Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 354. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íslensk nætur- drottning Hrafnhildi Björnsdóttur boðið að syngja með enskri óperu | Menning Bílar og Íþróttir í dag TALSMENN Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) vöruðu í gær við því að hugsanlegt væri að jafn margir myndu bíða bana af völd- um farsótta á svæðunum, sem urðu verst úti í náttúruhamförunum í As- íu, og dóu af völdum flóðbylgna á sunnudag. Engin endanleg tala er komin á fjölda þeirra sem fórust, í gærkvöldi var vitað að meira en fimmtíu og fimm þúsund manns dóu í tíu löndum en sú tala gæti átt eftir að tvöfaldast. „Hinn upphaflegi hryllingur sem tengist flóðbylgjunum og jarðskjálft- anum sjálfum gæti fallið í skuggann af langtíma þjáningum íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti,“ sagði David Nabarro, sérfræðingur hjá WHO. Óttast menn að skortur á fersku vatni og hreinlæti á hamfara- svæðunum valdi því að farsóttir breiðist út. Manntjón mest í Indónesíu Indónesía og Sri Lanka urðu verst úti í hamförunum á sunnudag en flóðbylgjur sem þá voru leystar úr læðingi, af völdum öflugs jarð- skjálfta í hafinu vestur af eyjunni Súmötru, ollu því að tugir þúsunda fórust og milljónir manna hafa misst heimili sín. Embættismenn í Indó- nesíu sögðu í gær að tala látinna þar væri komin í 27.178 og á Sri Lanka er vitað að 18.706 fórust. 4.413 fórust á Indlandi og 1.516 á Taílandi. Þús- unda er enn saknað. Erfiðlega hefur gengið að skipu- leggja hjálparstarf á verstu ham- farasvæðunum. Víða skortir matvæli og lyf og fregnir bárust af því frá Aceh í Indónesíu, sem er nálægt upptökum jarðskjálftans, að hungr- að fólk rændi verslanir. Lögreglan í Indónesíu sagðist ekkert hafa heyrt frá íbúum nokk- urra eyja í Andaman- og Nicobar- eyjaklösunum, sem eru nálægt upp- tökum jarðskjálftans, og er óttast að um 7.000 manns hafi farist þar. Vitað er að fjórðungur íbúa á eyjunni Car Nicobar fórst. Dæmi eru um að heilu þorpunum hafi skolað á haf út. Þá herma fréttir að allt að þriðjungur þeirra sem biðu bana hafi verið lítil börn. Dæmi voru um að flóðbylgjur hefðu hrifsað kornabörn úr örmum foreldra og flutt með sér á haf út. Ekki vitað um ferðir 1.500 Svía Margir þeirra sem fórust á Taí- landi voru vestrænir ferðamenn, einkum frá ýmsum löndum Evrópu. Greindi Laila Freivalds, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, frá því að 1.500 Svía væri enn saknað á Taílandi. „Við óttumst að margir þeirra muni aldrei finnast,“ sagði Freivalds á fréttamannafundi. Kvaðst hún ætla að fara ásamt björgunarliði til Taí- lands og kynna sér ástandið. Ekki er heldur vitað um afdrif allt að 600 Norðmanna, 200 Dana var saknað og sömuleiðis 200 Finna. Farsóttir gætu aukið hörmungarnar til muna Tala látinna af völdum náttúru- hamfara í Asíu komin yfir 55.000 SJÁLFBOÐALIÐAR og opinberir starfsmenn safna líkum fólks sem fórst á Sri Lanka og sem ekki hafði tekist að bera kennsl á í fjöldagröf nærri bænum Galle í suðurhluta landsins í gær. Víða á hamfarasvæðunum var byrjað að grafa látna í gær og sums staðar notuðu menn til þess ber- ar hendur sínar. „Það er mikilvægt að grafa lík manna sem fyrst og eyða líkamsleifum dýra áður en drykkjarvatn spillist. Það er risavaxið verkefni,“ sagði Jan Egeland, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur yfirumsjón með neyðar- aðstoð SÞ. AP Líkum safnað í fjöldagrafir SUMS staðar á hörmunga- svæðunum við Indlandshaf var skýrt frá björgun sem þykir jaðra við kraftaverk. Þannig fannst 20 daga gamalt barn á reki á dýnu í Malasíu og hefur nú verið fengið foreldrum sín- um sem sluppu einnig ósködd- uð úr harmleiknum. Tveggja ára gamall sænsku- mælandi drengur frá Finn- landi, Hannes Bergström, fannst einn og yfirgefinn en lítt meiddur á götu í Phuket í Taí- landi, illa bitinn af moskítóflug- um. Frændi hans náði í hann í gærmorgun eftir að hafa séð frásögn af drengnum og mynd á vefsíðu blaðsins Phuket Gaz- ette á Netinu. Fjölskylda Hannesar var í leyfi í Taílandi. Starfsfólkið á spítalanum sem sinnti honum tók eftir því að það lifnaði yfir honum þegar hann heyrði sænsku. Móðir drengsins og amma eru ófund- nar en faðirinn komst lífs af. AP Myndin af Hannesi Bergström sem varð til þess að frændi hans sótti hann á sjúkrahús. Kornabarn fannst á lífi fljót- andi á dýnu ÁRNÝ Aurangasri Hinriksson, kennari við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði, er ættuð frá Sri Lanka en hefur búið lengi hér á landi. Hún sagðist ekki vita hve margir af ætt- ingjum hennar hefðu farist í flóð- bylgjunni á dögunum. Árný sagðist vera í daglegu sam- bandi við fjölskyldu sína á Sri Lanka. Níræð móðir hennar og systir voru fjarri sjó og biðu ekki skaða, en þær eiga hús í Colombo, nálægt þar sem 20 þúsund manns misstu heimili sín, að sögn Árnýjar. Systurdóttir Ár- nýjar er nýgift framkvæmdastjóra lúxushótels á Maldíveyjum og fór þangað deginum áður en flóðbylgj- an færði eyjarnar að miklu leyti í kaf. „Við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni því Maldíveyjar fóru undir vatn,“ segir Árný. „Það náðist ekki sam- band því fjarskipti lögðust af. Þegar dagur var liðinn sendi hún SMS- skeyti og lét vita af sér. Hún sagði að 1. hæð hótelsins væri undir vatni, en að þau hefðust við á 2. hæð og hefðu nógan mat. Ég veit ekkert um skyld- fólk mitt sem hefur unnið á lúxushót- elum á suðurströndinni í Galle, Mat- ara og Tangalle sem urðu illa úti. Ég á frænda sem rekur gistihús þarna, en það er ekki mögulegt að hafa samband við þetta fólk. Frænka mín, sem er lögfræð- ingur, býr í Matara og ég á marga ættingja og vini í Galle. Mágkona mín á aldraða móður og bræður í Matara. Hún hefur ekki náð neinu sambandi við þau. Þangað er hvorki símasamband né vegasamband, því vegurinn sópaðist í burt. Ég hringi daglega en þau hafa engar fréttir að færa.“ Í óvissu um ættingja sína Árný Aurangasri Hinriksson  Sjá umfjöllun á bls. 6–7, 24–25 TUTTUGU nemendur, sem ný- lega útskrifuðust úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, eru ákveðnir að fara í fyrirhugaða útskriftar- ferð til Hua Hin í Taílandi á morgun, að sögn Elvu Bjarkar Margeirsdóttur, eins nemend- anna. Þrír voru enn í vafa eftir fund sem haldinn var í gærkvöldi með nemendunum, foreldrum þeirra og framkvæmdastjóra ferðaskrif- stofunnar Kuoni, sem skipulegg- ur ferðina. „Auðvitað er maður ekki alveg öruggur, en við erum búin að tala við Rauða krossinn, utanríkisráðuneytið, landlæknis- embættið, ræðismann Taílands og staðkunnugt fólk. Það segja allir að við séum örugg á þessum stað,“ sagði Elva Björk. Ætlunin er að fljúga til Bangkok í Taílandi og aka síðan til Hua Hin þar sem hópurinn dvelur í tvær vikur. Til Taílands í útskriftarferð Bílar | Lítill en rúmgóður Fiat  Japanskir jeppar vinsælir Íþróttir | Íþróttamaður ársins valinn í 49. sinn  Hermann Hreiðarsson í sviðsljósinu  Kvennalandsliðið vann þær ensku í körfunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.