24 stundir


24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 4

24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir Landsbankinn í Árbæ rannsakar nú gaumgæfilega hvort það hafi getað gerst að falsaður fimmþúsund króna seðill hafi farið í gegnum eftirlit bankans. „Við förum eftir ströngum reglum og búum yfir tækjabún- aði sem á að lágmarka hættuna, þannig að við lítum málið mjög alvarlegum augum. Hvar á maður að vera öruggur um að peningaseðlar séu í lagi ef ekki í pen- ingastofnun?“ segir Þorsteinn Þorsteinsson útibús- stjóri. Hjónin Birgir Albertsson og Edda Guðmundsdóttir voru stöðvuð með seðilinn í Bónus í Árbæ fyrir árvekni pólskrar afgreiðslustúlku. Birgir hafði tekið út 25 þús- und krónur í bankanum um morguninn. Lögreglan gerði seðilinn upptækan og rannsakar feril hans og ber hann saman við aðrar falsanir. Ómar Smári Ármanns- son hjá lögreglunni í Reykjavík segir einn og einn seðil komast í umferð stöku sinnum og yfirleitt gangi vel að rekja uppruna þeirra. Málin komist upp fyrr eða síðar. Þorsteinn segir alla seðla eiga að fara í gegnum eft- irlitsbúnað bankans, þetta eigi ekki að geta gerst. Úti- bússtjórinn segir að viðskiptavinurinn muni þó njóta vafans meðan málið er í rannsókn og fá nýjan fimm- þúsundkall. beva@24stundir.is Bankinn lítur falsaða fimmþúsundkallinn alvarlegum augum Fölsunarmál í rannsókn Nýjasti seðillinn. Hann er betur búinn vörnum gegn fölsunum en eldri seðlar. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Til þess að geta hafið hefðbundna bankastarfsemi hér á landi þarf er- lend bankastofnun að kaupa að- gang að íslenska bankakerfinu hjá Fjölgreiðslumiðlun hf., en fyrir- tækið er í eigu íslenskra banka. Logi Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Fjölgreiðslumiðlunar, segir kerfið standa öllum fjármálafyr- irtækjum opið og allir greiði jafnt fyrir þjónustu fyrirtækisins, eig- endur jafnt sem aðrir. Stofn- og tengigjald nýrra viðskiptavina við kerfið er um 25 milljónir króna að því gefnu að bankastofnun vilji kaupa aðgang að öllum kerfum Fjölgreiðslumiðlunar. „Hjá okkur er í gildi gjaldskrá sem er birt á vefsíðu félagsins og það er hún sem gildir. Það er ekki þannig hjá okkur að eigendur fé- lagsins njóti annarra kjara en aðrir sem vilja kaupa þjónustu hjá fyr- irtækinu,“ segir Logi: „Þeim fyr- irtækjum sem hingað vilja koma er ekki gert að kaupa í fyrirtækinu en hefðu þau áhuga á því yrði það eflaust tekið til skoðunar. Þetta er hlutafélag.“ Björgvin G. Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir fulla ástæðu til að hafa efasemdir um þetta fyrirkomulag. „Það er full ástæða til að hafa vakandi auga með því að það sé ekki notað með neinum hætti sem samráðs- vettvangur eða markaðshindrun fyrir aðra.“ Hann segir Samkeppn- iseftirlitið hafa fjallað um fyrir- komulagið á sínum tíma án at- hugasemda en eftirlitsstofnunin muni koma til með að fylgjast vel með því áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er erlendu fjár- málafyrirtæki sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evr- ópóska efnahagssvæðisins, heimilt að stofnsetja útibú hér á landi tveimur mánuðum eftir að Fjár- málaeftirlitið hefur fengið tilkynn- ingu um fyrirhugaða starfsemi frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki fyr- irtækisins. Þá er útibúinu heimilt að stunda hverja þá starfsemi hér- lendis sem fjármálafyrirtækinu er heimil í sínu heimalandi. En með útibúi er átt við starfsstöð sem að lögum er hluti af fjármálafyrirtæki og annast beint, eða að öllu leyti eða að hluta þá starfsemi sem fram fer hjá fjármálafyrirtækjum. Þurfa bara að borga sig inn  Evrópskir bankar borgi fyrir aðgang að íslenska bankakerfinu Samstarf Bankarnir eiga Fjöl- greiðslumiðlun í sameiningu. ➤ Starfrækir svokallað jöfn-unarkerfi og veitir nýjum þátttakendum aðild að kerf- inu í samræmi við reglur og samþykktir félagsins. ➤ Sér um rekstur sameig-inlegrar þjónustu fyrir greiðslukortaviðskipti. FJÖLGREIÐSLUMIÐLUN HF. Hæstiréttur hefur dæmt Flug- skóla Íslands og trygginga- félagið Nordic Aviation In- surance Group til að greiða flugnema rúmar 4 milljónir í bætur vegna flugslyss þegar kennsluflugvél skall til jarðar við Eystra-Miðfell í Hvalfirði í mars árið 2003. Flugkennari, sem einnig var í flugvélinni, var hins vegar sýknaður af bótakröfu þótt Hæstiréttur teldi að rekja mætti slysið til gáleysis kenn- arans. Héraðsdómur hafði áð- ur talið kennarann bóta- skyldan en sýknað tryggingafélagið. mbl.is Flugnemi fær skaðabætur Flugslys í kennslu Byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er lokið og voru framkvæmdir á áætlun. Af því til- efni undirrituðu fulltrúar Alcoa og Bechtel formlega yfirlýsingu um lok framkvæmda í nýrri starfsmannabyggingu Fjarðaáls við álverið í Reyðarfirði í gær. Ekkert alvarlegt slys varð meðan á framkvæmdum stóð. Bechtel og íslenski verkfræði- hópurinn HRV hönnuðu og reistu álverið, sem er stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hef- ur verið í á Íslandi. Fyrsta skóflu- stungan að álverinu á Reyðarfirði var tekin í júlí 2004. mbl.is Stærsta einkaframkvæmd Íslandssögunnar Lokið við álver Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Um fjórðungsverðmunur er á lægsta og hæsta verði, Nokia 6210 farsíma. Athygli vekur að símafyrirtækin þrjú sem keppa um farsímaþjónustu hér á landi eru öll með sama verðið á þessari tegund. Hjá þeim þekkjast einnig bindisamningar þar sem tækið er selt á mun lægra verði en um leið bindur kaupandinn sig með viðskipti um þjónustu til ákveðins tíma. 25% munur á farsímanum Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Verð farsíma Nokia 6210 Verslun Verð Verðmunur Elko 23.995 Nova 24.900 3,8 % Síminn 24.900 3,8 % Vodafone 24.900 3,8 % Max 26.989 12,5 % Hátækni 29.995 25,0 % myrkviðir mannshugans SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Einhver magnaðasta glæpasaga sem ég hef lesið lengi ... sambland af veruleika og skáldskap og einhver best skrifaða flétta í þeim dúr sem ég hef kynnst. – Matthías Johannessen, matthias.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.