Morgunblaðið - 06.12.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 06.12.2004, Síða 34
D esember er genginn í garð og jólin eru rétt handan við heygarðshornið, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum úr dagatali sjónvarpsins. Veður- farið hefur gefið okkur undir fótinn með hvít jól, nýlega fréttist af dulítilli hálku á Hellis- heiði og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en það var svei mér þá snjóföl á jörðu í Kópavoginum í vikunni sem leið. Von- andi eru þetta áreið- anlegir fyrirboðar um það sem koma skal, jól með jólasnjó eru ein- hvern veginn svo miklu jólalegri en jól með annars konar jólaúrkomu. Rétt eins og jólasnjórinn er ómissandi utandyra svona yfir blá- jólin þá er jólastjarnan ómissandi þáttur í jólahaldi landans. Síðustu áratugi hafa landsmenn keypt jólastjörnur í tugþúsundavís og prýtt hýbýli sín með þessum sér- lega jólalegu plöntum. Jólastjarna, Euphorbia pulcherrima, er runn- kennd planta sem getur orðið allt að þriggja metra há í heimkynnum sín- um í Mexíkó. Jólastjarnan er af mjólkurjurtaættinni sem dregur nafn sitt af mjólkurkenndum plöntusafa sem hríslast um æðar plöntunnar. Ættkvíslin sem jóla- stjarna heyrir til, Euphorbia, inni- heldur um 2000 mismunandi teg- undir, margar hverjar eitraðar. Jólastjarna getur vald- ið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki þannig að það er rétt að spyrjast fyr- ir um hugsanlegt of- næmi áður en manni dettur í hug að koma færandi hendi heim til vina sinna, svona rétt til að varðveita vinátt- una áfram. Sýnt hefur verið fram á að jóla- stjarnan sjálf er ekki eitruð planta, Banda- ríkjamenn eru dugleg- ir við að kanna svona lagað og þar hefur upplýsingamiðstöð um eitraðar plöntur gefið það út að barn, sem er 25 kg á þyngd, getur borðað yfir 500 háblöð jólastjörnu án þess að finna fyrir neinum eituráhrifum. Samkvæmt þessu væri jafnvel hægt að hafa jólastjörnu í jólasalatið með hamborgarhryggnum og brúnuðu kartöflunum, en kannski maður veðji samt á Waldorf áfram. Blómgun jólastjörnu er mjög sér- stök. Blómin sjálf eru agnarsmá, nokkur saman í sveip inn á milli stórra, litríkra háblaða. Háblöðin eru í raun og veru ummynduð lauf- blöð sem geta verið í ýmsum litum. Jólalegasti liturinn á háblöðunum er þessi djúpi, blóðrauði litur sem er jafnframt vinsælastur en einnig er hægt að fá jólastjörnur með bleik háblöð, hvít, skellótt og jafnvel gul. Glimmertíska undanfarinna ára hef- ur ekki skautað framhjá jólastjörn- unum, nú þykir það verulega smart að vera með glimmerbornar jóla- stjörnur, þær glitra svo fallega í flöktandi birtu jólakertanna. Umhirða jólastjarna er frekar einföld. Þær þola ekki dragsúg, uppáhaldshitastigið þeirra er stofu- hiti og best er að hafa þær ekki í beinu sólarljósi, jólastjarnanna vegna er kannski ágætt að desem- ber er dimmasti mánuður ársins. Algengasti dauðdagi inniblóma er ofvökvun og svo er einnig með jóla- stjörnur. Rétt er að vökva þær reglulega og jafnvel daglega en það ber að varast að láta þær standa í bleytu, þá eiga þær það á hættu að drukkna. Mikilvægt er að passa upp á jólastjörnuna þegar hún er flutt milli húsa, ef henni verður kalt fellir hún blómin og þá endist hún mun skemur en ella. Rétt er að gefa jóla- stjörnu ekki áburð á meðan hún er í blóma. Svona í lokin er rétt að rifja upp fortíð jólastjörnunnar. Eins og áður sagði er hún ættuð frá Mexíkó og þar í landi er uppruni jólastjörn- unnar alveg á hreinu. Litla fátæka stúlkan María var á leið til kirkju á jólunum með bróður sínum, honum Pabló. Þau voru svo fátæk að þau áttu engar almennilegar gjafir til að færa Jesúbarninu, eins og siður er þar í landi. Í stað þess að koma tómhent til kirkjunnar tíndu börnin blóm í blómvönd í vegkantinum. Í kirkjunni var búið að setja upp leik- mynd af fjárhúsinu með jötu og Jesúbarni og öllu tilheyrandi. Þegar börnin komu til kirkjunnar lögðu þau fátæklegan blómvöndinn við jötuna. Skyndilega spruttu fram rauð, stjörnulaga blöð á blómvend- inum og allir viðstaddir voru sann- færðir um að þeir hefðu orðið vitni að kraftaverki. Frá þessum degi voru blómin nefnd Flores de Noche Buena eða blóm heilagrar nætur því þau blómstruðu árlega á jólunum. Við höfum nefnt plöntuna jóla- stjörnu því háblöðin minna okkur á rauða stjörnu, jólastjörnu. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Jólalegasti litur jólastjörnunnar er þessi djúpi, blóðrauði litur, sem er jafnframt vinsælastur, en einnig er hægt að fá jólastjörnur með bleik háblöð, hvít, skellótt og jafnvel gul. Jólastjarna — hluti af jólahaldinu VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 525. þáttur 34 F MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAST RAÐ-/PARHÚS Atli leitar að raðhúsi í Grafarholti eða Graf- arvogi. Helst í kringum 160. fm. Gyða leitar að raðhúsi í Salahverfi í Kóp. Verðb. 25-28 m. Bílskúr væri kostur. Rúnar leitar að 5. herb. eða einbýli í Selja- hverfi í Rvk. Verðb. 25-30 m. Bjarki leitar að einbýli í Keflavík, Njarðvík, Vogar eða Mosfellsbær. Verðb. 16-17 m. Skúli leitar að sumarbústað. Verður að vera vatn, rafmagn og hiti. Helst innan 100 km rad- íus frá Rvk. ÓSKAST HÆÐIR Sigurjón bráðvantar hæð í 101, helst í kringum 120-140 fm Verðb. 24-26 m. Andrea leitar að hæð í Hafnafirði. Verðb. 25 m. Margréti bráðvantar hæð í Ausurbæ Kóp. Verðb. 21-23 m. Bílskúr væri kostur. ENGIHJALLI Björt og falleg þriggja herb. íbúð í Kóp. Íbúðin er á efstu hæð og er útsýnið stórkostlegt. Flísar á öllu nema svefnherb. þar eru dúkar. Góðir skápar í herb. og holi. Viðarinnrétting í eldhúsi. Sameig. þvottah. V. 13 millj. (907) LAUGAVEGUR 61 fm 2ja herbergja íbúð í bakhúsi við Laugaveg. Forstofa flísalögð. Rúmgott baðherb/þvottah. Plast- parket á stofu, svherb. og eldhúsi sem er með nýrri innréttingu. Nýjir gluggar og gler. Nýtt rafmagn og tafla. Verið er að klára að standsetja íbúðina og garðinn. V. 11,1 millj. (905) HAMRABORG 1-3 Um er að ræða atvinnuhúsnæði í Kópavoginum, nánar tiltekið Hamraborg 1-3 (jarðhæð). Húsnæðið er 125 fm. Flísar á gólfi. Húsnæðið er með tölvu- lögnum, símalögnum og loftræstikerfi. Ljósir hvítar veggir. Gengið er inn gegnum sérinngang eða í gegnum stigaganginn. Eldhúsinnrétting er til staðar. Í geymslu er hægt að búa til salernisaðstöðu. Í sam- eign eru tvö klósett. Hentar vel sem skrifstofu fyrir heildsölu með léttan varning. V. 7,9 millj.(745) Þorkell leitar að sinni fyrstu íbúð. Verðbil 11-12 m. Gunnar leitar að 2ja herb. íb. miðsvæðis í Rvk. Helst 101, 105 eða 107. Verðb. 10-12 m. Kristín leitar að 2ja herb. íb. í 109 eða 110 Rvk. Verðb. 8-10,5 m. Þór leitar að 2ja herb. íb. í Hlíðarhverfi, Rvk. Verðb. 10-12 m. Svala leitar að 2ja herb. íb. Helst í Kópavogi eða Hafnafirði. Verðb. 10-14 m. Höfum kaupendur að öllum stærðum eigna sem þurfa á standsetningu að halda. Allt kemur til greina. ÓSKAST 3JA HERB. Berglind leitar að 3ja - 4ja herb. íb. í Bakka- hverfi í Reykjavík. Verð upp í 14. m. Steinþór leitar að 3ja herb. íb. í Grafarvogi eða Kópavogi. Verðb. 13,5-17 m. Tinna leitar að 3ja herb. íb. í Vesturbæ, Rvk. Verðb. 12-16 m. Heiðar leitar að 3ja herb. íb. í Austurbæ, Rvk. Verð. 13-18 m. Birkir leitar að 3-4ja herb. Opinn fyrir allri staðsetningu. Verð upp að 15 m. ÞJÓNUSTUSÍMI EFTIR LOKUN 664 50 60 VOGAGERÐI Fallega og góða 3ja herb. íbúð á 1 hæð í góðu fal- legu 5 íbúða húsi í Vogum Vatnsleysustrandaströnd. Góð forstofa. Eldhús með góðri nýl. innréttingu. Baðh. m/baðkari og nýl. innréttingu. Góð stofa með suðursvölum. Tvö svefnherb. Sérgeymsla í sameign og sameiginlegt þvottahús. V. 8,9 m. (914) SUÐURGATA Um er að ræða mjög skemmtilega íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi, húsnæðið hefur verið tekið allt í gegn að utan, íbúðinn hefur verið tekinn mikið í gegn að innan, gengið er inn flíslagðan gang, þar er fata- hengi 4 svefnherbergi eru og tvö þeirra með skáp, plastparket á gólfum, eldhús með góðri viðarinnrétt- ingu og flísum á gólfi, baðherbergi er flísalagt, bað með sturtu, stofan er mjög rúmgóð, plastparket á gólfi, þvottahúsið er við hliðná innganginum. Flott íbúð á góðum stað í Sandgerði. ENGIHJALLI Erum með nokkur bil í verslunarkjarna í austurbæ Kópavogs til leigu eða sölu REKSTUR Nánari upplýsingar um fyrirtæki á skrifstofu Hús- anna í bænum og í þjónustusíma 664 50 60 utan skrifstofutíma. Meira á www.husin.is Grill og söluturn í góðum rekstri í Austurbæ Reykjavíkur. Miklir tekjumöguleikar. SÖLUTURN í Austurbænum, miklir möguleikar. SÖLUTURN Í KÓPAVOGI Mikil velta, mikil fram- legð. VEITINGASTAÐUR Vorum að fá í sölu veitingahús í Miðbænum. VEITINGA OG VEISLUÞJÓNUSTA Í KÓPAVOGI. BÍLALEIGA Góð viðskiptasambönd. FJÁRSTERKIR AÐILAR leita að bar og/eða veit- ingastað. Margt kemur til greina. HÚSIN Í BÆNUM HAFA MIKIÐ AF ÖÐRUM FYR- IRTÆKJUM Á SKRÁ - SÖLUMENN REYNDIR INNAN VEITINGA- OG FYRIRTÆKJAGEIRANS. Hamraborg 5, 200 Kópavogi husin@husin.is 53 50 600 Fax 53 50 601 Sveinn Ó. Sigurðss. lögg. fasteignasali Vigfús sölumaður s. 664 5065 5 til 7 herbergja VOGASEL 170 fm íbúð á tveimur hæðum. Efri hæðin er mjög skemmtilega hönnuð. Þar er stórt svefnherbergi með svölum og miklu útsýni til Esjunnar, baðherbergi, sjónvarpshol, stór stofa og stórar suðursvalir. Auð- velt er að bæta við svefnherbergi á hæðinni. Á neðri hæð er garðskáli, andyri, snyrting með steypibaði, tvö svefnherbergi, arinstofa, borðstofa, eldhús, þvottahús/búr. Verð 26,9 millj. Til afhendingar strax við kaupsamning. HJALTABAKKI 91,1 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt 14,1 fm geymslu í kjallara að auki. Parketlagt hol með skáp. Stofa og borðstofa með útg. á suðursvalir. Eldhús með eldri innréttingu og parketi á gólfi. Baðherbergi með lítilli innréttingu og flísalagt að hluta ásamt baðkari með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Svefn- herbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og eru skápar í tveimur þeirra. V. 12,6 millj. (312) FÍFULIND 13-15 Góða 4ra herbergja 110 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Snyrtileg sameign sem gengið er frá út á svalir að sérinngangi, komið er inní litla forstofu, þar innaf er lítið hol og beint innaf kemur þvottahúsi eldhús með sæmilegri eldhúsinnréttingu til vinstri eru tvö barnaherbergi, baðherbergi flísalagt með baðkari, hjónaherbergi frá því til hægri er svo sjón- varpshol, stór stofa með góðum svölum. Gólfefni parket og flísar á gólfum. BAKKASTÍGUR 53 fm kjallaraíbúð rétt við Mýrargötu. Eldhús m/dúk á gólfi og ljósri innrétt. Baðherb. flísalagt m/sturtu. 2 sv.herb. m/dúk á gólfi. Forst. flísalögð m/fata- geymslu. Þvottaherb./geymsla er í íbúðinni. V. 9,6 millj. (930) ÓSKAST 4RA HERB. Kristín leitar að 4ja herb. íb. með bílsk. Op- in fyrir öllum staðsetningum. Steinar leitar að 4ja herb. íb. í Kópavogi. Helst í Lindar- eða Salahverfi Verðb. 16-20 m. Ólafur leitar að 4ja herb. íb. í 101 eða 107 Rvk. Verðb. 13-17 m. Helga leitar að 3-4ja herb. íb. í Grafavogi eða Árbæ. Verðb. 18-20 m. S K Ó L A G E R Ð I 197,4 fm tvíbýlishús. Stigi upp er parketlagð- ur sem og stofan og borðstofan sem taka við um leið og upp er komið. Sjónvarpsherb. með flísum á gólfi og útgengi á suðursvalir. Vinnuherbergi/svefnherbergi með filtteppi á gólfi en hann var yfirbyggður eftir að húsið var byggt. Úr vinnuherberginu er einnig gengt í þvottahúsið og þaðan í eldhúsið sem að er með dúk á gólfi, rúmgóðri innréttingu rúmgóðum borðkrók, nýlegum ofn, hell- uborði og uppþvottavél frá Bloomberg. Á svefnherbergja gangi er stór fataskápur og parket á gólfi. Tvö barnaherbergi, annað með parketi á gólfi en hitt með dúk á gólfi. Hjónaherbergi með ljósu teppi á gólfi, fataskáp minni kommóðu og hillusetti. Baðherbergið er með flísum á gólfi dúk á veggjum og sturtuklefa. VANTAR ALLAR EIGNIR Á SKRÁ SKOÐUM OG VERÐMETUM SAMDÆGURS, ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU.Edgardo Solar sölumaður s. 865 2214 V O G A S E L GLÆSILEG FASTEIGN TIL SÖLU. Húsið er samtals 440m2 að stærð með mikla möguleika. Aðalíbúð er fullbúin og leyfi kom- ið frá Byggingafulltrúa í Reykjavík að skipta eigninni í tvær sjálfstæðar íbúðir eða eignar- hluta. Möguleikar að innrétta allt að 4 aukaí- búðir í fasteigninni eða aðlaga með öðrum hætti að þörfum kaupanda/leigutaka. Þorsteinn sölustjóri. s. 662 5577

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.