24 stundir - 14.12.2007, Síða 58

24 stundir - 14.12.2007, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Jólin eru aldrei mjög langt undan í mínum huga,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður, en hún hannar og framleiðir meðal annars sérstakar árlegar jólakúlur úr leir, en þær eru allar hvítar á lit- inn og bera yfirskriftina íslenskur vetur og eru seldar í Kirsuberja- trénu. Á hverju ári er sérstakt mynstur á kúlunum og þar sem framleiðsla þeirra og hönnun er tímafrek þarf hún að byrja að huga að hönnun jólakúlu ársins í janúar eða febrúar. Í kjölfarið býr hún til mótin, steypir í þau, brennir, setur gljáa og svo framvegis. Allt þetta tekur sinn tíma og er margra mán- aða ferli. „Það er kannski erfiðast að hugsa um jólin á vorin og snemmsumars en strax í ágúst er ég alveg búin að gíra mig inn á að jólin séu að koma,“ segir hún glett- in. Þetta er fimmta árið í röð sem hún framleiðir og selur þessar jóla- kúlur sem hún segir alltaf njóta mikilla vinsælda. Áður hefur mynstrið á þeim meðal annars ver- ið eins og snjókorn, skafrenningur, norðurljós og stjörnur, en að þessu sinni er það með gróðursprotum sem koma upp úr snjónum. „Ég hugsa að næstu tvenn jól verði ég einnig með nýjar kúlur í þessari seríu en að í framhaldi af því breyti ég aðeins til og skipti ef til vill um lit eða form. En ég hætti ekki að gera svona árgangsvörur, það er al- veg á hreinu, enda eru margir sem safna þessum jólakúlum og eru fljótir að panta þær á hverju ári.“ Fleiri leirmunir Fyrir utan jólakúlurnar gerir Ólöf Erla fleiri jólamuni, eins og til dæmis sérstaka aðventukransa úr leir og karöflur og staup úr sama mynstri og jólakúlurnar. En skyldi hún hafa einhvern tíma til þess að undirbúa og skreyta fyrir jólin heima hjá sér í öllu annríkinu? „Það er voða lítið,“ segir hún og hlær. „Það er svo mikið að gera í desember og margir sem koma við í Kirsuberjatrénu. Við sem þar störfum reynum að gera eins jóla- legt hjá okkur og við getum. Einu sinni buðum við til dæmis við- skiptavinum okkar upp á jólaglögg og það mæltist ákaflega vel fyrir. Heima hjá mér eru það hins vegar aðallega maðurinn minn og dóttir sem sjá um að skreyta, enda hef ég lítinn tíma til þess.“ Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður hannar árlegar jólakúlur Íslenskur vetur er meginþemað ➤ Bjó að Grímsstöðum á Fjöll-um á sínum tíma, en þar var mjög snjóþungt á veturna. Þangað sækir hún innblástur fyrir kúlurnar. LISTAKONANÁ hverju ári setur Ólöf Erla Bjarnadóttir nýjar jólakúlur á markað. Þær eru handunnar úr leir og eru allar hvítar á litinn eins og snjór. Hönnun þeirra og framleiðsla er tímafrek og því hugsar hún um jólin allt árið. Fallegar jólakúlur „Ég er með hugann við jólin meira og minna allt árið enda eru jólakúlurnar tímafrekar í vinnslu. En það er í fínu lagi af því að ég er mikið jólabarn.“ 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Gefa heimaföndur, smásögur, ljósmyndir og heimagert skraut í jólagjöf. Ekki láta neysluáróð- ursfólk segja þér að enginn vilji eiga föndur eftir hálffullorðið fólk, illa haldið af nísku. Ekki láta þér samt nægja að fjölda- framleiða málaðar spýtur og skýla þér á bak við abstrakt hugs- un. Handgerðar gjafir eiga að koma frá hjartanu og fima fingur og velvilja þarf í verkið. Leggðu allt í vinnuna. Afskaplega fallegt er að gefa fallega unnar myndir, handskrifuð skreytt bréf og úr- klippubækur með minningum frá liðnu ári. Það er allt í lagi að … Jólaglaðningur10 heppnir kaupendurjólagjafabréfa eiga möguleika á að vinnaferð fram og til bakatil hvaða áfangastaðarIceland Express sem er! með ánægju F í t o n / S Í A 22.900 kr. Verð: Langar þig að gleðja einhvern sérstaklega mikið um jólin? Jólagjafabréf Iceland Express gefur þeim sem þér þykir vænt um spennandi fyrirheit á nýju ári, hvert sem hugurinn leitar. Bókaðu vel heppnaða jólagjöf á www.icelandexpress.is Gjafabréfið gildir sem flug fram og til baka með sköttum til eins af 15 áfangastöðum Iceland Express í Evrópu. Bókunartímabil jólagjafabréfsins er frá 26. desember til 31. janúar 2008 og eftir það gildir gjafabréfið sem inneign í 2 ár. Jólagjafabréfið gildir í flug á tímabilinu 15. janúar til 30. júní 2008. Sætaframboð er takmarkað. Gjöf fyrir þá sem elska að ferðast Kertastjákar, kerti, silfur- og postulínsmunir Forkunnar fagurt úrval Húsgögn og listmunir 8 Skúlatúni 6 8 sími 553 0755 8 www.antiksalan.is Frönsk og dönsk antikhúsgögnn Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.