24 stundir


24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 6

24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 6
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Íbúðalánasjóður hækkaði vexti á íbúðalánum í gær um 0,2% í kjöl- far útboðs íbúðabréfa sjóðsins. Vextirnir eru nú 5,75% og 5,50% með uppgreiðsluþóknun. Minni sala á fasteignum var í nóvember en mánuðinn áður og voru 20% færri kaupsamningar vegna fasteigna gerðir á höfuð- borgarsvæðinu, eða 768 samningar á móti 956, samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamati ríkisins. Það hafa ekki færri keypt sér fasteign á höfuðborgarsvæðinu síðan í febr- úar á þessu ári. Aukin eftirspurn Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá þróunarsviði Íbúðalánasjóðs, segir að aukin eftirspurn sé eftir lánum hjá sjóðnum í kjölfar vaxta- hækkana bankanna og sjóðurinn finni ekki fyrir því að minni sala sé á fasteignum. Hins vegar ætti mikil vaxtahækkun að draga úr eftir- spurn eftir lánum, til lengri tíma litið. Vextir hafa oft verið hærri „Menn mega þó ekki gleyma því að vextir á íbúðalánum hafa oft verið hærri. Það er ekki lengra síð- an en 2002 að raunvextir voru um 6 prósent,“ segir Hallur. „Hins vegar eru Íslendingar svo að segja ónæmir fyrir vöxtum. Þeir virðast kaupa það sem þá langar í þegar þá langar, sama hvort vext- irnir eru 5 eða 7 prósent.“ Aðspurður um hvort munur geti verið á þeim sem taka lán sín hjá bönkunum og hjá Íbúðalánasjóði segist Hallur ekki halda að svo sé. Flúið til nágrannabæja Vegna hækkandi húsnæðisverðs hefði jafnvel mátt búast við því að kröfur fólks gagnvart húsnæði minnkuðu; það t.d. keypti minna en áður. Hallur segist ekki greina slíkan mun en hins vegar sæki sí- fellt fleiri í að búa í nágrannabæj- um, s.s. á Akranesi og í Reykja- nesbæ, vegna þess að þar sé húsnæðisverð lægra og markaðs- verð nær brunabótamatinu en víða gerist á höfuðborgarsvæðinu. Minna selt í fyrra Sé fjöldi kaupsamninga skoðað- ur á milli ára sést að sala húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er svipuð nú og hún var árið 2005. Dregur úr fast- eignakaupum  Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 20 prósent í nóvember  Vextir Íbúðalánasjóðs komnir í 5,50 og 5,75 prósent ➤ Um 20% færri kaupsamn-ingar vegna fasteigna voru gerðir í nóvember en í októ- ber á höfuðborgarsvæðinu. ➤ Um 2000 fleiri kaupsamn-ingar hafa verið gerðir á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári en voru gerðir allt seinasta ár. SALA FASTEIGNA 6 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir það réttlætismál að einhleypum konum verði leyft að gangast undir tæknifrjóvganir. Guðlaugur skipaði þann 22. október síðastliðinn nefnd í því skyni að end- urskoða lög og reglugerðir um tæknifrjóvganir. Ráð- herrann og fjölmargir aðrir binda vonir við að með endurskoðuninni verði lögunum breytt. Breytingar boðaðar jafnvel strax á vorþingi Ekki eru tímamörk á vinnu nefndarinnar en sam- kvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að það verði snemma á næsta ári. Guðlaugur Þór vill breyta lögunum. „Eins og staðan er í dag þá er ekki rökrétt að einstæðar konur fái ekki að gangast undir tæknifrjóvgun, ekki síst í ljósi þess að einhleypir mega ættleiða. Ég tel að það sé góður stuðningur við málið á Alþingi. Ég vona að það komi niðurstaða frá nefndinni fljótlega svo að við getum gert þessar breytingar strax á vorþinginu. Ég sé engin efnisleg rök gegn þessu og okkur er ekkert að vanbúnaði. “ freyr@24stundir.is Guðlaugur vill leyfa einhleypum konum að fara í tæknifrjóvganir Réttlætismál segir ráðherra Fæðingardeild Einhleypar konur vilja tæknifrjóvgun. 57 ökumenn voru myndaðir í Hvalfjarðargöngum frá þriðju- degi til fimmtudags fyrir hrað- akstur. Vöktuð voru 4.122 öku- tæki og því ók rúmlega eitt prósent ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði þeirra var liðlega 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. 57 af 4.122 yfir hámarkshraða Tveir bílar rákust saman á Reykjanesbraut skammt frá Vogaafleggjara í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Suð- urnesjum voru sjúkrabílar og tækjabíll sendir á staðinn þar sem óttast var að fólk væri fast í öðr- um bílnum, sem valt út af veg- inum, en svo reyndist þó ekki vera. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort þeir sem í bílunum voru hefðu meiðst. mbl.is Árekstur á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Hólmavík lögðu í gærmorgun hald á lítilræði af kannabisefnum og áhöldum sem talin eru hafa ver- ið notuð til fíkni- efnaneyslu. Fannst efnið í bíl, sem var á leið vestur Steingríms- fjarðarheiði. Fjórir menn voru í bílnum. Telst málið upplýst. mbl.is Með eiturlyf í bíl Syngjandi kátir jólasveinar með nikku og gítar. Álfar og tröll, Grýla og Leppalúði og fjöldinn allur af þekkturm söngvurum og tónlistarfólki. Allir með bros á vör, tilbúnir að skemmta þér og þínum. Hafið samband við eina elstu og reyndustu jólasveina og skemmtanaþjónustu landsins. Mætum einnig á jólahlaðborðs skemmtanir. jóli.is S. 824 3677 joli@joli.is Geymið auglýsinguna ostur.is Kynnið ykkur úrvalið á ostur.is Gómsæt gjöf fyrir sælkera Sælkeraostakörfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.