Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 19
ERLENT
AÐ minnsta kosti 43 menn féllu í nokkrum
árásum á íraska þjóðvarðliða í gær en þá til-
kynnti Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna, að Jórdaninn Abu
Musab al-Zarqawi væri sérstakur fulltrúi sinn
í Írak.
Árásirnar í gær áttu sér stað í byggðum
súnníta fyrir norðan Bagdad og virðast hafa
verið samræmdar. Var mesta mannfallið í árás
á lögreglustöð í bænum Dijla, sem er á milli
borganna Tikrits og Samarra, en í henni féllu
12 lögreglumenn.
„Vopnaðir menn réðust inn í stöðina og tóku
af lífi 12 lögreglumenn, þar af þrjá foringja,“
sagði talsmaður lögreglunnar og bætti við, að
síðan hefðu þeir sprengt upp húsið.
Sex þjóðvarðliðar féllu í gær í sjálfsmorðs-
árás í Baquba og rétt við Tikrit, heimabæ
Saddam Husseins, voru þrír lögreglumenn
skotnir í varðstöð. Fjórir lögreglumenn og
þjóðvarðliðar voru skotnir á lögreglustöð í
Ishaki og þrír þjóðvarðliðar og þrír óbreyttir
borgarar féllu í árás á herbílalest í Samarra.
Tveir menn féllu í öðrum árásum og liggja þá í
valnum að minnsta kosti 60 menn frá því á
sunnudagskvöld, þar af tveir bandarískir her-
menn.
Hatast við sjíta
Kynda þessar árásir enn undir efasemdum
um, að íraska þjóðvarðliðið og lögreglan muni
geta tryggt öryggi kjósenda í kosningunum í
næsta mánuði án mikillar aðstoðar banda-
rískra hermanna.
Í yfirlýsingu frá bin Laden, sem lesin var
upp í Al Jazeera-sjónvarpinu á mánudag, kall-
aði hann alla þá, sem hygðust taka þátt í kosn-
ingunum, „villutrúarmenn“ og útnefndi einnig
Zarqawi sem yfirmann al-Qaeda í Írak.
Zarqawi hefur lýst yfir hatri sínu á sjítum í
Írak og kallað þá „fimmtu herdeildina innan
íslams“. Þykir líklegt, að hann beri að hluta
ábyrgð á árásum á þá að undanförnu og einnig
félagar í Baath-flokki Saddams.
Bandaríkjamenn og íraska bráðabirgða-
stjórnin, sem hafa verið að bera víurnar í
súnníta og reyna að fá þá til að taka þátt í kosn-
ingunum, urðu fyrir áfalli er helsti flokkur
þeirra tilkynnti á mánudag, að hann ætlaði
ekki að koma nálægt þeim. Hefur Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áhyggjur af
þessu og telur, að væntanlegt þing verði í raun
„óstarfhæft“, verði það ekki skipað neinum
fulltrúum súnníta. Vill hann, að þeim verði út-
hlutað ákveðnum þingsætafjölda þótt það sé
ekki heimilt samkvæmt gildandi lögum.
Tugir Íraka felldir
í nokkrum árásum
Osama bin Laden útnefnir Zarqawi yfirmann al-Qaeda í Írak
Samarra. AFP.
Reuters
Íraki lýkur við að setja upp veggspjald þar sem Írakar eru hvattir til að kjósa í kosningunum
30. janúar nk. Á spjaldinu stendur á arabísku: Til að tryggja börnum okkar betri framtíð.
SÚNNÍTAR og sjítar lesa sama kóraninn og
tilbiðja sama guðinn. Írösk stjórnmál fara
hins vegar ekki varhluta af djúpstæðum
ágreiningi sem staðið hefur um aldir milli
súnníta og sjíta.
Klofningurinn varð eftir að Múhameð spá-
maður lést árið 632 en súnnítar telja að eft-
irmenn hans – kalífarnir fjórir – hafi rétti-
lega tekið við leiðtogahlutverki Múhameðs
og viðurkenna erfingja þeirra jafnframt sem
leiðtoga Íslams. Sjítar töldu hins vegar Alí
kalífa, tengdason Múhameðs, og ákveðna af-
komendur hans einu réttmætu leiðtoga Ísl-
ams.
Súnnítar eru núna um 85% af 1,2 millj-
örðum múslíma í heiminum. Sjítar eru hins
vegar í meirihluta í Írak sem og auðvitað í Ír-
an.
Íraskir sjítar eru þó ekki einsleitur hópur.
Flestir þeirra eru arabar, til að mynda
„fenja-arabar“ sem hafa mikla menningar-
lega sérstöðu, og sumir bedúínar (arabískir
hirðingjar) eru sjítar. Aðrir sjítar koma úr
röðum Kúrda og Túrkómena sem eru um 5%
Íraka.
Íraskir súnnítar skiptast í tvo meginhópa,
Kúrda og araba. Arabískir súnnítar réðu lög-
um og lofum á valdatíma Saddams Husseins
og kúguðu jafnt Kúrda sem sjíta.
Fylkingar
sjíta og súnníta
greinir á