24 stundir - 14.12.2007, Page 39

24 stundir - 14.12.2007, Page 39
24stundir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 39 Jólamánuðurinn á ekki að fara allur í stress og útréttingar. Í desem- ber á að vera tími fyrir fjölskylduna til þess að slappa saman af í myrkr- inu og kuldanum og ylja sér við kakóbolla eða tvo. Tími fyrir börnin Mörgum þykir nóg um um- stangið fyrir jólahátíðina og láta streituna taka völdin. Börnin eiga það einnig til að gleymast í látunum vegna þess að foreldrarnir eru svo uppteknir við að gera allt klárt fyrir aðfangadag. Desember ætti frekar að snúast um afþreyingu og sam- verustundir. Það er um að gera að fara í bíó eða leikhús, kíkja á skemmtilegar sýningar og fara niður að tjörn og leyfa börnunum að gefa öndunum brauð. Eins getur verið gaman að fara í einstaka útréttingar með alla fjölskylduna þar sem rölt er um bæ- inn og kíkt í einstaka búð. Síðan má setjast niður og fá sér kakóbolla og jólaköku á kaffihúsum bæjarins áð- ur en haldið er heim á leið. Tekið höndum saman Heima við ættu allir að taka höndum saman við að koma upp jólaseríum og öðru skrauti. Eins er jólalegt að eiga ánægjulega stund í eldhúsinu við bakstur á uppáhalds- smákökusort fjölskyldunnar. Í desember á að gefast tími til þess að hitta vini og vandamenn. Verið með opið hús í skammdeginu og hvetjið fólk til þess að kíkja við í einn kaffibolla. Þeir sem hafa tíma til ættu að bjóða í aðventukaffi eða bjóða jafnvel í mat og prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ekki láta tímann fyrir jól verða mesta framkvæmdatíma ársins. Það þarf hvorki að henda út gömlu eld- húsinnréttingunni né mála stofuna fyrir jól. Jólin koma hvort sem stað- ið er í stórræðum eða ekki og þeirra á að njóta í faðmi fjölskyldunnar. Gerið eitthvað skemmtilegt í desember Jólin í faðmi fjölskyldunnar 24 stundir/Árni Sæberg Samvera Í desember ættu fjölskyldur og vinir að eyða tíma saman og gera eitt- hvað skemmtilegt. Á jólunum er yfirleitt gnægð mat- ar á borðum og er yfirleitt um töluverðan afgang að ræða af jóla- matnum sem fólk nartar í fram eftir öllu. Þrátt fyrir að gott sé að gæða sér á afgöngum þarf að gæta þess að geyma matinn ekki of lengi þó að hann sé geymdur í ís- skáp, en talið er að um 400.000 manns víðs vegar um heiminn fái matareitrun árlega eftir að hafa ét- ið afganga af jólamatnum. Að gæða sér á afgöngum Kalkúnn varð vinsæll jólamatur á Englandi á 16. öld en fram að því hafði verið vinsælast að snæða gæs. Á Viktoríutímanum var kal- kúnninn á borðum á flestum heimilum á jóladag og kom fjöldi fugla frá Norfolk, þaðan sem þeir voru seldir á markaði í London. Þangað gengu þeir í hálfgerðum leðurstígvélum sem verndaði fæt- ur þeirra fyrir frosinni jörðinni og leðjunni á leiðinni. Kalkúnar í leðurstígvélum Hvítu og rauðu sælgætisstafirnir sem eru hvað vinsælastir um jól- in voru til að byrja með hvítir og voru ætlaðir til þess að skreyta jólatrén. Í kringum jólahátíðina seljast hátt í 2 milljónir slíkra stafa en nú eru þeir oftast ætlaðir til þess að gæða sér á. Það var ekki fyrr en á 20. öldinni að rauða litnum var bætt á stafina en þeir sem eru eins og J í laginu eiga að standa fyrir nafnið Jesús. Vinsælir sælgætisstafir Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Í Fyrir jólin Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? A T A R N A / K M I / F ÍT Jólaþrifin verða leikur einn.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.