Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 44

Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 44
44 F MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mikil gróska hefur verið ífasteignaviðskiptum á síð-ustu vikum og fast- eignasalar hafa gjarna á orði að nú sé uppskerutíð hjá þeim. Hver við- skiptavinur er dýrmætur og margar fasteignasölur hafa gripið til auglýs- ingaherferða til að vekja athygli á þjónustu sinni. Eignamiðlunin er ein þeirra fasteignasala sem hafa látið útbúa sérstakar auglýsingar fyrir sig í þessu skyni, en myndirnar sýna brosandi ungt par sem leikur sér við drenghnokka og er að flytja í sína fyrstu íbúð. Þótt margar auglýs- ingar séu sviðsetning með leikurum sem þekkjast kannski lítið sem ekk- ert, þá er það ekki reyndin í þessu tilviki nema að hluta. Unga fólkið sem kemur fram fyrir hönd Eigna- miðlunarinnar leggur leiklist fyrir sig, en þau eru raunverulegt par með barnið sitt og eru tiltölulega ný- flutt í nýtt húsnæði. Unga fólkið sem um ræðir eru Atli Þór Albertsson leiklistarnemi, Bryndís Ásmundsdóttir söng- og leikkona og Ásmundur, fimm ára sonur þeirra. Ekki eru nema nokkr- ir mánuðir síðan þau fluttu úr miðbæ Reykjavíkur í gamalt hús á Seltjarnarnesi sem ber heitið Bolla- garðar og stendur við samnefnda götu sem dregur nafn sitt af húsinu. Búið var á Bollagörðum allt fram undir 1950. Fyrstu ábúendur á þess- um stað voru Einar Hjörtsson og Anna Jónsdóttir en þau voru vinnuhjú á bænum Nesi á Seltjarn- arnesi. Árið 1924 byggðu Einar Guðmundsson og Halldóra Eyjólfs- dóttir, eiginkona hans, nýtt hús á þessum stað eftir teikningum Guð- jóns Samúelssonar, fv. húsameistara ríkisins, og er það húsið sem hér kemur við sögu. Einar og Halldóra bjuggu á Bolla- görðum með hænur, hesta og kýr, en einnig var róið út þegar veður leyfði. Síðasti báturinn sem reri frá Bollagörðum er enn í geymslunni sem er áföst húsinu og enn má sjá gömlu dráttarbrautina sem notuð var til að draga hann upp. Eftir að Einar lést bjó Halldóra áfram á Bollagörðum allt til ársins 1976. Eftir það hefur húsið verið leigt út og eru það aðallega afkom- endur eða venslafólk þeirra Hall- dóru og Einars sem hafa nýtt húsið. Aftur á heimaslóðir Það var strekkingsvindur og slydda þegar blaðamann bar að garði í Bollagörðum og degi farið að halla. Það er samt engum vand- kvæðum bundið að finna húsið Bollagarða því það sker sig úr í hverfinu þar sem byggingarstíllinn er gjörólíkur nærliggjandi nýbygg- ingum og lóðin við húsið er risastór. Ef vel er skoðað má sjá að vegurinn Norðurströnd, sem er strandveg- urinn á norðanverðu Seltjarnarnesi, tekur sveig framhjá húsinu, en það stendur mun utar í götunni en önnur hús við Bollagarða. „Það stemmir,“ segir Atli hressilega um leið og hann skellir köku á borðið sem hann full- yrðir að hann hafi bakað sjálfur með aðstoð hins fimm ára gamla Ása. „Vegurinn tekur sveig framhjá hús- inu okkar. Þegar hverfið var skipu- lagt fyrst var vegurinn teiknaður þannig að hann lá hér í gegnum stof- una hjá okkur. Eftir miklar fortölur af hálfu eigenda Bollagarða var skipulaginu breytt, tillit tekið til hússins í skipulaginu og gatan lögð í sveig framhjá því.“ Atli er nokkuð fróður um sögu þessa gamla húss, því þetta er í ann- að skipti sem hann flytur í það. „Ég bjó í Bollagörðum í nokkur ár þegar ég var smástrákur,“ segir hann. „Fyrst í þessu húsi en síðar í nýju húsi sem stendur við götuna Bolla- garða.“ Atli á góðar minningar frá þessu gamla húsi á Seltjarnarnesi. „Þetta er hús sem alla krakka dreymir um að alast upp í,“ segir hann. „Það er fullt af rangölum og leyniskápum og hægt er að fela sig inni í einum skáp, skríða svo inn á milli veggja og koma út úr öðrum skáp í öðru her- bergi.“ Setti Atla í stofufangelsi En hvernig bar það til að Bryndís og Atli rugluðu saman reytum sín- um og fóru að búa í þessu gamla býli á Seltjarnarnesi? „Þegar ég kynntist Atla bjó ég í íbúð við Barónsstíg sem ég átti sjálf og var mín fyrsta íbúð,“ segir Bryn- dís. „Ég bauð honum heim til mín einhverju sinni og hleypti honum síðan ekki út aftur!“ Blaðamaður lyftir brúnum og lít- ur spyrjandi á Atla, sem samsinnir þessu. „Þetta er alveg rétt, hún hélt mér í stofufangelsi heima hjá sér og ég þurfti að hringja í mömmu og biðja hana að senda mér föt og fleira smálegt heim til Bryndísar. Og allar götur síðan hef ég verið að passa fyrir hana,“ segir hann með mikilli dramatík í röddinni og svo skelli- hlæja þau bæði. „Þetta var dásamleg íbúð á Bar- ónsstígnum og það var meiriháttar gott að vera þar,“ bætir hann við. „Ási var í leikskóla hinum megin við götuna, ég losaði mig við bílinn sem ég átti því við gátum labbað allt sem við þurftum að fara, bæði í skóla og vinnu,“ segir Atli. „Þetta fyrirkomulag hentaði okk- ur Atla mjög vel, sérstaklega á með- an Ási var minni,“ segir Bryndís. „En svo fór að þrengja að okkur og það var orðið stórmál að koma okk- ur þremur fyrir í þessari litlu íbúð. Ég fékk meira að segja frænku mína sem er lærður aritekt frá Dan- möku til að líta á íbúðina og bað hana að hjálpa okkur við að koma dótinu okkar þannig fyrir að við nýttum íbúðina sem best. Hún kom með þá lausn að við skærum burt hluta af hjónarúminu svo við kæm- um barnakoju fyrir í herberginu. Þegar við fórum á stúfana að leita að hentugri koju fundum við ekkert sem passaði og sáum fram á að við þyrftum að láta sérsmíða eitthvað fyrir okkur sem við höfðum ekki efni á. Einhverju sinni, þegar við stönd- um niðri í sjoppunni í þessu sama húsi, segi ég sisvona við eigandann, sem ég var farin að þekkja ágæt- lega: „Æi, Gummi, áttu ekki til koju heima hjá þér sem passar fyrir okk- ur?“ Og hann sagði að það vildi svo skemmtilega til að hann ætti einmitt koju sem hann hafði smíðað sjálfur handa börnunum sínum og þurfti að losa sig við hana. Og viti menn, hún smellpassaði hjá okkur! Og með svona tilfæringum gátum við búið nokkurn tíma enn á Barónsstígnum, en svo kom náttúrulega að því að þetta sprakk allt utan af okkur.“ Þarfirnar breytast En eftir því sem Ási stækkaði breyttust þarfir fjölskyldunnar og miðbær Reykjavíkur var ekki leng- ur eins heppilegur staður fyrir fjöl- skylduna og áður. „Þetta gekk vel á köflum og fór eftir mismunandi þroskaskeiðum Ása. Það var t.d. erf- itt að athafna sig með vagn á þriðju hæð við Barónsstíg. Þegar vagntím- anum sleppti tók við ágætt tímabil, en þegar Ási var kominn á þann ald- ur að hann vildi fara út að leika sér, þá kom það bara ekki til greina. Við fórum því að líta í kringum okkur og um tíma vorum við í þeim pælingum að selja íbúðina mína við Barónsstíg og kaupa stærri íbúð. En rétti tím- inn til íbúðarkaupa var ekki kominn, svo í staðinn vorum við dugleg við að láta okkur dreyma. Mitt í þessum pælingum segir Atli mér frá gamla húsinu sem hann ólst upp í og við fórum í bíltúr og skoðuðum húsið – bara að gamni. Svo fékk ég alla sög- una frá Atla um það hvað hefði verið yndislegt að alast þarna upp og það gerði ekkert annað en kynda enn meira undir lönguninni hjá mér að búa þarna og ég gat ekki hugsað mér neitt dásamlegra.“ Á þessum tíma voru þau Atli og Bryndís ekki búin að gera upp við sig hvort þau ætluðu að skipta um íbúð eður ei, en þau sögðu að það hefði verið gaman að láta sig dreyma. „Á einhverjum tímapunkti í þess- um pælingum fór ég til hjónanna, sem meðal annarra eiga Bollagarða og sjá um útleigu á húsinu, og sagði þeim að litla íbúðin hennar Bryndís- ar væri sprungin utan af okkur og hvort þau vildu hafa okkur í huga ef húsið losnaði. Og þau tóku bara vel í það. En við áttum ekkert von á að þetta gengi upp, enda leið líka lang- ur tími þar til nokkuð gerðist. En svo dró til tíðinda í júní síðast- ÁBollagörðum stendur t Það fylgir því mikil örygg- istilfinning að ala upp barn á Seltjarnarnesi, segja Atli Þór Albertsson og Bryndís Ásmunds- dóttir, en þau búa á Bollagörðum. Guðlaug Sigurðardóttir, skoðaði húsið sem var hið fyrsta við Bollagarða en samnefnd gata er nefnd eftir því. Morgunblaðið/Sverrir Bollagarðar voru byggðir árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Atla Þór, Ásmundi og Bryndísi líður vel í gamla húsinu Bollagörðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.