, þó reyndar sé ekki vitað til að
þeir síðhærðu piltar frá Liverpool
hafi nokkurn tímann sungið um þetta
ágæta tæki.
En nú verður að koma með nokkra
upprifjun fyrir þá sem ekki hafa lesið
fyrrnefndan pistil. Bídett, sem við
fyrstu sýn líkist klósettskál, er þó lík-
ara handlaug, með botnventli og
tappa, notað til að skola botn lík-
amans og ekki síður til fótaþvotta.
Nú skal taka af öll tvímæli; þetta
tæki er jafn nýtilegt og þarft fyrir
karla sem konur og er hér með af-
neitað með öllu það sem upp á pistla-
höfund var borið; að í umfjölluninni
hefði örlað á svolítilli kvenfyrirlitn-
ingu. Það átti að birtast í því að ræða
um bídett sem kvennagagn, en það
er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir
að karlar þurfa ekki síður að skola á
sér botninn. Þetta mætti meira að
segja rökstyðja með dæmum en
verður ekki gert, við erum nú einu
sinni stödd á virðulegum síðum
Morgunblaðsins en ekki á sóðalegu
exinu.
Það var líka ánægjulegt að það
voru ekki síður karlar en konur sem
létu í sér heyra og nostalgían var ein-
róma; allir söknuðu tækisins og vildu
hefja það aftur til vegs og virðingar,
á því væri full þörf.
Hvað á barnið að heita?
Líftími bídettsins hérlendis var
skammur og líklega þess vegna var
því aldrei gefið íslenskt nafn. Að vísu
er það ekki alveg rétt, einhverjir
voru með tilburði til nafngiftar, en
þeim tilraunum er engin ástæða að
halda á lofti.
Það var lýst eftir nýyrði, íslensku
nafni á þetta tæki, sem á sinni tíð
þótti sjálfsagt í öllum betri baðher-
bergjum. Það komu ýmsar tillögur
að nöfnum og er hér sett saman nafn-
ið „botnlaug“, er það ekki samþykkt?
Við leitum ekki mótatkvæða, betra
nafn finnst ekki, eða hvað?
En nú kann einhver að spyrja; er
ekki verið að búa til enn eina þörfina,
við höfum verið án þessa tækis í
mörg herrans ár og enginn kvartað?
Í rauninni hafa margir kvartað, en
mest við sjálfa sig. Þær hreinlætis-
þarfir sem svo auðvelt hefði verið að
uppfylla með botnlaug hefur fólk
uppfyllt á annan hátt en miklu
óþægilegri. Það kom fram í net-
póstum, meðal annars, að það hefði
verið lausn að nota hitastýrða blönd-
unartækið við baðkerið eða í sturt-
unni en ekki beinlínis þægileg.
Eitt er víst; botnlaugar eru fram-
leiddar hjá leiðandi verksmiðjum
sem framleiða hreinlætistæki svo
það er ekkert því til fyrirstöðu að
innflytjendur geti boðið þessa ágætu
vöru.
En snúum okkur aðeins að karl-
peningnum, þessum hermdar-
verkamönnum gegn hreinlæti í bað-
herbergjum landsins og þó víðar
væri leitað. Karlar og konur eru æði
ólík að líkamlegri gerð, sem betur
fer, annars væri lífið ömurlegt, já lík-
lega bara ekkert líf.
Þessi munur veldur því að það eru
sama hverjar þarfir konunnar eru,
þær setjast alltaf á salernið. En ekki
karlinn, hann krýpur ekki eða beygir
kné ótilneyddur, uppréttur skal hann
standa meðan báðir fætur eru jafn
langir. En þá kemur í ljós að hittni
hans er ekki eins og best væri á kos-
ið, menn eru misjafnlega handlagnir.
Þá kemur að sértæki karlsins,
þvagskálinni. Jafnvel í hana geta
sumir ekki hitt og frægt er að ein
verksmiðja framleiddi þvagskálar
fyrir flugstöðina á Shiphol með mynd
af flugu í botni. Þá brá svo við að
hittnin snarbatnaði, déskotans pödd-
unni skyldi drekkt! En hvers vegna
fá karlar ekki þvagskál í baðher-
bergi, tæki sem þeir hafa svo mikla
þörf fyrir?
Hvernig væri að innlitið og útlitið
skoðaði gamalt og úr sér gengið bað-
herbergi fyrir niðurrif og síðan aftur
þegar allt er komið í stand. Og þar
yrði botnlaug, og þar yrði þvagskál,
mikið yrði það flott, svaka sniðugt og
rosalega hagkvæmt.
Botnlaug og þvagskál frá Missel, hagkvæm tæki og þægileg.
Botnlaug skal
hún heita
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is