24 stundir


24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 16

24 stundir - 14.12.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. 24 stundir sögðu frá því í fyrradag að tveir ofbeldisglæpamenn, annar dæmdur fyrir morð, hinn fyrir tvær hrottalegar nauðganir, afplánuðu nú dóma sína á Kvíabryggju. Fangelsið á Kvíabryggju hefur verið skilgreint sem opið fangelsi. Stefna Fangelsismálastofnunar er að þar geti fangar búið sig undir lausn úr fangels- inu og aðlagazt lífinu utan fangelsisveggja. Ekkert varnar því að þeir flýi úr fangelsinu, en þeim er lögð sú ábyrgð á herðar að virða reglur og taka þátt í rekstri staðarins. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangels- ismálastofnun, benti á það hér í blaðinu að á Kvíabryggju fengju þeir að af- plána, sem stofnunin teldi bezt treystandi til að fara eftir þeim reglum, sem þar væru í gildi. Stefna um opin fangelsi hefur verið reynd víða um lönd og víðast hvar gefizt vel í tilfelli mikils meirihluta fanga. Það er úreltur hugsunarháttur að loka eigi fólk inni í fangelsum við sem þrengstan kost og verstar aðstæður. Það, sem skiptir máli, er að fangelsisvistin sé raunveruleg betrunarvist, þannig að dæmdir menn brjóti ekki af sér aftur. 24 stundir fjölluðu þannig um það í síðustu viku að til stæði að gera átak í menntunarmálum fanga, enda sýnir reynslan að fangar, sem bæta við menntun sína í fangelsinu, eru síður líklegir til að snúa þangað aftur. Stefnan um opnu fangelsin hefur hins vegar orðið fyrir áföllum í öðrum löndum þar sem hún hefur verið framkvæmd, í þeim tilvikum þegar einn fangi misnotar það traust sem honum er sýnt, flýr úr fangelsinu eða brýtur af sér í leyfi. Slík mál, sem komið hafa upp erlendis, hafa iðulega orðið upp- spretta harðrar gagnrýni á fangelsisyfirvöld, einkum og sér í lagi þegar við- komandi fangar hafa áður fengið dóma fyrir ofbeldisglæpi. Það er þess vegna ákveðin áhætta fólgin í þessari stefnu og hægt að setja spurningarmerki við það hvort þeir sem dæmdir eru fyrir alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi að afplána í opnu fangelsi á meðan sú stefna slítur barnsskónum hér á landi. Hér þarf einnig að hafa í huga viðbrögð þolenda og aðstandenda fórnarlamba ofbeldisbrotamanna. Í 24 stundum í gær lýsti faðir manns, sem var myrtur, því að það hefði komið honum á óvart að sá, sem dæmdur var fyrir glæpinn, væri vistaður í opnu fangelsi. Það hlýtur að þurfa að taka tillit til aðstandenda og þolenda í slíkum málum og a.m.k. láta þá vita þegar rýmkað er um gæzlu brotamanna og útskýra markmiðin fyrir þeim, þannig að fólk óttist ekki um öryggi sitt og sinna. Opin fangelsi SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ég held að Guðni Ágústsson geti alveg verið rólegur yfir kross- inum í þjóðfána okkar og nafni Guðs í þjóð- söngnum. Hann óttast að mann- réttindaákvæði, sem hafa haft áhrif á nýja skóla- löggjöf, muni leiða til þess. Svipuð ákvæði virðast ekki hafa haft þau áhrif á Breta að kasta bæði Guði og drottningunni út úr upphafi þjóðsöngs síns eða að Norðurlandaþjóðirnar kasti krossinum úr þjóðfánum sínum. Það þarf ekki alltaf að mála skrattann á vegginn þótt menn séu kristnir, Guðni. Nú eiga við orð Davíðs … Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is BLOGGARINN Rólegur Guðni Það er vel að verki staðið hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur urutanríkisráðherra að krefjast afsökunarbeiðni frá Bandaríkja- stjórn vegna ómannúðlegrar meðferðar á Erlu Ósk Arnardóttur. Í þessum efnum duga engin vett- lingatök. Við verðum að láta vel í ljósi andúð okkar á þessum vinnubrögðum bandarískra yf- irvalda og að við sættum okkur engan veginn við að íslenskir rík- isborgarar gangi í gegnum svona ferli, hafandi ekkert til saka unn- ið. Bandaríkjastjórn á sér engar málsbætur í þessu máli. Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is Afsökunarbeiðni En það hefur vakið athygli margra, hversu Björn hefur lítið haft sig í frammi nú síðustu daga í einhverju heit- asta pólitíska deilumáli sem nú er uppi. Sér- staklega er þetta athyglisvert, þeg- ar haft er í huga að Björn Bjarna- son er ráðherra kirkjumála […].Þegar svo við bætist að um fyrrverandi menntamálaráðherra er að ræða, er eiginlega alveg magnað að Björn skuli ekkert hafa tjáð sig um þau áform ráð- herra menntamála að afnema markmið um kristilegt siðgæði úr námskrám leikskóla og grunn- skóla. Björn Ingi Hrafnsson eyjan.is/bjorningi Þögn ráðherra Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S: 588 9925 • Opið alla daga 11.00-22.00 Gina Bacconi Michaela Louisa Haust Pause Café Einnig, glæsilegir galakjólar frá BIBBIS í öllum stærðum X E IN N E M 0 7 12 0 01 Í fyrradag var kynnt hér á Balí þró- unarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2007/2008 - Baráttan við loftslagsbreytingar. Meðal viðstaddra voru Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að ef við tök- um baráttuna fyrir mannréttindum alvarlega verðum við að setja loftslagsbreytingar efst í for- gangsröðina. „If we are passionate about human rights, we must make climate change our highest priority.“ Höfundar skýrslunnar - sem keypt er af Þróun- aráætlun SÞ - saka iðnríkin um að gefa skít í fá- tækt fólk í þróunarlöndunum (leaving the world’s poor to śink or swim’). Það er svo sann- arlega tilfinningin hér á Balí (og áður í Nairobi og Buenos Aires þar sem örlög okkar minnstu bræðra og systra í breyttum heimi hafa verið til umræðu). Bent var á að á síðasta ári hafi 26 milljónum dollara verið varið til að verjast loftslagsbreyt- ingum í þriðja heiminum. Það er jafn mikið fé og bresk stjórnvöld vörðu á einni viku í sumar leið þegar rigndi hvað mest þar í landi. Einn skýrsluhöfunda, Kevin Watkins, kallar eftir aukn- um fjárframlögum til að aðstoða þróunarríki við að aðlagast loftslagsbreytingum. Í skýrslunni segir að árið 2015 þurfi 86 milljarða dollara árlega til að mæta þörfum þriðja heimsins sem þarf að að- lagast breyttum heimi. Upphæðin reiknast vera 0,2 prósent af þjóðarframleiðslu OECD-ríkjanna. Fátækar þjóðir þriðja heimsins hafa litlu sem engu valdið um þann gríðarlega vanda sem við er að etja og því er það skylda hinna auðugu þjóða að aðstoða ríki á borð við Bangladess að takast á við afleiðingarnar. Það er sagt að bragðið af loftslagsbreytingum sé salt og skýrist af hækkandi sjáv- arstöðu sem mengar drykkjarvatn. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Iðnríkin gefa skít í fátækt fólk ÁLIT Árni Finnsson arnif@mmedia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.